Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989 ;41~ \ftk?AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS i i i i i i i Þessir hringdu .. 5 prósent - staðgreiðsluafsláttur Lesandi hringdi: „Verslunin Grundarkjör veitir viðskiptavinum sínum 5 prósent afslátt af matvörum ef þeir greiða með peningum. Þetta ættu fleiri verslanir að gera því kostnaðurinh af ávísana- og greiðslukortanotk- un kemur auðvitað inn í vöruverð- ið. Ég vil þakka versluninni fyrir þessa framtaksemi og vona að aðrar verslanir fari að dæmi Grundarkjörs." N Páfagaukur Páfagaukur tapaðist frá Lund- arbrekku 4 í Kópavogi fyrir nokkru. Vinsamlegast hringið síma 43439 ef hann hefur ein- hvers staðar komið fram. Sýnið nýnemum kurteisi Hulda hringdi: „Þegar ég fletti Morgunblaðinu einn morgun kom ég auga á fal- lega mynd, ungt fólk að afhenda öðru ungu fólki blóm. í tilefni hvers? Þetta reyndist vera athöfn við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Það var verið að taka á móti nýj- um nemendum. Vissulega háttvísi sem hæfir menntastofnun og er það ekki í fyrsta sinn sem þessi skóli er til fyrirmyndar hvað varð- ar inntöku nýnema. Vonandi er að þeir sem ráða öðrum fjöl- brauta- og menntaskólum sjái sóma sinn í því að taka á móti nemendum af þeirri kurteisi sem þeir vilja að nemendurnir sýni." Þjónar engum tilgangi Konráð Friðfinnson hringdi: . „Ég vil mótmæla þeim leiða sið fjölmiðla að birta sífellt áætlað söluverð fyrir smygluð eiturlyf. Þetta bregst ekki þegar einhver smyglvarningurinn finnst. Slíkar endurtekningar geta nefninlega hæglega kveikt hugmyndir hjá miður vönduðu fólki sem hugsar fyrst og fremst um auðfenginn gróða með skelfilegum afleiðing- um fyrir miljónir manna. Hættið að birta slíkar tölur enda þjónar það ekki neinum tilgangi." Snyrtibox Rautt snyrtibox merkt „T. Gunnarsdóttir - Hvítárbakka" varð eftir á planinu við Suðurhóla 16 aðfaranótt 13. september. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 98-68862. Fund- arlaun. Sumarferð Sjálfsbjargar: Vanefhdir á ferðalýsingu Til Velvakanda. Okkur stóð til boða hjá ferðaskrif- stofunni Ferðabæ núna í sumar, nán- ar tiltekið dagana 25. ágúst til 4. september, að ferðast með rútu sem var sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða. Það sem helst vakti áhuga minn á þessu ferðalagi var sú aðstaða sem var boðið upp á. Verðið var 74.000 kr. en innifalið var flugferð til Lúx- emborgar, rúta allan tímann, gisting á „mjög góðu" hóteli, morgun- og kvöldverður. Við staðgreiddum flest ferðina. Við fengum morgunmat í vélinni og vorum komin til Lúxemborgar klukk- an 10.30. Þaðan fórum við inn í flug- höfnina og þangað sótti hin sér- hannaða rúta okkur. Það átti að vera hægt að kaupa sér heitar samlokur, heitt kaffí og annað sér til hressing- ar. Svo var lagt af stað í draumahótel- ið sem átti að vera svo sérstaklega gott fyrir öryrkja og hjólastólafólk. En ferðin sú tók nú aldeilis tíma. Þegar búið er að keyra í fleiri klukk- utíma stóð ég upp og spurði hvort við værum ekki að vera komin. Nei, sagði fararstjórinn, Kristín Njarðvík, aumingja bílstjórinn væri að villast og það gæti nú komið fyrir alla. En hún var með 29 öryrkja, 11 hjóla- stóla og allavega fatlað fólk. Þetta átti Ferðabær að vera búinn að ganga örugglega frá áður þegar þeir leigðu rútuna að bílstjórinn hefði farið leiðina áður svo að hann rataði örugglega. Það var villst áfram mest allan dagihn. Við fengum ekki vott eða þurrt fyrr en klukkan 9.30 um kvöld- ið. Það var hvergi stansað á leiðinni- svo við gætum fengið okkur hress- ingu. Ein konan var með sykursýki og þoldi ekki svona svelti. Við vorum öll uppgefin. Örbylgjuofninn var bil- aður, en það var eins og annað, það gat nú alltaf skeð og kom það Ferðabæ ekki við. (Hann var ennþá jafn bilaður daginn sem víð fórum heim.) Svo var nú reykt eins og hver vildi, en það var nú eins og annað rútan var leigð af Ferðabæ og þurfti ekki þess vegna að setja nein boð eða bönn enda reykti fararstjórinn sjálfur svo við sem ekki reyktum gátu bara þagað og átt okkur. En mér hefur verið sagt að fararstjórinn hafí haldið fund um þetta en ég ekki verið viðstödd. Sérhannaða rútan var ekki betur hönnuð en svo að hefði ég ekki fengið tvö sæti þá hefði ég farið af í Lúxemborg, það var svo stutt á milli sætanna. Herbergið sem átti að vera svo sérlega hentugt fyrir okkur var svo lítið að þegar við tvær vorum komn- ar inn í það, önnur í hjólastól, var ekki hægt að hreyfa sig. Konan í hjólastólnum varð að bakka út á innri ganginn og renna frá rennihurð á fataskáp á ganginum og bakka inn í hann til þess að komast fram á klósettið og þar var ekkert hald til að hýfa sig á og af klósettinu. Þetta var þessi sérstaklega góða aðstaða. Ingi Sverrisson hefði átt að skoða hótelið sjálfur og hafa með sér hjóla- stól og gera eins og borgarstjórinn gerði. En ég vona að Sjálfsbjörg mun hér eftir kynna sér aðstæður áður en farið er. Ein lyfta var á staðnum og einung- is einn hjólastóll komst fyrir í einu og ein manneskja ef hún var í réttum holdum. Svo voru 4 tröppur upp í matsalinn sem við borðuðum í á morgnana. Það voru 3 sjálfboðaliðar með í hópnum sem unnu mjóg gott starf, eins og að bera á hverjum morgni alla stólana upp í borðsalinn og niður aftur, fyrir utan allt annað sem þetta fólk hjálpaði á nóttu sem degi og færi ég því hér með inni- legustu þakkir. Það var ólaunað af Ferðabæ. Ferðirnar voru allt of langar og erfiðar fyrir sum okkar og hefði átt að hafa bæði stuttar og langar ferð- ir eftir því sem hentaði. Ferðin í Moseldalinn tók allan daginn. Það var farið klukkan.10.30 og komið á hótelið aftur 21.15. Við vorum mörg alveg uppgefm. Hótelið var upp í sveit og frídag- ana sem okkur var skammtað var ekkert að gera annað að gera nema horfa út í lofið. Það var ekkert við að vera á hótelinu. Það var ekki einu sinni hægt að kaupa sér enskt dag- blað eihs og á Spáni. En við gátum fengið okkur leigubíla í lítinn bæ sem var þarna rétt hjá þegar maður var farinn að átta sig, að sjálfsögðu á eigin kostnað. Að þessu framansögðu er ljóst að verulegar vanefndir voru á gefínni ferðalýsingu og er sárt til þess að vita að þjóðfélagshópur eins og fatl- aðir skuli verða fyrir barðinu á slíku. Oddný Ólafedóttir, kjólameistari. BLUEBIRD Nærfatnaður FYRIR NUTIMA MANNINN FORSALA ISLAND - TYRKLAND Heimsmeisturakeppnin 20. september kl. 17.30 LANDSBYGGÐARFÓLKATHUGIÐ! Fyrir þennan leik verður hægt að panta miða á landsleikinn í síma 91 -84444 sunnudaginn 17. sept. f rá kl. 14.00-18.00 Sækja verður pantanir fyrir lokun forsölu kl. 18.00 þriðjudaginn 19. sept. *-3> ViSA ¦<&,. Sport® ^i FORSALA ADGONGUMIDA VERÐUR SEM HÉR SEGIR: Mánudag 18. sept. kl. 12.00-18.00 í Austurstræti og Laugardalsvell Þriðjudag 19. sept. kl. 12.00-18.00 í Austurstræti og Laugardalsvell Keppnisdag 20. sept. kl. 10.00-17.30 á Laugardalsvelli Miðaverð: Stúka kr. 1.000.-, stæði kr. 600.-, börn kr. 200.- ^á* ...ergóð FLUGLEIDIR íþróttir byggja upp - áfengi brýtur nidur KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.