Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 34
■MOK(jU,Nl&ApiÐ LAUGARDAGUR, 16,- SEPTEMBER 1989
fclk í
fréttum
IÐJUSEMI
Oddvitinn að mála
Fréttaritari Morgunblaðsins lagið vill að settir verði á allar
rakst á Ingunni St. Svavars- bryggjur. „Það verður að spara“
dóttur, oddvita Presthólahrepps, á sagði Ingunn „og ég greip í þetta
Kópaskeri í málningai-vinnu. Odd- þvi það var ekkert meira aðkall-
vitinn var að mála svokallaða andi á skrifstofunni."
bryggjustiga sem slysavarnafé- — Silli
Liz með kærastanum sínum Larry Fortensky.
LIZ TAYLOR
Nýbúin að læra að aka bíl
Elizabeth Taylor sem er 57 ára gömul er nýbúin að
læra að aka bíl. Leikkonan sem hóf feril sinn aðeins
tólf ára gömul hefur alla tíð haft glæsibifreið og bílstjóra
til að aka sér hvert sem hún þurfti að fara. Hún ákvað
þó að læra sjálf að aka bíl, bara sér til skemmtunar.
Námið gekk mjög vel og Liz náði prófinu í fyrstu tilraun.
Hún mun fljótlega koma fram sem gestur í tveimur
þáttum af Dallas og fyrir það viðvik fær leikkonan litlar
24 milljónir.
vB
ELDHUS OG BAÐ
breytir um svip
ið höfwn opnað nýjan og glæsilegan
sýningarsal að Funahöfða 19
Þar er lögð áhersla á gæða innréttingar til
heimilisins, góða hönnun, nýstárlegt útlit
og persónulega þjónustu.
Það er spennandi að heimsækja okkur.
Sjáumst!
Oddviti Presthólahrepps að mála bryggjustiga.
Morgunblaðið/Silli
Funahöfða 19, sími 685680
POPP
Simon Le Bon
bráðum pabbi
I ítið hefur heyrst frá söngvar-
l—anum Simon Le Bon á þessu
ári en hann átti hug og hjörtu
margra ungra meyja á meðan
hann var í hljómsveitinni Duran
Duran. Simon er nú að verða
pabbi í fyrsta sinn en konan hans
Yasmin á von á sér einhvern
næstu daga. Þessi mynd var tekin
af þeim þegar þau brugðu sér í
bíó um daginn.
HJONABAND
Enn
ástfangin
eftir átta ár
Algengt er að hjónabönd banda-
rískra leikara endist af ein-
hveijum ástæðum mun skemur en
hjá fólki í öðrum starfsgreinum. En
sjónvarpsleikarinn Joe Spano hefur
verið giftur konu sinni Joan í átta
ár og þau segjast enn vera jafn ást-
fangin og þau voru þegar þau kynnt-
ust fyrst. Margir kannast við Spano
úr sjónvarpsþáttunum Hill Street
Blues sem sýndir voru í Ríkissjón-
varpinu fyrir nokkrum árum en eru
núna á Stöð 2. Spano hefur í mörg
ár farið þar með hlutverk Henrys
Goldblumés lögreglufulltrúa.
Joan, kona hans, hefur haldið sig
frá sviðsljósinu og reynt að varðveita
einkalíf þeirra en hjónin leyfðu þó
að þessi mynd væri tekin af þeim á
heimili þeirra nú í sumar. Þau eiga
mörg sameiginleg áhugamál, eins og
garðyrkju og þau hafa gaman af því
að ferðast og borða góðan mat.