Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK
210. tbl. 77.árg.____________________________________LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989___________________________________Prentsmiðja Morgxinblaðsins
Reuter
Beðið fyrir Móður Teresu
SYSTURNAR í trúboðsstöð Móður Teresu í Kalkútta á Indlandi tóku í gær til við að fasta og biðja
fyrir konunni, sem hefur helgað allt sitt líf því einu að lina þjáningar meðbræðra sinna, en hún er
nú alvarlega veik. Móðir Teresa er 79 ára að aldri og lifandi dýrlingur í augum margra. I 40 ár
hefúr hún starfað meðal þeirra, sem bágast eiga í Kalkúttaborg, og var sæmd friðarverðlaunum
Nóbels fyrir störf sín árið 1979.
Bandaríkin:
Óvæntur bati í
efiiahagslífínu
Washington, London. Reuter.
Viðskiptahallinn i Bandaríkjun-
um var minni í júlí en hann liefur
verið um fímm ára skeið og enn
kulna eldarnir undir verðbólgu-
kötlunum. í Bretlandi er verð-
bólgan líka á niðurleið og hefúr
lækkað annan mánuðinn í röð.
Vegna þessara tíðinda hækkaði
gengi dollarans verulega og komst
hann vel yfir tvö vestur-þýsk
mörk.
Á fjármálamörkuðunum hefur
fréttunum um minni viðskiptahalla í
Bandaríkjunum verið vel tekið en
hann minnkaði um 5,3% frá í júní
og var 7,58 milljarðar dollara. Þá
lækkaði einnig heildsöluverð í ágúst-
mánuði um 0,4% og sýnir það, að
farið er að draga úr verðbólguþrýst-
ingnum. Hefur heildsöluverð þá
lækkað í þtjá mánuði samfellt. Hag-
fræðingar telja, að vegna þessa
kunni Seðiabankinn að slaka eitthvað
á vaxtatakinu. -
Búist hafði verið við, að viðskipta-
hallinn yxi í júlí frá fyrra ntánuði
en innflutningur dróst meira saman
eri spáð hafði verið. Munaði mestu
um minni eftirspurn eftir fjárfesting-
arvöru, búnaði og efnum til iðnaðar.
Stjórnarmyndunarviðræður norsku borgaraflokkanna:
Afstaðan til Evrópubanda-
lagsins getur skipt sköpum
í Bretlandi minnkaði verðbólga í
ágúst annan mánuð í röð og svarar
nú til 7,3% á ári. Nigel Lawson §ár-
málaráðherra sagði, að aðgerðir
sínar og stjórnvalda væru farnar að
bera árangur, en tók fram, að vextir
yrðu háir enn um sinn. Verðbólga
var ekki nema um 3% í Bretlandi á
öndverðu síðasta ári en fór þá á
mikinn skrið og er enn með því
mesta, sem gerist í iðnríkjunum.
Ottast margir, að launakröfur starfs-
manna í bílaiðnaði geti hleypt henni
upp aftur, en þeir fara fram á 10%
kauphækkun.
Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins.
Á MÁNUDAG ætla fulltrúar Hægriflokksins, Kristilega þjóðarflokks-
ins og Miðflokksins að reyna að fá úr því skorið hvort þeir geta
orðið ásáttir um nýja, borgaralega stjórn í Noregi. Spurningarnar,
sem þeir verða að svara, eru þessar: Hvernig á minnka atvinnuleys-
ið, hve mikið á að lækka skattana, hvernig á að taka á umhverfismál-
unum og — síðast en ekki síst — hver á afstaða Norðmanna að vera
til Evrópubandalagsins.
Fyrir kosningar gerðu miðflokks-
menn það lýðum ljóst, að þeir sett-
ust ekki í neina stjórn, sem vildi
aðild að EB, og þetta mál verður
vafalaust erfiðasta úrlausnarefnið í
viðræðum flokksformannanna,
þeirra Jans P. Syse, Kjells Magne
Bondeviks og Johans J. Jakobsens.
Bondevik, formaður Kristilega
þjóðarflokksins, sem líklega yrði
utanríkisráðherra í borgaralegri
stjórn, er sáttasemjarinn í viðræð-
Holland:
Yantrúuð lögregla
Amsterdam. Reuter.
HOLLENSKA lögreglan á nú í stökustu vandræðum með skil-
rikjalausan Kínveija, sem stendur á því fastar en fótunum, að
hann hafi sofúað í lestarvagni heima í Kína og vitað það næst af
sér, að hann var kominn til Hollands.
Kínveijinn er nú á bak við lás
og slá í Leidenborg énda á lögregl-
an bágt með að trúa sögunni.
„Við getum alls ekki skiiið hvern-
ig hægt er að fara peninga- og
pappíralaus um Kína, Sovétríkin,
Pólland, Austur- og Vestur-
Þýskaland og Holiand og það án
þess að bregða blundi eða vekja
athygli landamæravarða," sagði
Dick Graveland, talsmaður lög-
reglunnar.
Kínveijinn heldur fast við sög-
una sína, að hann hafi sofið af
sér 8.000 km lestarferð, og breyt-
ir engu þótt lögreglan hafi fengið
upplýsingar um, að hann , hafi
komið til Hollands í febrúar
síðastliðnum og þá með skipi.
unum. Nýtur
hann æ meiri
virðingar . i
norskum stjórn-
málum og er haft
á orði, að geti
hann ekki brúað
bilið milli Hægri-
flokksins og
Miðflokksins, sé
Bondevik það á einskis
manns færi.
Flokksformennirnir buðust til að
segja sigurvegara kosninganna,
Carl I. Hagen, leiðtoga Framfara-
flokksins, frá gangi viðræðnanna
en hann kvaðst ekkert vilja af þeim
vita þar sem hans eigin flokkur
fengi ekki að vera með. Hagen er
líka þegar farinn að hefna sín á
Hægriflokknum og hefur tilkynnt,
að framfaraflokksmennirnir ætli að
styðja frambjóðanda Verkamanna-
flokksins í embætti þingforseta.
Þeim starfa gegndi hægrimaðurinn
Jo Benkow á síðasta þingi. Eru
þrír ráðherrar í Verkamannaflokks-
stjórninni taldir líklegastir í emb-
ættið, Sissel Rönbeck umhverfis-
málaráðherra, Bjarne Mörk Eidem
sjávarútvegsráðherra og Tove
Strand Gerhardsen félagsmálaráð-
herra.
Búist er við, að viðræður borg-
araflokkanna standi í viku og þann
tíma að minnsta kosti mun Gro
Ilarlem Brundtland sitja áfram við
stjórnvölinn-. „í landinu verður að
vera ríkisstjórn," segir Gro og þeir
eru raunar ófáir, sem búast við, að
hún muni stjórna áfram þegar borg-
araflokkarnir hafa komist að raun
um, að það er fleira, sem sundrar
þeim en sameinar.
Austur-Þýskaland:
14.000 flýðu á
flórum dögum
Zíirich. Frá Öimu Bjarnadóttur, fréttarit-
ara Morgnnblaðsins.
RUMLEGA þrjár milljónir Aust-
ur-Þjóðverja hafa yfirgefið föður-
land sitt síðan Þýska alþýðulýð-
veldið var stofnað fyrir fjörut.íu
árum. Vestur-þýsk stjórnvöld
reikna með að 80.000 manns flytj-
ist löglega til Sambandslýðveldis-
ins í ár en óvíst er hversu flótta-
mennirnir verða margir. Tæplega
14.000 Austur-Þjóðveijar hafa flú-
ið um Ungveijaland síðan það
opnaði landamærin til vesturs að-
faranótt mánudags.
Mestur var fólksstraumurinn,
331.000 manns, vestur yfir landa-
mærin árið 1953 þegar Berlínarupp-
reisnin var gerð. Árið 1956, þegar
Ungveijar risu upp gegn Sovétmönn-
um, fluttust 275.000 Þjóðveijar vest-
ur og þeim fjölgaði stöðugt þangað
til Berlínarmúrinn var reistur 13.
ágúst 1961 til að stöðva fólksflutn-
ingana. Síðan hafa 600.000 manns
flutt vestur yfir landamærin, þar af
hafa 250.000 flúið land.en hinir hafa
fengið ieyfi .yfirvalda tii að fara á
brott.
Ekki fyrir
loffthrædda
I Bandaríkjunum - tvH
heitaþeirjárna-
menn, ofurhugarn-
ir, sem reisa burð-
arvirkin í háhýsun-
um vestur þar, og
þarf ekki að taka ' X \
fram, að svíma- Y Wm
gjarnir menn og
lofthræddir sækj- ■Æ > ■ xWfjE-T
ast lítt eftir þessum
starfa. Járnkarl-
arnir á myndinni
eru að reisa hús á
Broadway í New fh! f
York og þegar þeir
voru komnir nógu rnlmi ’ illfimmi I - H : •
hátt upp, í 225
metra hæð yfir
jörðu, settu þeir ••‘niLlBsi f /1
upp þjóðfánann að
góðum og gömlurn sið.
Reuter