Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 43
Leikur 3 F.H._________- Fylkir
Leikur 4 Fram_________- Víkingur
Leikur 5 Þ6r - Akranes
Leikur 6 Charlton - Everton
Leikur 7 Coventry - Luton
Leikur* 8 Man. Utd. - Millwall
Leikur 9 Nott. For. - Arsenal
Leikur 10 Q.P.R.________- Derby
Leikur 11 Sheff. Wed. - Aston Villa
Leikur 12 Tottenham - Chelsea
Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464.
LUKKULÍNAN s. 991002
Sjórtvaipid verður með útsendingu frá seinni
hálfleik í 2 leikjum t Hörpudeildinni.
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989-
43 i
Laugardagur kl. 13:55
37. LEIKVIKA^ 16. sept-19891
Leikur 1 Valur - K.R.
Leikur 2 Keflavík - K.A.
Morgunblaðið/Sverrir
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH-inga og leikmaður,
hleypur hér hvítklæddur í broddi fylkingar á æfingu í gær.
„Einungis sigur mun
færa okkur titilinn“
- segirÓlafurJóhannesson, þjálfari og leikmaðurFH
FH-ingar æfðu með hefðbundnum hætti í
gær fyrir leikinn sem kann að færa þeim
Islandsmeistaratitilinn ífyrsta sinn. Allir
leikmenn þeirra eru heilir, enginn í leik-
banni og stemningin mjög góð. Sömu sögu
er að segja um KA-menn, nema hvað Þor-
valdur Örlygsson verður í leikbanni.
að má ekkert’ út af bregða í leiknum gegn
Fylki, því ef við vinnum ekki, hef ég ekki
trú á öðru en að það verði KA-menn sem klári
dæmið og taki titilinn,“ sagði Ólafur Jóhannes-
son, leikmaður og þjáífari FH.
Hann sagði að auðvitað væri svolítill skjálfti
í mönnum fyrir leikinn, enda ekki nema von, þar
sem Fylkismenn mættu örugglega mjög grimmir
til leiks.
„Við munum hittast fyrir hádegi til að fara
yfir leikskipulagið og ræða saman um leikinn,
og síðan munum munum við mæta út á völl
klukkan eitt, vitandi að ekkert annað en sigur
kemur til greina til að ætla sér titilinn,“ sagði
Ólafur.
Seljum okkur dýrt
KA-menn æfðu í Grindavík í gær, en Guðjón
Þórðarson, þjálfari, sagði að ástæðan væri ein-
faldlega sú, að sex leikmenn liðsins væru' komn-
ir suður til náms, og því eðiilegra að halda æfing-
una sunnan heiða.
„Viðureighirnar í þessari síðustu umferð verða
allt hörkuleikir og við munum selja okkur dýrt
til að knýja fram sigur,“ sagði Guðjón Þórðars-
son, þjálfari KA. „Urslit í öðrum leikjum verða
að vísu að vera okkur hagstæð, en ég held að
það sé orðið tímabært að heppnin gangi í lið
með okkur, við eigum það inni.“
Morgunblaðið/Bjarni
KA-menn komu fljúgandi til Reykjavíkur í gærdag og þaðan lá leiðin suður með sjó, þar sem
þeir undirbjuggu sig fyrir hinn mikilvæga leik gegn IBK. Þoi-valdur Örlygsson, sem verður í
leikbanni í dag, og Guðjón Þórðarson, þjálfari KA, fara hér með gamanmál, en Ormarr, bróð-
ir Þorvalds, lætur sér fátt um finnast.
íHémR
FOI_K
■ SJÓNVARPAÐ verður beint
frá leikjunum í Hafnarfirði og
Keflavík í dag í ríkissjónvarpinu
og hefst útsending kl. 14.45. Verð-
ur þá sýnt það markverðasta úr
fyrri hálfleikjum leikjanna fjögurra
sem fara fram fyrir sunnan. Síðan
verður sýnt beint frá seinni hálfleik
FH og Fylkis og skotið inn köflum
úr leik ÍBK og KA. Að leikjunum
ioknum verða brot úr öllum leikjun-
um sýnd.
■ ÍSLNASBIKARINN getur lent
á fjórum stöðum. í Hafiiarfírði,
Keflavík, að Hlíðarenda og á
Laugardalsvelli. Þar sem mestar
líkur eru á að bikarinn lendi hjá
FH-ingum verður hann hafður í
námunda við Kaplakrikavöll fram-
an af leiktímanum. Þyki sýnt að
bikarinn lendi í Keflavík eða
Reykjavík mun bifreið, ekki þyrla
eins og ákveðið hafði verið, flytja
hann þangað í lögreglufylgd.
HJÁTRÚ
Hvers eru Tarot-
spilin megnug?
Þeir sem fylgdust með íþróttaþætti Stöðvar 2 á
þriðjudaginn minnast eflaust Spánverja sem spáði
í Tarot spil. Það sem hann sá í þeim, var velgengni
Real Madrid á keppnistímabilinu, og þótti honum
augljóst að iiðið myndi vinna stóran bikar, og var það
útlagt sem sigur í Evrópukeppni meistaraiiða.
íslendingar hafa upp á síðkastið gerst æ dular-
fyllri, og hefur umfjöllun um allskonar dulhyggju og
karmalögmál færst í aukana, a.m.k. í útvarpi. Það
kom því ekki nokkrum manni á óvart, þegar fréttist
að Tarot-spil hefðu verið látin spá fyrir um hvaða lið
hreppti íslandsmeistaratitilinn í ár.
Spádómurinn, sem reyndar var framkvæmdur áður
en keppnistímabilið hófst, sagði fyrir um velgengni
Fram í sumar. Greinilegt var að liðið byggði á traust-
um grunni og góðum mannskap, og átti fátt að vera
því til fyrirstöðu að liðið ynni nokkra bikara á keppn-
istímabiiinu. Þá átti íslandsmeistaratitillinn ekki að
hverfa úr herbúðum þeirra í bráð samkvæmt spilun-
um.
Framarar hafa þegar sigrað í Mjólkurbikarkeppn-
inni og Meistarakeppni KSÍ, en hins vegar gekk
Reykjavíkurmeistaratitillinn þeim úr greipum, þegar
þeir töpuðu fyrir KR í úrslitaleik. Þá er íslandsmeist-
aratitillinn orðinn að frekar ijarlægum draumi, svo
ekki sé meira sagt, en kannski hið yfirnáttúrlega
hafi ennþá eitthvað til síns máls.
HANDKNATTLEIKUR / HM U-21
„Vantaði herslumuninn“
- sagði Hilmar Björnsson, þjálfari, eftir 18:22 tap gegn Spánverjum
ÍSLENSKA landsliðið í hand-
knattleik, skipað leikmönnum
21 árs og yngri, tapaði fyrir
Spánverjum, 22:18, í öðrum
leik sínum í HM i Lacoruna á
Spáni ígærkvöldi.
Islenska liðið byrjaði vel og skor-
aði þijú fyrstu mörkin. Spán-
veijar náðu að jafna um miðjan
fyrri hálfleik og leiddu með fjórum
mörkum í ieikhléi, 9:5. Á þessum
kafla var sóknarleikur íslenska liðs-
ins í molum. Islendingar náðu að
minnka muninn niður í eitt mark
um miðjan síðari hálfleik en lengra
komust þeir ekki og heimamenn
bættu við og sigruðu með fjögurra
marka mun.
„Þetta var hörku Ieikur og það
vantaði aðeins herslumuninn. Vörn-
in og markvarslan var góð, en sókn-
arleikurinn ekki eins agaður. Spáft-
verjar eru með mjög gott lið og
voru vel studdur af fullu húsi áhorf-
i enda og hafiði það mikið að segja,“
Konráð Olavson stóð sig vei og
skoraði fjögur mörk.
sagði Hilmar Björnsson, þjálfari
íslenska liðsins.
Markverðirnir voru bestu leik-
menn íslenska liðsins. Bergsveinn
stóð í markinu framan af leiknum
og varði alls níu skot og Páll Guðna-
son kom inná í síðari hálfleik og
varði þá 9 skot í röð, þar af tvö
vítaköst. Halldór og Konráð léku
vel og Héðinn skoraði mikilvæg
mörk þó svo að hann væri í strangri
gæslu nær allan leikinn.
Mörk íslands: Héðinn Gilsson
6/3, Konráð Olavson 4, Halldór
Ingólfsson 3, Árni Friðleifsson 2,
Sigurður Sveinsson 2 og Þorsteinn
Guðjónsson 1.
Tékkar unnu Vestur-Þjóðveija
20:18 í A-riðli, en þrjú lið úr A-
riðli mynda milliriðil ásamt þremur
efstu liðunum í B-riðli. Síðasti leik-
ur íslnds í riðlinum er gegn Tékkum
á sunnudag.'
Úrslit á mótinu:
B-riðill:
Ungveijaland—Egyptaland 17-1K
Egyptaland—Svíþjóð C-riðiIl
Frakkland—S-Kórea
Júgóslavía—Alsír 21:20
D-riðill Rúmcnía—Bandaríkin 36:10
Austurríki—Rúmenía 20:25