Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989 Páll Guðmundsson frá Húsafelli við eitt verka sinna. Páll Guðmunds- son sýnir í Nýhöfh PÁLL Guðmundsson frá Húsa- felli opnar sýningu í Listasaln- um Nýhö'fn, Hafnarstræti 18 á morgun, laugardaginn 16. sept- GENGISSKRÁNING Nr. 176 15. september 1989 Kr. Kr. Toll. Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gertflt Dollan 62,12000 62,28000 61.16000 Slárlp 96.62800 96.8//00 96,66400 Kan dollari 62,44600 62.68100 62,06100 Donsk kr 8.09640 8,1t/30 8.01840 Norskkr 8.64940 8,6/1/0 8.66160 Sænsk kr. 9.33160 9,36660 9.22060 Fi. mark 13.9/840 14.01440 13,84020 Fr. franki 9,32240 9.34640 9.24640 Belq. franki 1.60310 1,60/00 1.49060 s Sv. tranki 36.42330 36.61/20 36.11030 Holl gyllini 21.89/20 2/,96920 2/.626/0 V 0. mark 31,44040 31.62140 31,14060 ÍI lira 0.04380 0.04392 0,04343 Austurr. sch. 4.46/91 4.4/940 4,42440 Port. escudo 0,3/660 0.3//60 0.3/300 So. peseti 0,60360 0,60490 0,49810 Jap. yen . 0,4228/ 0,42396 0.42384 írskl pund 83,84600 84.06200 83,12300 SDR (Sérst.) /6.90960 //,10/60 /6,18620 ECU. evr.m. 66.28190 66,46010 64,66140 Tollgengi fyn september er sölugengt 28 ágúst Sjálfvirkur simsvan gengisskrámngar er t>2 32 /0 ember klukkan 14-16. Á sýning- unni eru málverk, öll af fólki og höggmyndir unnar í grjót úr Húsafelli. Páll er fæddur í Reykjavík 1959. Hann stundaði nárn við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1977-81. Einnig var hann við nám í Listahá- skólanum í Köln, hjá prófessor Burgeff. Þetta er ellefta einkasýning Páls, en hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá klukkan 10-18 og frá klukkan 14-18 um helgar. Henni lýkur 4. október. t>t> Ármúla 29 símar 38640 - 686100 P. ÞORGRÍMSSON & CO Armstrong LDFTAPLÖTUR kobkopumt GÓLFFLÍSAR FÁRMAPLAST EINANGRUN GLERULL STEINULL Fiskverö á uppboðsmörkuðum 16. september. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 71,00 40,00 65,23 6,199 404.378 Þorskur(smár) 60,00 30,00 34,34 0,083 2.850 u- Ýsa 94,00 76,00 90.20 4,589 413.935 Ýsa(smá) 20,00 20,00 20,00 0,044 880 Karfi 50,00 45,00 45,87 0,378 17.340 Ufsi 34,00 34,00 34,00 1,205 40.970 Steinbítur 57,00 57,00 57.00 0,271 15.447 Langa 40,00 36,00 37,90 1,301 49.313 Lúða 225,00 200,00 213,00 0,218 46.435 Koli 47,00 35,00 36,88 1,575 58.088 Keila 15,00 15,00 15,00 0,041 615 Skata 83,00 83,00 83,00 0,146 12.118 Skötuselur 160,00 160,00 160,00 0,080, 12.800 Blandað 31,00 31,00 31,00 0,011 341 Samtals 66,04 16,448 1.086.255 Á mánudag verður selt óákv. mag n úr Stakkavík ÁR og fleirum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 72,00 58,00 84,43 11,865 764.453 ! Þorskur(smár) 36,00 36,00 36,00 0,116 4.176 Ýsa 119,00 60,00 97,21 3,955, 384.449 Ýsa(umál) 12,00 12,00 12,00 0,123 1.476 Karfi 47,00 20,00 44,45 0,307 13.646 Ufsi 38,00 32,00 37,65 3,323 125.120 Ufsi(umál) - 20,00 20,00 20,00 0,119 2.380 Steinbítur 62,00 62,00 62,00 0,389 24.118 Langa 39,00 39,00 39,00 0,311 12.129 . Lúða(smá) 230,00 230,00 230,00 0,030 6.900 Skarkoli 43,00 43,00 43,00 0,053 2.279 Blandað 30,00 30,00 30,00 0,066 1.980 Samtals 65,02 20,657 1.343.106 Selt var úr neta- og fæ rabátum. Á mánudag verða meðal ann- ars seld 100 tonn af þorski og óákveðið magn af karfa, ufsa og ýsu úr Engey RE or. fleirum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 75,50 50,00 62,05 9,344 579,801 Ýsa 102,00 25,00 78,27 4,197 328.511 Karfi 35,00 24,00 34,75 4,081 141.797 Ufsi 34,00 15,00 31,71 1,825 57.862 Steinbítur 56,50 39,00 52,47 0,382 20.044 i Hlýri 39,00 39,00 39,00 0,070 2.730 ¦ Langa 35,50 25,00 32,13 1,347 43.273 Lúða 265,00 185,00 242,17 0,219 53 035 Skarkoli 45,00 35,00 35,72 0,222 7.930 Keila 19,00 5,00 9,41 1,205 11.342 Skötuselur 275,00 275,00 275,00 0,021 5.775 Humar 999,00 600,00 811,25 0,026 20:687 Blandað 25,00 25,00 25,00 0,015 375 Samtals 55,47 22,953 1.273.162 Á mánudag verður meðal annars selt óákveðið magn af þorski úr Hópsnesi GK og óákveðið magn af blönduðum af a úr ýmsum bátum. Uppboðið hefst klukkan 15. Ratleikur á Miklatúni ÍÞRÓTTASAMBAND fatlaðra, Iþróttafélag Fatlaðra# í Keykjavík, Iþróttafélagið Ösp og Trimmklúbbur Eddu Bergmann hafa ákveðið að efna til sameig- inlegs trimmdags, sunnudaginn 17. september nk. klukkan 14. Þó svo að trimmdagurinn sé í umsjón ofangreindra aðila eru allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá dagsins verður þannig að safnast verður saman við Kjarvalsstaði klukkan 14. Síðan verður farið í ratleik á Miklatúni sem Anton Bjarnason íþróttakennari stýrir. Fyrir þá sem ekki þekkja til, er rétt að benda á að ratleikur er mjög skemmtilegt form af trimmi þar sem gengið, hlaupið, skokkað er á milli ákveðinna pósta og fyrir- fram ákveðin verkefni leyst. Áætlað er að ratleikurinn taki einn og hálfan til tvo tíma. Eftir ratleikinn er síðan hægt að kaupa sér hressingu í veitingasölum Kjarvalsstaða. Allar nánari upplýsingar er unnt að fá á skrifstofu íþróttasambands fatlaðra, íþróttamiðstöðinni Laug- ardal. (Fréttatilkynning) Hið íslenska Náttúru- fræðifélag: Landgræðslu- ferðíRangár- vallasýslu FARIÐ verður í landgræðsluferð austur í Rangárvallasýslu á morgun, sunnudaginn 17. sept- ember. Fararstjórar verða Anna Guðrún Þórhallsdóttir og Sveinn Runólfs- son. Lagt verður af stað frá Um- ferðarmiðstöðinni klukkan 9 og komið heim um kvöldmatarleytið. Fólk hafi með sér nesti. Sjóferðir um helgina Náttúruverndarfélag Suðvest- urlands og Eyjaferðir standa fyr- ir sjóferðum á iaugardag og sunnudag með farþegabátnum Hafi-únu. Laugardagur 16. september: Klukkan 14 verður farin skoðunar- ferð um allan Kollafjörð milli Kjal- arness og Gróttutanga. Klukkan 17 verður farið út í Þerney og gengið um eyna með Guðvarði Sig- urðssyni. Klukkan 21 verður boðið upp á siglingu í tunglskini um' Sundin. Sunnudagur 17, september: Klukkan 10 verður farin náttúru- skoðunarferð um Sundin og að öll- um eyjunum á Kollafirði undir leið- sögn Konráðs Þórissonar sjávarlíf- fræðings. Klukkan 14 verður siglt út Engeyjarsund og suður á Skerja- fjörð. Söguferð og örnefnaferð undir leiðsögn Páls Líndal. Klukkan 17 náttúruskoðunar- og sögufefð út í Engey. Björgunardeildin Ingólfur að- stoðar við flutning á fólki milli lands og eyja. Farið verður í allar ferðirnar frá Grófarbryggju. Öllum er heimil þátttaka í ferðunum. Úr 2. árs verkeftii Nemendaleikhússins „Antígóna" Rúmenskt leikrit fyrsta verkefhið í ÁGÚST hóf 12. árgangur Leik- listarskóla fslands störf við Nem- endaleikhúsið með æfingum á gamanleiknum „Grímuleik" eftir rúmenska leikritaskáldið IX. Caragiale í þýðingu Jóns Óskars. Leikstjóri uppsetningarinnar er Alexa Visarion, sem einnig er Rúmeni. Alexa Visarion starfar sem pró- fessor í leikstjórn við kvikmynda- og leikstjórnarstofnunina í Búkar- est. Alexa hefur hlotið margar við- urkenningar fyrir uppfærslur sínar á leikritum og kvikmyndagerð þ. á m. hlaut han „The Soviet Minestry of Culture's Prize" fyrir uppfærslu sína á leikritinu „A Stormy Night" sem einnig er eftir 1.1. Caragiale, í listaleikhúsinu í Moskvu. Leikmynd og búningar eru í uppfærslu Nemendaleikhússins á „Grímuleik", eru í höndum Hlínar Gunnarsdóttur, og aðstoðarleik- stjóri er Ásdís Skúladóftir. Frum- sýning á verkinu er áætluð þanri 20. október. Annað verkefni lokaárgangs Leiklistarskóla íslands verður „Óþelló" Williams Shakespeare, í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Guðjón Pedersen hefur verið ráðinn til að annast leikstjórn. Hafliði Arngrímsson verður aðstoðarleik- stjóri hans og „dramatúrgur". 12. árgangur Leiklistarskólans mun svo ljúka leikárinu og jafn- framt skólagöngu sinni með upp- færslu á nýju leikriti eftir Sjón í leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Fjórða árs nemendur Leiklistar- skóla íslands eru að þessu sinni: Baltasar Kormákur, Björn Ingi Hilmarsson, Edda Arníjótsdóttir, Eggert Arnar Kaaber, Erling Jó- hannesson, Harpa Arnardóttir, Hilmar Jónsson, Ingvar Eggert Sigurðsson og Katarína Nolsö. Fræðsludeild kirkj- . unnar: Námskeið um helgina NAMSKEIÐ á vegum fræðslu- deildar kirkjunnar er haldið í Skálholti núna um helgina 15.-17. september, fyrir starfs- menn og áhugafólk um barna- starf í söfhuðum landsins. Yfir- skriftin er: „Innandyra í kirkj- unni". Á morgun, sunnudag, verður fjölskylduguðsþjónusta sem þátt- takendur annast- Prestar verða séra Jón Helgi Þórarinson og séra Tómas Guðmundsson prófastur. Ýr selur Pokapésa Réttarkaffi í Lögbergsrétt LIONSKLÚBBUR. Kópavogs hefur um langt árabil boðið upp á veitingar á réttardaginn í Kópaseli, skammt frá Lögbergs- réttum. Að þessu sinni verður réttað sunnudaginn 17. septem- ber. Tekjur af veitingasölunni hafa gert klúbbnum fært að styrkja börn til sumardvalar ár hvert. Hefur myndast sú hefð að bjóða fötluðum unglingi til Noregs þar sem dvalist hefur verið í sumarbúðum. Klúbburinn hefur auk þess sinnt mörgum öðrum styrktarverkefn- um, t.d. stendur hann að upp- byggingu Sunnuhiíðar, Hjúkrunar- heimilis aldraðra í samvinnu við aðra þjónustuklúbba í Kópavogi.- Lionessuklúbburinn Ýr í Kópavogi verður á ferðinni í næstu viku méð hina árlegu sölu á Pokapésa. Ágóðinn fer til líknarmála. Á myndinni sjást félagar í Ýr undirbúa söluna á Pokapésa. Eitt verka Dags Sigurðarsonar. Sýning Dags framlengd UNDANFARNAR þrjár vikur heftif staðið yfir sýning á verk- um Dags Sigurðarsonar í Lista- mannahúsinu Hafnarstræti 4. Hátt á annað þúsund manns hafa nú séð sýninguna og Ijöldi mynda selst. Á sýningunni í Listamannahús- inu eru 30 akrýlmyndir og 5 blý- antsteikningar. Myndirnar eru unnar á síðustu tveim árum, flestar erlendis. Vegna mikillar aðsóknar verður sýningin framlengd til fimmtudagsins 21. september. Sýningin er opin daglega frá klukk- an 10-18. (Fréttatilkynning-) Skarphéðinn gengst fyrir töðugjöldum Héraðssambandið Skarphéðinn gengst fyrir töðugjöldum á Borg í Grimsnesi á morgun, sunnu- daginn 17. september. Margt góðra skemmtikrafta verður á svæðinu, þar á meðal Valgeir Guðjónsson, Ómar Ragn- arsson og hljómsveitin Nonni og Mannarnir. Einnig verður glímu- sýning og harmoníkuspil. Leiktæki og leikir verða fyrir börnin og grillaðar pylsur og heitar pönnukökur verða á boðstólum. Athygli skal vakin á því að hluti af ágóða skemmtunarinnar rennur í þyrlusjóð. Samkoman hefst klukk- an 14. (Fréttatiikynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.