Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLÁÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. MatthíasJohannessen, StyrmirGunnarsson. . Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sjmi 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Sprengjur í Reykjavík Skömmu fyrir miðnætti á miðvikudagskvöld sprungu tvær dínamítsprengjur á íbúðar- götum í Reykjavík. Gylfi Geirs- son, sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar, telur að krafturinn í sprengjunum hafi verið slíkur, að þær hefðu verið lífshættulegar fólki í fimm til sex metra Qarlægð og hefðu slasað fólk á víðavangi lengra frá. Lögregluyfirvöld segjast ekki hafa fengið neina vísbend- ingu um það, hveijir stóðu að þessu illvirki. Má segja, að mildi. Guðs hafí ráðið því að ekkert tjón varð á fólki. Þeir sem gera sér leik að því að aka um götur höfuðborgar- innar að kvöldlagi og kásta þar dínamítsprengjum eru hættu- legir umhverfi sínu, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Lýsir þetta háttalag ótrúlegri bíræfni. I okkar friðsama þjóðfélagi eru líklega flestir þeirrar skoðunar, að sprengjukastararnir séu að gera sér leik að því að hræða fólk. Erlendis væri líklega talið að um götur færu öfgafullir skemmdarverkamenn. Raunar hefur það komið fyrir hér á landi að menn og hópar hafa gripið til skemmdarverka til að leggja áherslu á baráttumál sín. í fersku minni eru atburðimir, þegar hvalveiðiskipunum var sökkt í Reykjavíkurhöfn og brotist var inn í hvalstöðina í Hvalfirði. Þar voru útlendingar á ferð. Þá hefur verið haft í hótunum um skemmdarverk og var það nýlega gert af ábyrgð- armanni innan verkalýðshreyf- ingarinnar til að árétta reiði vegna kjaramála. Að óreyndu er ástæðulaust að ætla annað en prakkarar hafi farið offari á Öldugötu og Bergþórugötu á miðvikudags- kvöld. Er áhyggjuefni, hvernig slíkir menn geta komist yfir jafn öflugar sprengjur og þama vom notaðar. Gylfi Geirsson sprengjusérfræðingur segir, að hérlendis sé tiltölulega auðvelt að komast yfir dínamít fyrir þá sem sækjast eftir því. Hann segir landlægt að sýna hirðu- leysi í meðferð og geymslu þessa hættulega efnis. Reynsla frá útlöndum sýni, að dínamít sé ekki síst hættulegt þeim sem vilja sprengja það. Minnist sér- fræðingurinn þess ekki að jafn- öflug'sprengja hafi spmngið í þéttbýli hér frá því að haf- meyjarstyttan við Tjörnina var sprengd um áramót fyrir aldar- fjórðungi. Sprengjurnar í Reykjavík vekja þannig ýmsar spurningar. Em hér á ferð menn sem munu aftur gerast hættulegir um- hverfi sínu? Hvað vakir fyrir þeim? Er ekki nauðsynlegt að herða eftirlit með sprengiefni í landinu? Þarf ekki að gera átak til að brýna fyrir mönnum að gæta fyllsta öryggis við meðferð dínamíts? Okkur er gjarnt að ræða mál af þessu tagi í hálfkæringi og láta eins og við þurfum ekki að gæta sömu varúðar og aðrar þjóðir. Umræðurnar um víkingasveit lögreglunnar og öryggisgæslu í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli em til marks um það. Sprengjurnar í Reykja- vík ættu að minna lögregluna og yfirstjóm hennar á nauðsyn þess að þjálfun og starfi lög- reglumanna sé þannig háttað, að þeir bregðist rétt við í tilvik- um sem þessum. Til stuðn- ings slösuð- um Um helgina verður hleypt af stokkunum herferð til að styðja fórnarlömb umferðar- slysa. Áhugahópur um bætta umferðarmenningu stendur að baki þessu átaki. Hann hefur jafnframt ákveðið að styrkja SEM-hópinn, en það em sam- stök endurhæfðra mænuskadd- aðra. Söfnunarféð rennur í hús- byggingarsjóð fatlaðra en um 70% þeirra sem em í SEM- hópnum hafa fatlast af völdum umferðarslysa. Þorleifur Kristmundsson lenti í bílveltu á Snæfjallaströnd við ísafjarðardjúp sumarið 1977. Hann lamaðist upp að viðbeini. í Morgunblaðinu í gær lýsir hann átakanlegri reynslu sinni og baráttu. Hann áminnir öku- menn einnig með þessum hætti: „Það er einkennandi fyrir ís- lenska ökumenn þetta tillitsleysi í umferðinni. Eg keyri bíl í dag og sýni öðrum ökumönnum til- litssemi. Það hef ég lært.“ Aldrei verður nógu oft brýnt fyrir ökumönnum að sýna að- gæslu. Átakið sem nú er gert til að aðstoða fórnarlömb um- ferðarslysanna minnir okkur á hörmulegar afleiðingar þess, þegar það er ekki gert. Hér er um málefni að ræða sem snert- ir hvern einasta landsmann. + i Á að færa Sambandinu eignir skattborgaranna? Skattar á lífeyrissjóði: Olafur Ragnar segir ósatt um niðurstöðuna nefndin lasöi eindregið til að sjóðimir yrðu skattlagðir . u— fidivrftlne um slfltt Nefndin veltir fýrir sér bágri stöðu sjóöarma en 1 stað þess að ar greto fyrir aö poUtisk va: ...........— • • i.—~.»t 3 pvi ao n ast-JfrassÆ eækt-- íssussszsíz kostnaöi. Á móti kemur að lifeyris- netodto vUl standa að skattiavn se neppuegjjmgjj^u.™ - ‘ ‘ eftir Þorstein Pálsson Miklar umræður_ hafa orðið síðustu daga um SÍS-málið. Það snýst sem kunnugt er um þá ákvörðun Landsbankans að semja við Samband íslenskra samvinnufé- laga um kaup á hlutabréfum þess í Samvinnubankanum hf. Sum at- riði málsins eru skýr en önnur hul- in þoku enn sem komið er. Harðar deilur hafa staðið á milli fulltrúa tveggja ríkisstjórnarflokka og bankastjórnar Landsbankans um vinnubrögð og málsmeðferð. Svo virðist sem bankastjórarnir allir þrír hafi gert sameiginlega tillögu í málinu þó að einungis einn þeirra hafi unnið að undirbúningi og stað- ið að viðræðum við SÍS. Að jafnaði hlýtur það að vera innanhússmál Landsbankans hvernig verklagi er háttað við stjórn hans. Þess vegna er ekki ástæða til þess að fjölyrða um þann þátt málsins. Það er hin efnislega niður- staða sem máli skiptir og allur al- menningur, skattborgararnir í landinu, hlýtur að látá sig skipta. Ekkert samráð Af fréttum má ráða að fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráðinu og tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins hafi fallist á tillögu þriggja bankastjóra um kaup á hlutabréfum í Samvinnubankanum og væntan- legan samruna þessara tveggja banka. Samkvæmt bankalögum hefur bankaráð Landsbankans þó ekki endanlegt vald í þessu efni. Það er einungis viðskiptaráðherra sem getur tekið lokaákvörðun í málinu. Af hálfu viðskiptaráðherra hefur það komið fram að hann hefur enga afstöðu tekið til hinna fyrirhuguðu kaupa enn sem komið er. Því virð- ist augljóst að fulltrúar ríkisstjórn- arflokkanna hafa ekki haft neitt samráð við ríkisstjórnina eða for- ystumenn ríkisstjómarflokkanna. Sömu sögu er að segja um fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bankaráðinu. Þeir tóku sína ákvörðun án slíks samráðs. Kaup Landsbankans á hlutabréf- um í Samvinnubankanum með sam- einingu í huga þurfa ekki að vera fráleit. Vandséð er þó að slík kaup hafi neina úrslitaþýðingu fyrir hag- ræðingu í rekstri Landsbankans. Augljóst virðist að kaupin, verð og greiðsluskilmálar, þurfi að vera Landsbankanum hagstæð ef unnt á að vera að sýna fram á verulega hagræðingu fyrir bankann af slíkri sameiningu. Á þreföldu verði Kjarni málsins er einmitt þessi: Hvert er eðlilegt kaupverð þessara hlutabréfa? Það eina sem fram hef- ur komið í þessu efni er að Lands- bankinn, samkvæmt þeim tillögum sem fyrir liggja, býðst til þess að kaupa hlutabréfin á hér um bil þre- földu því verði sem Samvinnubank- inn metur sjálfan sig á í bókhaldi sínu. Nú þarf bókfært eigið fé auð- vitað ekki að segja alla söguna í þessu efni. En enn sem komið er hefur ekkert komið fram í umræð- um eða upplýsingum um þetta mál sem bendir til annars en að stefnt sé að því að kaupa Samvinnubank- ann á verulegu yfirverði. Hvað þýðir það þegar Lands- bankinn kaupir hlutabréf í Sam- vinnubankanum á yfirverði? Svarið er einfalt. Það er verið að færa eign- ir skattborgaranna yfir til Sam- bands íslenskra samvinnufélaga. Og þá vaknar önnur spurning. Eru einhver rök fyrir því? Enn sem kom- ið er hafa þau ekki verið færð fram af hálfu þeirra sem í hlut eiga. Menn velta eðlilega fyrir sér spurningum af því tagi, hvort þessi ráðstöfun hafi verið óhjákvæmileg til að bjarga Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Menn velta því ennfremur fyrir sér hvort Samband- ið hafi verið komið I svo erfiða fjár- hagsstöðu að Landsbankinn hefði getað orðið fyrir alvarlegum skakkaföllum ef hann hefði ekki gefið því umtalsverðan hlut af eign- um skattborgaranna sem hann hef- ur tekið að sér að ávaxta. Það ligg- ur þó fyrir að hvorki talsmenn Sam- bandsins né Landsbankans hafa nefnt ástæður af þessu tagi til stuðnings þeim ásetningi að þessi kaup fari fram. Alþingi ræði málið Að öllu þessu athuguðu virðist augljóst að ekki verður hjá því kom- ist að viðskiptaráðherra verði kraf- inn um nákvæma skýrslu um þetta mál á Alþingi, þannig að þingmenn fái tækifæri til þess að fjalla um það og ef til vill álykta um það. í slíkri skýrslu þarf að koma fram efnisinnihald samnings Landsbank- ans um kaup á hlutabréfum í Sam- vinnubankanum. Gera þarf grein fyrir kaupverðinu og öllum skuld- bindingum sem Landsbankinn kann að taka á sig í tengsium við kaup- in. Upplýsa þarf um heildarútlán bæði Landsbankans og Samvinnu- bankans til Sambandsins. Gera þarf grein fyrir hversu hátt hlutfall hér er um að ræða af heildarútlánum og skuldbindingum bankanna tveggja. Sem fyrr segir geta hvorki bankastjórar né bankaráð Lands- bankans tekið endanlega ákvörðun um mál sem þetta. Það vald er sam- kvæmt lögum í höndum viðskipta- ráðherra. Eðlilegt er að gera þá kröfu til ráðherrans að hann taki ekki lokaákvörðun í málinu fyrr en að Alþingi hefur fengið tækifæri til þess að ræða það og álykta um það ef þurfa þykir. Þegar flest bendir til þess að verið sé að færa hluta af eignum skattborgaranna með yfirverði á hlutabréfum til tiltekins aðila í þjóð- félaginu er það svo alvarlegt mál, að fulltrúar almennings á Alþingi hljóta að fjalla um málið. Á Alþingi þarf að koma fram vilji stjórn- málaflokkanna og afstaða þeirra í þessu efni. Skattlagning lífeyrissjóða stöðvuð Áform ríkisstjórnarinnar um skattlagningu á lífeyrissjóðina hafa verið í brennidepli undanfarna daga. Þingflokkur sjálfstæðis- manna mótmælti þessum áformum mjög harðlega og í sama streng tóku margir af helstu forystumönn- um launþega og lífeyrissjóða. Það kom ekki á óvart að ríkis- stjórnin skyldi draga í land og falla frá þessum áformum. Allt annað hefði verið hrein fásinna af hennar hálfu. Hitt vekur meiri furðu hvern- ig fjármálaráðherra reynir að þvo hendur sínar af þessum áformum og tillögugerð þeirrar nefndar sem hann skipaði til þess að undirbúa skattlagningu á sparnaðinn í landinu. Fjármálaráðherra reynir að halda því fram í hveiju fjölmiðlaviðtali á fætur öðru að nefndin hafi alls ekki gert neinar tillögur hér að lútandi og allt sé þetta því stormur í vatns- glasi. Hér verður ekki vikið einu aukateknu orði að sandkassamál- fari ráðherrans. Það dæmir sig sjálft. Sannleikurinn er sá að áður en undanhaldið hófst hafði ijár- málaráðherra talað drýgindalega í fjölmiðlum um að menn skyldu ekki voga sér að draga í efa ágæti til- lagna nefndarinnar enda væru þær samdar af hipum færustu mönnum. Síðan fékk ráðherrrann storminn í fangið og ákvað að horfa til baka með því að freista þess að segja ósatt um tillögur nefndarmanna. Ósannindi Qármálaráðherra DV greinir frá því sl. miðvikudag með beinum tilvitnunum í tillögur nefndarinnar að hún leggi ótvírætt til að lífeyrissjóðir verði gerðir skattskyldir og greiði skatta af hreinum vaxtatekjum sínum að frá- dregnum rekstrarkostnaði. Á móti komi að lífeyrisgreiðslur þeirra verði skattfijálsar hjá viðtakendum. Þá er greint frá því að nefndin telji að eðlilegasta skattmeðferð á lífeyrissjóðum og sparnaði sem þar myndist sé, að iðgjöld bæði atvinnu- rekenda og launafólks verði skatt- lögð eins og aðrar tekjur, að hrein- ar fjármagnstekjur lífeyrissjóðanna verði skattlagðar en lífeyrisgreiðsl- ur úr sjóðnum verði fijálsar. Þannig hafa fréttamenn DV með ótvíræðum hætti sýnt fram á að MORGUNBLAÐI£* LAUGARDAGUR 1*6. SERTEMBER 1989 ■ Þorsteinn Pálsson „Hvað þýðir það þegar Landsbankinn kaupir hlutabréf í Samvinnu- bankanum á yfirverði? Svarið er einfalt. Það er verið að færa eígnir skattborgaranna yfir til Sambands íslenskra samvinnufélaga. Og þá vaknar önnur spurning. Eru einhver rök fyrir því? Enn sem komið er hafa þau ekki verið færð fram af hálfu þeirra sem í hlut eiga.“ Ijármálaráðherra hefur sagt ósatt um tillögur nefndarinnar í varnar- viðbrögðum sínum við kröftugum andmælum gegn skattlagningu á lífeyrissjóðina. Oflug og kröftug mótmæli gegn þessari fyrirhuguðu skattlagningu báru þegar í stað árangur. Þetta hlýtur að hvetja til öflugri andmæla gegn öðrum áformum ríkisstjórnar- innar um að skattleggja sparnað landsmanna. Það hefur sýnt sig að það er hægt að reka ríkisstjórnina til undanhalds. Nú þarf það að ger- ast á fleiri sviðum. Augljóst er að það yrði mikið skaðræðisverk ef stjórnin næði því fram að skatt- leggja almennan sparnað eins og hún stefnir enn að þó að hún hafi hætt við skattlagningu lífeyrissjóð- anna. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: Peninga- og bankakerfi ekki í takt við efnahagsstefhuna STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, segir margt benda til þess að þáttur fjármagnsins sé miklu meiri í kollsteypu efnahags- og atvinnulifsins en áður gert hafi verið gert ráð fyrir. Hann segir að samkvæmt upplýsingum Seðlabankans liafi raunvextir útlána í bankakerfinu hækkað úr 5% í 10,3% milli áranna 1986 og 1988. Nettó innlend útlán í þjóðfélaginu hafi verið 220 milljarðar króna sem þýði að fjármagnið, miðað við þessa vexti taki til sín 22-23 milljarða króna 1988 á sama tíma og eiginfjárstaða atvinnuveganna lirynji. „Þetta þýðir að arðtekt Qármagnsins hefur tvöfaídast frá 1986 til 1988. Ég get ekki séð að þetta standist eins og atvinnulíf okkar Islendinga er,“ sagði Steingrímur. Á fundi með blaðamönnum í gær dreifði forsætisráðherra athuga- semdum Gunnárs Tómassonar, hagfræðings, um aðgerðir á pen- ingamarkaði. Þar kemur m.a. fram að á árunum 1986-1988 jókst landsframleiðslan hér á landi um rúmlega 15% meðan útlán banka og sparisjóða jukust um 132%. Steingrímur vitnaði til kenninga Friedmans og Keynes og benti á að það væri grundvallarkenning hjá þeim báðum að ef takast ætti að halda jafnvægi í efnahagslífinu yrði aukning peningamagns í umferð að vera í takt við þjóðarframleiðslu. „Peningaútlánin eru áttfalt meiri heldur en vöxtur landsframleiðslu," sagði Steingrímur. „Sagt hefur ver- ið að úr þessu ætti að bæta með hækkun vaxta en það er ekki að sjá, þótt útlánsvextir hafí tvöfald- ast, að þeir hafi nokkuð dregið úr eftirspurninni eftir fjármagni. Svo ég hef spurt sjálfan mig að því, er ekki einhver pottur brotinn í þessu sambandi? ,og svarið er hjá mér að minnsta kosti tvímælalaust já. Það er eitthvað mjög alvarlegt að.“ Steingrímur sagði ríkisstjórnina hafa sett sér það markmið að lækka arðtekt fjármagnsins og koma vöxt- um niður um 3% í fyrstu aðgerðum. Hann kvaðst viðurkenna að þetta hefði ekki tekist eins og ríkisstjórn- in hefði ætlað sér. Að mati Þjóð- hagsstofnunar og Seðlabanka væru raunvextir nú kringum 8% og hefðu farið úr 10% á útlánum. „Það er alls ekki nóg. Það eru allt of háir raunvextir miðað við þá gífurlegu skuldastöðu sem hérna er. Með þeirri skuldastöðu þá verður allt of mikil arðtekt Ijármagnsins. Við tök- um of mikið til fjármagnsins meðan atvinnuvegirnir eru reknir í besta lagi á núlli.“ Steingrímur benti á að vegna kjörvaxtakerfisins væru raunvext- irnir í kringum 8%. Þeirri skoðun ríkisstjórnarinnar hefði hins vegar verið lýst á fundi með Seðlabankan- um að vextir á almennum tnarkaði yrðu að lækka í 7%. „Og á sama tíma og við erum að reyna að skuld- breyta fyrir atvinnuvegina og leggj- um áherslu á það að viðskiptabank- arnir skuldbreyti þá leggja þeir 2 af hundraði refsingu ofan á allar skuldbreytingar, þannig að atvinnu- vegirnir sem verið er að bjarga fá ekki 7 af hundraði vexti. Þeir fá 9 * af hundraði í besta falli. Þetta kalla ég að peninga- og bankakerfi gangi ekki takt við efnahagstefnu ríki- stjórnarinnar. Spurningin er í raun og veru sú, eiga kjörnir fulltrúar þjóðarinnar að ráða eða embættis- menn. Um það snýst í raun og veru spurningin.“ Steingrímur sagði að- spurður um breytingar á stöðu Seðlabankans að hann væri þeirrar skoðunar að það væri eðlilegt að hafa Seðlabankann undir ijármála- ráðuneytinu. Steingrímur var spurður hvers ríkistjórnin ætlaðist til af Seðla- bankanum. „Við ætlumst til þess.. að Seðlabankinn fylgist með því við' hveija vaxtaákvörðun að raunvext- irnir séu sem næst 6 af hundraði og beiti þeim tækjum sem hann hefur til að vextir, hvort sem það eru verðtryggð lán eða nafnvextir, lækki til samræmis við það. Það er yfirlýst stefna ríkistjórnarinnar." Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra: Ekki veríð nægilega gott samstarf * milli Seðlabanka og ríkisstjórnar Ekki hægt að áfellast neinn einn aðila í stjórnkerfínu „í fyrsta lagi vil ég taka fram að vegna þess að ég hef verið á fund- arferð út á landi hef ég ekki heyrt eða séð þessar fréttir sem verið er að leggja út af í Morgunblaðinu, þ.e.a.s. ummælin sem eftir forsætisráð- herra eru höfð,“ sagði Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, aðspurður um gagnrýni forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar, á Seðla- banka Islands. „Ég held að um þetta gildi eins og svo oft endranær að það má lengi deila um hvað sé besta stjórnskipu- lagið. Það sem á endanum skiptir máli er innihaldið, efnið sem menn koma sér saman um og eins og vafalaust hefur verið bent á eru víða í löndum dæmi um seðlabanka, sem standa sjálfstæðir gagnvart ríkis- stjórninni samkvæmt lögum, en eru það ekki, eins og til eru þess dæmi að seðlabankar séu að formi til mjög háðir ríkisstjórninni, en séu það ekki í reynd. Þannig að það er ekki hægt að draga ályktanir af stjórnar- farinu einu saman, heldur eins og oftast nær, hvert er inntak þeirra ákvarðana og stjórnvaldsaðgerða sem menn eru að tala um hveiju sinni,“ sagði Jón ennfremur. Aðspurður um þau ummæli Steingríms í Morgunblaðinu í gær að ekki hafi náðst sá árangur í pen- ingamálum sem ríkisstjórnin ætlaði sér og ástæðan sé meðal annars að Seðlabankinn sé ekki það stjórn- tæki, sem hann verði að vera í efna- hagslífi eins og hér sé, sagði Jón: „Ég held það sé sammæli margra að við vildum gjarnan gera betur á þessu sviði og ég efast ekkert um að Seðlabankastjómin er mér sam- mála um það. Én ég tel alls ekki rétt að áfellast neinn einn aðila í okkar stjórnkerfi sem blóraböggul í þessu máli. Það að okkur hefur ekki gengið betur en raun ber vitni á sér margar skýringar, sem liggja bæði á sviði ríkisfjármála, peninga- mála og á sviði tekjuákvarðana,>’ þannig að ég tei ekki unnt að skipta þessu svona skýrt á milli aðila. Það er auðvitað líka rétt að það hefur ekki verið nægilega gott samstarf milli Seðlabankans og ríkisstjómar- innar og það er mál sem þarf að vinna að því að bæta, en það segi ég ekki sem rteinn áfellisdóm um aðra hliðina á því máli.“ Vel gengur að samræma sjónarmið EFTA-ríkjanna —segir Anita Gradin, utanríkisviðskiptaráðherra Svíþjóðar JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, sem nú er forseti ráð- herranefhdar Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), og Anita Gradin, varaforseti nefndarinnar og utanríkisviðskiptaráðherra Svíþjóðar, báru saman bækur sínar á fúndi í Reykjavík í gær. Efst á baugi var starf fímm starfshópa EFTA og Evrópubandalagsins (EB) sem kannað hafa möguleika á formlegum samningum bandalaganna tveggja um nánari samvinnu. Fjórir hópanna hafa þegar skilað niðurstöðum. Síðasti starfshópurinn ljallar, að sögn ráðherranna, um erfiðasta verkefnið en það eru breytingar á stofnunum bandalaganna, sam- ræmingu á réttarfari og hvernig úrskurða beri í mögulegum deiiu- málum í framtíðinni. Jón Baldvin sagði að ráðherrarnir hefðu rætt um tímaáætlun fram til áramóta, en jjá taka Svíar við formennsku af lslendingum, einnig verkaskipt- ingu með tilliti til kynningar á sjón- armiðum EFTA hjá ríkisstjórnum einstakra EB-landa. Gradin sagði að íslendingum hefði tekist afar vel að hafa yfirum- sjón með því umfangsmikla starfi sem unnið hefði verið fram til þessa og aðspurð sagði Gradin að það hefði komið á óvart hve samstaða væri um margt innan EFTA. Hins vegar hefði verið ljóst frá upphafi að sumar þjóðirnar hefðu sérstöðu í vissum málum, t.d. ísiendingar varðandi möguleg ákvæði um fijálsa búferlaflutninga milli landa og nýtingu náttúruauðlinda. Jón Baldvin var spurður hvort formlegar viðræður hefðu farið fram við Ungveija sem lýst hafa áhuga á nánari samvinnu við EFTA. Hann sagði svo ekki veraæn hann teldi fyrirhugaðar viðræður EFTA og EB vera áfanga í væntanlegri sameiningu Evrópu. Bæru viðræð- urnar árangur yrðu ríki bandalag- anna tveggja betur í stakk búin til að takast á við það verkefni að kippa Austur-Evrópu inn í 20. öld- ina. Viðar Halldórsson, framkvæmdastjóri í nýju húsnæði Gúmmivinnustofunnar. Morgilnblaðid/Þorkell Gúmmívinnustofan hf. opnar eftir brunann Húsið sýnt almenningi í dag GÚMMÍVINNUSTOFAN HF. Réttarhálsi opnar á nýjan leik í dag, laugardag. Eins og kunnugt er varð stórbruni hjá fyrirtækinu þann 4. janúar síðastliðinn og liefiir tjónið verið metið á um 200 milljón- ir króna. Tjónið greiðir Vátryggingafélag íslands hf. Frá þeim tíma hefur uppbyggingin átt sér stað og í nýjum húsakynnum verður staðsett sólningarverksmiðja og hjólbarðaverkstæði. Að sögn Viðars Halldórssonar, framkvænidastjóra Gúmmívinnu- stofunnar hefur uppbyggingin gengið mjög vel. Eftir brunann liðu rúmlega tveir mánuðir þar til hægt var að byggja á ný og varð hús- næðið fokhelt þann 30. júní síðast- liðinn. Öll tæki og vélar væru nýj- ar og auk sólningar yrðu þeir með alla almenna hjólbarðaþjónustu. Áður en húsið að Réttarhálsi brann hefði sólning verið stærsti hluti þjónustunnar, en þeir hefðu sólað um 70-80 þúsund dekk á ári. Sagði Viðar ennfremur að þeir væru ánægðir með fyrirgreiðslu hjá tiyggingarfélögunum, en hins vegar hefði ekki allt verið nægilega.- tryggt. Enn væri óljóst livert tap þeirra væri, en tjón á byggingu, vélum, tækjum og lager hefði ver- ið metið á um 200 milljónir króna. Ný og endurbætt aðstaða Gúmmívinnustofúnnar hf. að Rétt- arhálsi 2 verður sýnd almenningi frá kl. 13-17 í dag, laugardag. Veitingar verða á staðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.