Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 23
• ¦ + MORGUNBLADIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989 23 I ndinu ? anna i Skattlagning lífeyrissjóða stöðvuð Áform ríkisstjórnarinnar um skattlagningu á lífeyrissjóðina hafa verið í brennidepli undanfarna daga. Þingflokkur sjálfstæðis- manna mótmælti þessum áformum mjög harðlega og í sama streng tóku margir af helstu forystumönn- um launþega og lífeyrissjóða. Það kom ekki á óvart að ríkis- stjórnin skyldi draga í land og falla frá þessum áformum. Allt annað hefði verið hrein fásinna af hennar hálfu. Hitt vekur meiri furðu hvern- ig fjármálaráðherra reynir að þvo hendur sínar af þessurh áformum og tillögugerð þeirrar nefndar sem hann skipaði til þess að undirbúa skattlagningu á sparnaðinn í landinu. Fjármálaráðherra reynir að halda því fram í hverju fjölmiðlaviðtali á fætur öðru að nefndin hafi alls ekki gert neinar tillögur hér að lútandi og allt sé þetta því stormur í vatns- glasi. Hér verður ekki vikið einu aukateknu orði að sandkassamál- fari ráðherrans. Það dæmir sig sjálft. Sannleikurinn er sá að áður en undanhaldið hófst hafði fjár- málaráðherra talað drýgindalega í fjölmiðlum um að menn skyldu ekki voga sér að draga í efa ágæti til- lagna nefndarinnar enda væru þær samdar af hinum færustu mönnum. Síðan fékk ráðherrrann storminn í fangið og ákvað að horfa til baka með því að freista þess að segja ósatt um tillögur nefndarmanna. Osannindi fjármálaráðherra DV greinir frá því sl. miðvikudag með beinum tilvitnunum í tillögur nefndarinnar að hún leggi ótvírætt til að lífeyrissjóðir verði gerðir skattskyldir og greiði skatta af hreinum vaxtatekjum sínum að frá- dregnum rekstrarkostnaði. Á móti komi að lífeyrisgreiðslur þeirra verði skattfrjálsar hjá viðtakendum. Þá er greint frá því að nefndin telji að eðlilegasta skattmeðferð á lífeyrissjóðum og sparnaði sem þar myndist sé, að iðgjöld bæði atvinnu- rekenda og launafólks verði skatt- lögð eins og aðrar tekjur, að hrein- ar fjármagnstekjur lífeyrissjóðanna verði skattlagðar en lífeyrisgreiðsl- ur úr sjóðnum verði frjálsar. Þannig hafa fréttamenn DV með ótvíræðum hætti sýnt fram á að Þorsteinn Pálsson „Hvað þýðir það þegar Landsbankinn kaupir hlutabréf í Samvinnu- bankanum á yfirverði? Svarið er einfalt. Það er verið að færa eígnir skattborgaranna yfir til Sambands íslenskra samvinnufélaga. Og þá vaknar önnur spurning. Eru einhver rök fyrir því? Enn sem komið er hafa þau ekki verið færð fram af hálfu þeirra sem í hlut eiga." fjármálaráðherra hefur sagt ósatt um tillögur nefndarinnar í varnar- viðbrögðum sínum við kröftugum andmælum gegn skattlagningu á lffeyrissjóðina. Oflug og kröftug mótmæli gegn þessari fyrirhuguðu skattlagningu báru þegar í stað árangur. Þetta hlýtur að hvetja til öflugri andmæla gegn öðrum áformum ríkisstjórnar- innar um að skattleggja sparnað landsmanna. Það hefur sýnt sig að það er hægt að reka ríkisstjórnina til undanhalds. Nú þarf það að ger- ast á fleiri sviðum. Augljóst er að það yrði mikið skaðræðisverk ef stjórnin næði því fram að skatt- leggja almennan sparnað eins og hún stefnir enn að þó að hún hafi hætt við skattlagningu lífeyrissjóð- anna. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: Peninga- og bankakerfí ekki í takt við efiiahagsstefiiuna STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, segir margt benda til þess að þáttur fjármagnsins sé miklu meiri í kollsteypu efhahags- og atvinnulífsins en áður gert hafi verið gert ráð fyrir. Hann segir að samkvæmt upplýsingum Seðlabankans hafi raunvextir útlána í bankakerfinu hækkað úr 5% í 10,3% milli áranna 1986 og 1988. Nettó innlend útlán í þjóðfélaginu hafi verið 220 milljarðar króna sem þýði að fjármagnið, miðað við þessa vexti taki til sín 22-23 milljarða króna 1988 á sama tíma og eiginfjárstaða atvinnuveganna hrynji. „Þetta þýðir að arðtekt fjármagnsins hefur tvöfaldast frá 1986 til 1988. Ég get ekki séð að þetta standist eins og atvinnulíf okkar íslendinga er," sagði Steingrímur. Á fundi með blaðamönnum í gær dreifði forsætisráðherra athuga- semdum Gunnárs Tómassonar, hagfræðings, um aðgerðir á pen- ingamarkaði. Þar kemur m.a. fram að á árunum 1986-1988 jókst landsframleiðslan hér á landi um rúmlega 15% meðan útlán banka og sparisjóða jukust iim 132%. Steingrímur vitnaði til kenninga Friedmans og Keynes og benti á að það væri grundvallarkenning hjá þeim báðum að ef takast ætti að halda jafnvægi í efnahagslífinu yrði aukning peningamagns í umferð að vera í takt við þjóðarframleiðslu. „Peningaútlánin eru áttfalt meiri heldur en vöxtur landsframleiðslu," sagði Steingrímur. „Sagt hefur ver- ið að úr þessu ætti að bæta með hækkun vaxta en það er ekki að sjá, þótt útlánsvextir hafí tvöfald- ast, að þeir hafi nokkuð dregið uí eftirspurninni eftir fjármagni. Svo ég hef spurt sjálfan mig að því, er ekki einhver pottur brotinn í þessu sambandi? ,og svarið er hjá mér að minnsta kosti tvímælalaust já. Það er eitthvað mjög alvarlegt að." Steingrímur sagði ríkisstjórnina hafa sett sér það markmið að lækka arðtekt fjármagnsins og koma vöxt- um niður um 3% í fyrstu aðgerðum. Hann kvaðst viðurkenna að þetta hefði ekki tekist eins og ríkisstjórn- in hefði ætlað sér. Að mati Þjóð- hagsstofnunar og Seðlabanka væru raunvextir nú kringum 8% og hefðu farið úr 10% á útlánum. „Það er alls ekki nóg. Það eru allt of háir raunvextir miðað við þá gífurlegu skuldastöðu sem hérna er. Með þeirri skuldastöðu þá verður allt of mikil arðtekt fjármagnsins. Við tök- um of mikið til fjármagnsins meðan atvinnuvegirnir eru reknir í besta lagi á núlli." Steingrímur benti á að vegna kjörvaxtakerfisins væru raunvext- irnir í kringum 8%. Þeirri skoðun ríkisstjórnarinnar hefði hins vegar verið lýst á fundi með Seðlabankan- um að vextir á almennum markaði yrðu að lækka í 7%. „Og á sama tíma og við erum að reyna að skuld- breyta fyrir atvinnuvegina og leggj- um áherslu á það að viðskiptabank- arnir skuldbreyti þá leggja þeir 2 af hundraði refsingu ofan á allar skuldbreytingar, þannig að atvinnu- vegirnir sem verið er að bjarga fá k ekki 7 af hundraði vexti. Þeir fá 9 í af hundraði í besta falli. Þetta kalla ég að peninga- og bankakerfi gangi ekki takt við efnahagstefnu ríki- stjórnarinnar. Spurningin er í raun og veru sú, eiga kjörnir fulltrúar þjóðarinnar að ráða eða embættis- menn. Um það snýst í raun og veru spurningin." Steingrímur sagði að- spurður um breytingar á stöðu Seðlabankans að hann væri þeirrar skoðunar að það væri eðlilegt að hafa Seðlabankann undir fjármála- ráðuneytinu. Steingrímur var spurður hvers ríkistjórnin ætlaðist til af Seðla- bankanum. „Við ætlumst til þess ¦ að Seðlabankinn fylgist með því við! hverja vaxtaákvörðun að raunvext- irnir séu sem næst 6 af hundraði og beiti þeim tækjum sem hann hefur til að vextir, hvort sem það eru verðtryggð lán eða nafnvextir, lækki til samræmis við það. Það er yfirlýst stefna ríkistjórnarinnar." Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra: Ekki veríð nægilega gott samstarf milli Seðlabanka og ríkisstjórnar Ekki hægt að áfellast neinn einn aðila í stjórnkerfinu „í fyrsta lagi vil ég taka fram að vegna þess að ég hef verið á fund- arferð út á landi hef ég ekki heyrt eða séð þessar fréttir sem verið er að leggja út af í Morgunblaðinu, þ.e.a.s. ummælin sem eftir forsætisráð- herra eru höfð," sagði Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, aðspurður um gagnrýni forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar, á Seðla- banka Islands. „Ég held að um þetta gildi eins og svo oft endranær að það má lengi deila um hvað sé besta stjórnskipu- lagið. Það sem á endanum skiptir máli er innihaldið, efnið sem menn koma sér saman um og eins og vafalaust hefur verið bent á eru víða í löndum dæmi um seðlabanka, sem standa sjálfstæðir gagnvart ríkis- stjórninni samkvæmt lögum, en eru það ekki, eins og til eru þess dæmi að seðlabankar séu að formi til mjög háðir ríkisstjórninni, en séu það ekki í reynd. Þannig að það er ekki hægt að draga ályktanir af stjórnar- farinu einu saman, heldur eins og oftast nær, hvert er inntak þeirra ákvarðana og stjórnvaldsaðgerða sem menn eru að tala um hverju sinni," sagði Jón ennfremur. Aðspurður um þau ummæli Steingríms í Morgunblaðinu í gær að ekki hafi náðst sá árangur í pen- ingamálum sem ríkisstjórnin ætlaði sér og ástæðan sé meðal annars að Seðlabankinn sé ekki það stjórn- tæki, sem hann verði að vera í efna- hagslífi eins og hér sé, sagði Jón: „Ég held það sé sammæli margra að við vildum gjarnan gera betur á þessu sviði og ég efast ekkert um að Seðlabankastjórnin er mér sam- mála um það. En ég tel alls ekki rétt að áfellast neinn einn aðila í okkar stjórnkerfi sem blóraböggul í þessu máli. Það að okkur hefur ekki gengið betur en raun ber vitni á sér margar skýringar, sem liggja bæði á sviði ríkisfjármála, peninga- mála og á sviði tekjuákvarðana,'*- þannig að ég tel ekki unnt að skipta þessu svona skýrt á milli aðila. Það er auðvitað líka rétt að það hefur ekki verið nægilega gott samstarf milli Seðlabankans og ríkisstjórnar- innar og það er mál sem þarf að vinna að því að bæta, en það segi ég ekki sem rteinn áfellisdóm um aðra hliðina á því máli." Gúmmívinnustofan hf. opnar eftir brunann Húsið sýnt almenningi í dag GÚMMÍVINNUSTOFAN HF. Réttarhálsi opnar á nýjan leik í dag, laugardag. Eins og kunnugt er varð stórbruni hjá fyrirtækinu þann 4. janúar síðastliðinn og hefur tjónið vertö metið á um 200 milljón- ir króna. Tjónið greiðir Vátryggingafélag íslands hf. Frá þeim tíma hefur uppbyggingin átt sér stað og í nýjum húsakynnum verður staðsett sólningarverksmiðja og hjólbarðaverkstæði. Viðar Halldórsson, framkvæmdastjóri í nýju húsnæði Gúmmívinnustofunnar Morgunblaðið/Þorkcll Að sögn Viðars Halldórssonar, framkvæmdastjóra Gúmmívinnu- stofunnar hefur uppbyggingin gengið mjög vel. Eftir brunann liðu rúmlega tveir mánuðir þar til hægt var að byggja á ný og varð hús- næðið fpkhelt þann 30. júní síðast- liðinn. Öll tæki og vélar væru nýj- ar og auk sólningar yrðu þeir með alla almenna hjólbarðaþjónustu. Áður en húsið að Réttarhálsi brann hefði sólning verið stærsti hluti þjónustunnar, en þeir hefðu sólað um 70-80 þúsund dekk á ári. Sagði Viðar ennfremur að þeir væru ánægðir með fyrirgreiðslu hjá tryggingarfélögunum, en hins . vegar hefði ekki allt verið nægilegat tryggt. Enn væri óljóst hvert tap þeirra væri, en tjón á byggingu, vélum, tækjum og lager hefði ver- ið metið á um 200 milljónir króna. Ný og endurbætt aðstaða Gúmmívinnustofúnnar hf. að Rétt- arhálsi 2 verðtir sýnd almenningi frá kl. 13-17 í dag, laugardag., Veitingar verða á staðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.