Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 32
í'í* 32- MORGUNBLAÐIÐ ILAUGARDAGUR46.^SEPTEMBER 1989 Minning: Friðfínnur Finnsson frá Oddgeirshólum Fæddur 22. desember 1901 Dáinn 6. september 1989 Friðfinnur Finnsson frá Odd- geirshólum í Vestmannaeyjum er allur. Þessum frænda mínum og vini kynntist ég fyrst á vetrarvertíð 1940, er við vorum starfsfélagar í Fiskimjölsverksmiðju Ástþórs Matt- híassonar í Vestmannaeyjum. Finn- ur stóð þá í blóma lífsins. Giftur Ástu Sigurðardóttur frá Stokkseyri og áttu þau synina Finnboga kaup- mann og Jóhann forstjóra, báðir kunnir atorkumenn í Eyjum. Ég var þá 17 ára og dvaldist í foreldrahús- um. Finnur tók mér ákaflega vel og urðum við vinir ævi hans út, alla tíð. Hann var þá þegar kunnur og mjög vel fær kafari og eftirsótt- ur víða um land. 1927 lærði Finnur til vélstjórnar og reri um árabil með kunnum aflamönnum sem vélstjóri, þeim mágum Árna Finnbogasyni frá Norðurgarði og Sigurjóni Sig- urðssyni frá Brekkuhúsi, jafnframt kafarastörfum. Árið 1928 smíðaði Haraldur Eiríksson frá Vegamótum í Eyjum símtæki og setti það í kaf- arahjálm Friðfinns. Var það talið fyrsta tæki hérlendis, sem auðvel- daði öll störf neðansjávar. Þegar hafís náði um allt Suðurland, 1896, var talið að ísinn hafi rekið hundr- uða tonna bjarg á undan sér og skilið þennan klett eftir í innsigling- unni í Heimaey. Þetta olli slysum og hættum um árabil. Það varð hlutverk Friðfínns að vinna á þessu bjargi, með sprengingum og til- færslum. Finnbogi Rútur Valdi- marsson stjórnaði verkinu, bæjar- stjóri var þá Jóhann Gunnar Ólafs- son, hafnarstjóri Böðvar Ingvars- son. Matthías Finnbogason á Litlu- hólum stjórnaði verki við gufukran- ann og smíðaði griptengur til að fjarlægja grjótið. Með elju og þraut- seigju tókst að hreinsa leiðina inn um höfnina. Gullfoss og stærstu skip íslendinga fóru þarna fram og aftur, þar sem litlir mótorbátar þurftu áður að sæta sjávarföllum. Friðfinnur var með stærstu mönnum, rammur að afli og lagni. Því lánaðist honum allt er hann tók sér fyrir hendur. Hann kleif björg og hamra og þótti mjög góður liðs- maður allstaðar er hann lagði hönd á plóginn. Þetta var dugnaðarmað- urinn Friðfinnur Finnsson, sem í móðurlífi varð föðurlaus. Faðir hans drukknaði í sjóslysinu mikla á upp- stigningardag 16. maí 1901, þegar 27 manns fórust í Beinakeldu, suð- austur af Klettsnefi, örskammt frá innsiglingunni til Heimaeyjar. Frið- finnur fylgdi móður sinni, er kom honum í fóstur til Sigurbjargar og Sigurðar Sveinbjörnssonar í Brekkuhúsi. Stóð hann alltaf í mik- illi þakkarskuld við þau og allt þeirra fólk. Eftir gosið 1973, lágu leiðir okk- ar Friðfinns saman á ný. Hann vildi láta gott af sér leiða og hafði nú í huga að láta sérprenta fjallræðu Jesú Krists á eigin kostnað. Var ræðan gefin út í þúsundum eintaka og útbýtt ókeypis. Leitaði hann ráða hjá mér, sem mér var mjög ljúft: Friðfinnur var forvitri og átti anda spádómsgáfunnar. Því ber vitni sáluhliðið að Landakirkjugarði í Eyjum, sem hann fékk Olaf A. Kristjánsson til að teikna og það síðan látið upp. Þetta sáluhlið varð heimsfrægt, því þegar öskugosið lagði 4 metra þykkt öskulag yfir kirkjugarðinn í Eyjum, stóð hliðið upp úr, með sinni kunnu áletrun: „Ég lifi og þér munuð lifa." Um mörg ár áttum við Friðfinnur og Ásta vikulegar samverustundir á heimili þeirra á Kleppsvegi 4 í Reykjavík, höfðum bænahring. Þau hjón áttu innilega trú á Jesúm og voru mjög virk í Landakirkju. Ásta söng um árabil í kirkjukórnum. Friðfinnur gætti dyra Landakirkju, sat í sóknarnefnd og var formaður hennar um árabil. Störf hans náðu yfír 40 ára bil. Fylgdi þar hugur og hjarta. 11. ágúst sl. fluttu þau hjón að nýju til Eyja. Ætlunin var að eyða þar ævikvöldinu. Enginn má sköp- um renna. Dagar hans voru allir t STEFANIA GISSURARDOTTIR frá Hraungerði, - Ártúni 2, Selfossi, lést 13. september. Páll Sigurðarson, Ólafur Sigurðarson, Ingibjörg S. Cordes, Ingveldur Sigurðardóttir, Sigurður Sigurðarson, Gissur Sigurðarson, Agatha S. Sigurðardóttir, Lára H. Jóhannesdóttir, Albfna Thordarson, Richard Cordes, Halldór Helgason, Arndís Jónsdóttir, Auður Aðalsteinsdóttir, Baldur Jónsson. t Konan mín, GUÐRÚN JÓNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Háaleitisbraut 51, Reykjavík, andaðist í Hvidovre sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn miðvikudaginn 6. sept. sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir mina hönd, barna okkar og annarra vandamanna, Olgeir Jóhannsson. Eiginmaður minn, stjúpfaðir t okkar, sonur og bróðir, INGI FRIÐRIK AXELSSON arkitekt, lést á sjúkrahúsi í Karlsruhe Irmgard Axelsson, Gundula Axelsson, Kristjane Axelsson, Jenný Ásmundsdóttir, í Þýskalandi 14. september sl. Anna Lára Axelsdóttir Guðmunc ur Þórðarson, Omar Axelsson. 6. sept. sl. eftir mjög stutta legu á sjúkrahúsinu í Eyjum. Nú þegar hann er kvaddur, nýtur hann þess, er hann trúði svo inni- lega á. Með innilegum samúðar- kveðjum til Ástu, Finnboga og Jó- hanns og alls þeirra fólks. Einar J. Gíslason frá Arnarhóli. Á bernsku- og æskuárum okkar dvöldumst við árum saman, hluta úr sumri eða sumarlangt, í skjóli Friðfínns Finnssonar og Ástu konu hans og föðursystur okkar á Odd- geirshólum í Vestmannaeyjum. Öll- um fulltíða Vestmanneyingum er eflaust kunnug sú reisn og höfð- ingsskapur, sem ávallt einkenndi heimili þeirra hjóna, hvort sem var í gamla Oddgeirshóiabænum eða nýja reisulega húsinu, er bar þá sama nafn. í hugum okkar nú, var alltaf sólskin í Vestmannaeyjum á þessum árum. Dagarnir runnu saman í gleði og leik áhyggjulausra sumra. Finni fylgdi óendanlegt traust og hlýja. Oftar en ekki var ekið í gamla Grána, Fordbílnum með bensíngjöf- ina á stýrisstöng. Stundum fengu litlir menn að fljóta með niður í Eyjabúð. Hann orðaði það þá gjarn- an þannig, að han þyrfti á „mann- skap" að halda í búðinni. Oft var setið á pallinum, en bílstjórinn flaut- aði óljósan lagstúf og heilsaði öllum á leiðinni í báðum ferðum. Þá var stutt í brjóstsykurmola, Maltextr- aktið eða súkkulaðiröst. Oftast fylgdi með klapp á koll, „hérna gæskur". Árin liðu og litir sumargestir úr Reykjavík uxu úr grasi. Aldrei breyttist samt takmarkalaus um- hyggja Finns fyrir velferð okkar allra, sem entist honum alla ævi, ekki síður þegar árin færðust yfir. Stálminni hans til hinsta dags varð honum uppspretta endalausra frá- sagna allt frá bernskuárum hans. ,Ekki var lagt illt til nokkurs manns, en glettni og broslega hliðin á til- verunni tíðum ofan á. Best naut hann sín, er hann gleymdi sér í frá- sögnum löngu liðinna atvika. Ekki sóttum við fast kirkju í okkar heimasókn, en það kom af sjálfu sér, að ekki var sleppt messu í Vestmannaeyjum. Friðfinnur var alla tíð einlægur trúmaður, þakkaði Skaparanum, þegar allt gekk í hag- inn og sótti styrk í trúna, þegar á móti blés, fullviss um trausta hand- leiðslu þess, sem öllu ræður. Með Finni er genginn svipmikill og minn- isstæður maður, sem vann hiklaus og heill í orði og verki að fram- gangi sinnar heimabyggðar. Blessuð sé minning Friðfinns Finnssonar frá Oddgeirshólum í Vestmannaeyjum. Morgnotuð orð fá tæra merkingu hér: „Hans mun- um við ætíð minnast, er við heyrum góðs manns getið". Ástu, konu hans, og aðstandend- um öllum vottum við einlæga sam- úð. Leonhard I. Haraldsson, Haukur Haraldsson. Miðvikudaginn 6. september sl. lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja Friðfinnur Finnsson frá Oddgeirs- hólum, 88 úra að aldri. Hann fæddist 22. desember 1901 á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum og ólst þar upp til 5 ára aldurs en flutti þaðan til Vestmannaeyja. Foreldrar hans voru hjónin Olöf Þórðardóttir, ættuð úr V-Skafta- fellssýslu, og Finnur Sigurfinnsson, úr Landeyjum. Faðir Friðfinns fórst í hinu mikla sjóslysi við Klettsnefið við Vestmannaeyjar, 16. maí 1901, þar sem 27 menn fórust, en aðeins einn bjargaðist. Systkini Friðfinns voru 13 alls. 7 voru á lífi, þegar hann fæddist, en hin voru látin. Eftir þetta mikla sjóslys bjó móðir hans nokkur ár uppi á landi, en fluttist síðan til Vestmannaeyja. t Eiginmaður minn, GUNNAR TÓMASSON verkfræðingur, andaðist í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, fimmtudaginn 14. sept- ember. Doris J. Tómasson. t Faðir okkar, FRIÐBERG KRISTJÁNSSON frá Hellissandi, verður jarðsunginn frá Aðventkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 18. september kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Kristján Friðbergsson, Geir Friðbergsson, Guðni Friðbergsson, Edda Friðbergsdóttir Bakke. t Innilegar þakkir öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns mín, föður okkar, tengdaföð- ur og afa, FINNS KLEMENSSONAR, Hóli, Norðurárdal. Sérstakar þakkir fær starfsfólk sjúkrahúss Akraness fyrir frábæra umönnun. Herdís Guðmundsdóttir, Þórir Finnsson, Rósa Arilíusardóttir, Sigrún Finnsdóttir, Guðmundur Sæmundsson, Guðmundur Finnsson, Anna Hjálmarsdóttir og barnabörn. Það má segja, að Friðfinnur, eða Finnur eins og hann var jafnan kallaður, sé einn af aldamótakyn- slóðinni í orðsins fyllstu merkingu, en þeir menn, sem fæddust um alda- mótin, eru alltaf að týna tölunni, einn af öðrum. Sú kynslóð, sem fæddist um alda- mótin, hefur lifað tímana tvenna á íslandi og hefur séð þær miklu breytingar, sem orðið hafa hér á öllum sviðum, það sem af er þess- ari öld, breytingar, sem enginn gat spáð fyrir um aldamótin. Finni var komið til fósturs hjá hjónunum Sigurbjörgu Sigurðar- dóttur og Sigurði Sveinbjörnssyni og þar ólst hann upp ásamt bróður sínum til 24 ára aldurs og reyndust fósturforeldrar hans honum vel. Ungur maður hóf Finnur ýmis störf, sjósókn og veiddi jafnframt lunda og vann öll þau störf, sem til féllu á hverjum tíma. Hann var sjómaður um nokkurra ára skeið og þá aðallega vélstjóri. Finnur starfaði sem kafari hjá Vestmannaeyjahöfn og víðar á landinu um 25 ára skeið, sem hann annaðist af stakri trúmennsku. Hann var gerður að heiðursfélaga hjá Kafarafélagi íslands árið 1958. Finnur á einna mestan heiður af því mikla starfi, sem var unnið við dýpkun innsiglingarinnar að höfn- inni í Vestmannaeyjum, þannig að nú geta stór hafskip lagst þar að bryggju. Þegar það starf hófst, þá var höfnin það grunn, að 12 tonna bátar þurftu að sæta sjávarföllum. Sagt var, að þegar hans starfi við að fjarlægja grjót og kletta úr inn- siglingunni var lokið, þá h afi eini kletturinn, sem var eftir í höfninni, verið kafarinn sjálfur. Fer miklum sögum af því, hvaða þrekvirki Finn- ur vann á þessu sviði. Hann hóf jafnframt verslun og rak sína eigin verslun um 14 ára skeið, Eyjabúð, þar sem hann var með til sölu ýmsar útgerðarvörur og byggingavörur. Vöruúrval í verslun hans var jafnan mikið, en sonur hans, Finnbogi, tók við versl- uninni af föður sínum og rekur hana í dag. Finnur var framkvæmdastjóri hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja um 7 ára skeið en lét af þeim störfum, þegar hann varð sjötugur og sinnti þeim störfum af kostgæfnL og trú- mennsku eins og öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Þrátt fyrir þessi miklu störf, þá var hann jafnframt mikill félags- málamaður. Hann var einlægur trú- maður og vann mikið starf á sviði trúmála. Hann var í sóknarnefnd Landakirkju í 25 ár og síðustu 10 árin sem formaður og safnaðarfuil- trúi í 3 ár þar á eftir. Hann hafði frumkvæði að því að reist var hið sögufræga hlið að kirkjugarðinum, sem er landsmönnum flestum í fersku minni við eldgosið og þær áletranir, sem eru á því hliði og lýstu upp Eyjarnar meðan á eldgos- inu stóð. Hann var jafnframt mikill stúku- maður og starfaði þar að hinum ýmsu málefnum á vegum stúkunn- ar. Hann flutti til Reykjavíkur 1973, eftir eldgosið og var nýfluttur aftur til Vestmannaeyja, þegar kallið kom, en hann háfði búið á Klepps- vegi í Reykjavík og kunnað þar vel við sig hin seinustu ár. Friðfinnur verður flestum, sem honum kynntust, eftirminnilegur fyrir það, hversu áhugasamur hann var um menn og málefni. Hann hafði eindregnar skoðanir á hlutun- um og hafði áhuga á að berjast fyrir þeim málum, sem hann trúði á enda harðduglegur maður. Hann hafði mjög gaman að ræða um menn og málefni líðandi stund- ar og fylgdist vel með öllum fréttum fram undir það síðasta. Hann var kvæntur Ástu Sigurð- ardóttur, frá Nýja-Kastala á Stokkseyri, en þau kvæntust 16. október 1926 og höfðu því verið gift í 52 ár. Þau eignuðust tvo syni, Jóha'nn og Finnboga, sem báðir eru búsettir í Vestmannaeyjum. Ég og fjölskyldamín viljum að leiðarlokum senda Ástu og öðrum ástvinum Finns okkar bestu samúð- arkveðjur og biðjum Guð að blessa þau í missi þeirra. Sigurður Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.