Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989
Kristján Jóhannsson syngur
í stað Pavarottis í Chicago
KRISTJÁN Jóhannsson mun
syngja í sex af átta sýningum
Tosca eftir Puccini í Chicago
Lyric-óperunni í lok september.
Frumsýningin fer fram á laug-
ardag laugardagskvöld, en það
verður ítalski tenorinn Gius-
eppe Giacomini sem þá verður
í aðalhlutverkinu. Fyrsta sýning
Kristjáns verður fostudaginn
22. september. Upphaflegi
samningur Krisljáns við Oper-
una hljóðaði upp á fjórar sýn-
ingar af átta og samið hafði
verið við Luciano Pavarotti um
hinar fjórar sýningarnar. Hann
mun hinsvegar hafa boðað for-
fóll vegna bakveiki.
Óperuhúsið hefur sagt skilið við
Pavarotti og hefur ekki hug á frek-
ari samningagerðum við hann á
næstu árum, en hann hefur á
síðustu átta árum, aflýst 26 af 41
sýningu hjá Chicago Lyric af ýms-
um ástæðum. Pavarotti mun hafa
hætt við sýningar víðar en hjá
Chicago Lyric. Hann hefur t.d.
ekki komið fram síðustu fjögur
árin í Scala-óperunni þrátt fyrir
samninga þar um.
Kristján kemur nú fram i fyrsta
skipti í Chicago. Hann sagðist
vera því sem næst óþekktur þar í
borg nema á meðal þeirra sem
fylgdust með alþjóðaóperu. Þess
vegna fengi hann ekki frumsýn-
inguna nú. „Það ríkir hér mikil
óánægja með að Pavarotti ætli
ekki að láta sjá sig. Ljóst var að
í hans stað þurfti þekkta stór-
stjörnu og var ítalski tenórinn
Giacomini fenginn í fyrstu tvær
sýningarnar. Chicago Lyric er eitt
af virtustu ópemhúsum heims.
Hér koma fram aðeins stórstjörnur
og það þykir jafnmikill heiður að
koma á svið hér eins og að koma
fram á Metropolitan, Scala eða
Covent Garden.“
Kristján sagði að ekki væru til
nema tveir til þrír tenorar í heimin-
um í dag sem jöfnuðust á við Pava-
rotti, Domingo, Giacomini og hann
sjálfur. Það væri varla um aðra
að ræða. Kristján sagði að engin
samkeppni væri á milli þeirra þar
sem óperuhúsin væru yfir 200 í
heiminum í dag og því væri af
nógu að taka. „Margir fyrri ópem-
söngvarar halda því gjarnan fram
að óperan fari með þeim í gröfina.
Sem betur fer gerist það ekki og
þó við séum aðeins tveir eða fjórir
núna, þarf ekki að líða á löngu
þar til góður tenor skýst upp á
stjörnuhimininn,“ sagði Kristján.
Framkvæmdastjóri Chicago
Lyric-óperunnar er Ardis Krainik
og tónlistarstjóri óperunnar er
Bmno Bartoletti. Á meðal ann-
arra, sem fram koma í óperunni
„Tosca“ ásamt Kristjáni eru Eva
Marton frá Ungverjalandi, Sig-
mund Nimsgern frá Þýskalandi
og Italo Tajo. Kristján hefur sung-
ið hlutverk sitt í Tosca 117 sinnum
og eftir uppfærsluna í Chicago nú
fer sú tala upp í 123 sýningar.
Propaganda Films fram-
leiðir þrjár bíómyndir
Metro-Goldwin-Mayer og Sam Goldwin verða dreiíingaraðilar
FYRIRTÆKI Sigurjóns Sighvatssonar kvikmyndagerðarmanns,
Propaganda Films, í Los Angeles vinnur nú að gerð þriggja kvik-
mynda í fullri lengd. Samningar hafa náðst við Metro-Goldwin
Mayer um dreifingu tveggja þessara mynda og þriðju bíómyndinni
verður dreift af Samuel Goldwin. .
„Ein myndin er spennumynd, anna er himinhár. Við fjármögnum
önnur er gamanmynd og sú þriðja
er sambland af gamni og alvöru,"
sagði Siguijón í samtali við Morg-
unblaðið. „Eg er með fyrirtæki hér
í Los Angeles sem framleitt hefur
myndir í nokkur ár og er þessi
samningur beint framhald af því
starfi. Við höfum framleitt þetta
tvær til þijár bíómyndir á ári auk
þess sem við sinnum ýmsu öðru.
Við þróuðum þessi verkefni sjáifir
og fengum þessi dreifingafyrirtæki
til að dreifa myndunum. Þau koma
hinsvegar ekki nálægt fjármögn-
un, en kostnaður við gerð mynd-
sjálfir myndirnar með aðstoð ann-
arra í gegnum evrópska banka,“
sagði Siguijón. Ein þessarra
mynda klárast í nóvember, en hin-
ar ekki fyrr en á miðju næsta ári.
Ætla má að dreifing myndanna
heijist síðari hluta næsta árs.
Margir þekktir leikarar koma
fram í myndunum þremur. Kvik-
myndinni „Wiid at Heart“ er leik-
stýrt af David Lynch, sem meðal
annars leikstýrði „Blue Velvet“ og
„Fílamanninum". í myndinni leika
m.a. Nicholas Cage, Laura Dorn,
Isabella Rosselini, William Dafoe
og Harry Dean Stanton. Önnur
myndin heitir á frummálinu
„Daddy is dying - Who’s got the
Will“. Á meðal leikara þar eru
Beverly de Angelo, Judge Reyn-
hold og Bo Bridges. Þriðja myndin
heitir „Kill me again“ og koma þar
einnig við sögu nokkuð þekktir
leikarar, þeirra á meðal Val Kilmer
og Joanne Walley.
Siguijón sagði að David Lynch-
myndin myndi kosta 10 milljónir
bandaríkjadala, eða um 600 millj-
ónir íslenskar kr. Kostnaður við
gerð hinna myndanna, hvorrar um
sig, næmi um 300 milljónum
króna. Siguijón sagði að umsvif
fyrirtækisins hefðu aldrei verið svo
mikil á einu ári og hann útilokaði
ekki frekari samninga við dreif-
ingaaðilana ef vel tækist til nú.
Sigurjón Sighvatsson.
Siguijón hefur verið búsettur í
Bandaríkjunum undanfarin ellefu
ár, en fyrirtækið Propaganda
Films stofnaði hann fyrir þremur
árum síðan. Hjá því starfa nú
fimmtíu fastir starfsmenn, en
venjulega eru um tvö hundruð
manns á launaskrá. Auk kvik-
myndagerðar, sérhæfir fyrirtækið
sig í gerð sjónvarpsauglýsinga og
tónlistarmyndbanda ásamt ýmsu
öðru.
DAIHATSU
\e$'
1
*!SiiS*£S>
ts&L
Sýning í dag kl. 10-16.
Brimborg hf.
Faxafeni 8, s. (91) 685870