Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989 MIKIÐ Á DÖFINNI í SKÁKHEIMINUM __________Skák______________ Margeir Pétursson SKÁKVIÐBURÐUM Qölgar stöðugt og það er heilmikið á döfinni bæði innanlands og erlendis. Skákþing íslands er nýhafið og í byijun nóvember flytja Taflfélag Reykjavíkur og Skáksamband í íslands í nýtt og glæsilegt húsnæði við Faxa- fen í Reykjavík. Af erlendum vettvangi ber hvað hæst að undanúrslit áskorendaeinvígj- anna fara fram í næsta mánuði og undirbúningur næstu heimsbikarkeppni er kominn vel á veg. í marz á næsta ári er næsti stórviðburður í skák hér á landi fyrirhugaður og verður hann með nokkuð óvenjulegu sniði. Þá munu fjögur tíu manna lið frá Sovétríkjunum, Bandaríkjun- um, Englandi og Norðurlöndun- um sameinuðum tefla innbyrðis og heitir keppnin VISA-IBM mótið, eftir aðalstyrktaraðilun- um. Þegar því er lokið mun hér fara fram opið alþjóðlegt mót, sem væntanlega verður afar sterkt. Að þessu loknu hefur Skákfélag Akureyrar í hyggju að haida alþjóðlegt mót, væntan- lega með þátttöku sterkustu skákmanna íslands og vaidra erlendra gesta á svipaðan hátt og félagið gerði í fyrra. Skákþing íslands Keppni í landsliðsflokki hófst í Útsýnarhúsinu í Mjódd í Breið- holti á þriðjudaginn. Jón L. Árna- son er eini stórmeistarinn á með- al þátttakenda, en auk hans tefla alþjóðlegu meistaramir Karl Þor- steins, Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson. Aðrir keppendur úr Taflfélagi Reykjavíkur eru þeir Sigurður Daði Sigfússon, Tómas Björns- son og Þröstur Árnason. Onnur félög eiga fimm fulltrúa, sem er óvenju mikið, þeir eru Guðmund- ur Gíslason, ísafirði, Björgvin Jónsson úr Njarðvík, Ágúst Karlsson, Hafnarfirði og Jón Garðar Viðarsson og Tómas Her- mannsson, báðit' í Skákfélagi Akureyrar. Staðan eftir tvær umferðir á mótinu er þessi: 1-2. Jón L. og Karl 2 v. 3-4. Björgvin og Tómas Björnsson Vk v. 5-8. Þröstur Þór- hallsson, Þröstur Árnason, Jón Garðar og Guðmundur Gíslason 1 v. 9-10. Hannes og Sigurður Daði /n. 11-12. Tómas Her- mannsson og Ágúst 0 v. Hannes tapaði óvænt fyrir Tómasi Bjömssyni í fyrstu um- ferð og Þröstur Þórhallsson lék gróflega af sér gegn Karli Þor- steins í annarri umferðinni. Það má því búast við því að Karl muni veita Jóni hvað harðasta keppni, en fleiri gætu blandað sér í baráttuna. Björgvin Jónsson kom mjög á óvart með glæsileg- um árangri á helgarmótinu á Flateyri um daginn og í fyrstu umferðinni vann hann laglegan sigur: Hvítt: Björgvin Jónsson Svart: Jón Garðar Viðarsson Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3— d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — Rc6 6. Bc4 - Db6 7. Rb3 - e6 8. 0-0 - Be7 9. Bg5 - Re5 10. Be2 - 0-0 11. Khl - a6 12. a4 - Dc7 13. Rd2 - Bd7 14. f4 - Rg6 15. f5 - Re5 16. Del - b5! 17. Dg3 - Kh8 18. axb5 - axb5 19. Hacl — b4 20. Rb5 - Db6?! Byijun svarts hefur verið ágætlega heppnuð, hann hefur náð mótspili með minnihlutaárás á drottningarvængnum. í fram- haldinu hyggst hann fylgja þessu eftir með því að þvinga fram peðsvinning, en það gefur hvíti færi á óvæntri og skemmtilegri sókn. Hér var t.d. nokkuð traust framhald að leika 20. — Bxb5 21. Bxb5 - Rh5 22. Dh4 - Bxg5 23. Dxg5 — Rf6. 21. Be3 - Db7 22. Rd4 - Rxe4? 23. Rxe4 - Dxe4 24. Hf4 - Db7 25. f6! - Bx06 Eftir 25. — gxf6 26. Hh4 hef- ur hvítur einnig mjög hættulega sókn, því 26. — Hg8? er auðvitað svarað með 27. Hxh7+! 26. Hxf6! - gxf6 27. Dh4 - Hg8 28. Dxf6+ - Hg7 29. Bf3 — Rxf3 Hér veitti 29. — Bc6 meiri mótspyrnu. Jón L. Árnason og Karl Þorsteinsson eru efstir eftir tvær um- ferðir á Skákþingi íslands með tvo vinninga hvor um sig. 30. Bh6! - Hag8 31. gxf3 - Bc6 32. Rxc6 - Dxc6 33. Bxg7+ og svartur gafst upp. TR mætir Portisch og Polgarsystrum! Einhvern tímann fyrir jól mun lið Taflfélags Reykjavíkur leggja leið sína til Búdapest i Ungveijal- andi og mæta þar MTK Buda- pest í átta liða úrslitum Evrópu- keppni skákfélaga. Það eru að- eins mjög öflugar sveitir eftir í keppninni og á fyrsta borði i ungverska liðinu teflir fremsti skákmaður Ungveija, Lajos Port- isch. Á öðru og þriðja borði tefla síðan þær systur Szusza og Jud- it Polgar, en liðið er að öðru leyti skipað stórmeisturum og alþjóð- legum meisturum. Landslið íslands í skák mun væntanlega tefla i hinni svo- nefndu áttalandakeppni sem fram fer í Álaborg í Danmörku um miðjan október. í henni taka þátt hin Norðurlöndin, þ á m. Færeyingar, auk V-Þjóðvetja og Pólveija. Stórmótið í Tilburg hefst í dag í dag hefst í Tilburg i Hol- landi hið árlega stórmót og er Jóhann Hjartarson á meðal þátt- takendanna átta, sem tefla tvö- falda umferð. Hinir eru sjálfur Gary Kasparov, heimsmeistari, Viktor Korchnoi, Simen Agde- stein, Gyula Sax, Ljubomir Ljubojevic, hinn ungi og stigahái Sovétmaður Vasily Ivanchuk og heimamaðurinn Jeroen Piket. I nóvember mun Jóhann síðan tefla á öðru öflugu móti í Belgrad í Júgóslavíu. Um mánaðamótin fer fram aukakeppni um sæti á milli- svæðamóti á milli Bent Larsens, undirritaðs og Finnans Jouni Yijölá. Keppni verður háð í Holstebro, þar sem Larsen er fæddur og uppalinn. Áður en þessi keppni hefst mun ég taka þátt í móti í San Bernardino í Sviss, þar sem taka þátt tíu aðr- ir stórmeistarar, þ á m. Vlastimil Hort og Búlgarinn Kiril Georgiev. jWtááur á morsuu ÁRBÆJAR- og Grafarvogssókn: Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 11 árdegis. Ferming og altaris- ganga. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Lárus Hall- dórsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Altar- isganga. Organisti Daníel Jónas- son. Kaffi á könnunni eftir messu. Ath. breyttan messu- tíma. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Pálmi Matt- híasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn Hunger Friðriksson. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Birgir Ásgeirsson sóknar- prestur í Mosfellsprestakalli messar. Kirkjukór Lágafellssókn- ar syngur. Organisti Guðmundur Ómar Óskarsson. Sérstök báts- ferð verður með kirkjugesti kl. 13.30. Staðarhaldari. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 14. Sr. Kristinn Ágúst Frið- finnsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Kjartan Ólafs- son. Félag fyrrverandi sóknar- presta. FELLA- og HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Sóknar- prestar. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjón- usta sunnudag kl. 11. Altaris- ganga. Biblíulestur aldraðra þriðjudag 19. sept. kl. 14, sam- ræður og kaffi. Bænastund UFMH laugardag kl. 10. HALLGRÍMSKIRKJA: Sunnudag 17. sept. Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag 19. sept. fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðs- þjónusta kl. 14. Orgelleikari Viol- eta Smid. Cecil Haraldsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Flutt verður Messe Modale eftir Jeahan Alain, messa í kirkjutón- tegund, SigríðurGröndal sópran, Jóhanna V. Þórhallsdóttir alt, Sigrún Birgisdóttir flauta og strengjakvartett úr kammersveit Háteigskirkju flytja. Kór Háteigs- kirkju annast messusöng. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. KÓPAVOGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Guðspjall dagsins: Lúk. 14.: Jesús læknar á hvfldardegi LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Fimm ára vígsluafmæli Langholtskirkju. Guðsþjónusta kl. 14. Altaris- ganga. Organisti Jón Stefánsson. Eftir guðsþjónustuna verður kaffisala á vegum Kvenfélags Langholtskirkju í safnaðarheimil- inu. Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir. Sr. Þórhallur Heimis- son. LAUGARNESKIRKJA: Laugar- dag 16. sept. Guðsþjónusta kl. 11 í Hátúni 10b, 9. hæð. Sunnu- dag 17. sept. Guðsþjónusta í Laugarneskirkju fyrir alla fjöl- skylduna kl. 11. Kaffi á könnunni í safnaðarheimilinu eftir guðs- þjónustuna. Mánudag 18. sept. Fundur á vegum Kristilegs félags heilbrigðisstétta kl. 20.30 í safn- aðarheimilinu. Þriðjudag 19. sept. Opið hús á vegum Samtaka um sorg og sorgarviðbrögð í safnaðarheimilinu kl. 20-22. Helgistund í kirkjunni kl. 22. Fimmtudag 21. sept. Kyrrðar- stund í hádeginu. Orgelleikur frá kl. 12.00 altarisganga og fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 12.30 í safnaðarheimilinu. Sókn- arprestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólason. Miðvikudag: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 18.20. SELTJARNARNESKIRKJA: Kynningarguðsþjónusta fyrir fermingarbörn næsta árs og for- eldra þeirra kl. 11. Léttursöngur í umsjá Þorvaldar Halldórssonar og félaga úr UFMH. Organisti Sighvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Allir velkomnir. Samkoma verður í kirkjunni fimmtudagskvöld 21. september kl. 8.30. Léttur söng- ur og fyrirbænir. Allir velkomnir. KRISTSKIRKJA íLandakoti: Lág- messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúm- helga daga er lágmessa kl. 18 á laugardögum þá kl. 14. Á laugar- dögum er enska messa kl. 20. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KFUM & KFUK: Afmælissam- koma í tilefni af 60 ára afmælis SÍK á Amtmannsstíg 2b kl. 20.30. Einsöngur: Guðrún Ellertsdóttir. Ræðumaður Skúli Svavarsson kristniboði. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filad- elfía: í kvöld, laugardag, almenn bænasamkoma kl. 20.30. Al- menn guðsþjónusta sunnudag kl. 20. umsjá æskufólks. Skírnar- athöfn. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Útisamkoma á Lækjartorgi kl. 16 ef veður leyfir. Hjálpræðissamkoma kl. 20.30. Flokksforingjarnir stjórna og tala. NÝJA Postulakirkjan: Messa að Háaleitisbr. 58 kl. 11. MOSFELLSPRESTAKALL: Messuferð til Viðeyjar. Farið verður frá safnaðarheimilinu kl. 13. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur. Organisti Guðmundur Ómar Óskarsson. Sr. Birgir Ás- geirsson. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Hámessa kl. 10. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Almenn guðs- þjónusta kl. 14. Kór Víðistaða- sóknar syngur. Organisti Kristín Jóhannesdóttir. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 14. Ath. breyttan messutíma. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði: Guðs- þjónusta kl. 14. Vænst þátttöku væntanlegra fermingarbarna og foreldra þeirra. Organisti Smári Ólason. Sr. Einar Eyjólfsson. ÓHÁÐI söfnuðurinn: Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Jónas Þór- ir. Sr. Þórsteinn Ragnarsson. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Umræðufundur um safnaðarstarfið verður nk. fimmtudagskvöld í Kirkjulundi og hefst kl. 20.30. Sóknarprestur. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. HEILSUHÆLI NLFÍ Hveragerði: Messa kl. 11. Sr. Hörður Ás- björnsson prédikar. Sr. Tómas Guðmundsson. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 14. Ath. breyttan messutíma. Messa á dvalarheimilinu Höfða kl. 15.15. Mánudag fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum. Organisti Einar Örn Ein- arsson. Sr. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Messa í Borgarneskirkju kl. 11. Guðs- þjónusta á dvalarheimili aldraðra kl. 14. Sóknarprestur. Ferming*: Ferming verður í Árbæjarkirkju á morgun, sunnudag kl. 11. Prest- ur sr. Guðmundur Þorsteinsson. Fermdar verða: Eyrún Rós Árnadóttir, Hraunbæ 102g. Geirlaug Sunna Þormar, FroStafold 50. Sigríður Þormar, Frostafold 50.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.