Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989
29
Sækjast sér um líkir
eftirÁsu Ketilsdóttur
Vegna umræðna um málefni
Reykjanesskóla vil ég að eftirfar-
andi komi fram.
í ij'ölda ára höfum við notið starfa
Skarphéðins Ólafssonar og konu
hans Sigríðar Skarphéðinsdóttur.
Börn okkar hafa mætt þar hlýhug
og vináttu sem þau hafa endurgold-
ið á sama hátt sem von er — færi
vel ef margir skólastjórar ættu jafn
virka vináttu nemenda sinna.
Það kom því yfir okkur eins og
köld gusa þegar fréttist að mennta-
málaráðherra ætlaði að víkja
Skarphéðni úr starfi og það í byijun
skólaárs. Ég, ásamt fleiri foreldr-
um, fór til Reykjavíkur — í fylgd
Skarphéðins og Halls Karlssonar
nýráðins kennara. — Við ræddum
þar við menntamálaráðherra Svav-
ar Gestsson, — ráðuneytisstjóra
Sigurð Helgason og fræðslustjóra
Vestflarða, Pétur Bjarnason. Við
fórum fram á að breytt yrði um
stefnu í málefnum Reykjanesskóla
og Skarphéðinn Ólafsson yrði áfram
skólastjóri eins og Sigurður Helga-
son ráðuneytisstjóri sagði okkur í
vor að við mættum treysta. Við
lögðum líka til að skipt yrði um
skólanefndarformann. Við vitum að
þessi umboðsmaður menntmálaráð-
herra hefur með verkum sínum
unnið að því að skólinn verði lagður
niður og þar með stuðlað að eyð-
ingu byggða við Djúp. Við þessa
„Hann sýnir að hann
metur meira skóla-
nefiidarformanninn en
vilja og hag foreldra og
barna — öfiigt við þá
stefnu sem hann sagðist
fylgja í máleftium Öldu-
selsskólans.“
iðju hefur hann notið stuðnings
fyrrverandi bryta, Heiðars Guð-
brandsssonar. Ráðherra hreytti
ónotum í okkur útskagafólk fyrir
að koma á sinn fund og neitaði að
verða við erindi okkar. Hann sýnir
að hann metur meira skólanefndar-
formanninn en vilja og hag foreldra
og barna — öfugt við þá stefnu sem
hann sagðist fylgja í málefnum
Ölduselsskólans.
Ég tel mjög miður að Pétur
Bjarnason fræðslustjóri Vestijarða
skuli aldrei hafa beitt sér gegn
rakalausum og tilefnislausum árás-
um Jóns Guðjónssonar á Skarphéð-
in Ólafsson. Fræðslustjóri Vest-
íjarða hefur með framkomu sinni
brugðist Reykjanesskóla og lagt
byggðaeyðingaröflum lið — í stað
þess að styðja þolendur þessa máls
sem eru börn héraðsins og foreldrar
þeirra. hann tekur ekki í árina með
þeim sem minna mega sín, á hærri
stöðum. Við vitum ekki hvað við
tekur. Vilji þessara ráðamanna
menntamála hér er að leggja
skólann niður.
Það er búið að flæma úr starfi
góðan og gegnan mann sem átti
traust og vináttu héraðsbúa ef und-
an er skilinn hluti skólanefndar
undir forystu skólanefndarfor-
manns sem starfar í umboði ráð-
herra.
Á fundi barnaskólanefnarinnar
þann 11. mars 1988, lýsti sú skóla-
nefnd fyllsta trausti á Skarphéðin
Ólafsson. Ekki verður auðfundinn
skólastjóri sem þekkir jafnvel að-
stæður við Djúp, heimilin og fólkið
og á vináttu þess og traust — eins
og ljóst varð með undirskriftum
héraðsbúa þegar árásir Jóns Guð-
jónssonar bytjuðu. Vel væri ef
margir skólastjórar hefðu undir
höndum jafn almenna traustyfirlýs-
ingu og Skarphéðinn Ólafsson fékk
þá frá fólkinu í héraðinu og starfs-
mönnum skólans.
Höfundur býrað Laugalandi við
ísafjarðardjúp, erforeldri og
áhugamaður uni velferð
Reykjanesskóla.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Gústaf Bollason heldur sína
fyrstu einkasýningu í Listasafiii
ASÍ.
Gústaf Bolla-
son sýnir í
Listasafiii ASÍ
GÚSTAF Bollason opnar mál-
verkasýningu í Listasafni ASÍ
sunnudaginn 17. september kl.
16.00 og verður hún opin til kl.
20.00.
Sýningin stendur til 1. október
næstkomandi og verður opin dag-
lega frá kl. J.4.00-20.00.
Gústaf fæddist 6. október árið
1966. Hann útskrifaðist frá Mynd-
lista- og handíðaskólanum síðastlið-
ið vor. Sýningin í Listasafni ASÍ
er fyrsta einkasýning Gústafs, en
hann hefur tekið þátt í nokkrum
samsýningum áður. Á sýningunni
verða aðallega olíumálverk, flest
unnin á þessu ári eða því síðasta.
Söngriám-
skeið Agústu
Ágústsdóttur
í VETUR mun söngskóli Ágústu
Ágústsdóttur starfa með breyttu
sniði. Kennslan fer fi’am í formi
námskeiða, þrjá eftirmiðdaga í
senn frá klukkan 17 til 21.
Síðasta dag hvers námskeiðs
verður kennslan opin og gefst fólki
þá kostur á að fylgjast með kennsl-
unni samkvæmt nánara umtali. Þá
verður stefnt að því að halda tón-
leika í lok hverrar annar, en hver
önn samanstendur af þremur nám-
skeiðum.
Fyrirmyndin að þessu formi
kennslunnar er sótt til Alþjóðlega
tónlistarnámskeiðsins í Weimar í
Austur-Þýskalandi og kennslan
byggð á söngtækni prófessors frú
Hanne Lore Kuhse í Berlín.
Pianóundirleikur stendur þátt-
takendum til boða. Fyrsta nám-
skeiðið verður í Laugarnesskólan-
utn í Reykjavík, dagana 19.-21.
september nk. frá klukkan 17 til 21.
(FrcttatiIkynniIlg•)
Oskum Gúnumvinnustofunni hf.
til hamingju med kröftuga endurreisn
fyrirtækisins eftir stórbruna og
eyðileggingu þann 4. janúar sl.
VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF
Gúmmívinnustofan hf. hafði tryggt eignir sínar með brunatryggingu á húseign og lausafjármunum ásamt rekstrarstöðvunartryggingu.
Þessar vátryggingar gerðu fyrirtækinu m.a. kleift að standa að endurbyggingunni með þessum myndarlega hætti.