Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 26
267f MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989 3ið/Rúnar Þór Krakkarnir í fyrsta bekk í Laugalandsskóla í Öngulstaðahreppi voru að koma úr sundi, en kennsla hófst. í skólanum á miðvikudag. Á myndinni eru frá vinstri Auðrún, Rósa, Eva, Kristján, Hallgrímur og íris á öðru borðinu og á hinu Bóas, Viðar, Tómas og Sindri. Aftast stendur Garðar Karlsson skólastjóri. Sr Við komum í heímsókn mmfL Hótel KEA 17. september Kl. 14:00-17:30 Sprfte ^;^ Sprtte ARNARFWG Lágmúla 7, simi 84477 Við komum fljúgandí Við lyftum okkur til flugs frá Reykjavíkurflugvelli og hefj- um sérstakt kynningarátak utan borgar á staríseminni og ferðum þeim sem við höfum að bjóða. Við komum á Dornier-vélinni okkar sem jafnframt verður til sýnis að utan og innan á meðan á hverri heimsókn stendur. Vetraráætlun okkar Við ætlum að kynna fyrir- tækið, vetraráætlun okkar, borgirnar sem við fljúgum til og ferðamöguleika út frá þeim. Auk sölufólks verða á staðnum tveir flugmenn og ein flugfreyja sem ætía að kynna störf sín. lííiin í Hamborg Sú ágæta frú verður með í för og mun hefja upp raust sína og syngja fyrir við- stadda og eflaust gera eitthvað fleira óvænt og skemmtilegt. Henni til að- stoðar verður stúlka afyngri kynslóðinni. Ferðatilboð - ferðagetraoo Við gerum ykkur líka sér- stakt ferðatilboð sem gildir aðeins þann dag sem kynn- ingin stendur. Þar að auki efnum við einnig til ferða- getraunar á öllum sjö stöðunum með farmiðum til Amsterdam í vinning. Skólar í Eyjafírði byrjaðir: Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Laugalandsskóla SKOLAR í EyjafiriH hófust á miðvikudag, en kennsla hefiir ekki áður hafist svo snemma. Ástæða þess að skólarnir hefjast fyrr nú en að jafh- aði er m.a. sú að ekki þótti ástæða til að þjappa skólastarfínu eins mikið saman og gert hefur verið og einnig var Tónlistarskóli Eyjafjarð- ar stofhaður á síðasta ári og er kennt í öllum skólunum, þannig að samræming er nú á upphafi og skólalokum. Við Laugalandsskóla í Öngul- stoí'a sem unnt var að nota til kennsl- staðahreppi hefur verið unnið ötul- unnar, en að öðru leyti var einungis 'lega í sumar til að bæta aðbúnað um að ræða heimavistarherbergi nemenda og kennara, en þó er tals- vert verk eftir þar til framkvæmdum verður lokið. I skólanum er 67 bðrn frá forskóla og upp í 6. bekk og hefur hópurinn sem stundar nám við skóiann farið vaxandi á undanfó'rn- um árum. Garðar Karlsson skóla- stjóri sagði að kennt væri í þremur bekkjardeildum, en reynt væri að hafa forskólann sér og eins síðasta bekkinn. „Það er nokkrum erfiðleik- um bundið að hafa fyrirkomulagið með þessum hætti, sérstaklega þegar kennara hefur^ vantað við skólann," sagði Garðar. I vetur eru allar kenn- arastöður mannaðar réttindakennur- um. Skólinn er til húsa í gamla hús- mæðraskólanum að Laugalandi. Hreppurinn keypti húsnæðið árið 1983 og var þá ein eiginleg skóla- Jónas Viðar sýn- ir í Safnahúsinu Jónas Viðar Sveinsson opnar málverkasýningu í Safnahúsinu á Sauðárkróki í dag, laugardag, kl. 14.00. • Jónas er Akureyringur, fæddur árið 1962. Hann útskrifaðist úr mál- unardeiid Myndlistarskólans á Akur- eyri 1987. Þetta er önnur einkasýn- ing Jónasar. Á sýningunni verða akrílmálverk, öll ný af nálinni. Sýning Jónasar stendur til sunnu- dagsins 24. september og er opin alla virka daga milli 16 og 22 og frá 14-20 um helgar. fyrrverandi námsmeyja húsmæðra- skólans. Árið 1984 var hafist handa um breytingar á miðhæð'skólans og var hún endurgerð jafnframt jpví sem nýr stigagangur var gerður. Ari síðar var farið í þriðju og efstu hæð skólans og sett upp myndarleg aðstaða til mynd- og handmennta ásamt lítilli stofu þar sem fyrsta bekk er nú kennt. Á árunum 1986-7 var hlé gert á byggingarframkvæmdum, en áhersla Iögð á húsgagnakaup fyrir skólann. Þráðurinn var svo tekinn upp á síðasta ári, en þá voru þrengsli orðin mikil og því var skólastofa stækkuð með því að brjóta niður "vegg. „Það lá fyrir síðasta vor að gera þyrfti mikið átak varðandi endurbæt- ur, en þá var komin upp sú staða að skolplögnin reyndist ónýt. Allt var rifið niður og brjóta þurfti upp gólf- ið. Bæði hita- og skólplagnir voru endurnýjaðar og skipt var um jarð- . veg. Þá var einnig sett upp nýtt loft °g nÝ 'ýsing og loks voru settar upp nýjar innréttingar og ný tæki keypt í eldhús. Tvær nýjar snyrtingar voru gerðar og nú er unnið við smíðastof- una og ætti hún að vera tilbúin eftir hálfan mánuð," sagði Garðar. Fram- kvæmdirnar segir hann kostnaðars- amar fyrir hreppinn, en áætlað er að þær nemi um átta milljónum króna. Margt er þó ógert og nefndi Garðar m.a. verkefni við stjórnunar- álmu og ýmislegt útivið, en þar má nefna gerð stétta og leikaðstöðu fyr- ir börnin. Sæborg hf. Opna bónusmarkað í iðn- görðum við Fjölnisgötu SÆBORG hf., sem rekur Matvö'rumarkaðinn á Akureyri, hefur sótt um leyfi til að setja upp bónusverslun í húsnæði við Fjölnisgötu, þar sem áður voru iðngarðar. Bygginganeftid hefur veitt tímabundið starfsleyfi fyrir slíkri verslun, en leyfið er bundið því að verslunin fari ekki inn á svið hverfisverslana. Hrafn Magnússon hjá Sæborgu segir að félagið hafi viljað kaupa um 380 fermetra húsnæði í fyrrverandi iðngörðum við Fjölnisgötu á Akur- eyri. Þar væri ætlunin að opna versl- Sólveig Eggertz í Gamla Lundi Málverkasýningu Sólveigar Pét- ursdóttur Eggertz lýkur á morgun, sunnudag. Sýningin verður opin um helgina, frá kl. 14.00-22.00. Sólveig fæddist í Reykjavík árið 1925. Hún stundaði listnám í Reykjavík á árunum 1943-45 og í London 1946-47. Síðan aftur í Reykjavík 1949-50. Sólveig hefur haldið fjölda sýn- inga, bæði hér á Iandi og erlendis, má þar nefna Kaupmannahöfn, Lon- don, Hannover, Seattle, Stavanger og Baden-Baden. Einnig hefur hún verið með sýningar á veitingahúsinu Gullna Hananum frá 1986. un í anda bónusverslana sem starf- andi eru í Reykjavík. „Við stefndum að því að opna verslunina 1. október næstkomandi, en það er útséð um að sá draumur rætist," sagði Hrafn. Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar sagði að málið hefði ekki komið til umræðu á fundi bæjar- ráðs á fimmtudag og væri því óaf- greitt. Hann sagði að í raun væri ekkert sem stöðvaði framkvæmdina sem slíka, en menn hefðu rætt um hvort starfsemi af þessu tagi ætti heima á skipulögðu iðnaðarsvæði. „Það er fyrst og fremst staðsetning- in sem vefst fyrir mönnum," sagði Sigurður, en nýlega var veitt starfs- leyfi fyrir hverfaverslun skammt frá þeim stað þar sem fyrirhugað er að opna bónusmarkaðinn. Þá sagði hann einnig að skilyrði bygginga- nefndar fyrir leyfisveitingunni - að verslunin fari ekki inn á svið hverfa- verslunar - væri hægt að túlka á marga vegu. Akureyrarvöllur kl. 14.00 í dag. ÞÓR # ÍA® &) VÖRÍ BATASMIOJA •(-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.