Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989 17 Ratsjárstöðvar bíða efltír tækjum UNDANFARIÐ hefur verið unnið að því að setja upp fjarskiptabún- að í ratsjárstöðvunum á Bolafjalli eða Stigahlíð við Bolungarvík og á Gunnólfsvíkurfjalli við Langanes. Húsin sjálf og ratsjárkúlurn- ar hafa staðið tilbúin í tæpt ár en ekki er enn vitað, hvenær rat- sjárnar verða settar upp í þeim. Starfsmenn Ratsjárstofnunar hafa verið til þjálfunar og eru þegar teknir til starfa á Stokks- nesi við Hornafjörð og í Rockville við Keflavíkurflugvöll. A vegum Pósts og síma verða lagðir ljósleiðarar á milli stöðvanna og var nýlega gengið frá samkomulagi um þær framkvæmdir. Nýju ratsjárhúsin sem risið hafa á Bolafjalli og Gunnólfsvíkurfjalli eru nákvæmlega eins að allri gerð. Undirstöður ratsjárkúlunnar eru átta metra háar, en kúlan sjálf 12 metrar. í húsunum er vararaf- stöð og einnig rafgeymar, þannig að allt er gert til að koma í veg fyrir að þar verði rafmagnslaust. Utan dyra er síðan vatnstankur og eldsneytistankur. Umhverfis húsin er há girðing. Gert er ráð fyrir að tveir menn séu á vakt í stöðvunum hverju sinni, tólf tíma í senn. Aðstaða er fyrir starfsmenn þannig að þeir geti dvalist í nokkra daga í stöðv- unum ef óveður og ófærð varnar þeim að komast til byggða. Vinn- utilhögun verður þannig að menn- irnir ganga vaktir í viku en fá síðan frí í viku. Reist verða íbúðar- hús fyrir starfsmennina í Bolung- arvík og á Bakkafirði, átta á hvor- um stað. Stöðin við Bolungarvík er í um 600 metra hæð en um 700 metrar eru upp á Gunnólfsvíkur- fjall. Mannvirkjasjóður Atlants- hafsbandalagsins hefur staðið straum af vegalagningu til beggja stöðvanna og hafa vegirnir orðið vinsælir fyrir ferðamenn, sem vilja njóta fagurs útsýnis. Á veginum í Gunnólfsvíkurfjalli eru 15 krapp- ar beygjur. Stöðvarnar verða tengdar með ljósleiðurunum, sem lagðir verða af Pósti og síma samkvæmt sér- stöku samkomulagi sem nýlega var gert milli íslenskra stjórnvalda og bandarískra með aðild Mann- virkjasjóðs NATO. i Morgunblaðið/Bj.Bj. Ratsjárkúlan á Gunnólfsvíkur- fjalli. Undirstaðan er átta metra há en kúlan sjálf 12 metrar. Frá Bolafjalli við Bolungarvík. Stöðvarnar tvær eru nákvæmlega eins að utan og innan. Sími685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulínan: 99 1002. Á veginum upp á Gunriólfsvíkurfjall eru 15 krappar beygjur. Þegar ekið er niður fjallið sýnast vegriðin oft ekki nógu löng, þannig að í dimmviðri kann að vera hætta á ferðum. Úr vistarverum starfsmanna. Tveir menn eiga að vera á 12 tíma vakt hverju sinni. Ef veður kemur í veg fyrir ferðalög geta þeir hæglega dvalist nokkra sólarhringa í stöðvunum. Þ.ÞORGRÍMSSON&CO WARMA PLAST ÁRMÚLA 1 6 OG 29, S. 38640 Hjólreiða- ferðir Úti- vistar FERÐAFELAGIÐ Utivist hefur ákveðið að auka fjölbreytni í starfsemi sinni með því að standa fyir hjólreiðaferðum. Fyrstu ferðirnar verða farnar á morgun sunnudaginn 17. sept- ember og verður boðið upp á lengri og styttri ferð. Lagt verð- ur af stað frá Árbæjarsafni klukkan 13.30. Báðir hóparnir fylgjast að upp fyrir Silungapoll, en þar skiptast leiðir. í styttri ferðinni, Heiðmerk- urhring, verður hjólað eftir Hraun- slóð suður Heiðmörk, meðfram Vífilsstaðahlíð og áfram niður að Vífilsstaðavatni og síðan að Elliða- vatni. Þá verðúr Bláfjallaleiðinni fylgt niður Elliðaárdalinn. Hjól- reiðaferðinni lýkur við Árbæjar- safn. Öll leiðin er um 33 km. Hjól- að verður með hvíldum og áð í Gjárétt. Í lengri ferðinni, Bláfjallahring, verður hjólað frá Silungapolli eftir Suðurlandsvegi og yfir á Bláfjalla- veg. Honum verður svo fylgt niður fyrir Undirhlíðar. Þaðan verður hjólað ofan byggða og komið niður hjá Vatnsenda. Áð verður í Krist- jánsdölum. Reyndir hjólreiðamenn verða fararstjórar. Þátttökugjald er 200 krónur. Viðurkenning verð- ur veitt fyrir þátttöku. Nú eru þeir kaldir hjá Rönning í Kringlunni Kæliskápar, frystiskápar og frystikistur á mjög góðu verði! Nú á haustdögum seljum við kæliskápa frá 21.000 kr., frystiskápa frá 26.950 kr., sam- byggða kæli- og frystiskápa frá 37.500 kr. og frystikistur frá 39.406 kr.* Mikið úrval - margar stærðir og gerðir frá 0SBY, SN0WCAP og GRAM. Nýtið ykkur einstakt tækifæri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.