Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989
11
TÁKNRÆN GLERVERK
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Reglulega koma fram á sjónar-
sviðið ungir listamenn, sem maður
hefur litlar eða engar fregnir haft
af, veit eiginlega ekki haus né
sporð á. Eru það þá iðulega ein-
staklingar, sem hafa kosið sér
aðra námsbraut en að nema hér
heima eða fá einfaldlega listrænu
köllunina ytra og er þá nærtæk-
ast að hefja þar nám.
Þannig skilst mér, að þessu sé
farið með Jón Jóhannsson, sem
fram til 19. þ.m. sýnir glerverk í
Gallerí Borg. Hann nam fyrst
glerlist í Kaliforníu, vann síðan í
glersmiðju í Frakklandi og lauk
loks BA-prófi í glerlist í Englandi.
Þetta er all óvenjulegur náms-
ferill, er gefur til kynna, að höf-
undurinn sé ævintýragjarn og
gefinn fyrir að breyta um um-
hverfi. Það hefur sína kosti að
skipta um listaskóla, prófessora
og verkstæðiskennara, en það
hefur í annan stað einnig sína
kosti að vera á sama staðnum
allan tímann og fer allt eftir skól-
unum og einstaklingnum sjálfum.
Nú á dögum koma nemendur
sem nær alskapaðir úr skólum og
gera það sérdeildirnar, sem eru
þó ágætar á sinn hátt og um leið
eru ákveðnar stefnur innan listar-
innar orðnar að fjöldahreyfingu
og handbragðið auðþekkjanlegt.
Hver skyldu annars vera skil-
yrði þess, að viðkomandi nemandi
fái BA- eða MA-gráðu í myndlist?
Fyrir utan nauðsynlega verkkunn-
áttu, sem allir með meðalgáfur
geta tileinkað sér, trúi ég tæp-
lega, að viðkomandi leyfist að
standa uppi í hárinu á kennurum
sínum og halda fram allt annarri
stefnu en þeir. Oftar boðar hann
einmitt stefnu kennarans og verk
hans enduróma þau viðhorf, er
ríkjandi eru í hveijum skóla fyrir
sig;
í gamla daga nefndist þetta
akademismi, og þessu fylgir ein-
mitt sú bjargfasta vissa og íhald-
semi að álíta, að þetta sé hið eina
rétta.
Stundum virðast það sömu
mennirnir, sem ráða stefnunni
utan skóla sem innan um það,
hvað teljast skuli gilt og gætt
sköpunarmagni, en eitthvað er
það farið að fá keim af miðstýr-
ingu, en er ekki til umfjöllunar
hér.
Hins vegar bera vinnubrögð
Jóns Jóhannssonar það meira með
sér, að hann sé fulltrúi einhverrar
ákveðinnar stefnu innan glerlist-
arinnar, en að hér sé um nýgræð-
ing að ræða. Má hvort tveggja
leggja honum til iofs sem lasts,
eftir því hvað hverjum sýnist, en
þau form og tákn, sem Jón notar,
koma mér ákaflega kunnuglega
fyrir sjónir úr núlistum. Píramíð-
ar, sóltákn, Miðgarðsormurinn
o.s.frv., og eru þetta allt jafn verð-
ug viðfangsefni og ótal önnur.
En þetta er sómasamlega gert
og mikil einlægni að baki, og
margt á sýningunni gefur til
kynna, að höfundinum liggi ýmis-
legt á hjarta, og ég er síðasti
maður í heimi til að fortaka, að
í Jóni kunni að leynast ftjóangi í
átakamikinn og sjálfstæðan lista-
mann. Úr því sker framtíðin.
Guðmundur
sýnir í
Menningar-
stofnun
SÝNING á málverkum Guð-
mundar Björgvinssonar verður
opnuð laugardaginn 16. septem-
ber í húsakynnum Menningar-
stofinunar Bandaríkjanna á Nes-
haga 16, Reykjavík. Þetta er
ellefita einkasýning Guðmundar,
en sú síðasta bar yfirskrifitina
„Martin Berkofsky spiiar ung-
verska rapsódíu nr.10 efitir
Franz Liszt“ og var hún á
Kjarvalsstöðum í apríl á síðasta
ári.
Guðmundur hefur auk þess tek-
ið þátt í fjölda samsýninga og
verið með margar einkasýningar
úti á landi. Hann hefur einnig
fengist við skriftir og út hafa kom-
ið eftir hann tvær skáldsögur:
„Allt meinhægt“ (1982) og „Næt-
urflug í sjöunda himni“ (1985).
Sýning Guðmundar í Menning-
arstofnun Bandaríkjanna verður
opin virka daga frá klukkan 8-17,
en um helgar frá klukkan 14-18.
Sýningunni lýkur 29. september.
9119197fl LÁRUS VALDIMARSSON framkvæmdastjóri
L\ I UU " L \ 0 I U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. LOGG. FASTEIGNASr
Til sýnis og sölu auk annarra eigna:
Endaraðhús við Fljótasel
allt eins og nýtt. með rúmg. 6 herb. ib. á tveimur hæðum. Á jarðhæð
má gera litla séríb. Húsið er 241,4 fm nettó auk bílsk. 23,3 fm. Eigna-
skipti mögul.
Nýendurbyggð - allt sér
Stór og góð 3ja herb. íb. á 1. hæð í fjórbhúsi 99,3 fm nettó. Allt sér
(hiti, inng., þvottah., geymsla). Ræktuð lóð. Sólverönd. Vinsæll staður
skammt frá Glæsibæ
Stór og góð við Álfheima
4ra herb. ib. 114,4 fm á 4. hæð. Sólsvalir. Góðir skápar. Mikið út-
sýni. Hentar m.a. þeim sem hafa lánsloforð.
Við Hraunbæ - Mikið endurnýjuð
4ra herb. íb. á 1. hæð 90,4 fm nettó vel skipul. Góð geymsla í kj.
Sólsvalir. Ágæt sameign.
Neðst við Bólstaðarhlíð
rétt við Miklatún 3ja herb. mjög góð ib. á jarðh./kj. í þríbhúsi. Inng.
og hiti sér. Nýtt gler. Glæsil. lóð. Góð sameign.
Rif á Snæfellsnesi
Til sölu steinhús ein hæð 122,4 fm nettó auk bílsk. 40,1 fm. Byggt
árið 1974 á 760 fm leigulóð. Eignin er sögð í góðu ástandi. Tilboð
óskast.
Fjöldi fjársterkra kaupenda
Þurfum að útvega íbúðir, sérhæðir og einbhús. Sérstakl. óskast góð
3ja herb. íb. i borginni, 4ra-5 herb. íb. m/bílsk., einbhús eða raðhús
120-160 fm og 2ja-4ra herb. íbúðir í Vesturborginni.
Opið á laugardaginn.
Kynnið ykkur
laugardagsauglýsinguna.
AIMENNA
HSTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Stjórn Verkamannabústaða
í Neshreppi utan ennis
auglýsir til sölu húseignirnar Bárðarás 3, Hellissandi
og Háarif 59B. Eignirnar verða seldar skv. lögum um
húsnæðisstofnun ríkisins, félagslegar íbúðir.
Nánari upplýsingar veitir sveitastjóri Neshrepps í síma
93-66637.
ffr^
í&MREWæm
FA»ANN!NW
Krirí/erkii^
Eftirtaldar blikksmið ju.r eru aðilar að Félagi blikksmiðju-
eigenda og þótttakendur i sérstöku ótaki sem miðar að pvi
að bæta og uppfylla hæstu faglegu kröfu. Þessar smiðjur
hafa leyfi til að bera fagmerki télagsins og munu því óvallt
leggia sig fram um að skila traustu og faglegu verki.
Osldr þú eftir vandaðri vinnu, hafðu þó samoand við ein-
hverja eftirtalinna blikksmiðja, sem allar bera fagmerki
FBE:
AKliREYRI:
BLIKKRÁS HF. Hjalteyrorgötu 6, s. 96-27770/96-26524
BLIKKVIRKI HF. Kaldboksgötu 2, s. 96-24017
BORGARNE5:
VIRNET HF: Borgarbraut, s 93-71296
FÁSKRÚУFJÖRÐUR:
BLIKK OG BILAR Túngötu 7, s. 97-51108
GARÐABÆR:
BLIKKIÐJAN SF. Iðnbúð 3, s. 46711
HAFNARFJÖRÐUR:
BLIKKTÆKNI HF. Kaplahrauni 24, s. 54244
RÁSVERK HF. Kaplahrouni 17, s. 52760
KEFLAVÍK:
BLIKKSMIÐJA
ÁGÚSTAR GUÐJÓNSSONAR Vesturbraut 14, s. 92-12430
KÓPAVOGUR:
AUÐÁS HF. Kórsnesbraut 102 a, s. 641280
BLIKKÁS HF. Skeljobrekku 4, s. 44040
BLIKKSMIÐJA EINARS SF. Smiðjuvegi 4 b, s. 71100
BLIKKSMIÐJAN FUNI SF. Smiðjuvegi 28, s. 78733
BLIKKSMIÐJAN VÍK HF. Smiðjuvegi 18, s. 71580
K.K. BLIKK HF. Auðbrekku 23, s. 45575
REYKJAVÍK*
BLIKK OG STÁL HF. Bfldshöfða 12, s. 686666
BLIKKSMIÐJA AUSTURBÆJAR HF. Borgartúni 25, s. 14933
BLIKKSMIÐJA GYLFA HF. Vagnhöfða 7, s. 674222
BLIKKSMIÐJA REYKJAVÍKUR Súðarvogi 7, s. 686940
BLIKKSMIÐJAN taeknideild Ó.J. & K. Smiðshöfða 9, s. 685699
BLIKKSMIÐJAN GLÓFAXI Ármúla 42, s. 34236
BLIKKSMIÐJAN GRETTiR HF. Ármúla 19, s. 681996
BLIKKSMIÐURINN HF. Vagnhöfða 10, s. 672170
BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJA HF. Sigtúni 7, s. 29022
HAGBLIKK HF. Eirhöfða 17. s. 673222
SELFOSS*
BLIKK HF. Gagnheiði 23, s. 98-22040
FÉLAG BUKKSMIÐIUEIGENDA
Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík
s: 91-621755
NÝR SÝNINGARSALUR
BAÐINNRÉTTINGAR,
ELDHÚSINNRÉTTINGAR
OG FATASKÁPAR
MIKIÐ ÚRVAL LITA OG ÁFERÐA
OPIÐ:
MÁNUD.—FÖSTUD. KL. 9-18.
LAUGARD. KL. 11-16.
INNRÉTTING
SÍÐUMÚLA 32 SIMI678118