Morgunblaðið - 16.09.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989
19
Dmitri Alexeev.
Dmitri Alex-
eev hjá Tón-
listarfélaginu
RÚSSNESKI píanósnillingurinn
Dmitri Alexeev mun heíja vetrar-
starf Tónlistarfélagsins með tón-
leikum í íslensku óperunni nk.
mánudag, 18. sept. kl. 20.30.
Heimsókn Alexeevs til Islands árið
1987 og tónleikar hans þá með
Sinfóníuhljómsveit íslands og íyrir
Tónlistarfélagið eru öllum ógley-
manlegir sem heyrðu. A tóiileik-
unum á mánudagskvöld leikur
hann Sónötu í a-moll K.310 eftir
Mozart, Camival eftir Schumann
og Sónötu í h-moll op. 58 eftir
Ghopin.
Á vegum Tónlistarfélagsins verða
haldnir 6 tónleikar í vetur. Auk tón-
leikanna á mánudag mun finnska
sópransöngkonan Margareta Haver-
inen syngja, laugardaginn 4. nóvem-
ber, lög eftir Brahms, Liszt, Duparc
og Tshaikovsky' við undirleik Colin
Hansen. Þriðjudaginn 9. janúar mun
Paul Zukofsky ásamt Önnu Guðnýju
Guðmundsdóttur flytja í fyrsta sinn
hér á landi verk eftir Morton Feld-
man er nefnist „For John Cage“.
Sunnudaginn 28. janúar munu Einar
Jóhannsson og Philip Jenkins leika
verk fyrir klarinett og píanó og
mánudaginn 12. rhars kemur mez-
zósópransöngkonan Rannveig
Bragadóttir heim og hún mun þá
halda tónleika ásamt Jónasi Ingi-
mundarsyni. Síðustu tónleikarnir í
vetur verða 24. mars, en þá mun
finnski sellóleikarinn Arto Noras
leika, ásamt Gísla Magnússyni, verk
eftir Schubert, Schumann, Brahms
og Paganini. Allir tónleikarnir verða
haldnir í íslensku óperunni nema
tónleikar Paul Zukofsky sem verða
í Langholtskirkju. Miðar á einstaka
tónleika verða að venju seldir við
innganginn.
Námsstefna
um illa með-
ferð á börn-
um hérlendis
Deild heilsugæsluhjúkrunar-
fræðinga og deild barnahjúkr-
unarfræðinga hafa ákveðið að
efna til tveggja daga námsstefhu
21. og 22. september næstkomandi
um illa meðferð á börnum, en í
fréttatilkynningu frá Hjúkruna-
rfélagi íslands segir að bæði and-
leg og líkamleg misþyrming barna
á Islandi sé útbreiddara og alvar-
legra vandamál heldur en margan
gruni og með námsstcfnunni vilji
hjúkrunarfræðingar opna umræð-
una um málefnið.
Aðalfyrirlesarar á námsstefnunni
verða Norðmennirnir dr. Karen Kil-
len Heap félagsráðgjafi og Per
Skjælaen yfirlæknir. Hafa þau bæði
starfað mikið með misþyrmdum
börnum og unglingum. 14 Islending-
ar munu einnig halda erindi og gera
grein fyrir því s hver staða þessara
mála er hén á landi. I hópnum eru
m.a. heilsugæsluhjúkrunarfræðing-
ar, barnahjúkrunarfræðingar, barna-
geðlæknar, félagsráðgjafar og emb-
ættismenn úr dómskerfinu. Náms-
stefnan er fyrst og fremst ætluð
hjúkrunarfræðingum sem starfa á
barnadeildum, heilsugæslustöðvum,
sængurkvennadeildum og slysadeild-
um. Öðrum heilbrigðisstéttum er
einnig boðin þátttaka, einnig kennur-
um og fóstrum.
Námsstefnan hefst .í ráðstefnusal
ríkisins Borgartúni 6 klukkan 8.30
að morgni.
Norðurlönd:
Sjónvarpsstöðvar
sýna Næturgöngu
ALLAR ríkissjónvai-psstöðvarnar á Norðurlöndum, að hmm dönsku
undanskilinni, hafa ákveðið að taka til sýninga leikrit Svövu Jakobs-
dóttur, Næturgöngu, en það var frumsýnt í íslenska ríkissjónvarpinu
um hvítasunnuna. Danska ríkissjónvarpið íhugar einnig að sýna
verkið.
í Næturgöngu lýsir höfundurinn
kjörum vinnuhjúa hér á landi á fyrri
öldum og allt fram á þá tuttugustu.
Er verkið að nokkru byggt á sann-
sögulegum atburðum, sem áttu sér
stað á árum fyrri heimstyrjaldarinn-
ar. Segir þar frá vinnukonunni
Guðnýju, uppreisn hennar gegn
ríkjandi viðhorfum og ástarsam-
bandi hennar og vinnumannsins á
bænum. Vinnukonan er leikin af
Eddu Heiðrúnu Backman, vinnu-
maðurinn af Þór Túliníus og með
önnur hlutverk fara þau Helga
Bachmann og Helgi Skúlason. Leik-
stjóri var Stefán Baldursson, Ómar
Magnússon og Páll Reynisson önn-
uðust kvikmyndun og Agnar Gú-
stafsson hljóðsetningu.-
Edda Heiðrún Backman og Þór Túlíníus í hlutverkum sínum í sjón-
varpsleikritinu Næturgöngu eftir Svövu Jakobsdóttur.
Á nýju Shellstödinni við Bústaðaveg
eiga viðskiptavinir Skeljungs von á góðu!
Góðri aðstöðu, góðu vöruvali og góðri þjónustu. Við treystum á að þið
kunnið vel að meta nýju Shellstöðina við nýja Bústaðaveginn í Öskjuhlíð.
Stöðin neðanviðBústaðaveg-viðSkógarhlíð-verðurstarfrækt áfram.
■ x ,
■:
o * - 2
Á báðum stöðum verður þjónusta hér eftir sem hingað til
eins og sæmir á Shellstöð.
Alltaf til reibu á réttum stað
SHELLSTÖÐIN VIÐ BÚSTAÐAVEG