Morgunblaðið - 03.10.1989, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.10.1989, Qupperneq 2
ifcfrj stíi'dovAQ i y.Wótxi'svuwA Gia/jia'/uDfloií MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1989 Erlend tónlist allt að 85,5% á útvarpsstöðvum ERLEND tónlist er mun meira leikin í útvarpsstöðvum hériendis en íslensk, samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun háskól- ans gerði fyrir Félag tónskálda og textahölúnda í júnímánuði. Á Sljörnunni var hlutur erlendrar tónlistar 85,5% af útsending- artíma tónlistar en innlendrar 14,5%. Minnstu munaði á rásum Ríkisútvarpsins. Innlend tónlist var leikin 26,6% tímans á Rás 1 en 25,6% á Rás 2. Hlutur innlendrar tónlistar var 16,4% á Bylgjunni og 16,6% á RÓt. Ef Rás 1 er undanskilin er hlutur popptónlistar langmestur á öllum útvarpsstöðvum. 93,7% tónlistar á Stjömunni var popptónlist, 3,6% þungarokk, 1,3% eldri dægurlög. 86% var popptónlist á Bylgjunni og 77% á Rás 2. Popptónlist var 9,5% á Rás 1, klassísk tónlist 45,2% og léttklassísk tónlist 12,5%. Könnunin var gerð 10., 13. og 15. júní. Á Rás 2 var tónlist leikin 46,4%-53,2% útsendingartímans, á Rás 1 28%-36,5% útsendingartím- ans. Á Stjömunni var tónlist leikin 72,4%-80,8% alls útsendingartíma, 64,6%-70% útsendingartíma var leikin tónlist á Bylgjunni og hlutur tónlistar var 60,1%-71,4% á Rót. Metsala hjá togaranum Ogra í Bremerhaven Fékk 127 krónur fyrir karfakílóið Skuttogarinn Ögri RE fékk 127,83 krónur að meðaltali fyrir karfakílóið í Bremerhaven í Mál Magnúsar Thoroddsen: Þingfesting og frestun í Hæstarétti MÁL ríkisvaldsins gegn Magnúsi Thoroddsen, fyrr- um forseta Hæstaréttar, var þingfest í Hæstarétti i gær. Lögmönnum aðila var veittur frestur til 1. nóvember til að leggja fram greinargerðir. Við lok þess frests er gert ráð fyrír að nýr frestur verði veittur uns málið verður tekið til flutnings. Ekki er ljóst hve- nær dómarar Hæstaréttar úr- skurða um eigið hæfi til að fara með málið. Þýzkalandi í gær eða um 4 mörk. Samkvæmt upplýsingum Ögur- víkur hf., er þetta hæsta verð, sem fengist hefur á þessum markaði í krónum talið, en næst- hæsta talið í mörkurn. Skipstjóri á Ögra er Snæbjörn Össurarson og á bæði þetta met og hið eldra á þessum markaði. Ögri seldi alls 150,4 tonn, nær allt karfa, fyrir 19,2 milljónir króna, 592.000 mörk. Meðalverð í krónum talið var 127,83, en í mörkum 3,94. Síðastliðinn vetur seldu Snæbjöm og áhöfn hans á Ögra 298 tonn á sama markaði. Heildarverð þá var 36,3 milljónir króna og meðalverð 121,52 krónur, en 4,32 mörk. Lækkun gengis krónunnar gagn- vart markinu ræður því að mun fleiri krónur fást nú, þrátt fyrir færri mörk. Hætt hefur verið við fyrirhugaða sölu Birtings NK í Cuxhaven síðar í þessum mánuði. Ari Halldórsson, umboðsmaður hjá Lubbert í Brem- erhaven, sagðist í samtali við Morg- unblaðið ekki vilja tjá sig um ástæðu þessarar ákvörðunar. Birt- ingur selur því í Bremerhaven. Morgunblaðið/Kári Framkvæmdir við smíði brúarinnar yfir Dýrafjörð eru í fullum gangi.Á innfelldu myndinni er starfsmaður við brú- arsmíðina við fallhamar sem notaður er til að reka steypt- ar súlur niður á 25 m dýpi. Hafín smíði brúar yfír Dýrafjörð Dýrafírði. NÝLEGA hófúst framkvæmdir við smíði brúar yfir Dýrafjörð á móts við Lambadalsodda og Ketilseyri, en Qörðurinn er 400-500 metra breiður þar. Gert er ráð fyrir að verkinu í heild verði lokið á árinu 1992, en áætlaður kostnaður við það er 230 milljónir króna. Rekið hefur verið niður stálþil metra dýpi, en brúarstöplamir í kringum einn af brúarstöplunum verða síðan steyptir ofan á þeim. sem alls verða þrír talsins. Steypt- Stefnt er að því að steypa alla ar súlur verða reknar niður á 25 stöplana nú í haust ef veður leyf- ir, en á næsta ári verður sjálf brúin smíðuð. Uppfyllingunni sem liggja á að brúnni beggja vegna frá verður síðan komið fýrir árið 1991, en gert er ráð fyrir að geng- ið verði frá sjálfum veginum með bundnu slitlagi árið 1992. K.J. Gjaldfelling lánsins á Sigurey: Ákveðið að leita leiða til iákvæðrar Iausnar ÞINGMENN Reykjaneskjör- dæmis fúnduðu í gær með sijórn Byggðastofnunar vegna þeirrar ákvörðunar stofnunarinnar að Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðlabankans: Fimdur með einkabönk- unum síðar í vikunni JÓHANNES Nordal, bankasljóri Seðlabanka íslands, segir að fúndur verði með talsmönnum einkabankanna síðar í vikunni Lést af slysförum EINAR Einarsson, 26 ára gam- all háseti á Laxfossi, lést á sjúkrahúsi í Grimsby í Englandi síðdegis á sunnudag af áverk- um sem hann hlaut við slys um borð í skipinu. Einar var að opna hurð á síðu skipsins til að hleypa hafnsögu- manni frá borði þegar slysið varð. Engir sjónarvottar voru að því. Þyrla sótti Einar heitinn um borð og var hann kominn á sjúkrahús um klukkustund eftir slysið. Þar lést hann skömmu síðar af sárum sínum. Einar Einarsson var búsettur í Hamraborg 16 í Kópavogi. Hann fæddist 30. september 1963. Hann lætur eftir sig foreldra, systkini og unnustu. um vaxtahækkanir þeirra um mánaðamótin. Ekki sé búið að tímasetja fúndinn nánar. Seðla- bankinn hafi ekki tekið neina afstöðu til beitingar 9. greinar laga um Seðlabanka íslands og ekki komi til greina að það verði gert nema að undangengnum viðræðum við bankana. Lögum um Seðlabanka íslands var breytt á síðasta þingi meðal annars annarri málsgrein 9. grein- ar, sem er svohljóðandi: „Seðla- bankinn getur að fengnu samþykki ráðherra bundið vaxtaákvarðanir innlánsstofnana takmörkunum til að tryggja að raunvextir útlána innlánsstofnana verði hóflegir og eigi hærri en þeir eru að jafnaði í helstu viðskiptalöndum íslendinga, svo og til að draga úr óhæfilegum vaxtamun milli inn- og útlána að teknu tilliti til annarra tekna inn- lánsstofnana." Sjá samtal við Ásmund Stef- ánsson forseta ASÍ og formann bankaráða Alþýðubanka og Útvegsbanka á bls. 55. gjaldfella 40 milljóna króna lán er hvílir á togaranum Sigurey frá Patreksfirði. Útgerðin Stálskip í Halúarfirði keypti skipið á upp- boði fyrir skömmu og hafði Byggðastofúun ákveðið að gjald- fella lánið, færi skipið frá Pat- reksfirði. Á fúndinum samþykkti sfjórn stofnunarinnar hins vegar að leita leiða til jákvæðrar lausn- ar fyrir Stálskip í samráði við stjórnvöld. Matthías Á. Mathiesen, fyrsti þingmaður Reykjaneskjördæmis, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að á fundi þingmanna með stjóm Byggðastofnunar á föstudag, hefði stjóm stofnunarinnar verið gerð grein fyrir óánægju þingmann- anna, sem teldu að með gjaldfell- ingu lánsins væri verið að mismuna byggðum landsins verulega. Jafn- framt gæti þessi ákvörðun verið alvarlegt fordæmi. Þingmennirnir hefðu bent á að sjávarútvegur í Reykjaneskjördæmi ætti ekki síður undir högg að sækja en annars stað- ar og yrðu menn þar að fá að sitja við sama borð og útgerðarmenn í öðmm kjördæmum. Matthías sagði að þessi afstaða hefði verið ítrekuð á fundinum í gær og niðurstaðan hefði orðið sú, að stjórn Byggðastofnunar hefði ákveðið að leita leiða til jákvæðrar lausnar þessa máls fyrir kaupendur Sigureyjar og yrði það gert í sam- ráði við stjórnvöid. Ekki hefðu kom- ið fram ákveðnar hugmyndir um það með hvaða hætti það yrði hugs- anlega gert. Yfirskoðunarmenn ríkisreiknings: Ekki ástæða til frekari afskipta Yfírskoðunarmenn ríkisreiknings fyrir síðasta ár telja ekki ástæðu til frekari afskipta sinna vegna áfengisúttektar Jóns Bald- vins Hannibalssonar, þáverandi Qármálaráðherra. Yfirskoðunarmenn segja, að þar sem áfengi þetta hafi nú verið end- urgreitt á fullu útsöluverði og ráð- herra hafi beðizt velvirðingar á mistökum sínum, sé staðfest að ekki hafi verið um opinbera risnu að ræða í umræddu tilviki. Þessi afstaða kemur fram í yfir- lýsingu frá yfirskoðunarmönnum að loknum fundi þeirra í gær. Þar segir ennfremur, að yfirskoðunar- menn hafi sérstaklega óskað eftir því við ríkisendurskoðun, að gagn- skoðað verði hvort áfengiskaupa- heimildir hafi verið misnotaðar í fleiri tilvikum á síðasta ári. Sjá nánar yfirlýsingu yfirskoð- unarmanna ríkisreiknings á bls. 55.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.