Morgunblaðið - 03.10.1989, Page 15

Morgunblaðið - 03.10.1989, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTOBER 1989 su ' ótvíræða skylda, ' sem hvílir á ráðamönnum þjóðfélagsins. Eftir- leikurinn er síðan á valdi einstakl- ingsins og þess, sem gerist við dýpstu rætur mannlegs eðlis og eng- inn annar getur haft áhrif á. En góð og skynsamleg fræðsla mun skila sér sem jákvæð áhrif á þá ákvarð- anatöku, þegar á reynir. En til þess að allir njóti þessara vitrænu forrétt- inda, verður að upplýsa unglinga í grunnskólum og framhaldsskólum landsins um hættuna frá öllum sjón- arhornum. Þarna liggur vandinn og hann verður að leysa sem fyrst. A síðustu árum hefur tekist að finna nýjar aðferðir til þess að hjálpa þeim, sem hafa ánetjast fíkniefnum, aftur til lífsins, en eftir sem áður eni batahorfur mjög einstaklings- bundnar. En hvort sem leiðin liggur aftur til lífsins eða hætta er á að hún liggi til fíkniefnaneyslu má ætla, að ráðleggingar þær, sem vísinda- maðurinn dr. Peelee hefur svo snilid- arlega lýst, komi ávallt að góðu gagni. Hann segir: „Besta móteitrið gegn fíkn er gleði og hæfni, gleði sem hæfileiki til þess að njóta ánægju af samvistum við fólk, störf- um, sem við leysum af hendi og annars, sem okkur býðst; hæfni sem geta til þess að ná tökum á um- hverfi okkar og fultvissa um, að verk okkar skipti máli fyrir okkur sjálf og aðra.“ llöfundur er prófessor í lyQaefnufræði við Háskóia íslands. gefið að borða. Að kvöldi var hún háttuð og lögð aftur í rúmið. Það er ómögulegt að vita hversu oft þess- ar óvenjulegu athafnir hefðu verið endurteknar, ef við hefðum ekki gripið í taumana. Nákvæm rannsókn á báðum sjúklingum leiddi í ljós ein- kenni Parkinsons-sjúkdóms á háu stigi. Hreyfingartregða þeirra ásamt tannhjólastífleikanum hafði þegar vakið grun minn, en það virtist þá ósennileg sjúkdómsgreining. Parkin- sons-sjúkdómur kemur venjulega í ljós eftir sextugsaldurinn og næstum aldrei fyrir fimmtugsaldurinn. Auk þess byrjar sjúkdómurinn hægt og bítándi, er næstum ómerkjanlegur. Þessir sjúklingar voru ungir og ein- kenni höfðu komið í ljós svo að segja á einni nóttu.“ Að lifa lífinu Sú saga, sem sögð er aðeins að hluta til hér að framan því að henni þarf ekki að ljúka fyrr en eftir nokkra áratugi, er hrópandi and- hverfa sögunnar um Peter Hofmann. Hann fæddist í Þýskalandi í lok síðari heimsstyrjaldar eða nánar til- tekið árið 1944. Hann var mjög duglegur unglingur, sem aldrei unni sér hvíldar frá áhugamálum sínum og naut lífsins út í æsar. Hann var svo áhugasamur um íþróttir, að for- eldrar, kennarar og vinir spáðu hon- um olympískum frama. Peter náði snemma að hlaupa 100 metra á 10,6 sekúndum, gerði stangarstökk að sérgrein sinni í fijálsum íþróttum og varð tvisvar sinnum unglinga- meistari Hessen í tugþraut. Einnig stundaði hann knattspyrnu, en þegar hann komst að raun um, að sumir íþróttafélagar hans misnotuðu „ana- ból stera“ sagði hann skiiið við íþróttir. í skóla var hann áhugasam- ur meðlimur í rokkhljómsveit og þegar hann lauk námi 18 ára gam- all fór hann í herþjónustu í 8 ár. í hernum var hann í fallhlífarsveitum og varð brátt þekktur undir gælu- nafninu „syngjandi hermaðurinn“. Eins og títt er þótti Peter Hofmann gott að syngja í sturtubaði og að loknum vinnudegi hraðaði hann sér í óperuna til þess að hlusta á og læra af uppáhaldssöngvurunum. Þegar hann losnaði úr herþjónustu hóf hann söngnám af alvöru og er í dag og hefur verið frá því tæplega þrítugur að aldri einn dáðasti óperu- söngvari, sem nú er uppi. Einnig bregður hann fyrir sig að syngja djass með miklum tilþrifum. Ekki er þessi saga sögð til þess að reyna að leiða líkur að því, að Peter Hof- mann hafi haft meiri andlega og líkamlega hæfileika en gerist og gengur. Reyndar má fuilyrða, að sumir unglingar séu hliðstæðum kostum búnir. Það sem er athyglis- verðast er ef til vill það, sem ekki kemur fram í frásögninni nema óbeint, að ungur að árum, þegar hann stúndar íþróttir af kappi hefur hann þroskað með sér siðgæði og viljastyrk, sem gerir honum kleift að hafna óleyfilegum hjálparmeðul- um og snúa sér frá hættunni að öðrum áhugamálum. Að því leyti er hann fyrirmynd, sem gott og gagn- legt er að muna. Hver ber ábyrgð? Svo er Guði fyrir að þakka, að ábyrgðarskiptingin fór ekki á milli mála í brúnni forðum. En allan þann tíma, sem rætt hefur verið um fíkni- efni hér á landi, er eins og enginn sé tilbúin að axla ábyrgð, ekki einu sinni landsfeðurnir, sem þó eiga „að sjá allt, vita allt og geta allt“. A þeim hlýtur mikil ábyrgð að hvíla. Ekki virðist ég vera einn um þá skoðun, að betur megi ef duga skal í þessum efnum því að æ oftar hafa ungir menn bent á hættuna með samþykktum og ábendingum frá félagasamtökum og lofar það góðu. Þó finnst mér eins og slíkar sam- þykktir hafi ekki skort og vísast er að nauðsynlegt sé að fylgja þeim eftir. Ég get þó ekki látið hjá líða að lýsa yfir eindregnum stuðningi mínum við samþykkt ungra sjálf- stæðismanna í Kópavogi fyrir nokkru og læt í ljósi þá von, að þeim takist að tendra skilningsljós í hug- skoti eldri félaga sinna og fylgi sam- þykktinni eftir því hún er traustur og góður grunnur og stefnumörkun. Hún bendir einnig á, að samstarf margra er nauðsynlegt eigi árangur nást. Þar sem ég óttast, að sam- þykktin hafi ekki náð augum allra þeirra, sem hún á skilið, leyfi ég mér að vitna orðréttí hana: „Ungu fólki stafar sífellt meiri hætta af fíkniefnum og hefur neysla þeirra aukist til muna. Of seint er í rassinn gripið þegar einstaklingar hafa ánetjast þeim og er því fyrirbyggj- andi starf og fræðsla mikilvægasti þátturinn í fíkniefnavömum. Stuðla þarf að því að skólar og öll meirihátt- ar félög svo sem íþróttafélög og æskulýðshreyfingar taki þetta starf í sínar hendur." Þarna er að mínu mati bent á kjama málsins. Hvaðertilráða? Eitt af því dapurlegasta í sam- bandi við forvarnir gegn fíkniefnum hér á landi er, að ekki skuli vera einhugur og samstaða um á hvern hátt þær skuli unnar. Á allra síðustu áram hefur verið hafin svokölluð til- raunakennsla í sumum skólum landsins fyrir atbeina menntamála- ráðuneytis og engu er líkara en að sumir haldi, að nægilegt sé að kenna unglingum að segja nei, ef og þegar háskinn blasir við. Væri vandinn svo auðleysanlegur væri löngu búið leysa hann. Það er vissulega samofið eðli viti borins manns að segja nei eða já eftir atvikum á ákveðnum for- sendum, sem viðkomandi verður að þekkja, ef þær eru þekktar á annað borð. Nú vill svo til, að forsendur til þess að segja nei við fíkniefnum era fjölmargar, bæði siðferðilegar, heilsufræðilegar og lagalegar og þær verður að kynna öllum. Það er ^ Sálfræóistöóin Námskeió Sjálf sþekking - Sjálf söryggi A námskeiöinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti •Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. " Innritun og nánari upplýsingar [■■■1 I í símum Sálfræðistöðvarinnar: ! VZSA 62 30 75 og 21110 kl. 11-12. Nýr scflw ÁSBYRGI HAJLiJU^ Mffllil „ó VrUi Þorsteinséttir rjl-sla súm « ísknskn snöi i 30 ar „KVOLDIÐ ER FAGURT Frumsýning 6 október Skemmtunin „Kvöldið erfagurt" erskrifað af Þorsteini Eggertssyni. Auk Hauks og Erlu koma fram söngkonurn- ar Jóhanna Linnetog Ingveldur Ólafsdóttir. Stórhljómsveit Hauks Morthens leikur undir. Útsetningar og hljómsveitarstjórn: ReynirSigurðsson. Hljómsveitina skipa: ReynirSigurðsson, Árni Elvar, GuðmundurSteingrímsson, GunnarHrafnsson, RúnarGeorgsson og Edwin Kaaber. Komið á glæsilegan nýjan skemmtistað (sem tekur u.þ.b. 200 manns í sæti) og sjáið þessa einstöku sýningu sem hundruðir manna hafa beðið eftir í 30 ár. Sýnishorn af lagavali: Ó borg mín borg Simbi sjómaður Stína ó Stína Sjómaður dáðadrengur Litla stúlkan við hliðið Er ástin andartaks draumur? Draumurfangans Ég erkominn heim (íheiðardalinn) Lóa litla á Brú París Vagg og velta Þrek og tár og fjöldi annarra laga sem allir þekkja ASBYR6I Matseðill: Forréttir að eigin vali: Kryddjurtasoðin laxarós Heimsins besta fiskisúpa Kóngasveppasúpa Ræbjur á austurlandavísu Aðalréttur: a) Lambahnetusteik b) Grísabarbecucsteik c) Grillaður lax í sólskinssósu Eftirréttir: Konfekttriffle Sælkeraís eða kaffi og koníak 4 salir - eitthvað fyrir alla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.