Morgunblaðið - 03.10.1989, Side 21

Morgunblaðið - 03.10.1989, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUUAGUR 3. OKTÓBER 1989 21 mættu alveg hugleiða það fjár- hagslega tap og þann áfellisdóm sem í þessum orðum felst. íslensku vorgotssíldinni var þá nánast út- rýmt svo hún hefur aldrei borið sitt barr. Það er ekki gefið hvort eða hvenær tekst að byggja upp hrun- inn stofn. Allt fram til ársins 1971 var viðhaldið meira en fimmföld kjörsókn í síldarstofnana. Það síðasta ár voru 3 af hveiju 4 eftirlif- andi síldum eldri en þriggja ára á öllum íslandsmiðum tíndar upp. En eftirtekjan var komin úr 600 þús. niður fyrir 12 þús. tonn, og þá gafst flotinn loksins upp. Síldin fékk að vera alveg í friði næstu ár. Það var einstakt glópalán, hvernig síðustu leyfum stofnsins tókst að standa fyrir góðri meðalhrygningu 1972 eftir að klak hafði mistekist árum saman. Annars ættum við enga sumargotssíld, fremur en norsk-íslenska eða vorgotssíld. 15. Höfum við efiii á þessu? Sleppum nú alveg ástandi fiski- stofnanna, og hvað það kostar okk- ur. í grein Björns var aðeins rætt um flotastækkunina, hvað kostar hún okkur? Ætli það sé fjarri lagi að 5000 nímlesta árleg flotastækk- un kosti 5 milljarða? Ofveiði eykur yfirleitt ekki magnið sem til skipt- anna er. Það þýðir að þessi flota- stækkun veiðir í raun minna en ekki neitt. Öll er þessi ijárfesting því þjóðinni í heild sinni minna en einskis virði. Samt lána sameigin- legir sjóðir landsmanna til hennar. Hún er að mestu ógreidd. Sjávarút- vegur skuldaði 30 milljarða í júli í fyrra en skuldar nú 60 milljarða, og það á ránvöxtum. Hann græðir ekkert, og getur ekkert borgað. Við skulduðum erlendis 91,5 milljarða í mars í fyrra og 150 milljarða nú. Atvinnuvegirnir eru á heíjarþröm- inni, máttarstólparnir fúnir og þjóð- félagið riðar til falls. Við getum heldur ekkert greitt. Ellilífeyris- þegum íjölgar, en börnum okkar fer fækkandi. Geta þau greitt þenn- an óþarfa flota? Erfa þau auðlind eða ördeyðu? Þessi árlega ijárhæð jafngildir útflutningsverðmæti um 70.000 þorsktonna, þ.e. talsvert meira en það magn sem fiskifræð- ingar leggja til að þorskaflinn verði minnkaður um á næsta ári. Hún jafngildir 100 þús. króna skatti á hverja 5 manna fjölskyldu og fyrir hana mætti t.d. greiða laun 500 vísinda-, fræði- eða listamanna, svo ég sé nú sjálfum mér næstur. Þá er ekkert farið að reikna reksturs- kostnaðinn á þessari óþarfa flota- stækkun. Hann er e.t.v. hálfur ann- ar milljarður, en safnast upp. í ár þarf ekki aðeins að reka þann flota sem keyptur er í ár héldur einnig þær 5000 rúmlestir sem keyptar voru í fyrra, og hitteðfyrra . . . Þetta er tugmilljarða dæmi þessi vitleysisstefna, og flotastækkunin er alls ekki eini gallinn á kvótakerf- inu. 16. Á að halda þessu lengi áfram? um að fara að þeirra tillögum. Ég mælist til þess að formaður mál- efnanefndar Sjálfstæðisflokksins um sjávarútvegsmál íhugi betur af hveiju flotinn minnkar ekki og leið- rétti nú rökvillurnar. Legg til að hann viðurkenni að stjórnun fisk- veiða hafi mistekist, striki yfir alla þessa vitleysisstefnu, snúi við blað- inu og skrifi í staðinn, áður en það verður um seinan: Stefna Sjálfstæðisflokksins er að horfið verði frá núverandi kvóta-, hafta-, miðstýringar- og skömmt- unarstefnu í sjávarútvegi og tekin upp ný stefna byggð á jafnrétti og fijálsum viðskiptum með tímabund- in fiskveiðileyfi. Er það nokkuð til of mikils mælst? Heimildir: Siglingamálastofnunin: Skrá yfir íslensk skip 1989. Hafrannsóknastofnunin: Nytjastofnar sjáv- ar og umhverfisþættir, ág. 1989. Seðlabanki íslands: Hagtölur mánaðarins ág. 88 og ág. 1989. Upplýsingar úr Mbl. 29. ágúst og frá fjár- hæðanefnd fiskiskipa. Hiifundur er eðlisfræðingur. MORSE CONTROL Stjórntæki fyrir vélar og gíra, spil o.fl. Mikiö úrval fyrirliggjandi. Flestar lengdir og sverleikar af börkum. Stýrisvélar og stýri fyrir allar vélategundir og bátagerðir. — Hagstætt verð - leitið upplýsinga. VELASALAN H.F. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 HORKUGOÐAR LÍMTRÉ SPLÖTUR * I sólbekki.á borðið.í stigaþrep Junckers Það þýðir ekkert að stinga ráð- villtir höfðinu í sandinn og þykjast ekki sjá í hvert óefni stefnir. Hjálp- ar ekkert að kyija rökvilltir ráð- herrakórinn, þennan þjóðhættulega og sefjandi söng áratugarins að nú leyfi efnahagsástandið ekki upp- byggingu fiskistofnanna. Að fiski- fræði sé ung vísindagrein og fiski- fræðingar viti ekki allt. Að hugsa þurfi um fólkið í landinu og ekki bara fiskinn o.s.frv. Ekki er enda- laust hægt að ýta vandanum yfir til næstu ríkisstjórnar. Hann stækk- ar og stækkar. Hefði ekki verið nær að byggja upp fiskistofnana heldur en flota sem veiðir í raun minna en ekki neitt? Hvernig í ósköpunum ætti þessi öfugþróun að geta bætt hag útgerðarinnar, eða landsbyggð- arinnar? Hveijum er hún eiginlega í hag? 17. Hvað er til ráða? Umræðan í þjóðfélaginu hefur hingað til ekki snúist mikið um það hvort minnka ætti flotann heldur hvort nokkuð ætti að taka mark á mælingum og tillögum fiskifræð- inganna. Mál er að koma henni á það plan að við spyijum ekki hvort eða hvenær heldur hvernig við ætl- Rustik-borðplöturnar eru framleiddar úr beyki og eik. Þetta eru þær viðartegundir sem best henta í borðplötur vegna hörku og útlits og stafa- mynstrið gefur plötunum sérstæða og fallega áferð. Beykið er einnig fáanlegt í hvítu. Plöturnar eru 27 mm þykkar og því nær óslítan- legar - komi t.d. fram rispur á yfirborði plötunnar vegna sérlega grófrar meðhöndlunar er auðvelt að gera við skemmdina. Platan verður þá sem ný. Rustik-plötur; nánast í hvað sem er: sólbekki, tröppur, stigaþrep, handrið, bókahillur o.s.frv. Komdu og fáöu bækling um Junckers- límtrésplöturnar. ÁRMÚLÁ 8,108 REYKJAVÍK, SÍMI 82111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.