Morgunblaðið - 03.10.1989, Qupperneq 27
MORGUNIÍÍiAöíi) ;i>KU)JJUai)AGUR. 3.( OJiTORJíH d3W/
m
Reuter
Robert Runcie, erkibiskup af Kantaraborg og yfirmaður Ensku bisk-
upakirkjunnar og Jóhannes Páll páfi II undirrita sameiginlega yfirlýs-
ingu við lok viðræðna þeirra í gær.
Sameiginleg yfirlýsing páfa og yfir-
manns Ensku biskupakirkjunnar:
Unnið verði að samein-
ingu kirkjudeildanna
St. Andrew’s. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Páfa-
garði, Róm, Lundúnum. Reuter, The Daily Telegraph.
JÓHANNES Páll páfi II og Robert Runcie, erkibiskup af Kantaraborg,
hafa heitið því að vinna að sameiningu katólsku kirkjunnar og Ensku
biskupakirkjunnar. Kemur þetta fram í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra
sem birt var í gær er Rómarfor Runcie lauk. Viðræður Runcie og
páfa hafa vakið takmarkaða hrifningu á Bretlandi. Yfirlýsingar erkibis-
kupsins þess efnis að kristnum mönnum beri að líta á hans heilagleika
biskupinn í Róm sem trúarleiðtoga sinn hafa sömuleiðis fallið í grýttan
jarðveg. Þá má gera ráð fyrir því að ummæli sem höfð eru efltir Ro-
bert Runcie í viðtali sem birtist um helgina eigi efltir að leiða til átaka
milli hans og bresku ríkisstjórnarinnar.
í yfirlýsingunni segir að báðir
geri kirkjuleiðtogarnir sér öldungis
ljóst að vinna þurfi að lausn fjöl-
margra ágreiningsefna en í henni er
hverki vikið beint beint að andiegu
valdi páfa. Það var einmitt hið óskor-
aða vald páfa sem leiddi til klofnings-
ins árið 1534 er Hinrik VHI neitaði
að hlýða lengur boðum hans.
Umræðurnar snerust einkum um
þetta atriði og kom fram í máli Jó-
hannesar Páls páfa að leiðtogahlut-
verk páfans mætti ekki einungis
verða táknrænt, tækist að sameina
kirkjudeildimar. Fyrir Rómarförina
hafði Robert Runcie lýst yfir því að
stöðugt fleiri fylgismenn Ensku bisk-
upakirkjunnar gætu fellt sig við að
viðurkenna páfann í Róm sem helsta
yfirvald í andlegum efnum hér á
jörðu. Það vald þyrfti hins vegar að
skilgreina á ný er kirkjudeildirnar
hefðu verið sameinaðar. Þessi yfir-
lýsing varð m.a. til þess að efnt var
til mótmæla á Heathrow-flugvelli í
Lundúnum á föstudag er Runcie
hélt suður í álfu og skoðanakannanir
sem birtar voru í dagblöðum gáfu
til kynna að erkibiskupinn gæti tæp-
ast rökstutt þessa fullyrðingu sína.
í einni könnuninni kváðust aðeins
um 20 prósent aðspurða geta tekið
undir þetta sjónarmið en allir sem
þátt tóku heyrðu Ensku biskupa-
kirkjunni til.
Runcie ítrekaði yfirlýsingu þessa
á sunnudag eftir að hafa átt bæna-
stund með hinum smurða frá Kraká.
Varpaði hann fram þeirri spurningu
hvort allir kristnir menn gætu ekki
viðurkennt hlutverk páfans á sama
hátt og sérstakt vald biskupsins í
Róm hefði verið viðurkennt á dögum
frumkirkjunnar. Undirsátar erkibis-
kupsins hafa ítrekað bent á að hug-
mynd hans sé sú að páfinn í Róm
, verði e.k. sameiningartákn kristinna
raanna, ekki sé í ráði að gera hann
að beinum yfirmanni Ensku biskupa-
kirkjunnar líkt og anstæðingar Run-
cie hafa sakað hann um. Ummæli
Jóhannesar Páls páfa II voru á hinn
bóginn túlkuð á þann veg að hann
hafnaði e.k. táknrænu forystuhlut-
verki.
Séra Ian Paisley, þingmaður frá
Norður-írlandi, hélt til Rómar og
mótmælti fundi páfa og erkibisk-
upsins. Paisley lýsti m.a. þeirri skoð-
un sinni að Runcie væri svikari en
þremur fylgismönnum þingmannsins
var vikið úr messu í Rómarborg eft-
ir ítrekaðar truflanir.
í viðtali sem birtist um helgina í
tímaritinu Director varar Robert
Runcie við að breskt sámfélag verði
samfélag Farísea, sem byggist á eig-
ingirni og þröngsýni. Kristur hafi
ekki gagnrýnt Faríseana fyrir lífemi
þeirra heldur dómhörku og hræsni
„Eg á við þá afstöðu að atvinnulaus-
ir geri of lítið til að hjálpa sér sjálfir
og að hafi menn aðeins vilja komist
þeir áfram,“ segir Runcie m.a. en
tímaritið er gefið út af sambandi
atvinnurekenda. Erkibiskupinn segir
og að eigingirni og einkahagsmunir
séu ekki eina aflið í samfélaginu og
að sjálfkrafa samhengi sé ekki á
milli auðsköpunar og hamingju. Þótt
Robert Runcie nefni Margaret Thatc-
her, forsætisráðherra Bretlands,
hvergi á nafn þykir enginn vafi leika
á því að gagnrýninni sé beint að ríkis-
stjórn hennar. Alltjent sögðu ónafn-
greindir þingmenn íhaldsflokksins
að þetta væri „illa dulbúin" árás á
breska forsætisráðherrann en Runcie
og handhöfum ríkisvaldsins hefur
áður lent harkalega saman á vald-
atima Margaret Thatcher. Einn þing-
maður flokksins sagði að hefði kristi-
legu verðmætamati hnignað hefði
kirkjan aðeins við sjálfa sig að sak-
ast.
SUPERAPEXGJÖLD
Bókist með U daga fyrirvara
Glasgow..............18.680,-
Amsterdam............24.580,-
Hamborg..............24.630,-
London...............25.640,-
Osló.................25.760,-
Luxemborg............26.060,-
Frankfurt............26.060,-
París................26.060,-
Kaupmannahöfn........26.840,-
Gautaborg............26.840,-
Stokkhólmur..........31.530,-
Helsinki.............34.240,-
NewYork**............36.170,-
Orlando**............47.360,-
pexfmgjOld til evrópu
Köln....................26.860,-
Hannover................26.860,-
Dusseldorf..............26.860,-
Vestur-Berlín...........27.480,-
Stuttgart...............28.740,-
Munchen.................30.050,-
Brussel.................33.300,-
Genf....................38.230,-
Vín.....................39.270,-
Búdapest................40.700,-
Varsjá..................40.750,-
Prag....................41.530,-
Malaga..................43.660,-
Lissabon................44.510,-
Aþena...................56.530,-
NÝTT -
SÉRFM6JÖLD TIL ÍTILÍU
Bjóðum með góðu úrval hótela:
Mílanó 45.900,-
Feneyjar 49.150,-
Róm 49.210,-
Pisa/Fiórens 51.370,-
Napólí 54.940,-
SÉRSTÖK JÓLAFARGJÖLD
Brottför 1/12 - 23/12
Osló 24.150,-
Kaupmannahöfn 25.160,-
Gautaborg 25.160,-
Stokkhólmur 29.560,-
HOPPFARGJÖLD - önnur leið
Fyrir yngri en 25 óra
Glasgow ..9.350,-
Frankfurt 1 1.370,-
Amsterdam 12.260,-
London 12.820,-
Luxemborg 13.000,-
París 13.020,-
Kaupmannahöfn 13.410,-
Gautaborg 13.410,-
Sérfargjöld til Asíu með SAS
Bangkok..................70.570,-
Singapore................76.370,-
Tókíó....................82.920,-
Peking...................82.920,-
Sérfargjöld til S-Ameríku með SAS
Ríó......................82.920,-
Sao Paulo................85.339,-
Montevideo...............89.320,-
Buenos Aires.............89.320,-
Satiago/Chile............95.730,-
*í gildi eftir 15/10. Pr. gengi 1/9 ’89.
Einfaldlega betra greiðslukort.
FERDASKRIFSTOFAN
sacp
J Suðurgött
u 7, sími 624040.
Reynsla okkar og trausl rióskiptasambönd koma
farþegum okkar til góóa
Við höfum á að skipa sérþjálfuðu starfsfólki, sem fylgist vel
með þeim breytingum er verða í fargjaldaheiminum. Þannig
tryggjum við ávallt hagstæðasta verðið fyrir viðskiptavini okk-
ar hverju sinni. Viljir þú panta gistingu, bílaleigubíl eða skoðun-
arferðir, þá sjá traustir umboðsmenn okkar víðs vegar um
heim um að þú fáir örugga fyrsta flokks þjónustu alla leið.