Morgunblaðið - 03.10.1989, Síða 44

Morgunblaðið - 03.10.1989, Síða 44
44'-*!------------------------------------- ÞRIÐÍUDAGURk OKtÖBEÍR :i989 . Sigurbjörg Valdimars- dóttir - Minningarorð Fædd21.júlí 1925 Dáin 23. september 1989 Elsku Alla amma er dáin. Sár er söknuður okkar núna, en minningarnar eigum við um hana áfram. Amma okkar var búin að vera veik lengi þegar hún kvaddi. Alla amma var dugleg kona, hæg- lát og góðleg. Hún hugsaði alltaf meira um aðra en sjálfa sig. Hún var mikil hannyrðakona og allt sem hún gerði var gert af miklum mynd- arskap. Hún las mikið og stytti það henni stundir eftir að hún veiktist. Alltaf var okkur tékið opnum örmum þegar við heimsóttum ömmu, og ósjaldan laumaði hún einhveiju góðgæti að okkur. Nú vitum við að henni líður vel hjá honum Sigga afa sem þótti svo vænt um hana. Sem loftbára rísi við hörpuhljóm og hverfi í eilífðargeiminn skal þverra hver kraftur og kulna hvert blóm þau komu til þess í heiminn. (Einar Benediktsson) Við kveðjum Öllu ömmu og þökk- um henni fyrir allt sem hún hefur fyrir okkur gert. Guð blessi minn- ingu hennar. Barnabörnin. Það er sárt til þess að hugsa að Alla frænka sé dáin. Hún veiktist fyrir nokkrum árum af sjúkdómi sem varð þess valdandi að kallið kom mun fyrr en ella. Það er erfitt að sætta sig við það, en huggun að vita að Alla verður örugglega boðin velkomin í himnaríki Guðs, svo yndisleg og góð kona sem hún var. Öllu hef ég þekkt frá því ég man eftir mér. Það var mikill samgangur á milli Öllu og Sigga og foreldra minna og kom ég ósjaldan í heim- sókn til þeirra á Selvogsgötuna, þar sem þau bjuggu lengst af og var ávallt tekið á móti mér með hlýju og mikilli gestrisni. Alla ólst upp á Fáskrúðsfirði hjá foreldrum sínum og stórum hóp systkina. Hún fluttist ung til Hafn- arfjarðar þar sem hún kynntist manni sínum, Sigurði Einarssyni vélstjóra, yndislegum manni og skemmtilegum, sem nú er dáinn fyrir rúmum þremur árum og var hans mikið saknað af ástvinum sínum. Sigurbjörg og Sigurður áttu fjögur börn: Olafur, kvæntur Guðbjörgu Guð- varðardóttur, Guðmar, kvæntur Þóru Hjálmarsdóttur, Halldór, Sig- rún gift Ólafi Jóhannssyni. Bama- börnin em þegar orðin mörg er nú minnast afa síns og ömmu. Þegar ég var bam gætti Alla mín oft og kallaði ég hana alltaf uppáhalds frænkuna mína. Síðustu árin sem hún lifði dvald- ist hún á Hrafnistu í Hafnarfirði og heimsótti ég hana oft þangað með bömin mín. Bros færðist þá yfir andlitið og alltaf var hún tilbú- in að opna nammidósina sína þegar við birtumst og eitt sinn var hún með sitthvorn bangsann handa bömunum og munu þeir verða vel varðveittir. En þetta lýsir góðri konu er alltaf vildi gefa og gleðja aðra af örlátu hjarta. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Þetta em fátækleg orð um frá- bæra konu, en þau koma beint frá hjartanu. Nú kveð ég Öllu með ótrú- legum söknuði og bið þess að henni farnist sem allra best þar sem hún er, hjá Guði. Börnum Öllu og Sigga, mökum og bamabömum votta ég mína inni- legustu samúð og Guð veri ávallt með ykkur. Guðríður Einarsdóttir Sumarið er liðið. Sumarið er sá tími sem náttúran skartar sínu feg- ursta og allt iðar af lífi. Við tekur haustið en það er einmitt sá tími sem ríkir núna. Náttúran tekur þá á sig allt aðra mynd, trjálauf fölna, blóm sofna og farfuglarnir sem í sumar glöddu okkur með söng sínum em farnir til nýrra heim- kynna. Þannig er því líka fariðmeð hana Öllu mna sem svo mjög unni sumr- inu, blómunum, smáfuglunum og hinu iðandi lífi. Hún kvaddi þennan + BENEDIKT GÍSLASON frá Hofteigi, er látinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Aðstandendur. Faðir okkar, lést 1. október. t ÖGMUNDUR JÓNSSON, Guðbjörg Ögmundsdóttir, Jón Finnur Ögmundsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVANHVIT ÞORGRÍMSDÓTTIR, lést þann 1. október. Sveinn Tómasson, Guðlaug Pálsdóttir, Þorfinnur Pétursson og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, SVEINN JÓHANNESSON, til heimilis á Reykjavíkurvegi 35a, Hafnarfirði, andaðtst í Sólvangi að morgni 30. september. Ása Sigríður Stefánsdóttir, Unnur Sveinsdóttir, Þórir Kjartansson og barnabörn. heim um líkt leyti og hvarf til nýrra heimkynna. Kynni mín af Öllu hófust fyrir Ijórtán árum. Þá bjó hún á Selvogs- götunni ásamt manni sínum, Sig- urði H. Einarssyni, sem lést fyrir fáum árum. Alla og Siggi voru ákaflega samrýnd hjón og áttu mörg sameiginleg áhugamál. Fljót- lega komst ég að því hvaða kostum þessi hreinlynda kona, sem svo síðar varð tengdamóðir mín, var gædd. í viðmóti var hún blíð en föst fyrir. Hún hafði þann eiginleika að laða að sér fólk og þeim sem kynntust henni þótti vænt um hana. Snyrtimennska og dugnaður voru einkennandi fyrir Öllu. Hún var ákaflega vandvirk og lagði hluta af sér í allt sem hún gerði, enda bar heimili hennar á Selvogsgötunni glöggt merki um það. Alltaf var stutt í húmorinn hjá Öllu og hafði hún gaman af hvers- kyns spaugi og bröndurum. Hún hafði yndi af tónlist og söng og hafði sjálf góða söngrödd. Alla var fædd á Fáskrúðsfirði og ólst þar upp í stórum systkinahóp. Einstaklega var kært á milli þess- ara systkina og samheldni mikil. Oft var kátt á hjalla þegar þær systur hittust og var þá gjarnan tekið lagið, pískrað og hlegið og fannst mörgum sem þær yngdust upp um mörg ár. Börnunum sínum íjórum var Alla í senn góð, um- hyggjusöm móðir og trúnaðarvinur, enda báru þau öll mikla virðingu fyrir henni. Barnabörnin voru Öllu einkar kær og þótti þeim öllum ákaflega vænt um hana. Hún fylgdist vel með þeim og hugsaði mikið um velferð þeirra. Síðustu ár fór Alla að kenna sjúk- leika sem smám saman dró hana úr hringiðu lífsins. Hún átti erfitt með mál og var lítt fótafær. Heilsu hennar hrakaði mjög nú í sumar og varð hún alger- lega rúmföst og gat ekkert tjáð sig. Okkur tók sárt að sjá hvemig komið var fyrir henni og erfitt til þess að vita hve litils megnug við erum. Nú þegar hefur haustað í lífi Öllu minnar veit ég að henni líður vel núna í nýjum heimkynnum, mótlæti er það regn sem boðar komu vorsins, yl og birtu að eilífu. Ég kveð góða konu með þökk fyrir það sem hún var mér og mínum. Hvíli hún í friði. Ingibjörg Magnúsdóttir í dag er til moldar borin elskuleg systir mín, Alla, en því nafni var hún ávallt nefnd þótt fullu nafni héti hún sem að ofan greinir. Hún fæddist að Skriðustekk í Breiðdal í Suðurmúlasýslu 21. júlí 1925. Foreldrar hennar voru Guðlaug Sveinbjörnsdóttir og Valdimar Lúðvíksson, bæði austfirskrar ætt- ar, hún úr Berufirði, hann frá Hafn- arnesi. Alla var þriggja ára er for- eldrar hennar brugðu búi og flutt- ust til Fáskrúðsfjarðar og á Fá- skrúðsfirði ólst hún upp í foreldra- garði til 16 ára aldurs. Þótti hún þá til þess hæf að sjá fyrir sér sjálf og fór að heiman, réð sig í vist, eins og það var kallað, til póstmeist- arahjónanna á Akureyri og var hjá þeim í góðu yfirlæti í tvö ár. En eins og ungu fólki er títt vildi Alla sjá og reyna fleiri staði á landinu sínu og frá Akureyri lá leið hennar suður til Hafnarfjarðar. Þar réð hún sig í vist hjá Ásgeiri Stefánssyni framkvæmdastjóra og Sólveigu Bjömsdóttur konu hans. Alla kunni strax vel við sig í Firðinum enda fór svo að hún ílentist í Hafnarfirði til æviloka. Skömmu eftir komu sína þangað kynntist hún manns- efni sínu, Sigurði Einarssyni vél- stjóra. Þau gengu í hjónaband 5. október 1946 og byijuðu búskap í húsi tengdaforeldra hennar á Linn- etsstíg 12. Síðar eignuðust þau hús í Bröttukinn 23, en lengst bjuggu þau á Selvogsgötu 19. Þau Alla og Siggi eignuðust ljög- ur börn, þijá syni og eina dóttur. Öll em börn þeirra bráðmyndarleg og einstaklega elskuleg í framkomu og góð vom þau foreldrum sínum og öðmm sem þau umgengust. Þessi em böm þeirra: Ólafur Eunar, f. 2. janúar 1947, kaupmaður, kvæntur Guðbjörgu Guðvarðardóttur. Þau eiga tvö börn. Guðmar, f. 16.september 1949, pípulagningameistari, kvænt- ur Þóm Hjálmarsdóttur. Þau eiga þijú börn. Halldór, f. 11. október 1950, rafsuðumaður, fráskilinn og á fjögur börn. Sigrún, f. 25.maí 1951, húsmóðir í Mosfellsbæ, gift Ólafi Jóhannessyni. Þau eiga þijú börn. Ég var 16 ára gömul þegar ég kom til Hafnarljarðar og hafði ráð- ið mig í vinnu á Hótel Birninum og leigði mér herbergi úti í bæ. Þá vom Alla og Siggi farin að búa á Linnetsstígnum. Alla var mér sex ámm eldri, hún var stóra systir og reynslunni ríkari. Hjá henni var ég öllum stundum sem mér gáfust frá vinnunni og segja má að þá hafi ég fyrst kynnst henni til hlítar, Minning: Amundi K. J. Isfeld Fæddur 3. júní 1913 Dáinn 22. september 1989 í dag verður tengdafaðir minn, Ámundi K.J. ísfeld, jarðsettur frá Fossvogskirkju. Ég kynntist fjölskyldu eigin- manns míns, Sigurðar, þegar hún bjó í Aðalstræti 16. Þá var Sigríður Asmundsdóttir, tengdamóðir mín, á lífi og móðir Ámunda, Sigríður Jónsdóttir, bjó á heimilinu. Undi þessi litla fjölskylda glöð við sitt. Ámundi var þá skósmiður í Fish- ersundi og var dálítið frumlegt og skemmtilegt að koma með skóna sína til hans á litlu skóvinnustof- una. Kolaofn setti sinn svip á stað- inn, inni ríkti góður andi og ég vissi Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíóum Moggans! y að helst vildi Ámundi gefa öllum vinnu sína. Já, gefa sagði ég, hann var gjöfull á allt, góða skapið og kímnin réðu ríkjum svo að ég tali nú ekki um hve öll börn hændust að honum. Ekki var það sælgætið eða annar munaður sem hændi börnin að, heldur þessi góði per- sónuleiki sem hann hafði til að bera. Ámundi gaf sér ávallt tíma og það fundu börnin, ekki síst barnabörnin hans tvö, þau Finnur og Sigga Lóa. Ámundi missti konu sína í nóv- ember 1965. Það voru dimmir dag- ar, því með þeim hjónum ríkti sam- heldni og vinátta. Öll él birtir þó upp um síðir. Hann gerðist stöðu- mælavörður og síðan yfirstöðu- mælavörður og flutti til hennar Sinnu á Vesturgötu 16B en hún bjó þar með sonum sínum, þeim Jó- hanni (lést 1982), Hjálmi og Jens. Var þetta lán fyrir alla aðila. Dreng- irnir, sem þá voru ungir að árum, báru traust og vináttu til Ámunda og var það gagkvæmt. mannkostum hennar og umhyggju- semi. Með okkur systrum urðu mikl- ir kærleikar. Mér fannst dásamiegt að geta komið til Öllu og eytt mínum frístundum hjá henni og börnunum hennar. Öll hennar börn urðu mér afar kær og mikið yndi hefi ég af því haft að kynnast þeim, enda elska ég þau öll enn í dag eins og mín eigin börn. Á heimili Öllu og Sigga kynntist ég eigin- manni mínum, Einari Jónssyni. Hann var þá þegar mikill vinur þeirra, enda hafði hann alist upp á Linnetsstígnum og verið leikbróðir og félagi Sigurðar frá barnæsku. Hjónaband Öllu og Sigga var ein- i staklega gæfuríkt. Þau máttu varla hvort af öðru sjá þótt þau yrðu oft að sætta sig við langar ijarverur hans á sjónum. Sigurður var léttur í skapi og elskulegur maður. Hann var vélstjóri á togurum mestan hluta starfsævi sinnar. Reyndi því oft mikið á Öllu í ijarveru hans eins og svo oft er með sjómannskonur sem einar verða að gæta bús og bama meðan menn þeirra starfa á sjónum. Meðan börnin voru ung stundaði Alla ekki vinnu utan heimilis, en svo kom að því að hún tók að sér matreiðslu fyrir starfsfólkið í Öldu- túnsskóla og þar vann hún um margra ára skeið meðan heilsa og kraftar entust. Sigurður átti við langvarandi vanheilsu að stríða sem smám sam- an dró hann til dauða. Hann andað- ist fyrir rúmum þremur árum og það var Öllu systur þungbær sorg að missa hann. Sjálf var hún þá einnig komin með sjúkdóm sem læknavísindin ráða enn ekki við, en örlögum sínum mætti hún með still- ingu og hugans rósemi og beið þess er verða vildi í trú á gæskuríkan Guð. Ég var svo gæfusöm að eiga mörg systkini og enn erum við átta á lífi en þijú eru horfin sjónum. Ekkert systkina minna hefur orðið mér kærara. Aldrei var langt milli heimila okkar í Hafnarfirði og að sama skapi var samgangurinn mik- ill — og árekstralaus. Milli okkar systra ríkti ávallt gagnkvæm virð- ing, sönn og kærleiksrík vinátta. Við vorum systur, já, í orðsins fyllstu merkingu. Og nú — á kveðjustund — minn- ist ég samverustundanna, sam- verustundanna með mönnum okkar og börnum, samverustundanna eftir að börnin okkar urðu uppkomin, ferðalaga á bernskuslóðir i sam- fylgd Ollu, ferðalaga um landið okkar. Og hugur minn fyllist þakk- læti þegar ég hugsa um allt það sem hún Alla, systir mín, var mér á lífsleiðinni. Bömunum hennar og aðstandendum vottum við Einar innilega samúð. Friður sé með systur minni. Þóra En nú frá síðustu áramótum fór minni tengdaföður míns að bresta og heilsan að bila. Sá ég þá hvað Sinna hugsaði vel um hann og flytj- um við fjölskyldan henni okkar bestu þakkir fyrir það. Ég kveð góðan tengdaföður með mikilli þökk og óska honum velfarnaðar í nýjum heimkynnum. Jóhanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.