Morgunblaðið - 03.10.1989, Side 52

Morgunblaðið - 03.10.1989, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1989 Með morgunkaffinu Stytti ’ann ekki upp núna verð ég að fara. Ég á stefnumót við konuna þína... HÖGNI HREKKVISI , HANN VILL EKJCl L'ATA &JAR.GA séfí . .. MANINl E/? MBÐ H 'ASA ■ " Heilsufæði og hollefui Til Velvakanda. Það er ánægjulegt að sjá það í Velvakanda að nú láta fleiri til sín heyra um heilsufæði, hollefni og líkamsrækt og er ekki vanþörf á. Slíkar greinar geta orðið til þess að fólk sem hefir verið skeytingarlaust um heilsu sína fer að borða hollari og næringarríkari mat og nota vítamín til að byggja upp mótstöðu-' afl líkamans gegn sjúkdómum. Þetta á sérstaklega við yfir vetur- inn þegar mótstaðan minnkar og inflúensur taka að grassera. Oftast fylgir þessum sinnaskiptum um heilsuástandið aukinn áhugi á úti- veru, göngur og skokk. Að vetrinum á fólk kost á líkamsrækt innanhúss eða getur útvegað sér leiðsögn í ýmsum hollum líkamsæfingum, sem - það getur sjálft stundað heima. Neysla alls konar hollefna hefir stöðugt farið vaxandi í formi korn- tegunda, bauna, grænmetis og vítamína. Þeir, sem hafa snúið sér að þessum fæðutegundum og vítamínum, hafa fundið fyrir mun betra heilsufari eftir 1 til 2 mánuði. Margir kvarta yfir því að þetta sé mikið vesen og fyrirhöfn, að útbúa Til Velvakanda. Þjóðarsálin hefur beðið mikinn hnekki, gott ef ekki andlegt skip- brot þegar íslenskir íþróttamenn og konur hafa snúið heim með hrak- fallasögur og vonbrigðin ein í far- teskinu. Gullmedalíurnar og borða- lagðar orðurnar sem við úthlutuðum þeim í huganum áður en þau fóru enduðu utan um aðra hálsa en íslenska. Svona er ranglæti þessa heims. Síðan þegar góðar fréttir koma utan úr heimi og mörlandinn hefur staðið sig vonum framar . . . þá upphefst allsheijar fát á frétta- mönnum landsins og tvöhundruð og fimmtíu þúsund hjörtu slá hrað- ar. Stundum of hratt. . . Á rás 2 síðastliðinn föstudag kvaddi fréttamaður sér hljóðs í. miðju lagi og var mikið niðri fyrir. „Þar kom að því,“ hrópaði hann í viðtækjum allra landsmanna, „Einar VANN!“. „Einar hver ...?“ hugsaði ég þar sem ég sat í bílnum í biðröð á Miklu- brautinni. „Já, sko strákinn," hélt þulurinn áfram, „hann Einar Vilhjálmsson sló þeim öllum við. Á fijálsíþrótta- móti í Japan sigraði hann með glans. Tók gullið . . . og þeir höfðu ekki roð í hann að segja. Einar heilsumatinn, en þetta kemst upp í vana eins og önnur matreiðsla. Nýlega reyndi ég sojakjöt með nautakjötsbragði, sem fæst hjá Fræ- korninu á Skólavörðustíg. Þetta er matreitt eins og venjulegt kjöt og ótrúlega bragðgott og líkist venju- legu kjöti. Hins vegar er verðið á kastaði spjótinu áttatíu og þijá komma áttatiu og sjö SENTI- METRA...!“ Þegar hér var komið brast rödd- in í þulinum og tónlistin tók aftur við. Ég rétti aðeins úr með undir stýrinu, lagaði bindishnútinn og horfði stoltur yfir umferðina silast áfram. Það hafði allt í einu birt yfir í borginni. Okkar maður vann, hugsaði ég, og hann kastaði ekki nema áttatíu og þijá sentimetra! Hmm, getur það verið? Jú, það hlýtur að vera. Þeir sögðu það í útvarpinu. Svo eru þeir víst frekar litlir Jap- anirnir... En hvað sem er um gjörvuleika Japananna að segja, þá hef ég öðl- ast nýja og betri trú á íslenskum íþróttamönnum. Góðir íslendingar! Við getum unnið ef aðstæðumar eru okkur í hag. Ekki örvænta! Gervöll þjóðin fylgist spennt með framförum Einars, sjálfur hlakka ég mikið til þega hann keppir við Pigmeana í Afríku. Og ef hann nær að kasta spjótinu yfir heilan metra á næstunni, þá sendi ég þeim valíum niðri í hljóðvarpi... J.A. Steinsson þessu sojakjöti aðeins brot af venju- legu kjötverði Ég las nýlega í Morgunblaðinu mínu grein um ofnotkun vítamína og að bandarískir næringarfræðing- ar vöruðu sérstaklega við ólífrænum vítamínum og steinefnum. Ég held að margir hafi misskilið þessa grein og haldið að hér hafi verið átt við vítamín og steinefni almennt. Svo er ekki, heldur er full ástæða til að vara við ólífrænum vítamínum, þ.e. gerviefnum sem mikið er af á mark- aðinum. Ólífræn vítamín og steinefni eru gagnslaus og hættuleg því líkaminn nær ekki að nýta þau á sama hátt og lífræn efni sem nýtast líkamanum vel. í þessari grein kom fram að C-vítamín er vinsælasta vítamínið í Bandaríkjunum og að neysla vítamína er algengari meðal kvenna en karla. í júni las ég ágæta grein um hollt mataræði og benti greinar- höfundur á reynslu sína af hvítlauk og C-vítamíni, sem nýkomið var í heilsubúðir. Ég keypti mér laukinn, sem heitir Ilja Rogoff hvítlaukur og sömuleiðis prófaði ég þetta Ester C-vítamín. Báðum þessum hollefn- um get ég mælt eindregið með og tel ég líðan mina betri eftir að ég fór að taka inn Uja Rogoff hvítlauk- inn og Ester C-vítamínið. í þessum hvítlauk er meira af svokölluðu allic- in-efni, sem er talið mjög heilsubæt- andi. Best er að sjálfsögðu að borða hvítlaukinn hráan en fyrir þá sem ekki þola lyktina ráðlegg ég Ilja Rogoff hvítlauk. Reynsla rnín af Ester C-vítamín- inu er mjög góð og þetta C-vítamín inniheldur kalsíum, sem er gott fyr- ir beinin auk þess að C-vítamínið er nauðsynlegt fyrir bandvefi lík- amans. Bio Selen hefi ég notað í mörg ár og hafa þær vítamíntöflur reynst mér mjög vel, þær eru taldar hafa góð áhrif á liðamót og húðina. Neysla ginsengs hefur aukist hin síðari ár og hef ég notað það af og til og þá aðallega Ginsana G-115, sem er fáanlegt í tveimur styrkleik- um, sem belgir eða í vökvaformi. Sennilega er grænmetisneysla okkar alltof lítil. Samt reynir maður að vera með grænmeti og ávexti eins oft og hægt er á borðum, en verðlag- ið á grænmetinu hér er mun hærra en erlendis og dregur það vafalaust úr neyslu þess hversu dýrt það er. Það mætti koma upp grænmetis- markaði þar sem væru á boðstólum umframbirgðir á niðursettu verði t.d. einu sinni í viku. Ég er ekki í nokkr- um vafa um aðneytendur myndu nota sér slíkan markað heimilunum til góða og ekki þyrfti þá að kasta umframframleiðslunni á haugana eins og gert hefur verið. Húsmóðir á Suðurnesjum Hálf spjótslengd! Víkverji skrifar Viðræður þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar , Páls Magnús- sonar og Halls Hallssonar á Stöð 2 sl. föstudagskvöld voru athyglisverð- ar, svo að ekki sé meira sagt. Líklegt má telja, að samtal ráðherrans og fréttastjórans um fréttastefnu sjón- varpsstöðvarinnar leiði til frekari umræðna um það efni og vinnubrögð þölmiðlamanna yfirleitt. Það er tími til kominn, að spjótin beinist að íjöl- miðlunum sjálfum. Þeim veitir ekki af aðhaldi, ekkert síður en stjóm- málamönnum. Páll Mag-nússon upplýsti, að það væri stefna Stöðvar 2 að leiðrétta ranghermi og biðjast afsökunar og er það vel. Fyrir nokkrum mánuðum sá Víkverji “frétt“ í sjónvarpsstöðinni um embættismann. I “fréttinni" var sagt frá kæru á embættismanninn, birtar voru myndir af honum við störf og fluttar hugloiðingar um það, hvort hann mundi halda embætti sínu. Réttir aðilar töldu ekki tilefni til frekari aðgerða. En hefur Stöð 2 beðið þennan embættismann afsök- unar? XXX Japanskt fyrirtæki vill kaupa Fær- eyjar. Tilboðið, sem Danir hafa fengið að sögn erlendra blaða er um 84 milljarðar íslenzkra króna og skv. fréttum útvarpsins era skuldir Fær- eyinga um 56 milljarðar. Væntanlega ætlar hið japanska fyrirtæki að yfír- taka skuldir og borga 28 milljarða ísl. króna á milli! Hveijir fá þá pen- inga? Danir? Eða verður þeim dreift meðal Færeyinga?! Og hvert verður framhaldið, ef Danir ganga að tilboð- inu? Verða Færeyingar þá starfs- menn hins japanska fyrirtækis? Hvenær kfemur tilboð í ísland?! Og á hvað skyldi ísland metið? Við eigum auðugari fiskimið en Færey- ingar og orku í fallvötnunum. Sam- kvæmt þessari verðlagningu er ekki erfítt fyrir stór alþjóðleg fyrirtæki að kaupa upp smáríki! xxx að er löngu orðið tímabært að hefja umræður um aðra akrein milli höfuðborgarsvæðisins og Suður- nesja. Umferðin á Reykjanesbraut hefíir stóraukizt frá því að brautin var byggð og er mjög hröð. Miðað við þennan umferðarþunga er Reykjanesbraut orðin stórhættuleg. Þess vegna er það orðið n\jög knýj- andi að leggja þama aðra akrein. Hvers vegna ekki taka upp veggjald á ný til þess að hraða þeim fram- kvæmdum?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.