Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 56
XJöföar til i i fólks í öllum starfsgreinum! mmmm, INÚNUSU IsK/PADEILD \SAMBANDS/NS SÍMI 91-698300 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Utlendingur í gæsluvarð- haldi grunað- ur um fjársvik ERLENDUR maður hefiir setið í gæsluvarðhaldi hér í 10 daga vegna gruns um allumfangsmikil Qársvik. Aðallega er um að ræða tékka- svik en í fórum mannsins hafa fund- ist ýmsir aðrir pappírar sem talið er að hann hafi komist yfir með vafasömum hætti. Gæsluvarðhalds- úrskurðurinn rennur út í dag. Hjá RLR fengust ekki upplýsingar um umfang málsins né um hvort kraf- ist yrði framlengingar á varðhald- * Arabátur á flugi ^ Grímsey. ÁRABATUR á flugi er sjón sem vart getur talist algeng, en í hvassviðrinu sem gekk yfir Norð- urland á laugardaginn mátti sjá r slíka sjón í Grímsey. Festar lítils árabáts, sem bundinn var á landi, losnuðu með þeim af- leiðingum að báturinn tókst á loft og fauk um 30 metra. í lending- unni klofnaði báturinn í tvennt og er ónýtur eftir flugferðina. Báturinn fauk yfir götu og var mesta mildi að hann hafnaði ekki á húsi, sem er skammt frá þeim stað þar sem báturinn lenti. Flugvél frá Flugfélagi Norður- lands lenti á flugvellinum í Grímsey á laugardaginn og komst hún ekki upp á fastalandið fyrr en í gærdag. Veija þurfti vélina og var m.a. vöru- bíll fenginn til þess verks. Tveir bátar voru á sjó er hvass- viðrið hófst og komst annar í höfn fljótlega, en hinn sem var um 5 mílur frá eynni var um tvo tíma að berjastgegn vindinum að landi. Bára Morgunblaðið/Áki H. Guðmundsson Brimið gengur yfir gömlu höfnina á Bakkafirði og útgerðarmennirnir bjarga bátum sínum á örugg- ari stað. Bátum bjargað ískjól Bakkafirði. NÚ fer að líða að því að ný höfn verði tekin í notkun á Bakkafirði. Höfiiin er við Krummanef, um einn kílómetra innan við þorpið. Þrír bátar hafa eyðilagst á Bakkafirði á undanförnum árum vegna lé- legrar hafnaraðstöðu og tveir til viðbótar farið upp en bjargast lítið skemmdir. Þegar spáð hefúr illa hafa smábátaeigendur þurft að flylja trillurnar af gömlu bryggj- unni á öruggari stað á landi og einn veturinn var jarðýta í fostum ferðum með bátana fram og til baka. I sumar er stórgrýti raðað utan á hafnargarðinn og smíðaður viðlegu- kantur. Unnið er fyrir 26 milljónir kr. Skipatrygging Austíjarða lánar sveitarfélaginu fyrir hlutdeild þess í kostnaði viff framkvæmdina en mörg tjón hafa fallið á tryggingafélagið vegna lélegrar hafnaraðstöðu á Bakkafirði. Vonast er til að fram- kvæmdum ljúki um miðjan mánuð- inn. Verður þá hægt að flytja ein- hveija báta þangað og minnka tilfær- ingar í gömlu höfninni. ÁHG Fiskverð hækkar um 3,8%: 500 milljóna útgjalda- aukning vinnslunnar VERÐ á bolfiski til vinnslu hækk- aði síðastliðinn sunnudag um 3,8% samkvæmt ákvörðun frá fyrsta júní. Þá hækkaði verðið um 4,2%. Þessi verðhækkun eyk- ur útgjöld fiskvinnslunnar um 500 til 600 milljónir miðað við rekstur í eitt ár. Verðbætur á frystar afúrðir lækkuðu um fjórð- ung frá og með nýliðnum mán- aðamótum og telja forystumenn fiskvinnslunnar hana nú rekna með um 4% tapi af tekjum. Því hljóti gengi að halda áfram að síga á haustmánuðum til að rétta hag vinnslunnar samkvæmt lof- orði ríkisstjórnarinnar um viðun- andi rekstur á gildistíma núver- andi kjarasamninga. Arnar Sigurmundsson, formaður Ofbeldishneigð vanda- mál meðal unglinga Ráðist á tvo pilta í Árbæ, annar sleginn og hinn brenndur OFBELDISHNEIGÐ meðal unglinga er áhyggjuefni forráðamanna félagsmiðstöðva, grunnskóla og annarra sem meðal unglinga starfa. í flestum hverfúm borgarinnar og nágrannasveitarfélaga heldur saman lítill hópur unglinga sem beitir barsmíðum eða hótunum um barsmíðar og hefndaraðgerðir við jafnaldra sína, skólafélaga og nágranna. í síðustu viku var ráðist á tvo unglingsdrengi í Árbæjar- hverfi, annar sleginn og hinn brenndur á handlegg. Þar voru að verki drengir sem á síðasta ári gerðu myndbönd af því er þeir hrelldu aðra unglinga. „Þessir drengir halda unglingum í hverfínu í heljargreipum,“ sagði móðir í Árbænum í samtali við Morgunblaðið. „Þeir eru oftast þrír saman og 15 ára sonur minn varð fyrir barð- inu á þeim á miðvikudag í síðustu viku. Þá réðust þeir að honum og vini hans í anddyri félagsmið- stöðvarinnar Ársels, slógu vininn í magann, héldu syni mínum og drápu í sígarettu eða eldspýtu á handlegg hans. Hann fékk djúpt sár á handlegginn, sem blæddi mikið úr. Þessi árásvar algjörlega að tilefnislausu." Önnur móðir í Árbænum sagði að þessir piltar hefðu ógnað syni hennar með hníf fyrir nokkrum mánuðum. Að sögn Viktors Guðlaugsson- ar, skólastjóra í Árbæjarskóla, hefur skólinn þegar gripið til þeirra takmörkuðu úrræða sem eru á valdi hans vegna þessara pilta. Hann taldi að bömum í hverfmu stafaði ekki ógn af þeim í skólanum; það væri utan skóla- tímans sem atvik eins og þau sem fyrr voru rakin ættu sér stað. Annaðkvöld munu forsvars- menn félagsmiðstöðva og skóla ásamt fólki úr ýmsum öðrum hóp- um hittast til að undirbúa sér- staka herferð gegn ofbeldi sem ætlunin er að efna til í félagsmið- stöðvum og grunnskólum í nóv- ember. Forsvarsmenn félagsmið- stöðva sem Morgunblaðið ræddi við eru sammála um að þótt þau dæmi sem hér eru rakin hafi átt sér stað í Árbæjarhverfi eigi þau sér hliðstæður í flestum hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Forstöðumaður félagsmið- stöðvar í öðrum borgarhluta sagði að algjört ábyrgðarleysi einkenndi hinn hlutfallslega fámenna hóp ofbeldisseggja. „Þeim virðist vera sama um allt, það er ekki hægt að höfða til eins eða neins í fari þeirra. Þeir beita ógnunum og hótunum. Hvorki foreldrar né krakkar þora að kæra eða ræða við foreldra þessara unglinga af ótta við hefndaraðgerðir." stjórnar Samtaka fiskvinnslu- stöðva, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að verðhækkunin væri sam- kvæmt ákvörðun frá því í júníbyijun og gilti nýja verðið til loka næsta janúarmánaðar. Jafnframt hefðu stjómvöld ákveðið að lækka verð- bætur úr frystideild Verðjöfnunar- sjóðs fiskiðnaðarins úr 4% í 3%. Sú lækkun hefði reyndar að miklu leyti verið komin til framkvæmda í sept- ember. Þessi ákvörðun íýrði tekjur frystingarinnar um 0,7% og fisk- verðhækkunin yki útgjöldin um tæp 2%. Fyrir viku hefði vinnslan verið talin rekin með 1,5% tapi og því væri tapið nú orðið um 4% af tekj- um. Þá mætti ekki gleyma því að laun hækkuðu eftir mánuð og um áramót væri ætlunin að fella alveg niður verðbætur á frystan fisk. Arnar sagðist halda að mat Þjóð- hagsstofnunar á rekstrarafkomu vinnslunnar væri það, að hún væri við núllið margfræga. Það þýddi að fiskverðhækkunin og minni verð- jöfnun færðu rekstur vinnslunnar niður fyrir núllið samkvæmt út- reikningum stofnunarinnar. Ríkis- stjórnin hefði lofað því við gerð kjarasamninga síðastliðinn vetur að rekstur fiskvinnslunnar yrði viðun- andi, að ekki yrði um taprekstur að ræða miðað við útreikninga Þjóð- hagsstofnunar. Því hlytu stjórnvöld að beita sér áfram fyrir frekara gengissigi á haustmánuðum. „Það, sem nú er að gerast, hefur verið vitað lengi. Fiskverðhækkunin var ákveðin í vor, launahækkanirn- ar síðastliðinn vetur og minnkandi verðjöfnun sömuleiðis. Því er ekkert í þessu sem ætti að koma stjórn- völdum á óvart og því hljóta þau að vera tilbúin með aðgerðir, sem bæta stöðu vinnslunnar,“ sagði Arnar Sigurmundsson. Rúnar Kristinsson. Rúnar til Liverpool RÚNARI Kristinssyni, landsliðs- manni í knattspyrnu úr KR, hefúr verið boðið að æfa með enska liðinu Liverpool í þrjár til fjórar vikur. Forráðamenn Liverpool hafa vit- að af Rúnari um nokkurt skeið og þegar þeir fréttu að önnur lið hefðu sýnt honum áhuga vildu þeir fá hann til sín til æfinga. Rúnar leikur með íslenska landsliðinu skipuðu leikmönnum 21 árs og yngri gegn Hollendingum ytra 10. október og strax eftir þann leik fer hann til Liverpool. Sjá nánar / B1 Harpa varð vör við loðnu HARPA RE frá Eskillrði varð vör við loðnu út af Melrakkasléttu í gærkvöldi en lítil sem engin loðnuveiði hefur verið að undan- fiirnu. Skarðsvík SH var að leita að loðnu út af Grímsey í gær. Hilmir SU var hins vegar í höfn á Siglu- firði í gærkvöldi en skipið hefur leitað víða að loðnu að undanförnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.