Morgunblaðið - 10.10.1989, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989
Eftiahagsvandi Sovétríkjanna:
Erlendir sérfræð-
ingar veita aðstoð
Moskvu. Reuter.
ALAN Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, ræddi í gær
við sovéska embættismenn í Moskvu en ráðamenn eystra hafa
óskað eftir aðstoð hans við að leita lausna á efhahagsvanda Sov-
étríkjanna.
Greenspan ræddi við banka-
stjóra og sovéska skipulagsfröm-
uði en í dag, þriðjudag, mun hann
eiga fund með Leoníd Abalkín,
helsta efnahagsráðgjafa Míkhaíls
S. Gorbatsjovs, leiðtoga sovéska
kommúnistaflokksins. Abalkín fal-
aðist eftir aðstoð bankastjórans
bandaríska fyrr á þessu ári og
bauð honum þá að koma tii
Mosvku.
Sovésku embættismennirnir
munu einkum vilja ræða fjárlaga-
hallann í Sovétríkjunum, semy sí
fellt fer vaxandi, auk þess sem
þeir binda vonir við að Greenspan
lumi á einhveijum ráðum sem
duga megi til að draga ur lándlæg-
um skorti á matvælum og neyslu-
varningi.
Greenspan kom til Moskvu á
sunnudagskvöld en með honum í
för eru Robert Zoellick, helsti ráð-
gjafi James Bakers, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, og einn virt-
asti sérfræðingur Alþjóðadeildar
bandaríska' seðlabankans, Edwin
Truman.
__ Wzmt M
* Js
Reuter
Nóbelsverðlaun í læknisft*æði:
Bandarískir lækn-
Vilja vernda fílinn
í gær bófst í Lausanne í Sviss fundur samtaka
sem Ijalla um ólöglega verslun dýra í útrýming-
arhættu. Af því tilefni efndu borgarbörn til mót-
mæla og hvöttu til þess að komið yrði í veg fyr-
ir útrýmingu afríska filsins. Á fundinuin hugð-
ust fuíltrúar Kenýu og Tanzaníu fá fílinn skráð-
an sem dýr í útrýmingarhættu en það mundi
torvelda verslun með fílabein.
ar hljóta verðlaunin
Rannsóknir þeirra veita innsýn í þró-
un krabbameins
Stokk4iólmi. Reuter.
Bandaríkjamennirnir J.
Michael Bishop og Harold E.
Varmus hlutu Nóbelsverðlaunin
í læknisfræði í ár íyrir rann-
sóknir sínar á krabbameins-
vexti. „Rannsóknir þeirra hafa
skýrt hvernig krabbameins-
myndandi gen verka,“ sagði
Peter Reichard, sem á sæti í
Nóbelsverðlaunaneíudinni í
Stokkhólmi. „Þegar við vitum
hvernig krabbamein brýst út
verður auðveldara íyrir okkur
að lækna sjúkdóminn eða að
koma í veg fyrir hann.“
Nóbelsverðlaunahafarnir starfa
báðir við örveru- og ónæmisfræði-
deild Kaliforníu-háskóla í San
Franeisco. Þeir hófu að vinna sam-
an árið 1970 til að sannreyna
kenningu um að frumurnar sjálfar
veldu krabbameini. í yfirlýsingu
verðlaunanefndarinnar segir að
rannsóknir þeirra hafi leitt í ljós
að til er stór genafjölskylda, sem
stjórnar eðlilegum vexti og skipt-
ingu fruma. „Röskun í einu eða
nokkrum af þessum genum getur
valdið æxli í eðlilegri frumu og
krabbameini," segir í yfirlýsing-
unni.
„Rannsóknir þeirra hafa enn
sem komið er lítil áhrif haft á
krabbameinslækningar en mikil-
vægi þeirra felst í því að þær hafa
veitt okkur nýja innsýn í það
hvernig krabbamein þróast. Þegar
til lengri tíma er litið getum við
ekki vonast til þess að geta lækn-
að alla krabbameinssjúklinga
heldur komið i veg fyrir að krabba-
mein bijótist út,“ sagði Reichard.
Bishop er 53 ára að aldri en
Varmus 49 ára. Þeir kváðust báð-
ir hissa á því að hafa orðið fyrir
valinu sem Nóbelsverðlaunahafar
í læknisfræði. Bishop kvaðst vona
að rannsóknir þeirra við Kalifor-
níu-H'áskóla yrðu til þess að hægt
yrði að finna sjúkdómsmeðferð
gegn krabbameini. „Það tekur
hins vegar mjög langan tíma,“
sagði hann. „Við vitum ekki nógu
mikið um sjúkdóminn í smáatrið-
um til að geta bent á réttu sjúk-
dómsmeðferðina.“
Bretland:
Uggur um samdrátt
vegnavaxtahækkana
St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
MARGIR fíármálasérfræðingar hér í landi óttast nú samdrátt í
brezku efnahagslífi í kjölfar vaxtahækkunar í sl. viku. Ágreiningur
er á milli ráðgjafa Thatcher og Nigels Lawsons, fíármálaráðherra.
Talið er að ársfúndur íhaldsflokksins, sem hefst í dag, (þriðjudag)
geti orðið sá afdrifaríkasti í stjórnartíð Thatcher.
Grunnvextir eru nú 15% og hafa
ekki verið hærri í átta ár. Búizt er
við 1-1,5% hækkun á vöxtum á
húsnæðislánum um næstu mánaða-
mót. Menn óttast nú að framundan
sé samdráttarskeið í efnahagslífinu
og það takist ekki að draga úr verð-
bólgu án þess. Markmið ríkisstjórn-
arinnar hafði verið að ná verðbólgu
niður án samdráttar. Búist er við
að verðbólga lækki ekki það sem
eftir lifir ársins, en hún er nú 7,3%
og atvinnuleysi taki jafnvel að auk-
ast á ný.
Félag brezkra iðnrekenda varaði
við því í síðustu viku að þessi hækk-
un vaxta myndi setja allmörg fyrir-
tæki á hausinn og ylli samdrætti
hjá öðrum. Samdráttar hefur þegar
orðð vart hjá heildsölum og smásöl-
um og óttast er að hann aukist og
dragi úr verzlun fyrir jólin.
Efnahagsráðgjafi Thatcher, Sir
Alan Waltes, telur að vaxtahækk-
unin í síðustu viku hafi ekki verið
nauðsynleg og réttara hefði verið
að láta pundið lækka í verði á al-
þjóðamörkuðum. Thatcher taldi
óhjákvæmilegt annað en fylgja ráð-
um fjármálaráðherrans nú, þótt
Englandsbanki hafi nú þegar notað
yfir 2 milljarða sterlingspunda til
að halda gengi þess stöðugu.
Lawson svarar gagnrýni á þann
veg að hefðu vextir ekki verið
hækkaðir, hefðu fjármálamenn ekki
trúað ásetningi stjórnarinnar um
að.ná niður verðbólgu.oHann segir
einnig að atvinnurekendur verði að
nota þau tækifæri, sem bjóðist, og
halda niður kostnaði; efnahagslíf
landsins sé í betra ásigkomulagi en
nokkru sinni áður á valdatíma
stjórnarinnar til að taka svona áföll-
um.
Búist er við harkalegri gagnrýni
á stefnu stjórnarinnar á ársfundi
íhaldsflokksins, sem hefst í dag,
sérstaklega á fjármálaráðherrann.
Ársfundur Verkamannaflokksins,
sem var í síðustu viku, þótti takast
betur en í að minnsta kosti sl. 25
ár. Thatcher á erfitt verk fyrir
höndum að sannfæra flokk sinn um
ágæti verka stjórnarinnar. Margir
telja þennan ársfund þann mikil-
vægasta á tíu ára valdaferli stjórn-
arinnar.
Graham Mitchell, sendiherra Kanada:
Gætuð náð betri fótfestu á
N orður- Ameríkumarkaði
EFNT var til ráðstefnu um milliríkjaviðskipti og kanadískrar fyrir-
tækjakynningar á Hótel Sögu í gær. Sendiherra Kanada, Graham
Mitehell, ávarpaði ráðstefnuna en hann hefúr aðsetur í Osló. Mitc-
hell kom hingað til lands í stutta heimsókn í tilefni kynningar-
herferðarinnar „Kanadadaga." Morgunblaðið náði tali af honum og
spurði fyrst hvar hann teldi helst að vænlegir möguleikar væru til
aukinnna viðskipta Kanadamanna og íslendinga.
„Fyrst og fremst er nauðsynlegt
að fyrirtæki beggja vegna Norður-
Atlantshafs efii kynni sín á milli,
auka tengslin með ýmsum hætti.
Þetta er fyrsta skrefið fram á við.
Þótt viðskipti íslendinga og Kanad-
amanna hafi vissulega aukist nokk-
uð á vissum sviðum tel ég að það
sé fyrst og fremst gagnkvæm
þekking sem þurfi að aukast, þess
vegna efnum við tii kynningarinn-
ar.
Mér virðist þið opnir fyrir nýjum
hugmyndum og þið þurfið að flytja
inn margvíslegar vörur og þjón-
ustu sem kanadísk fyrirtæki geta
í mörgum tilvikum selt ykkur. Við
erum sannfærðir um að við erum
samkeppnishæfir í verði og gæð-
um, allt frá almennum neysluvör-
um yfir í flókinn hugbúnað fyrir
tölvur, t.d. í stýritækni af ýmsu
tagi. Ég vil vekja sérstaka athygli
á möguleikum sem gætu opnast á
hvers kyns samvinnuverkefnum við
kanadísk fyrirtæki, einkum held
ég að íslensk fyrirtæki gætu hugað
að slíkum verkefnum á austur-
strönd Kanada í sambandi við fisk-
iðnað, þar sem þið eruð í fremstu
röð. Það er sömuleiðis brýnt að
stuðla að bættum og reglulegum
samgöngum milli landanna og ég
veit að nokkuð hefur áunnist í þeim
efnum síðustu árin.“
Sendiherrann var spurður um
fríverslunarsamning Kanada-
manna og Bandaríkjamanna, er tók
gildi í ársbyijun, og hvaða mögu-
leika hann teldi á að íslendingar
gætu tengst þessu svæði ef þeir
æsktu þess. Hann sagði það að
sjálfsögðu mái íslenskra stjórn-
valda hvaða leið þau færu í þessum
málum. Hann gæti aðeins bent á
að samningurinn gerði viðskipti
milli Bandaríkjanna og Kanada
mun auðveldari og það hlyti að
auka áhuga annarra þjóða á fjár-
festingum í Kanada og viðskiptum
við kanadískan markað sem væri
í reynd orðinn hluti af miklu
stærri markaði, með samanlagt um
290 milljónir manna. Fjárfestingar
Breta hefðu m.a. aukist um 27%
Graham Mitchell
milli áranna 1987 og'1988. Með sam-
vinnuverkefnum í Kanada gætu ís-
lendingar því náð fótfestu á norður-
amerískum markaði.
Sendiherrann var spurður hvaða
áhrif innganga Breta í Evrópubanda-
lagið hefði haft á viðskipti landanna.
Hann sagði ljóst að Kanadamenn
hefðu glatað mörkuðum, ekki síst á
sviði matvæla, en eftri sem áður
væru viðskipti þeirra við Breta meiri
en við nokkra aðra aðiidarþjóð band-
alagsins.
Lán til Ungverja
og Pólverja:
EB gengur
í ábyrgð
Lúxemborg. Reuter.
FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Evr-
ópubandalagsríkjanna (EB) sam-
þykktu í gær að ábyrgjast lán
Evrópska fíárfestingarbankans,
EIB, til ríkisstjórna Póllands og
Ungveijalands. Með samkomulag-
inu eiga pólsk og ungversk stjórn-
völd nú kost á cinum miljarði
ECU, um 66 miljörðum ísl. króna,
að láni frá EIB á næstu þremur
árum.
Samkomulag um þetta náðist á
fundi utanríkisráðherra Evrópu-
bandalagsríkjanna í síðustu viku en
tók ekki gildi fyrr en í gær er fjár-
málaráðherrar ríkjanna samþykktu
það fyrir sitt leyti.
Auk þess sem EB hefur ábyrgst
lán Evrópska fjárfestingarbankans
hefur bandalagið heitið pólskum og
ungverskum stjórnvöldum rúmum
19 miljörðum ísl. króna í fjárhagsað-
stoð.