Morgunblaðið - 10.10.1989, Qupperneq 62
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTOBER 1989
TÖLVUSKOU STJORHUNARFtLAGS ISLANDS .
tölvuskóiarA
TÖLVUSKÓU GlSLA J. JOMNSEN
Þú lærir rétta notkun mynd-
rita til að setja gögn
fram á skýran
og hnitmiðaðan
hátt. /jér'
18. okt.-19. okt.
kl. 13.00-17.00
í Ánanaustum 15, Reykjavík
Leiðbeinandi: Ragnar Gunnarsson
arkitekt og skipulagsfræðingur.
SKRÁNING í SÍMUM 621066 og 641222.
Nýtt IBM vírusleitarforrit
fyrir PC/PS-2 tölvur.
Verö aöeins 2.940,- kr.
Tryggið öryggið fyrir
föstudaginn 13.!!
Vandaðar rekstrarvörur,
öryggi í tölvuvæðingu.
1 Skrifstofutækninám
Viltu auka gildi þitt ?
Hjá okkur færðu einhveija þá bestu kennslu sem
völ er á í tölvu- og viðskiptagreinum.
Við kennum á tölvubúnað sem notaður er hjá
helstu fyrirtækjum landsins.
Einn nemandi um hverja tölvu og fámennir
hópar, tryggja hámarks árangur og tímanýtingu.
Betra verð og góð greiðslukjör.
Tölvuskóli íslands
S: 67 14 66
H
KVIKMYNDAHATIÐ LISTAHATIÐAR 1989
Lestin
leyndar-
dómsfulla
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Lestin leyndardómsfulla („Myst-
ery Train“). Leikstjóri: Jim
Jarniusch. Helstu hlutverk: Fjöl-
skrúðugt lið af ýmsu þjóðerni.
Bandaríkin, 1988.
í stuttu ávarpi á undan frumsýn-
ingu Lestarinnar leyndardómsfullu
sagði framleiðandi myndarinnar,
Jim Stark, að bandaríski leikstjór-
inn Jim Jarmusch þyrfti oft að
fást við spurninguna um hvort
myndgerð hans sé meira tengd
Evrópu en Bandaríkjunum og hann
sé farinn að svara því þannig að
hann væri að finna einhvers staðar
þarna mitt á milli — líklega væri
hann svamlandi hér úti í
Reykjavíkurhöfn, sagði Stark.
Þess vegna m.a. fannst þeim tilva-
lið að senda myndina hingað á
kvikmyndahátíð en hún hefur ekki
enn verið frumsýnd í Bandaríkjun-
um. Og hann skilaði því frá Jar-
musch að við ættum að hlæja því
Lestin leyndardómsfulla væri gam-
anmynd.
Þið verðið ekki lengi að komast
að því en það fyrsta sem þið takið
þó eftir er að Jarmusch hefur sett
litfilmu í kvikmyndavélina og lagt
þeirri svart/hvítu. Fyrir bragðið
sviptir hann hulunni af hinni sér-
stæðu veröld sem hann fæst við
og um leið hverfur ákveðinn di-ungi
— umhverfi og persónur verða
auðvitað litríkari en líka fjölskrúð-
ugri á hinu myndræna plani þótt
sálfræðilega séu þær ailtaf jafn
dásamlega Jarmuschaðar, einstak-
lega kóm
ískar og sannar persónugerðir utan
vegar í draumalandinu Ameríku.
Með Lestinni leyndardómsfullu
mun ljúka þríleik sem hófst með
„Stranger than Paradise“ og hélt
áfram með „Down by Law“. Mynd-
in sjálf skiptist í þijá hluta sem
allir tengjast á einum degi í borg-
inni Memphis í Tennessee og goð-
sögninni um kónginn Elvis. Jarm-
usch gerir óborganlegt grín að
hvoru tveggja með lýsingu á hvern-
ig Memphis og Elvis birtist dásam-
lega utanaðkomandi fólki í hjarta
poppmenningarinnar.
Þessi gamansami Dagur í lífi
Memphis hefst á fyndnasta hlutan-
um (hann er á japönsku) þegar við
fylgjumst með japönsku pari koma
til borgarinnar í pílagrímsför á
slóðir Elvis. Gæinn er jafn dauð-
yflislegur og súpersvalir Ziþpo-
stælarnir hans eru kostulegir en
hún dýrkar Elvis útyfir gröf og
dauða. Bæði hafa takmarkalausa
ást á vestrænni menningu, sér í
lagi amerískri poppmenningu; allt
líf þeirra er amerískt popp. Þetta
eru frábærar skopstælingar sem
Memphisborg upphefur í hæstu
grínhæðir með því að birtast þeim
sem algjörlega poppmenningar-
snautt útkjálkabæli.
Næsta saga er af ítalskri konu
sem hefur næturdvöl í borginni og
andi kóngsins birtist henni á niður-
níddu hóteli, sem allar sögurnar
enda á, en síðast fylgjumst við
með Englendingi, sem er aldrei
kallaður annað en Élvis, og félög-
um hans tveimur — nokkurs konar
dreggjar mannlífsins — á fylleríis-
ferð um borgina.
Sitt einstaklega manneskjulega
gaman dregur Jarmusch uppúr
einföldum, kómískum menningar-
árekstrum við goðsagnirnar um
Memphis. Allt sem hann réttir
okkur grípum við fegins hendi,
hann hefur okkur algerlega á valdi
sér. Allt sem þessi sérstaki og sér-
viskulegi leikstjóri gerir er okkur
nýtt og ferskt og við treystum al-
gerlega leiðsögn hans. Persónur
hans eru alltaf hinar forvitnile-
gustu manngerðir götulifsins, sem
verða af minnsta tilefni og svo
eðlilega og áreynslulaust stórsp-
augilegir ferðalangar í enn einni
frábærri Jarmuschkómedíu.
Eldur í
hjarta mínu
Eldur í hjarta mínu („Une
flamme dans mon coeur“). Leik-
sljóri: Alan Tanner. Aðalhlut-
verk: Myriam Mezierens og Aziz
Kabouche. Sviss, 1987.
Leikkona verður svo yfirkomin
af ást að hún tapar áttum í lífinu,
er rekin úr leikhópnum sínum,
gerist fatafella og týnist loks í
Kairó af öllum stöðum. Á yfirborð-
inu er þetta efnisþráðurinn í mynd
fremsta leikstjóra Svisslendinga,
Alans Tanners, Eldur í hjarta
mínu, og þótt undir niðri kraumi
heitar og öivæntingarfullar ástríð-
ur konu kemst maður aldrei að því
hvað það er sem rekur hana áfram
til örvilnunar — eða leikstjórann
til Kairó.
Tanner kveikir í þessari niðurl-
útu svart/hvítu úttekt á ástsýki
með kynferðislega rafmögnuðum
atriðum fullum af erótík og losta
hvenær sem hann kemur þeim við.
Hann hefur einfaldan myndrænan
stíl sem minnir á Eric Rohmer og
sömuleiðis áhersla hans á spuna-
legar samræður.
„Eldur“ er ein af þessum mynd-
um sem blæs ástina upp úr öllu
valdi og fjallar um hana sem harm-
leik og leið til tortímingar frá sjón-
arhóli konunnar. Ef aðalpersónan,
Mercedes (Myriam Mezierens) er
ráðgáta í bytjun er hún ennþá
meiri ráðgáta í lokin. Varð eigin
ástsýki henni að falli? Var að lok- ^
um enginn verður hennar miklu
ástríðna? Lauslegt handritið, ef
það er þá eitthvað sem Tanner 1
vinnur eftir, skortir rökrétta frá-
sögn svo maður skilji hnignun
hennar og fall og það verða mestu
mistök myndarinnar. Ef hægt er
að tala um rökræna hugsun þegar
ástin er annars vegar.
Stutt mynd
um dráp
Stutt mynd um dráp („Krótki
film o zabijaniu"). Leikstjóri:
Krzysztof Kieslowski. Helstu
hlutverk: Miroslaw Baka, Krys-
ztof Globisz og Jan Tesarz. Pól-
land, 1987.
Stutt mynd um dráp er einmitt q
það, mynd um dráp, nema hún er
tæpur einn og hálfur tími að lengd
og því ekki stutt ef einhver ætlaði |
að afgreiða hana snögglega. Það
hristir enginn þessa mynd auðveld-
lega af sér.
Hún er sláandi óhugnanleg,
kerfisbundin lýsing á morði og
síðar aftöku morðingjans byggð
upp í þremur þáttum sem lýsa
aðdraganda, svo verknaðinum eða
morðinu og loks aftökunni sjálfri,
allt með sama óumflýjanlega, hráa
heimildastílnum, nánast tilfinn-
ingalausri frásögn, þrúgandi í ljót-
leika sínum og nákvæmni í lýsingu
á annars vegar morði og hins veg-
ar aftöku — tveimur svo skyldum
en þó svo ólíkum viðburðum. Þetta
eru lýsingar sem skilja þig eftir
dofinn að sýningu lokinni.
Áferð myndarinnar er mjög sér-
stök og ógnandi, gulleit og dökk, 4
einhvers staðar á milli dags og
nætur. Við sjáum með víxlklipping-
um ungan mann rangla um í stór- 4
borg, sjáum leigubílstjóra þrífa
bílinn sinn og ungan, fijálslyndan
lögfræðing fá starfsleyfi. Eftir
dágóða stund stígur ungi maðurinn
uppí leigubílinn og þegar þeir eru
komnir afsíðis bregður hann fyrir-
varalaust snæri um háls leigubíl-
stjórans og reynir að drepa hann
með með ísköldum ásetningi.
Hitchcock vildi lýsa því í löngu
morðatriði í „Torn Curtain“ hvað
það væri í rauninni erfitt að fremja
morð og sama er uppi á teningnum
hér því lengra og viðbjóðslegra
morðatriði er vandfundið, rakið í
smáatriðum eins og það eigi ekki
að fara framhjá okkur að hér er
myrt að yfirlögðu ráði. Morðinginn
er dæmdur til hengingar en ungi
lögfræðingurinn, sem fékk það I
verk að veija hann, fær heita sam-
úð með honum og allt í einu, rétt
Ég vil ekki hrað-
ar breytingar
segir ungverski leikstjórinn István Szabó, gestur á Kvikmyndahátíð
Ungverski leikstjórinn István
Szabó er staddur hér á landi sem
gestur Kvikmyndahátíðar í
Reykjavík. Á hátíðinni eru sýnd-
ar fjórar myndir Szabós, „Mep-
histo“ (sem fékk Óskarsverðlaun
árið 1982, sem besta erlenda
myndin), „Redl ofursti", „Han-
ussen“ og „Trúnaðartraust“ (Biz-
alom) auk nokkurra stuttinynda.
Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við leikstjórann í gær og
byijaði á að spyrja hann um mynd-
irnar þijár, „Mephisto", „Redl
ofursta" og „Hanussen“, sem allar
fjalla um viðbrögð einstaklingsins
við samtíðinni. „Það er fjallað um
sama vandamálið í öllum myndun-
um. Þær segja sögur af einstakling-
um á tímum sögulegra og stjórn-
málalegra breytinga í samfélaginu.
Þær fjalla um kröfur sem gerðar
eru til einstaklingsins vegna breyt-
inganna og hvernig hann bregst við
þeim.“
Hvað ert þú að reyna að
sýna....?
„Hvernig hæfileikarikir einstakl-
ingar bregðast við því þegar þeir
fá stuðning frá pólistískum aðilum
sem vilja nota hæfileika þess í
pólitískum tilgangi."
Er erfitt að gera kvikmyndir í
Ungveijalandi?
„Það er eins og á íslandi. Landið
er lítið og fámennt og það er ekki