Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 232.tbl.77. árg.___________________________________FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1989_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Tíma- móta- fundur F.W. de Klerk, forseti Suður- Afríku, og Desmond Tutu, erkibiskup, heilsast við upp- haf fyrsta fund- ar forsetans með suður-afrískum kirkjuleiðtogum, sem barist hafa gegn aðskilnað- arstefnu suður- afrísku stjórnar- innar. Var þar rætt um umbæt- ur og breytingar á aðskilnaðar- stefnunni. Sjá „Lausn ANC-leið- toga ákaft fagnað...“ á bls. 23. ivcutci Nagorno-Karabak: Obreyttur borgaii felldur í skotárás Moskvu. Reuter. SOVÉSKIR hermenn hófu skothríð á óbreytta borgara í borginni Stepanakert í héraðinu Nagorno-Karabak í Azerbajdzhan í gær með þeim afleiðingum að einn maður beið bana og sex særðust. Fulltrúi sérstakrar stjórnar sem falin voru yfirráð í Nagorno-Kara- bak sagði að hópur borgara hefði gert aðsúg að hermönnunum er þeir hefðu verið á leið til flugvallar- ins í Kírovabad á heimleið að lokn- um skyldustörfum í héraðinu. Hefði fólkið skotið á hermennina með rifflum og látið gijóti rigna yfir þá. Hefðu hermennirnir svarað skot- hríðinni. Talsmaður svonefndrar Kara- bak-nefndar, sem vill að héraðið verði leyst undan yfirráðum Azera, sagði hins vegar að hermennirnir hefðu hafið skothríð að fyrra bragði og að ástæðulausu. Atta menn hefðu særst og hefði einn þeirra siðar látist af sárum sínum. Umbótasinnar vinna áfangasigur í Austur-Þýskalandi: Stj órnmálaráðið kveðst tilbúið að ræða umbætur Á annað hundrað rpanns hefur beðið bana í átökum Azera og Arm- ena um Nagorno-Karabak á hálfu öðru ári. Mikil spenna er í héraðinu og er óttast að upp úr sjóði á hverri stundu. Austur-þýskir leiðtogar sagðir deila um nauðsyn breytinga Austur-Berlin. Reuter. STJÓRNMÁLARÁÐ austur-þýska kommúnistaflokksins tilkynnti í gærkvöldi að það væri tilbúið að ræða umbætur og aðrar leiðir til að gera landsmönnum lífið léttbærara. Hins vegar var róttækum breyt- ingum á harðlínustefnu stjórnvalda hafhað. Erich Honecker, flokksleið- togi, frestaði fyrirhugaðri heimsókn til Danmerkur síðar í þessum mánuði án útskýringa og var ákvörðun hans sett í samband við hugsan- lega stefiiubreytingu stjórnar hans. Þá sagði Kurt Hager hugmynda- fræðingur kommúnistaflokksins óvænt í samtali, sem austur-þýska útvarpið átti við hann á sunnudag og útvarpað var í gær, að nú væri kominn tími til pólitískra umbóta. Ummæli Hagers voru í algjörri mótsögn við yfirlýsingar Honeckers að undanförnu um að hvergi yrði horfið frá harðlínustefnu. Hann sagði ennfremur nauðsynlegt að rannsakað yrði hvers vegna 50.000 Yaraflugvöllur fyrir Keflavík: Akvörðun tekin innan árs um Meistaravík Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bniun, frétlaritara Morgnnblaðsins. PETER Östermann, þingmaður Atassut-flokksins og fulltrúi lians í öryggismálanefnd grænlenska landsþingsins, sagði í samtali við grænlenska útvarpið í gær, að Atlantshafsbandalagið (NATO) myndi ákveða innan árs hvort varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll yrði lagður í Meistaravík. Jonathan Motzfeldt, > formaður landsstjórnarinnar og leiðtogi Siumut-flokksins, var annairar skoðunar en Ostermann. Telur Motzfeldt að NATO taki ekki af- stöðu til hugsanlegrar flugvallar- gerðar í Meistaravík fyrr en Banda- ríkjamenn hafi fengið leyfi til for- könnunar vegna varaflugvallar á íslandi. Ákvörðun verði ekki tekin fyrr en að slíkri könnun lokinni. Fyrir tveimur mánuðum skiluðu háttsettir sérfræðingar frá Dan- mörku og öðrum NATO-ríkjum skýrslu um staðhætti í Meistaravík. Niðurstaða hennar var sú að þar séu kjörnar aðstæður fyrir vara- flugvöll og m.a. sé veðurfar nánast hvergi á jarðarkringlunni jafn stöð- ugt. Austur-Þjóðveijar hefðu flúið land síðustu vikur. Heimildir hermdu að stjórnmála- ráð austur-þýska kommúnista- flokksins hefði rætt mögulegar um- bætur á tveggja daga fundi, sem lauk í gærkvöldi. Flokkurinn hefur verið mjög andsnúinn umbótum á borð við þær sem gripið hefur verið til í Sovétríkjunum, Ungveijalandi og Póllandi. Hins vegar er hermt að friðsamleg mótmæli tugþúsunda umbótasinna í mörgum helstu borg- um Austur-Þýskalands síðustu daga, hafi valdið hugarfarsbreytingu með- al helstu áhrifamanna kommúnista- flokksins. Hermdu heimildir þó að ágreiningur væri í þeirra röðum hvað gera skyldi. Rolf Henrich, helsti leiðtogi aust- ur-þýskra umbótasinna, sagði í gær að þó svo ýmsir leiðtoga kommún- ista virtust reiðubúnir að taka upp viðræður við þá, væri ótímabært að aflýsa aðgerðum. „Viðræðurnar verða að hefjast og það verður að sýna okkur að mönnum sé alvara. Þá fyrst hættum við mótmælum," sagði Henrich. Kirkjuleiðtogar sögðu að 20 umbótasinnar hefðu átt við^ ræður við Wolfgang Berghofer borg- arstjóra í Dresden á þriðjudag og borgaryfirvöld í Leipzig hefðu lofað umbótasinnum fundi. Viðræður af þessu tagi eiga sér engin fordæmi í Austur-Þýskalandi. Austur-þýska fréttastofan ADN og aðrir ijölmiðlar létu óvænt af andstöðu við umbætur í gær. Á einni nóttu sneru þeir við blaðinu og töluðu um nauðsyn breytinga. Richard von Weizsácker, forseti Vestur-Þýskalands, hvatti í gær til viðræðna við austur-þýska ráða- menn um umbætur og leiðir út úr kreppu sem steðjaði að landsmönn- um. Þó svo austur-þýskir ráðamenn bæru einir ábyrgð á kreppunni væru viðræður nauðsynlegar því hafa yrði samstarf við þá um lausn hennar, sagði forsetinn í ræðu í landamæra- bænum Duderstadt. Hrósaði hann leiðtogum umbótasinna og sagði starf þeirra gefa Austur-Þjóðverjum einhveija von um betri tíð. Sýrlenskur þotuflugmað- ur biður um hæli í Israel Megido. Reuter. SÝRLENSKUR majór flaug sov- éskri orrustuþotu sinni í gær til Israels og bað þar um hæli sem pólitískur flóttamaður. Er hann fyrsti arabíski flugmaðurinn sem það gerir í rúm tuttugu ár. Flugmaðurinn lenti þotu sinni á Iitlum almannaflugvelli skammt frá borginni Armageddon. Horfið var frá því að láta hann lenda á herflug- velli af ótta við að um sjálfsmorðs- flug væri að ræða. Þotan er ný og fullkomin útgáfa af gerðinni MiG- 23 og er hún sögð mikill fengur fyrir Israela og ríki NATO. Taismaður ísraelska hersins sagði að annar sýrlenskur orrustu- flugmaður hefði flogið vél sinni til Egyptalands og lent á flugvelli skammt frá hafnarborginni Alex- andríu. Sýrlendingar héldu því fram að flugmaðurinn hefði nauðlent í ísra- el vegna bilunar og hefði verið ósk- að eftir aðstoð Alþjóða Rauða krossins við að fá honum sleppt. Israelar sögðu flugmanninn hins vegar hafa beðið um pólitískt hæli og hefði hann verið mjög samvinnu- þýður við yfirheyrslur. Bærinn á hausnum! Opinberir starfsmenn í Liege í Belgíu hafa ekki fengið greidd laun að undan- förnu vegna bágrar fjár- hagsstöðu bæjarfélags- ins. Af því tilefni efndu þeir tii mót- mælaað- gerða í gær. Margir þeirra duldu andlit sitt eins og myndin ber með sér. Reuter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.