Morgunblaðið - 12.10.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 12.10.1989, Síða 2
<• 86í 5138 0Y30 .SI 3U0AQUTMMPÍ glGAjaVIUOflOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1989 Ákært í stóra kókaínmálinu: Krafist allt að 10 ára fangelsisdóms RÍKISSAKSÓKNARl gaf í gær út ákæru gegn þremur mönnum, sem taldir eru höfúðpaurar í umfangsmesta kókaínmáli sem komið hefúr upp hérlendis. Alls voru 23 aðilar á kæruskrá vegna málsins, ýmist vegna neyslu, dreifingar eða sölu, en að sögn Egils Stephensens saksóknara var ákveðið að reka sérstaklega málið gegn þeim sem taldir væru aðalmenn, hefðu staðið að innflutningnum og lagt fram peninga. Mönnunum er gefið að sök að hafa flutt inn til landsins frá Banda- ríkjunum eitt kíló af kókaíni og dreift hluta þess. Meðal annars er krafist refsingar samkvæmt 173. gr. A í almennum hegningarlögum, en brot á þeirri grein geta varðað allt að 10 ára fangelsi. Mennirnir eru allir á þrítugs- aldri. Enginn þeirra hefur áður hlot- ið refsingu fyrir meðferð fíkniefna. Einn þeirra hefur setið í gæsluvarð- haldi frá því í maí. Varðhaldsúr- skurðurinn rennur út í nóvemberlok og sagði Egill Stephensen að reynt yrði að ljúka málinu fyrir þann tíma. Innlausnir spariskírteina: Misjöfii ráðstöfim innlausnarijár „ÞAÐ hefúr verið heilmikið um það að fólk kaupi spariskírteini aftur og ég held að það sé meira en stundum áður,“ sagði Sigurð- ur B. Stefánsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfamarkaðs Iðnað- arbankans í samtali við Morgun- blaðið. „Við höfúm getað boðið eldri spariskírteini á 7% vöxtum og viðskiptavinir okkar eru ánægðir með það.“ í gær var annar innlausnardagur spari- skírteina í 2. flokki D 1987 og fengust nokkuð misjöfii svör hjá verðbréfamörkuðum þegar Morgunblaðið kannaði hvernig innlausn spariskírteina gengi. Agnar Kofoed Hansen, deildar- stjóri verðbréfadeildar Kaupþings, sagðist í samtali við Morgunblaðið, telja að meirihluti þess fjár sem kæmi til innlausnar í spariskírtein- um færðist yfir á önnur bréf. Nokk- uð væri um að menn keyptu hluta- bréf til að nýta sér skattalegan frá- drátt og síðan verðbréf fyrir af- ganginn. Sigurbjörn Gunnarsson hjá verð- bréfaviðskiptum Landsbanka ís- lands sagði að nokkur hundruð milljónir í spariskírteinum hefðu þegar verið innleystar í bankanum. Hann sagði skiptiuppbótina njóta vinsælda en einnig virtist nokkuð um að fólk ætlaði sér ekki að setja peningana í önnur bréf. © INNLENT Morgunblaöið/Ámi Sæberg Heimdellingar troðfylltu báða salina á jarðhæð Valhallar í gærkvöldi. Heimdallur: Birgir Armannsson kjörinn formaður BIRGIR Ármannsson, 21 árs Andri Sveinsson háskólanemi, háskólanemi, var kjörinn for- maður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, í tvísýnni kosningu á einum fjölmennasta aðal- fúndi í sögu félagsins í Valhöll í gærkvöldi. Birgir hlaut 290 atkvæði. Mótframbjóðandi hans, Sveinn hlaut 284 atkvæði. Formaður Heimdallar undan- farin tvö ár, Ólafur Þ. Stephen- sen, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Niðurstöðu í stjórnarkjöri lágu ekki fyrir þegar eftir var spurt, laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Hinn nýkjörni formaður, Birgir Ármannsson. Ríkisendurskoðun: Sérstakar kröfiir gerðar um samþykkt risnureikninga RÍKISENDURSKOÐUN hefúr sent aðalskrifstofum allra ráðuneyta kröfúr varðandi samþykkt og frágang risnu- og ferðareikninga ráðu- neytanna og hefur falið ríkisbókhaldi og ríkisféhirði að vísa frá öll- um reikningum sem ekki standist kröfurnar. Solveig Sveina Sveinbjörnsdóttir Lést í um- ferðarslysi KONAN, sem lést í bílveltu í Mývatnssveit í fyrradag, hét Sol- veig Sveina Sveinbjörnsdóttir, 37 ára gömul, til heimilis að Skúta- hrauni 11 í Mývatnssveit. Solveig Sveina fæddist 18. apríl 1952. Hún lætur eftir sig eigin- mann, Jóhannes Steingrímsson, og þijú böm. Stofnunin krefst þess að reikn- ingár fyrir risnu og viðlíka kostnað séu ekki afgreiddir nema fyrir liggi skriflegt samþykki ráðherra eða ráðuneytisstjóra. Þá er þess krafist að tilefni risnu sé ófrávíkjanlega ritað á reikning eða fylgirit hans. í bréfi ríkisendurskoðunar segir að stofnunin geti fallist á að yfir- stjórn ráðuneytis geti falið öðrum yfirmönnum áritun risnureikninga en þá skuli liggja fyrir skriflega í greiðsludeild ráðuneytis hvaða risnu viðkomandi beri ábyrgð á. Þá er einnig nefnt að unnt sé að fela ákveðnum starfsmanni um- sjón með framkvæmd fyrirfram ákveðins atburðar þar sem fyrir liggi dagskrá sem kalli á risnuút- gjöld. Liggi þá fyrir skrifleg heim- ild til viðkomandi starfsmanna um að árita reikninga. Þá vill ríkisendurskoðun að ráðu- neytisstjórar, eða aðrir starfsmenn samkvæmt sérstöku leyfi, undirriti heimiídir fyrir öllum ferðum sem farnar eru á vegum ráðuneyta. Þá er ítrekað að sundurliðaður sé hótel- kostnaður, risna, akstur, sími, fjöldi daga sem dagpeningár eru greiddir og að reiknaður sé staðgreiðslu- skattur samkvæmt reglum þar að lútandi. Ráðuneytum er bent á að fylgi farseðill ekki ferðareikningi sé fargjaldið framtalsskylt. Einn bíll í lagi af 84 sem skoðaðir voru Enn fínnst engin loðna: Menn standa á gati yfir breyttri hegðan loðnunnar „ÁSTANDIÐ á loðnumiðunum er mjög óvenjulegt um Jiessar mundir. Það verður vart loðnu um allt veiðisvæðið milli Islands og Grænlands, en hún er ekki veiðanleg vegna þess hve djúpt hún stendur. Svona hefur ástandið ekki verið síðan við hófúm sumarloðnuveiðar seint á siðasta áratug," sagði Jóhann Antoní- usson, útgerðarmaður Hilmis SU, í samtalið við Morgunblaðið. Engin íslenzk loðnuskip eru nú við loðnuleit, en einhver fara út um helgina. Færeyingar hafa verið úti undanfarið, en ekkert fundið. Færeyingar tóku töluvert af loðnu innan grænlenzku lög- sögunnar í ágúst, en síðan ekki söguna meir. Engin loðna veidd- ist nú við Jan Mayen og er talið að hún hafi haldið sig vestar og dýpra en áður. I fyrra hófst veið- in ekki að neinu marki fyrr en í október, en nokkur skip byijuðu í ágúst og fiskuðu þokkalega. Jóhann segir að nóg sé af loðnu norður af landinu. Trollin hjá rækjutogurunum á svæðinu frá Dorhnbanka austur á Rifs- banka hafi iðulega verið grá af Ioðnu. „Menn standa á gati yfir breyttri hegðan loðnunnar. Ein- hveijar aðstæður í sjónum valda þessu, en fiskurinn er fljótur að laga sig að aðstæðum," sagði Jóhann. LÖGREGLUMENN stöðvuðu átt- atíu og fjórar óskoðaðar bifreiðar í umferðinni í gær og voru þær allar færðar til skoðunar hjá Bif- reiðaskoðun Islands hf. Aðeins ein bifreið reyndist í lagi. Sjötíu og sex bifreiðar fengu grænan miða og sjö bílar rauðan miða sem þýð- ir að bifreiðarnar séu óökufærar. í gær hófst sameiginlegt átak lög- reglu og Bifreiðaskoðunar Islands hf. um land allt og á höfuðborgar- svæðinu voru 84 bifreiðar færðar til skoðunar. Ekki er vitað um tölur utan af landi. Þeir bílar, sem voru óskoðaðir og höfðu aftasta tölustaf í skráningarnúmeri 7 eða þaðan af lægri tölustaf, voru stöðvaðir og færðir til skoðunar af lögreglu. Bíla, með skráningamúmeri 7 sem aftasta tölustaf, hefði með réttu átt að skoða í júlí og í síðasta lagi í september-' mánuði, að sögn Óskars Eyjólfsson- ar, fjármálastjóra Bifreiðaskoðunar Islands hf. Óskar sagði að átak hefði verið gert í þessum efnum í júlílok í sum- ar. Þrátt fyrir það virtust eigendur bifreiða enn trassa bifreiðaskoðun og því hefði verið ákveðið að ráðast í aðra eins rassíu nú. Ef eigendur bifreiða hirða ekki um skoðun, er lögreglu frjálst að klippa skráningar- númer af bifreiðum. Akureyri: Bifhjól ók á tvær stúlkur TVÆR stúlkur voru fluttar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri eftir að biflijóli hafði verið ekið á þær, þar sem þær voru á Ieið yfir gangbraut síðdegis í gær. Stúlkurnar voru á leið yfir gang- braut á Hörgárbraut, skammt norð- an við Glerá. Bifreið hafði numið staðar til að hleypa stúlkunum yfir, en bifhjólið hélt sínu striki með þeim afleiðingum að það lenti á stúlkunum. Þær vom báðar fluttar á sjúkrahús, en önnur fékk að fara heim í gærkvöld. Ilin var á sjúkra- húsinu í nótt, en hún hafði m.a. brotnað, að sögn lögreglu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.