Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 5
MURGUNBLAÐIB- [TIMMWPAGUR 43-•_________________________________________________________5
>
Olafur Ragnar Grímsson gármálaráðherra:
Ríkisútgjöld minnka að raun-
gildi í fyrsta sinn á áratugnum
„RÍKISÚTGJÖLDIN verða um það bil fjórum inilljörðum minni að
raungildi á árinu 1990 samanborið við árið í ár. Það er í fyrsta skipti
á þessum áratug að lagt er fram íjárlagaf'rumvarp sem felur í sér
slíka minnkun ríkisútgjalda. Einnig einkennist frumvarpið af því að
raungildi skatttekna ríkissjóðs á næsta ári verður um 500 milljónum
króna minna heldur en í ár,“ sagði Ólafúr Ragnar Grímsson fjármála-
ráðherra, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið á blaðamannafundi
í gær. Hann sagði meginmarkmið fjárlaganna vera að viðskiptahalli
aukist ekki og að verðbólga minnki, að skattar verði óbreytt hlutfall
af landsfrainleiðslu og að halli ríkissjóðs verði innan þeirra marka
að hægt verði að fjármagna hann innanlands.
Ólafur sagði að þegar frumvarp árangur á þessum sviðum. Þenslan
til fjárlaga þessa árs var lagt fram,
hafi allt aðrar aðstæður blasað við
í efnahagslífinu en nú ríktu. „Er-
lendar lántökur höfðu aukist jafnt
og þétt og meginviðfangsefni hag-
stjórnarinnar var að framkvæma
björgunaraðgerðir gagnvart at-
vinnulífinu, koma á jafnvægi í pen-
ingamálum, draga úr viðskiptahalla
gagnvart útlöndum og minnka þörf-
ina á erlendri skuldasöfnun."
Ólafur sagði ljóst að það fjárlaga-
frumvaip sem lagt er fram fyrir
árið 1990 byggðist að verulegu leyti
á að náðst hefði umtalsverður
hefði hjaðnað verulega, jafnvægi
skapast á peningamarkaði, við-
skiptahallinn hefði farið minnkandi
og mjög hefði dregið úr þörf ríkis-
ins fyrir erlend lán.
„Þetta hefur auðvitað ekki verið
sársaukalaust tímabil og erfiðleik-
arnir hafa komið víða við í okkar
þjóðfélagi, en frumvarpið sem við
leggjum fram hér í dag hefur það
hins vegar sem höfuðeinkenni að
festa í sessi þennan árangur og
móta um leið áfanga að nýjum
grundvelli í efnahagsstjórninni á
Islandi, nýjum grundvelli sem hefur
það höfuðeinkenni að það verða
almenn skilyrði efnahagslífsins sem
móta rammann fyrir atvinnulífið og
fyrir einstaklinga og fjölskyldur, en
millifærslutímabili liðins árs verður
lokið, og jafnvægi hefur skapast á
peningamarkaði, viðskiptahalli mun
haida áfram að minnka og á annan
hátt höldum við inn í nýtt tímabil
þar sem atvinnulífið og almenning-
ur í landinu getur lagað starfsemi
sína að almennum efnahagslegum
skilyrðum."
Ólafur sagði að auk framan-
greinds væni höfuðeinkenni frum-
varpsins tvíþætt. Síðan 1984/’85
hefðu útgjöld verið hærri en tekjur.
„Þannig að í rúm fimm ár hefur
hlaðist upp ójafnvægi, halli, í ríkis-
rekstrinum á íslandi sem brýn
nauðsyn er að ráða bót á.“ Hann
segir að óraunsætt sé að gera ráð
fyrir að hægt verði að ráða bót á
því ástandi á tólf mánuðum, einkum
í ljósi tillagna Hafrannsóknastofn-
unar um aflasamdrátt á næsta ári.
„í ljósi þess að næsta ár, vegna
Ólafúr Ragnar Grímsson
aflabrests, verður þriðja samdrátt-
arárið í röð, hefur verið tekin sú
ákvörðun að leggja fjárlagafrum-
varpið í ár fram með tæplega
þriggja milljarða króna halla. Sá
halli er hins vegar á þann veg
ákveðinn, að það á að vera hægt
að fjármagna hann innanlands með
lántökum hjá almenningi og sjóðum
í landinu sjálfu án þess að auka
nokkuð við erlendar skuldir. Ef
hallinn væri hins vegar þrír og hálf-
ur, fjórir millljarðar, væri ógerlegt
að ráða við hann án þess að auka
erlendar lántökur.“
Pálmi Jónsson alþingismaður;
Stjórnin hefin* gefist upp við að
ná jafiivægi í ríkisflármálum
„MEGINBOÐSKAPUR þessa frumvarps er að ríkisstjórnin hefúr gef-
ist upp við að ná jafnvægi í ríkisfjármálum. A liinn bóginn er megi-
neinkenni í málflutningi fjármálaráðherrans og fréttatilkynningum til
fjölmiðla villandi samanburður og margs könar feluleikur," segir Pálmi
Jónsson alþingismaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokks í fjárveitinganefhd.
Hann segir samanburð talna í frumvarpinu vera villandi og forsendur
þess séu hæpnar, meðal annars að ekki sé gert ráð fyrir neinum launa-
hækkunum á næsta ári.
„Pjármálaráðherra ber þetta Ijár-
lagafrumvarp saman við líklega út-
komu í tekjum og gjöldum ríkissjóðs
á þessu ári,“ segir Pálmi. „Til að
sýna fram á hve sá samanburður
er villandi er rétt að rifja það upp,
að íjárlagafrumvarp fyrir árið 1989
var með tæplega 12 hundruð millj-
óna króna rekstrarafgangi og fjár-
lögin, þegar þau voru afgreidd, með
635 milljóna króna rekstrarafgangi.
Á örfáum vikum eftir að Alþingi
hafði farið heim í vor breyttist þessi
niðurstaða í 4-5 milljarða halla og
nú er gert ráð fyrir að halli ríkis-
sjóðs á árinu verði um 5 milljarðar.“
Pálmi segist engin merki sjá um
að þetta fjárlagafrumvarp sé trú-
verðugra heldur en það sem lagt var
fram fyrir tæpu ári. „Veigamestu
atriðin í feluleik fjármálaráðherrans
koma fram nú, eins og í fyrra, í
forsendum frumvarpsins. Það er
byggt á því að á næsta ári hækki
verðlag um 16% að meðaltali. En
ekki er gert ráð fyrir neinum launa-
hækkunum. og svari nú hver fyrir
, sig að það sé trúlegt að laun standi
óbreytt í 16% verðbólgu." Gengis-
forsendur frumvarpsins segir Pálmi
einnig ver^ í hæpnasta lagi.
„Launagreiðsiur ríkissjóðs sam-
kvæmt frumvarpinu á næsta ári og
lífeyristryggingar nema samtals
tæpum 40 milljörðum króna og eru
þá ekki talin launatengd gjöld né
laun í rekstri og viðhaldi. Hækkun
lífeyristrygginga er alla jafnan í
nokkru samræmi við launaþreyting-
ar. Af þessu sést að 1% hækkun
launa að meðaltali yfir árið þýðir í
útgjöldum ríkissjóðs 4-5 hundruð
milljónir króna og þegar fjármála-
ráðherra er að tala um að í frum-
varpinu felist raunverulegur niður-
skurður á útgjöldum ríkisins um 4
milljarða, þá þarf ekki nema 10%
launahækkun á næsta ári til þess
að eyða þessari tölu.“
Pálmi segir frumvarpið vera
þenslufrumvarp fyrir rekstur ríkis-
sjóðs, því að á meðan gert er ráð
fyrir 16% verðbólgu, vaxi rekstrarút-
Pálmi Jónsson.
gjöldin um 24,7%, á hinn bóginn séu
framlög til ljárfestingar atvinnuvega
og millifærslna skorin niður. „Miðað
við áætlanir hækka tekjur ríkisins á
þessu ári frá Ijárlögum um 2,7 millj-
arða, en útgjöldin um 8 milljarða
og ég sé ekkert sem bendir til þess
að breyting verði á þessari þróun
miðað við það ijárlagafrumvarp sem
fjármálaráðherra lagði fram í dag,“
sagði Pálmi Jónsson.
Tekjur ríkisins hækka milli
ára u in 13.502 milljónir króna
HEILDARTEKJUR ríkissjóðs á árinu 1990 eiga að verða 90.352 milljón-
ir króna, samkvæmt fjárlagaf'rumvarpinu. I fjárlagaf'rumvarpi fyrir
árið 1989 voru heildartekjurnar áætlaðar 77.300 milljónir og er hækkun-
in 13.502 milljónir króna, eða 16,88%. Sé borið saman hver raunbreyt-
ingin er, að teknu tilliti til verðlags, kemur fram í fjárlagafrumvarp-
inu, að samdráttur verður að raungildi sem nemur 1.348 milljónum
króna, eða um 1,5%. Þá er miðað við að verðbólga á milli ára verði á
bilinu 15%-16%. Tekjur ríkissjóðs á þessu ári cru áætlaðar verða 27,1%
af vergri landsframleiðslu og eiga að halda því hlutfalli á næsta ári.
Helstu breytingarnar sem verða á tekjuöíluninni verða gildistaka 26%
virðisaukaskatts um næstu áramót og álagning tekjuskatts á fjármagns-
tekjur, en ekki hefúr enn verið gengið fyllilega frá með hvaða hætti
liann verður lagður á.
Tekjum ríkissjóðs er skipt í þijá
flokka, beina skatta, óbeina skatta
og aðrar tekjur. Skattarnir hækka
um nálægt 16% á milli ára. Beinir
skattar eiga að lækka að raungildi
um 3% og munar mest um lækkun
eignarskatts í sambandi við álagn-
ingu tekjuskatts á flármagnstekjur.
Óbeinir skattar eiga að lækka að
raungildi um 0,5% og munar íhest
um lækkun tekna af innflutningi.
Aðrar tekjur skiptast í tvennt, vaxta-
tekjur sem eiga að verða rúmir fjór-
ir milljarðar og hækka úr þremur á
þessu ári. Arðgreiðslur eru hinn hiut-
inn og hækka talsvert, eiga að verða
1.457 milljónir samanborið við tæpan
milljarð samkvæmt áætlun þessa
árs. Mest munar þar um arðgreiðslur
Seðlabanka, Pósts og síma og
Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli.
Eignarskattar eiga í heild að
lækka að raungildi um 10% og verða
2.880 milljónir króna. Eignarskatts-
auki á að verða 270 milljónir, en á
þessu ári er gert ráð fyrir að 230
milljónir , innheimtist. Hækkunin er
17,4%.
Tekjuskattar eru áætiaðir 12.330
milljónir króna, en eru þó háðir ýms-
um óvissuþáttum. Þar má nefna
álgningu tekjuskatts á fjármagns-
tekjur, sem enn á eftir að útfæra.
Þá verða teknar upp vaxtabætur í
stað vaxtaafsiáttar í tengslum við
húsbréfakerfi. Tekjuskattur einstaki-
inga er áætlaður verða 10,3 milljarð-
ar, fyrirtækja 1,8 milljarðar og 230
milljónir verða innheimtar í sérstöku
gjaldi til Framkvæmdasjóðs aldr-
aðra.
Gjöld af innflútningi eiga að drag-
ast saman, úr um 10 milljörðum í
9,8. Samdráttur í bifreiðainnflutningi
vegur þar þungt, en miðað er við sjö
þúsund innfluttar bifreiðir og tekjur
af þeim um milljarð. Bensíngjald á
ekki að hækka jafn mikið og verðlag
gæti gefið tilefni til, hækkunin á að
verða um ijórðungur af áætlaðri
heimildarhækkun á næsta ári. Vöru-
gjaldshækkun um síðustu áramót var
að nokkru tekin aftur á árinu og
verða tekjur af þeim lið því minni en
á þessu ári. Þær eru áætlaðar verða
1,8 milljarðar.
Virðisaukaskatturinn á að skila
ríkissjóði hlutfallslega jafn miklum
tekjum á næsta ári og söluskatturinn
gerði að óbreyttu og er þá miðað við
að skatthlutfallið hækki úr 22% eins
og það er samkvæmt núgildandi lög-
um og verði 26%. Endurgreiða á
hluta virðisaukaskatts af nokkrum
matvörum, þannig að þær beri jafn-
gildi 13% virðisaukaskatts. Heildar-
tekjur af virðisaukaskattí eiga að
verða 40.550 milljónir króna, en
áætlað er að söluskattur skili rúmum
33 milljörðum í ríkissjóð á þessu ári.
Bifreiðaskattar eiga að skila 2,1
milljarði og er þá miðað við að bif-
reiðagjald verði hækkað um tvær til
þijár krónur á kíló. Það mun skila
300 milljóna króna tekjuauka þannig
að heildartekjur af gjaldinu verði um
900 milljónir.
Flug'stöðin:
88 milljónir
vantar svo
endarmætist „
MIÐAÐ við þá tekjustofúa, sem
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hef-
ur, er áætluð fjárvöntun á
næsta ári 88/2 milljón króna.
Rekstur fríhaftiarinnar á að
gefa ríkissjóði 314 milljónir á
næsta ári, sem er 44% hækkun
frá fjárlögum 1989.
Heildarútgjöld flugstöðvarinn-
ar eru áætluð 554 milljónir og
550 þúsund krónur og hækka þau
um .104% frá ijárlögum 1989.
Þar af eru vextir tæpar 328 millj-
ónir. Heildartekjur eru áætlaðar
rúmar 376 milljónir og er þar að
mestu um leigutekjur að ræða,
en leiga er greidd af um 95% af
húsrými stöðvarinnar.
Póstur og sími:
Tekjur þurfa að
hækka um 9,5%
TEKJUR Póst- og símamála-
stofúunarinnar verða að
hækka um 9,5% á næsta ári,
til að áætlun fjárlagafrum-
varps gangi eftir. Gert er ráð
fyrir að stofnunin skili 350
milljóuum í ríkissjóð.
Rekstrargjöld stofnunarinnar
með afskriftum eru áætluð 7
milljarðar, 571 milljón og 950
þúsund krónur og hækka um 21%
frá fjárlögum 1989. Rekstrar-
tekjur eru áætlaðar 7 milljarðar,
19 milljónir og 430 þúsund krón-
ur og hækka um 8%. Er þá ekki
gert ráð fyrir breytingum á gild-
andi gjaldskrá. Fjárfestingar eru
áætlaðar 800 milljónir, en hluti
þessarar fjárfestingarheimiklar
felur í sér skuldbindingar íslands
vegna frumfjárfestingar í upp-
setningu lóran-staðsetningar-
kerfis. Kostnaður við það er áætl-
aður 65 milljónir á ári næstu þijú
árin. Þá er Pósti og síma ætlað
að skila 350 milljónum í ríkissjóð
á næsta ári. Til að það gangi
eftir þurfa tekjur að aukast um
9,5% á næsta ári.
Þjóðarbókhlaða:
Háskólinn
leggi fram
60 milljónir
ÁÆTLAÐ er að veita 120 millj-
ónum króna til framkvæmda
við Þjóðarbóklilöðu á næsta
ári. Helmingurinn, eða 60 millj-
ónir, er úr sjóði vegna sérstaks
eignaskattsauka, en áætlað er
að hinar 60 milljónirnar leggi
Háskóli Islands fram.
Eignaskattsaukinn á að gefa
af sér 270 milljónir á næsta ári
og er áætlað að leggja um 215
milljónir til framkvæmda við þær
byggingar, sem lögin um Þjóðar-
bókhlöðu og endurbætur menn-
ingarbygginga ná til. Aætlað er
að nota 60 milljónir til Þjóðarbók-
hlöðu, 125 til Þjóðleikhúss, 13 til
Þjóðminjasafns, 10 til Þjóðskjala-
safns og um 7 milljónum er óráð-
stafað. í fjárlagafrumvarpinu
kemur fram að þeim markmiðum,
að ljúka byggingu Þjóðarbók-
hlöðu á fjórum árum, verður ekki
náð.
Framlag Háskóla íslands til
Þjóðarbókhlöðu er rökstutt með
því að Háskólabókasafn verði þar
til húsa. Því sé eðlilegt að Hapþ-
drætti Háskólans kosti þessa
byggingu engu síður en aðrar
byggingar skólans.