Morgunblaðið - 12.10.1989, Side 12

Morgunblaðið - 12.10.1989, Side 12
12 MORGtJKBLADlÐ 'FlMMTUÖAGMW Í2.< OUTÖBRR19H9 Málaðar smásögur Myndlist Bragi Asgeirsson Það er margur hátturinn á því að segja sögur, í flestum tilvikum eru þær sagðar í rituðu máli, og ekki er óalgengt að þær séu mæltar af munni fram, en það er sjaldgæf- ara að nota hrein sjónræn atriði einvörðungu. En það gerir nú ein- mitt Tumi Magnússon, sem er ann- ar í röð sýnenda í hinu nýja list- húsi Gallerí II á Skólavörðustíg 4. Hann sýnir þar fimm olíumálverk af nýrri gerð, er nefnast Kerti, Augu, Kortér yfir, Flugur og Brauð, og af nöfnunum einum að marka þá eru þetta örstuttar smá- HIK fordæm- irríkisvaldið STJORN Hins íslenska kennarafé- lags fordæmir tilraunir ríkisvalds- ins til að brjóta á bak aftur vinnu- stöðvun Rafiðnaðarsambandsins, bæði með fullyrðingum um ólög- mæti verkfallsins og með því að iáta aðra ganga í störf þeirra sem eru í vinnustöðvun. HÍK lýsir furðu sinni á þeim vinnu- brögðum að leita uppi agnúa á samn- ingsréttarlögum með það fyrir aug- um að fara í kringum anda laganna til að fótumtroða sjálfsögð mannrétt- indi. (Fréttatilkynning) sögur afmarkaðs veruleika. Það má segja, að það sé kíminn og menningarlegur undirtónn í þessum myndum, og vel að merkja einungis undirtónn, því að hér er ekki um að ræða neitt opinmynnt spaug né aulafyndni. Þetta er þann- ig eins konar samfelld kímni af dýpri tegundinni og kannski í ætt við þá tegund, sem menn telja sig skilja í upphafi og afgreiða, en leyn- ir á sér, þannig að einn góðan veð- urdag rennur upp fyrir þeim ljós, þannig að þeir brosa ánægjulega út í annað munnvikið. Þetta er eitt ráðið til að kveikja á perunni hjá skoðandanum, — eitt ráðið til að ögra þeim, sem eru mættir á stað- inn í þeim tilgangi að skoða háleita list og hafa ákveðnar skoðanir um hugtakið. Sýningum sem slíkum fylgja iðu- lega hugleiðingar um lífið og tilver- una í útlandinu, eins og til að lyfta enn frekar undir hugarflug skoð- andans og hér uppi á íslandi er slíkt í mörgum tilvikum brýn nauð- syn. Því að annars er hætta á, að sýningarnar fari fyrir ofan garð og neðan hjá hinum almenna en áhug- asama skoðanda, sem listamennirn- ir hafa skyldum að gegna við. Eða til hvers og fyrir hverja er verið að sýna opinberlega? Það er aldrei nóg að sýningar séu eins og hvísl á milli örfárra innvígðra vina eða pískur á milli nokkurra skólastúlkna í strætó . . . Helgi Hálfdanarson: ORÐ OG MERKING Vinur minn Þorsteinn Gylfason er ekki manna vísastur til að láta sér segjast. Raunar er varla við því að búast, því venjulega hefur hann hárrétt fyrir sér, þegar hon- um dettur í hug að halda ein- hveiju fram. Og hví skyldi hann þá trúa því, að sér geti skotizt, þá sjaldan það kemur fyrir. í grein sinni í Morgunblaðinu 10. þ.m. er hann enn við það hey- garðshornið, að orðið huglægur, sem orðabókum ber saman um að hafi sömu merkingu og enska orðið subjective, sé þar óhæft vegna þess að það getur einnig haft nokkuð aðra merkingu. Þorsteinn er eini maðurinn sem ég veit til að setji þetta fyrir sig. Ég er hræddur um að okkur báð- um þætti vandlifað í henni Versu, ef við ættum að neita okkur um öll þau orð í máli, sem svo er háttað. Ég vil ekki móðga Þor- stein með því að nefna hvers- dagsleg dæmi. Ekki amast hann við enska orðinu subjective í þeirri merkingu sem um var rætt, og má þó vissulega leggja það út á fleiri vegu. Ula lízt mér á þá tillögu Þor- steins að segja hlutdrægt mat um það sem ég kallaði huglægt mat og gerði grein fyrir. Hlut- drægt mat yrði af flestum skilið . sem vísvitandi skekkt mat, en því fer fjarri að svo þurfi að vera um huglægt mat. Það er alkunna, að íslenzkt orðafai' á þessum vettvangi hefur löngum verið á reiki. En um orðið huglægur virðist þó hafa náðst almennt samkomulag vegna þess að einmitt það orð hæfir þeirri merkingu, sem það hefur að jafn- aði hlotið, betur en nokkurt annað orð sem þar hefur komið til álita. Um það hirði ég ekki að karpa við Þorstein, fyrst honum þókn- ast, áldrei þessu vant, að loka augum sinnar glöggu skynsemi fyrir því sem allir sjá. „Og ég sem hélt að enginn væri verri en Thatcher.. .<( eftir Þórarin Eldjárn Fyrir tæpu ári las ég upp úr nýút- kominni bók minni á samkomu ís- lendingafélagsins í Lundúnum. Eins og séðum bókaútgefanda sæmir hafði ég meðferðis allmörg eintök af bókinni í tösku minni og falbauð þau að lestri loknum á 20 sterlings- pund hvert, sem samsvaraði á þeim tíma rúmum 1.600 krónum íslensk- um. Englendingur einn nærstaddur lét þau orð falla við mig að sér þætti þetta svívirðilegt okur. Auðvit- að vissi ég að maðurinn hafði á réttu að standa, ég hafði sjálfur skömmu áður keypt nýútkomna skáldsögu í góðu bandi eftir þarlend- an höfund, á að giska fjórum sinnum þykkari en mína, og borgað 12 pund fynr í enskri bókabúð. Eg maldaði í móinn og benti JAFUCO BESTU TÖLVUKAUPIN? JAFUCO -286 með: 80286-12 12 MHz örgjörva 0 biðstigi. Sökkli fyrir reiknigjörva. 640 Kb, minni stækkanlegu í 4 Mb á móðurborði. Amber skjá. Grafísku skjákorti. 30 Mb hörðum diski. 1.2 Mb diskadrifi. 8 tengiraufum, 7 16 bita, ein 8 bita. Tveim raðtengjum. Tveim hliðtengjum. Tengi fyrir stýripinna. MS-DOS 3.3 og GW-BASIC. Þrem bókum og bæklingum. Allt þetta færðu fyrir aðeins 139.900 kr. stgr. Fyrir þig! Fyrir skólann! Fyrir fyrirtæki! I*m.l t i i t i, i t t i, , ) I i (t~t i /-1-7-77—-7 4ij.vAA,v.ýVv l'ji 1 ....... Tölvusalan hf Suðurlandsbraut 20 sími 91- 8 47 79. manninum á að hinn almenni lesandi á íslandi léti sér það lynda að greiða á sama tíma nær 2.700 krónur fyrir þetta arma kver mitt og önnur ámóta út úr búð, þ.e.a.s. vel ríflega 30 pund. Maðurinn neitaði að trúa þessu, en nærstaddir Islendingar gátu staðfest sögu mína. „Var þetta ekki bókaþjóðin?" spurði þá maður- inn og ég fór strax að spila fyrir hann gömlu plötuna um smæð ís- lenska markaðarins og óhjákvæmi- legar afleiðingar hennar fyrir verð bóka, en neyddist svo til að_ bæta við: „Auk þess er það svo á Islandi að ofan á þetta háa verð hverrar bókar leggur ríkið 25% söluskatt meðan samsvarandi skattur í Bret- landi er enginn." Manngreyinu sem lengi hafði talið sig mikinn ísland- svin varð nú orðfall um hríð, en loks andvarpaði hann þó: „Og ég sem hélt að enginn væri verri en Tatcher þegar menningin er annars vegar.“ Fyrsta janúar nk. ganga í gildi lög um virðisaukaskatt á íslandi. Við þau tímamót hefði verið lag að aflétta þessum smánarlega bókaskatti af þjóðinni, en ekki er þó gert ráð fyrir því samkvæmt nýju lögunum. Helsta röksemd stjórnvalda gegn niðurfell- ingu hefui' verið að einn meginkostur virðisaukaskattins nýja felist í al- gjöru undanþáguleysi. Nú þegar hafa þó verið veittar það margar undan- þágur frá undanþáguleysinu að rök- semdin stenst ekki lengur. Enn er því ráðrúm til að breyta lögunum, vilji er allt sem þarf. Þær fregnir berast hins vegar, að sá vilji sé ekki fyrir hendi lijá núverandi fjármála- ráðherra og ríkisstjórn. Röðin er því komin 'að menningarlega sinnuðum alþingismönnum í öllum flokkum. Ef þingmenn bera ekki gæfu til að afstýra þessu menningarhneyksli er helst að eygja von í samþykkt nýafstaðins landsfundar Sjálfstæðis- flokksins þar sem þess er krafist að umræddur bókaskattur komist ekki á. Það ber þó að hafa í huga að Þórarinn Eldjárn „Fyrsta janúar nk. ganga í gildi lög um virðisaukaskatt á Is- landi. Við þau tímamót hefði verið lag að af- létta þessum smánar- lega bókaskatti af þjóð- inni, en ekki er þó gert ráð fyrir því samkvæmt nýju lögunum.“ stjórnmálamenn eru menningunni alltaf mun hlynntari í stjórnarand- stöðu en í stjórn. Þyí vil ég beina þessari spurningu til forystu Sjálf- stæðisflokksins: Er ykkur svo mikil alvara með þessari samþykkt, að þið séuð reiðubúin að lýsa því yfir að ykkar flokkur myndi í ríkisstjórn í framtíðinni beita sér fyrir niðurfell- ingu bókaskatts ef svo hörmulega tekst til að hann leggist á með fullum þunga um næstu áramót? Bandaríkin: Andófi hvalfrið- unarsinna lokið ANDÓFI hvalfriðunarsinna gegn Islendingum vegna hvalveiða í vís- indaskyni er nú Iokið í kjölfar þess að þessuin veiðum hefur verið hætt. Friðunarsinnar hafa ekki haldið áfram málsókn vegna veið- anna gegn viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, en ináli þeirra gegn embættinu var fyrir skömmu vísað frá þar vestra. Friðunarsinnar kærðu á sínum Þegar hvalveiðum hér var hætt, urðu tíma embætti viðskiptaráðherra dómstólar við kröfu ráðuneytisins um Bandaríkjanna fyrir að gefa ekki út staðfestingarkæru á hendur íslend- ingum vegna hvalveiða þeirra í vís- indaskyni. Töldu friðunarsinnar það þar með vera að bijóta ákvæði bandarískra laga, sem kveða á um viðskiptahömlur gegn löndum, sem ekki fara að alþjóðasamþykktum. frávísun' málsins. Friðunarsinnar hefðu getað haldið málinu áfram með því að kæra frávísunina, en þann möguleika hafa þeir ekki nýtt sér, að sögn Kjartans Júlíussonar, deildarstjóra í sjávarútvegsrþaðu- neytinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.