Morgunblaðið - 12.10.1989, Side 13

Morgunblaðið - 12.10.1989, Side 13
MORGUNBLAPIÐ KIMM'DUDAGUR ,12. ORTÓBER 1989 13 Skattadeildin — eignarskatturinn eftir Sigurð Tómasson Þriðjudaginn 26. september sl. var haldinn stofnfundur Skatta- deildar Húseigendafélagsins. Í Morgunblaðinu laugardaginn 30. september er frásögn af þessu og þar segir fréttaritarinn m.a. svo frá: „Sigurður Tómasson, viðskipta- fræðingur. .. vakti athygli á að í skýringum við eignaskattsfrum- varpið segði að skattprósentan færi með þessum lögum í 1,25% en ekki 2,95% eins og reyndin væri. Þarna virðist þjóðarbókhlöðuskatturinn hafa gleymst, eins mætti setjast við að skipta eignaskattinum niður og skýra upp og segjast svo hafa af- numið skatt af íbúðarhúsnæði.“ Ekki síst fyrir þann sem eitthvað veit eða skilur um skattamál hlýtur þessi hluti frásagnar blaðsins að vera óskiljanlegur. Annaðhvort hef- ur undirritaður verið svona óskýr í máli sínu eða fréttaritarinn alls ókunnur málefninu — nema hvort tveggja sé! En þetta gefur tilefni til að útskýra nánar hvað það var sem þarna fór fram og frásögn blaðsins átti að fjalla um. Breyting á eignarskattinum — alþingismenn Fram hefur komið að alþingis- menn eru taldir hafa vitað heldur lítið um hvaða hækkun þeir voru að samþykkja á eignarskattinum í desémber sl. og því síður hvaða afleiðingar þetta mundi hafa fyrir Ijölda fólks. Ýmsar vísbendingar um vanþekkingu alþingismanna á málinu hafa síðar komið fram bæði í orðum og rituðu máli. Sem ástæðu fyrir þessu hefur m.a. verið haldið fram að kynning á málinu var í minnsta lagi. A stofnfundinum hafði ég orð á þessu og vitnaði m.a. í greinargerð með frumvarpinu en þar sagði um hækkun á lægra þrep- inu í eignarskatti úr 0,95% í 1,2%: „Þar með væri eignarskattshlut- fallið aftur jafnhátt og það var fyr- ir nokkrum árum.“ Hér er farið svolítið fijálslega með staðreyndir án þess að beint sé hægt að segja að farið sé með ósannindi. Árin 1980-1983 var hlut- fallið 1,2%. Árið 1984 var það 0,95%. Árin 1985-1988 var það 0,95% og því til viðbótar var á árun- um 1985-1988 lagður á 0,25% við- bótarskattur, kallaður eignar- skattsauki eða sérstakur eignar- skattur. Nú síðustu mánuðina þjóð- arbókhlöðuskattur. Það sem lög- gjafarvaldið hefur gert er að búta eignarskattinn niður í tvennt. Eign- arskattur er lagður á samkvæmt skattalögum en þjóðarbókhlöðu- skattur samkvæmt sérlögum um þjóðarátak. Skattahlutföllin á árun- um 1985—1988 voru 0,95 + 0,25 = 1,2% þegar komið var yfir viss skattleysismörk. Þegar búið er að búta niður eignarskattsálagning- una og síðar lagt fram frumvarp um hækkun á skatthlutfalli eignar- skatts virðist sem þeir er sömdu frumvarpið telji sig geta sagt að aðeins sé verið að gera eignar- skattshlutfallið aftur jafnhátt og það var fyrir nokkrum árum og gleyma þannig þjóðarbókhlöðu- skattinum. í reynd varð álagningin 1989 1,2% samkvæmt skattalögum og 0,25% samkvæmt sérlögum eða alls 1,45% á lægra skattþfepinu og hefur ekki verið hærri í langan tíma. Mér dettur helst í hug að menn telji sig geta bútað allan eignar- skattinn niður i nokkra lagabálka um átak til að gera þetta og átak til að gera e-ð annað og svo mætti segja í lokin: Það er búið að fella niður eignarskatt!!! Þannig held ég inntakið í orðum mínum á þessum stofnfundi hafi verið sem síðan fréttaritarinn reyndi að vitna til með meiningar- lausum málsgreinum, samanber framangreinda tilvitnun úr frétt blaðsins. Alþingismenn — eftir skattahækkun Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum ýmissa þeirra þingmanna sem samþykktu eignarskattshækkunina og hafa tjáð sig um það síðar. Um leið og þeir hafa sagst bera ábyrgð á þess- um hækkunum — án þess beinlínis að hafa gert sér grein fyrir afleið- ingum þess fyrir einstaka kjósendur sína — hafa þeir flutt miklar tölur um hvað þetta væri flókið mál og vandasamt. Og þingmennirnir láta sem þeir sjái ekki fram úr því á hvern máta megi lagfæra þetta — „Og einmitt í þessu felst stærsti hluti lausnar þessa vandamáls. Að færa lagagreinina í það sama horf og hún hefði orðið ef ekki hefði kom- ið til hækkunin í desem- ber 1988.“ sem þeir innst inni vita vel að þarf að gera. Sem innlegg í lausn þessa flókna vandamáls vil ég benda á eftirfar- andi: Eignarskattur var álagður 1989 í samræmi við 83. gr. skatta- laganna sem er þannig eftir breyt- Sigurður Tómasson inguna í desember 1988: „Eignarskattur manna reiknast þannig: Af fyrstu 2.500.000 kr. af eignarskattsstofni greiðist enginn skattur. Af eignarskattsstofni yfir 2.500.000 kr. greiðist 1,2%. Af eignarskattsstofni yfir 7.000.000 kr. greiðist að auki 1,5%.“ Það virtist ekki vera svo flókið mál að samþykkja hækkunina í desember 1988. Það var ekki spurt hverrng sú hækkun mundi snerta gjaldendur. Ef ekki hefði komið til hækkunin hefði þessi sama laga- grein hljóðað svo: „Eignarskattur manna reiknast þannig: Af fyrstu 2.500.000 kr. af eignarskattsstofni greiðist enginn skattur. Af þeim hluta eignár- skattsstofns, sem umfram er, greið- ist 0,95%.“ Og einmitt í þessu felst stærsti hluti lausnar þessa vandamáls. Að færa lagagreinina í það sama horf og hún hefði orðið ef ekki hefði komið til hækkunin í desember 1988. Það má vera að sumum þyki þetta kaldhæðnislegt og of mikil einföldun. En vandamálið var að langmestu leyti búið til með laga- breytingunni í desember 1988 og þess vegna má lagfæra málið með svona einfaldri breytingu. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi. AD0B0NG MAN0K, GISAD0NG, SASIMl, H01 AN( KUSl KATHU, NASl RAMES.... Það eru margir framandi heitir réttir á nýja austurlenska veitingastaðnum Asíu. Þú getur valið um bragðmikla rétti frá Indónesíu, Japan, Filipseyjum og Víetnam. Má bjóða þér Indónesíu Rice Table með fimmtán. réttum eða Filipseyja kjúkling, pönnusteiktan í hvítlauk, ediki, lauk og soya sósu. Hvað segirðu um japanskt Kathu Fulai; steiktan skelfisk, humar og grísakjöt í Ton Kathu sósu eða ósvikna víetnamska sveitasúpu. Þessi sýnishorn verða að nægja. Maturinn er miklu betri en lýsingarnar á honum. Fáðu þér heitan mat á Asíu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.