Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTOBER 1989 15 Dagur fatlaðra á LANDSSAMTOKIN Þroskahjálp og Oryrkjabandalag Islands hafa ákveðið að efna til Dags fatlaðra á Islandi fostudaginn 13. október nk. Lagt verður af stað i kröfu- göngu frá Hlemmi klukkan 16.00. Gengið verður niður að Alþingis- húsi þar sein útifundur hefst kl. 16.30. Ásdís Skúladóttir flytur ávarp um kröfur fatlaðra. Auk þess munu Ásta B. Þorsteinsdóttir og Arnþór Helgason flytja ávörp fyrir hönd samtaka fatlaðra og Ogmundur Jónasson fyrir hönd launþega í landinu. Farið hefur 'verið fram á það við formenn stjórnmálaflokk- anna að þeir komi á fundinn. Þeim verður afhent skjal sem m.a. felur í sér beiðni um úrbætur í húsnæðis- málum mikið fatlaðra. Fundarstjóri verður Sigmundur Guðbjarnason, háskólarektor. Tilgangur þessara aðgerða er að krefjast þess að stjórnvöld geri .MSSOŒMiæoaaoœ! áætlun um lausn húsnæðismála og umönnunar mikið fatlaðs fólks. Samkvæmt upplýsingum frá svæðisstjórnum um málefni fatl- aðra síðastiiðið vor bjuggu 108 mikið fatlaðir einstaklingar við alls óviðunandi aðstæður í húsnæðis- málum. Brýna nauðsyn ber því til að bæta hag þeirra. Auk þess er um að ræða um 250 manna biðlista eftir húsnæði hjá Hússjóði Öryrkja- bandalags Islands auk biðlista hjá sveitarfélögunum. ;soss*>ssogsa>ssoasa wasoasaossocss xsjoœsoœsoísscx j HLUTABREFASJOÐURINN HF. j I LEIÐ TIL SKATTALÆKKUNAR OG GÓÐRAR ÁVÖXTUNAR I HLUTABRÉFASJÓÐURINN HF. býður nú til sölu á almennum markaði, með heimild Verðbréfaþings íslands, nýtt hlutafé í félaginu allt að nafnvirði kr. 57.668.800. Hlutabréfasjóðurinn hf. var stofnaður í lok ársins 1986. Hlutabréfasjóðurinn hf. ver hlutafé sínu til fjárfestingar í hlutabréfum og skuldabréfum traustra fyrirtækja. Hið nýja hlutafé er boðið út í hlutum, sem skulu standa á heilum þúsundum, að lágmarki kr. 10.000. Útboðsgengi hinna nýju hluta er 1,5600, miðað við 1. október 1989. Frá og með 2. október og til áramóta hækkar sölu- verð þeirra daglega miðað við 30% ársvexti. Útboðinu lýkur 31. desember 1989. Sérstök ákvæði laga nr. 9/1984 heimila þeim, sem fjárfesta í hlutabréfum vissra fyrirtækja, að draga þá upphæð frá skattskyldum tekjum sínum að ákveðnu hámarki. Þetta hámark var á árinu 1988 kr. 72.000 fyrir einstakling og kr. 144.000 fyrir hjón. FJÁRFESTING í HLUTABRÉFUM HLUTABRÉFA- SJÓÐSINS HF. VEITIR RÉTT TIL FRÁDRÁTTAR FRÁ SKATTSKYLDUM TEKJUM. Hlutafé HLUTABRÉFASJÓÐSINS HF. er nú kr. 42.331.200. Hluthafar eru um 400. A aðalfundi 1989 var samþykkt að greiða hluthöfum 10% arð. Aðalfundur- inn samþykkti einnig að auka hlutafé um 20% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Aðalfundur árið 1988 tók sömu ákvarð- anir, þ.e.a.s. greiddur var 10% arður og hlutafé var einnig þá aukið um 20% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Hagnað- ur HLUTABRÉFASJÓÐSINS HF. eftir skatta nam 4,1 milljón króna árið 1988 og 2,2 milljónum króna árið 1987. 54% eigna Hlutabréfasjóðsins hf. eru hlutabréf og á hann nú hlutabréf í eftirtöldum hlutafélögum: Alþýðubankanum hf., Sjóvá - Almennum tryggingum hf., Eimskipafélagi íslands hf., Skagstrendingi hf., Flugleiðum hf., Skeljungi hf., Granda hf., Tollvörugeymslunni hf., Hampiðjunni hf., Útgerðarfélagi Akureyringa hf., Iðnaðarbanka íslands hf., Útvegsbanka íslands hf., Olíufélaginu hf., Verslunarbanka íslands hf. 46% eigna Hlutabréfasjóðsins hf. eru skuldabréf fyrirtækja. Stjórn Hlutabréfasjóðsins hf. skipa: Baldur Guðlaugsson, hrl., stjórnarformaður, Árni Árnason, framkvæmdastjóri, Ragnar S. Halldórsson, stjórnarformaður fsal, dr. Pétur H. Blöndal, framkvæmdastjóri, Davíð Sch. Thorsteinsson, fréimkvæmdcistjóri, Árni Vilhjálmsson, prófessor, Gunnar Helgi Hálfdanarson, framkvæmdastjóri, dr. Sigurður B. Stéfánsson, framkvæmdastjóri. Framkvæmdastjóri er Þorsteinn Haraldsson, löggiltur endurskoðandi. Skólavörðustíg 12, sími 21677. Endurskoðandi er Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoðandi. Hlutabréf HLUTABRÉFASJÓÐSINS HF. eru til sölu hjá eftirtöldum aðilum: Hlutabréfamarkaðurínn hf. Skólavörðustíg 12, 3. hæð, 101 Reykjavík, s. 21677. Ármúla 7, s. 681530, 108 Reykjavík. Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf. Ármúla 7, 108 Reykjavík, s. 681530. Verðbréfamarkaður Útvegsbanka íslands hf. Síðumúla 23, 108 Reykjavík, s. 688030. Verðbréfamarkaður Alþýðubankans hf. Suðurlandsbraut 30,108 Reykjavík, s. 680670. Kaupþing hf. Húsi versiunarinnar, s. 686988. Fjárfestingarfélagið Verðbréfamarkaðurinn Hafnarstræti 7, 108 Reykajvík, s. 28566. Kringlunni, 103 Reykjavík, s. 689700. Verðbréfaviðskipti Samvinnubankans Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík, s. 688568. Verðbréfaviðskipti Landsbankans Suðurlandsbraut 24,155 Reykjavík, s. 606080. Kaupþing Norðurlands hf. Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri, s. 24700. S«SS>ŒÍ0SS»<>Œ»<>S»>Œ5<>5Sa<>œ<>aSOŒ5öaS!O<ŒÍ<>«»>Œ5««=!<>«>ŒÍ<>SŒ<>Œa>ŒW>ŒS<>!^>œw>ísŒ(>ŒÍO!SS!<>Œ5<>SSW>œ<WS5<«K<>ŒS<K NAMSKEIÐ Á VEGUM ENDURMENNTUNAR- NEFNDAR BÍLGREINA í OKTOBER OG NÓVEMBER 11. HASTYRKTARSTAL Farið er yfir helstu eiginleika hástyrktarstáls og að hvaða leyti það erfrábrugðið almennu stáli, kennd meðferð þess og hvern- ig unnið er við það og sérstaklega fjallað um hitameðhöndlun, suðu og annað þess háttar. Einnig fjallað sérstaklega um þá hluti, sem nú eru gerðir úr hástyrktarstáli og þola ekki almenna viðgerð á sama hátt'og áður var, en nú þarf að skipta um þessa berandi hluti bílsins í mörgum tilfellum, þar sem áður var hægt að gera við. Þátttakendur: Námskeiðið er einkum ætlað bifreiðasmiðum og bifvélavirkjum, sem starfa við réttingar og nýsmíði yfirbygginga. Lengd námskeiðs 24 tímar. Staður og tfmi: Iðnskólinn í Reykjavík, málmiðnaðardeild 13.-21.10.89. Föstudagur 13. október kl. 13.00-17.00 Laugardagur 14. október kl. 09.00-15.00 Föstudagur 20. október kl. 13.00-17.00 Laugardagur 21.október kl. 09.00-15.00 8. BENSÍNINNSPRAUTUN Kennsluáætlun: Kynning á kostum bensíninnsprautunar og ástæðum fyrir vax- andi notkun þeirra. Kynning á uppbyggingu og virkun þriggja mismunandi kerfa: Þýsks, amerísks og japansks. Nánari kynn- ing á Bosch kerfum, K-Jetronic, KE-Jetronic og LE (LH)-Jetr- onic. Farið nákvæmlega í gegnum LE (LH) - Jetronic og Motr- onic með litskyggnum til undirbúnings notkunar á Horstman- bretti. Markviss vinna með LE (LH)-Jetronic með notkun Horst- man-brettis. Þátttakendur: Bifvélavirkjar með góða þekkingu á rafkerfi og hafa sótt nám- skeið þar um. Verklegt: Æfingar í bilanagreiningu m. Horstman-bretti. Myndbönd um amerísk kerfi og Evrópukerfi. Skoðun þýskra, amerískra og japanskra bíla með bensíninn- sprautun á verkstæðum. Lengd námskeiðs 25 tímar. Haldið við Iðnskólann í Reykjavík á þriðjud., fimmtud. og laugard. Hefst 24. okt. kl. 18.30. 5. FYLLING, LÍMING OS SUÐA PLASTEFNA Meginverkefni: Greining plastefna og val viðgerðarefna. Suðuaðferðir á plast- efnum. Líming plastefna. Fyllingar með plastefnum. Fyllingar í mjúka plasthluti og yfirborðsmeðhöndlun. Kynning á límingu stálefna. (bræðsla gólfefna. Reiknað er með að í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins öðlist menn eftir þetta námskeið rétt til að nota og umgangast þau efni sem við þetta notast en eru á lista yfir eiturefni. Þátttakendur: Námskeiðið er einkum ætlað bifreiðasmiðum og bifvélavirkjum, sem starfa við réttingar og nýsmíði yfirbygginga. Fyrirkomulag námskeiðsins: Kennsla fer fram með fyrirlestrum, myndskýringum og verkleg- um æfingum. Lengd námskeiðs 25 tímar. Staður og tfmi: Iðnskólinn í Reykjavík, málmiðnaðardeild, 9:, 10., 11. og 18. nóvember 1989. Fimmtudagur 9. nóvember kl. 08.00-12.00 Föstudagur 10. nóvember kl. 13,00-17.00 Laugardagur 11.nóvember kl. 08.00-16.00 Laugardagur 18. nóvember kl. 08.00-12.00 13. MEÐFERÐ Á SINKHÚÐUÐU JÁRNI Málningar- og yfirborðsmeðhöndlun á sinkhúðuðu (galvaniser- uðu) járni og plasti. Á þessu námskeiði verður farið yfir meðferð og viðgerð á sink- húðuðu járni og plasti. Helstu efni sem notuð eru kynnt og hvaða vinnuaðferðir henta við mismunandi efni. Hinn hluti námskeiðsins er efnisfræði og samtenging efna í viðgerðum og málningy. Helstu efni sem notuð eru, með- höndlun þeirra og notkun. Áhrif þeirra og hvað varast beri í meðferð og notkun þeirra. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað bílamálurum. Staður og tími: Iðnskólinn í Reykjavík 17.-18. nóvember 1989. Föstudagur 17. nóvember kl. 14.00-18.00 Laugardagur 18. nóvember kl. 08.00-16.00 Skráning fer fram á skrifstofu MSÍ, Suðurlandsbraut 32, í síma 83011. 14. SKREYTINGAR OG MYNDAYFIRFÆRSLA Kynntar verða helstu aðferðir við skreytingar og myndayfir* færslu í sambandi við bílamálun, hvaða tækni er notuð og nýjungar og þróun hvað þetta varðar. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað bílamálurum. Staður og ti'mi: Iðnskólinn í Reykjavík 24.-25. nóvember 1989. Föstudagur 24. nóvember kl. 13.00-17.00 Laugardagur 25. nóvember kl. 08.00-12.00 Skráning fer fram í sima 83011. Þátttökugjald er krónur 4.500.- sem greiðist við upphaf námskeiðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.