Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1989 Vaxtakostiiaður, verð- bólga o g Seðlabanki eftir Eftir Gunnar Tómasson Hagfræðingarnir dr. Benjamín Eiríksson og Bjarni Bragi Jónsson hafa góðfúslega reynt að kenna undirrituðum einföld atriði nútíma peningahagfræði á síðum Morgun- blaðsins — betur má ef duga skal. Upphæð vaxtakostnaðar Eftirfarandi töflur byggja á upp- lýsingum í ársskýrslu Seðlabanka Islands fyrir 1988 og Hagtölum mánaðarins, sem hagfræðideild hans gefur út — staðreyndir máls- ins virðast undirstrika einfeldni kennisetninga peningahagfræðing- anna. 1. Tafla — Utlán lánakerfis í árslok 1988 (I milljörðum króna) Innlenda lán 220 Erlend lán . 139 Samtals 359 Seðlabanki „upplýsir“ forsætis- ráðherra, að „raunvextir“ hafi verið um 10% á innlendum lánamarkaði við árslok 1988 og að „arðtekt" fjármagns hafi því verið af stærð- argráðunni 22 milljarðar króna á ársgrundvelli. Nafnvextir kunna að hafa verið nálægt 33%, ef mið er tekið af 23% hækkun lánskjaravísitölu 1988 — miðað við 10% nafnvextf og 14% hækkun vístöiu gengis, þá kann hliðstæð vaxtabyrði á erlendum lán- um að hafa verið 25%. Miðað við þessar forsendur virð- ast staðreyndir málsins vísa til vaxtakostnaðar lántakanda af úti- standandi lánum af þeirri stærð- argráðu, sem hér greinir. 2. Tafla — Vaxtakostnaður á ársgrundvelli (í milljörðum króna) Af innlendum lánum 73 Af erlendum lánum 35 Samtals 108 Hrun eiginfjárstöðu atvinnulífs SMIÐJUVEGt 8, KÓPAVOGt, S: 45670 - 44544 IDÉ ■hurðirnar frá Bústofni meó fræstum „fullningum“ prýða heimilið og gefa því virðu- legan blæ. Þær fást gegnheilar eða með „frönskum" gluggum, sem hleypa birtu á milli herbergja. Frönsku hurðirnar eru einnig fram- leiddar tvöfaldar. Hurðirnarfaravel í nýtízku húsakynnum sem og til endurnýjunar í eldri húsum. Þær eru því hvarvetna aðlaðandi og hagnýt lausn. Arkitektar og iðnaðarmenn hafa lokið lofs- orði á hurðirnar fyrir vandaða smíði. Tré er lifandi efni, sem rakastig loftsins hefur áhrif á. IDÉ-hurðirnar eru hannaðar og smíðað- ar til að þola 70% sveifluaukningu á rakastigi. • Hurðarfleki samlímdurog karmurúrmassívri furu eða greni með innfræstum spjöldum. • Allir karmar m/þéttilista • Allar hurðir fulljárnaðar með sterkum, sér- smíðuðum lömum. • Allar breiddir fáanlegar af ýmsum gerðum. • Verðið er vitaskuld hagstætt eins og á öllu öðru hjá BÚSTOFNI. Biðjið um bækling. vegna tapreksturs er önnur stað- reynd málsins — undirritaður skilur ekki, hvernig Ijármagn getur „tekið arð“ í mynd vaxtakostnaðar þar sem engan arð er að hafa. Hvernig „arðtekt", sem sprottin er af engu, getur síðan orðið for- senda útflutnings „sparifjár" þrátt fyrir neikvæða gjaldeyrisstöðu bankakerfisins er undirrituðum líka ráðgáta. Hlutfall vaxtakostnaðar Reiknað á verðlagi í árslok 1988, kann landsframleiðsla á ársgrund- velli að hafa verið nálægt 284 millj- örðum króna — hlutfall vaxtakostn- aðar og landsframleiðslu hefur því verið af eftirfarandi stærðargráðu. 3. Tafla — Vaxtakostnaður í árslok 1988 (Hlutfall af landsframlciðslu) Innlend lán 73/284 = 25% Erlend lán 35/284 = 12% Samtals 108/284 = 38% Hlutdeild atvinnulífs í heildar vaxtakostnaði kann að hafa verið um 45% —,í árslok 1988 mun „arð- tekt“ fjármagns af neikvæðum arði atvinnufyrirtækja því hafa jafngilt um 17% af landsframleiðslu á árs- grundvelli eða 48 milljörðum króna. Hlutdeild heimila í vaxtakostnaði kann að hafa verið um 30% eða jafngildi 11% landsframleiðslu — vaxtakostnaðar upp á 31 milljarð króna hefur því fallið á herðar þeirra heimila landsins, sem standa í skuld við lánakerfið. Vextir og verðbólga Vaxtakostnaður af stærðargráð- unni 108 milljarðar króna á árs- grundvelli jafngildir 30% af innlend- um og erlendum lánum útistand- andi í árslok 1988 — hlutdeild at- vinnulífs í þessum vaxtakostnaði verður ekki fjármögnuð af neikvæð- um_ arði. Útlán bankakerfisins jukust sam- tals um 133% á tímabilinu 1986— 1988 meðan magn landsframleiðslu jókst um aðeins 15% — eðli málsins samkvæmt hlýtur stór hluti aukn- ingarinnar að hafa Ijármagnað áfallinn vaxtakostnað á útistand- andi lánum. Undirritaður telur það augljósa meinloku dr. Benjamíns og skoð- anabræðra hans meðal íslenzkra hagfræðinga, að slík nýsköpun pen- inga/útlána sé ekki verðbólguvald- ur. Hlutverk Seðlabankans Hér skal tekið undir þau orð leið- ara Morgunblaðsins 17. september, að „þessi þjóð þarf á því að halda, að til sé í landinu sterk stofnun, sem getur talað með sjálfstæðri röddu, þegar vitleysan er mest í efnahagsmálum.. .“ Spurningin er hvort Seðlabanki íslands sé í stakk búinn til þess að gegna þessu hlutverki meðan vaxtastefna hans er ráðin með þeim hætti, sem verið hefur um árabil — sú stefna er ekki óskyld „mestu vitleysu í efnahagsmálum" þjóðar- innar. Eiríkur Guðnason, aðstoðarseðla- bankastjóri, ljallaði um málið í við- tali við Morgunblaðið 17. september og taldi ekki „tímabært" að taka upp virka útlánastjórnun vegna neikvæðra áhrifa þess á „gjaldeyris- sjóð“ Seðlabanka íslands. Eiríkur ræddi einnig um það „hlutverk Seðlabankans samkvæmt lögum að varðveita gjaldeyrisvara- sjóð og ávaxta hann“ — um síðustu áramót var „gjaldeyrissjóður" bankakerfisins í heild neikvæður um 450 milljónir Bandaríkjadala. „Gjaldeyrisvarasjóður" Seðla- banka íslands, sem byggir á er- SIEMENS Góður og ódýr þurrkari! • Stórt lúguop og stór lósía. • Öryggislæsing og kæling í lok þurrkunar til að forðast krumpur. • Tekur 4,5 kg. að þvotti. Sérlega hagkvæmur og sparneytinn þurrkari. Yerð kr. 36.800,- SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300 Gunnar Tómasson „Hvernig „arðtekt“, sem sprottin er af engu, getur síðan orðið for- senda útflutnings „spariigár“ þrátt fyrir neikvæða gjaldeyris- stöðu bankakerfisins er undirrituðum líka ráð- gáta.“ lendri skuldsetningu viðskipta- banka, stendur ekki undir nafni — andstaða gegn raunhæfri útlána- stjórnun verður ekki réttlætt með tilvísun til „varasjóðs", sem ekki er til. Á miðju ári 1988 gengu í gildi nýjar „reglur Seðlabanka" sem „(leggja) áherzlu á, að heildargjald- eyrisjöfnuður hvers banka og spari- sjóðs sé jákvæðir", eins og komist var að orði í Ársskýrslu Seðlabank- ans 1988 (bls. 86). í árslok var erlend skuldsetning viðskiptabanka samtals um 700 milljónir Bandaríkjadala — „reglur Seðlabanka" leyfa nefnilega að út- lán í íslenzkum krónum teljist með eignum viðskiptabanka og spari- sjóða í erlendum gjaldeyri, ef þau eru gengisbundin. Án takmarkana á gengisbind- ingu útlána í íslenzkum krónum jafngilda „reglur Seðlabanká" ótak- markaðri heimild banka og spari- sjóða til skuldsetningar erlendis — „útlánastjórnun" og „varðveisla" gjaldeyrisvarasjóða haldast hér í hendur. „Að auki gilda um erlendar lán- tökur ákveðnar reglur, og verður eftirlit með þeim hert,“ segir í fram- haldi — í maílok 1988 hafði skuld- setning viðskiptabanka og spari- sjóða erlendis minnkað í 650 millj- ónir Bandaríkjadala. Eiríkur Guðnason telur engan „trúa því að stjórn á útlánaaukn- ingu gæti ein út af fyrir sig megn- að að halda verðlagi í skefjum og samt (?) viðunandi atvinnuástandi." Er til of mikils ætlast, að yfir- menn Seðlabanka íslands geri mönnum ekki upp skoðanir, þegar fjölmiðlar leita viðbragða þeirra við faglegri „gagnrýni"? Höfundur er hagfræðingur. Prufu-hitamælar - 50 til + 1000 C í einu tæki með elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. <H ©@ M, Vesturgötu t6 - Slmar 14660-132(0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.