Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAðTð FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1989 Evrópubandalagið: Tillögum um samræmd- an virðisaukaskatt hafiiað Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Fjármálaráðherrar Evrópubandalagsins (EB) höftiuðu á fundi í Lúx- emborg á mánudag tillögum framkvæmdastjórnar EB um samræmda innheimtu virðisaukaskatts innan sameiginlegs markaðs bandalagsins. Ráðherrar samþykktu að innheimtan yrði óbreytt eftir 1992 á þeirri forsendu að óhugsandi væri að breyta kerfinu á svo stuttum tíma. Umræðurum virðisaukaskatt, inn- herrar EB höfnuðu þessari skoðun, heimtuaðferðir og skattstig, hafa staðið í tvö ár innan EB. í tillögum Cockfields lávarðar um innri markað- inn eftir 1992 var gengið út frá því að samræming virðisaukaskatts inn- an EB væri megin forsenda þess að hægt væri að teggja niður eftirlit með vöruflutningum við landamæri á milli aðildarríkja EB. Fjármálaráð- a.m.k. um sinn, og samþykktu að innheimta skattinn þar sem vöru er neytt en ekki þar sem hún er fram- leidd eins og framkvæmdastjórn bandalagsins hafði lagt til. Talsmenn framkvæmdastjórnar- innar segja að með þessu séu ráð- herramir að koma á fót gífurlega flóknu skriffinnskukerfi sem muni leiða af því tvöfalda eftirliti sem taka verði upp ef leggja eigi niður landa- mæraeftirlit í árslok 1992. Ráðherr- arnir ræddu nokkuð hugsanlega samræmingu skattstiga í virðisauka- skatti innan bandalagsins en engin niðurstaða varð í því máli. Franski fjármálaráðherrann, Pierre Bérégovoy, sem stjórnaði fundinum, kvaðst heldur kjósa góða málamiðlun en ósamkomulag. Allar tillögur um skattamál verður að sam- þykkja samhljóða á ráðherrafundum EB til þess að þær nái fram að ganga. Reuter Sigri góðra afla fagnað Hindúar á Indlandi og ef til víðar héldu nú í vikunni mikla hátíð til heiðurs gyðjunni Durga en hún er táknræn fyrir sigur hins góða yfir hinu illa. Var myndin tekin þegar tilbeiðendurnir fóru með líkneski hennar út í Yamuna-fljót í Delhi en eins og sjá má er henni ekki handarvant fremur en sumum öðrum indverskum gyðjum. Filippseyjar: Annar fellibylurinn á sex dögirni olli usla Manila. Reuter. FELLIBYLURINN Dan fór yfír Filippseyjar í gær með þeim afleið- ingum að 26 manns að minnsta kosti fórust og 60.000 manns urðu að yfirgefa heimili sín. Þetta er í annað sinn á sex dögum sem fellibylur fer yfír eyjarnar. Vindhraðinn varð mestur um 160 km/klst. og riftiuðu tré upp méð rótum og varð að loka skólum og opinberum stoíhunum víða um eyjarnar. I höfúðborginni Man- ila var rafmagnslaust í meira en 12 klukkustundir. Fellibylurinn Dan er mesta óveður sem gengið hefúr yfir Filippseyjar á þessu ári. Corazon Aquino, forseti Filipps- eyja, sagði að skemmdir af völdum fellibylsins væru umtalsverðar og hvatti hún landsmenn til að sam- einast um uppbyggingu í kjölfar hamfaranna. „Sóum ekki dýrmæt- um tíma okkar í stjórnmálaleg deiluefni,“ sagði hún og vísaði til deilna um framtíðarlegstað Ferdin- ands Marcosar, fyrrum Filippseyja- forseta. Heimildarmenn innan Rauða krossins, ríkisstjórnarinnar og hersins sögðu að heimili 85.000 fjölskyldna að minnsta kosti hefðu skemmst í flóðum í Manila. Yfir 60.000 manns leituðu skjóls í bráðabirgðabirgjum í skólum, ráð- húsum og kirkjum, að sögn starfs- manna Rauða krossins. Fréttir hafa borist um 26 dauðs- föll og að minnsta kosti 50 manns hafi slasast í flóðum og aurskrið- um. 116 manns fórust í fellibyl sem fór yfir norðurhluta Filippseyja Norðmaður fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði: Lagði grunniiin að liag- mæling’um nú á tímum föstudag og laugardag í síðustu viku. Síðla í gær stefndi fellibylurinn Dan yfir Suður-Kínahaf í átt að Víetnam. Reuter Bárujárnsplötur sem fuku af húsum í Manila þegar fellibylurinn Dan fór yfir Filippseyjar í gær liggja eins og hráviði á götum borgarinnar. Stokkhólmi. Reuter. NORSKI prófessorinn Trygve Haavelmo og faðir nútíma hag- mælinga hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1989. Skýrði sænska vísindaakademían frá þessu í fyrrakvöld en Haavelmo sjálfúr Iét sér hins vegar fátt um finnast og kvaðst vera fremur andvígur verðlaunaveitingum af þessu tagi. í greinargerð sænsku vísinda- akademíunnar sagði, að Haavelmo, sem er 77 ára að aldri, hefði hlotið verðlaunin, tæpar 30 millj. ísl. kr., fyrir að leggja grunninn að nútíma hagmælingum. Með þeim eru hag- fræðikenningar sannreyndar og sagt fyrir um líkleg áhrif einstakra efnahagsaðgerða. „Haavelmo breytti vangaveltum og. kaffibollaspjalli í raunverulega kenningu," sagði Bengt-Christer Ysander, sem sæti á í sænsku vísindaakademíunni, á frétta- mannafundi í gær. „Það er nóg að taka sér eitthvert dagblaðið í hönd til að sjá hvernig kenningum hans er beitt, til dæmis í spám um hugs- anleg áhrif skattabreytinga á vinnuaflsframboð." Haavelmo setti fyrst fram kenn- ingar sínar árið 1941 og hafði um miðjan þann áratug manna mest áhrif á bandarísk efnahagsmál og hagfræðiþenkingar. 1945-46 vann hann við rannsóknir við Chicago- háskóla þar sem hann útfærði kenn- ingar sínar nánar í samvinnu við aðra kunna hagfræðinga. Haav- elmo fluttist heim til Noregs árið 1947 og var síðan lengst af prófess- or við hagfræðideild Oslóarháskóla en er nú kominn á eftirlaun. Hann er annar Norðmaðurinn, sem fær Nóbelsverðlaunin í hagfræði, en hinn er kennari hans, Ragnar Frisch, sem deildi þeim með öðrum þegar þeim var úthlutað fyrst árið 1969. Trygve Haavelmo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.