Morgunblaðið - 12.10.1989, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 12; OKTQBER jl9g9
AKUREYRI
segir Sigurður P. Sigmundsson framkvæmdastjóri
Iðnþróunarfélags Eyjaijarðar
UM 30% ársverka á Eyjafjarðarsvæðinu eru bundin í iðnaði en 23,3%
á landinu öllu. Sigurður P. Sigmundsson framkvæmdastjóri Iðnþróun-
arfélags Eyjafjarðar segir Eyjafjörð eitt öflugasta iðnaðarsvæði
landsins og iðnaður skipti verulegu máli varðandi hag héraðsins.
Afkoma Eyfirðinga sé mikið undir því komin hvernig búið sé að
iðnaði.
„Fyrirtæki í Eyjafirði hafa ekki
farið varhluta af þeim erfiðleikum
sem verið hafa í efnahagslífi lands-
manna undanfarin tvö ár og hefur
velta þeirra í flestum tilfellum
minnkað. íslenskur iðnaður hefur
átt undir högg að sækja undanfarin
ár, m.a. vegna vaxandi samkeppni
við innfluttar vörur. Það skiptir því
ákaflega miklu máli að kaupendur
vöru geri sér grein fyrir mikilvægi
þess að velja íslenskar vörur og
styrkja þar með íslensk framleiðslu-
fyrirtæki," segir Sigurður,
Á Eyjafjarðarsvæðinu eru um
30% ársverka í iðnaði, en á Akur-
eyri einni eru tæplega 36% ársverka
í bænum í iðnaði. I landbúnaði eru
5,6% ársverka í Eyjafirði og 15,3%
í sjávarútvegi, þ.e. fiskveiðum og
vinnslu. Tæplega 50% ársverka á
svæðinu eru bundin í þjónustugrein-
um; verslun, samgöngum, bönkum
og ýmiskonar þjónustu annarri. Frá
árinu 1972 til ársins 1987 hefur
ársverkum í þjónustugreinunum
fjölgað úr 35% í tæplega 50%.
„Það er ljóst að þó ársverkum í
þjónustugeiranum hafi ijölgað hlut-
fallslega mest undanfarin ár er
ekki raunhæft að búast við áfram-
haldandi aukningu þar. Við lifum
ekki á því að þjónusta hvert annað.
Það er verðmætasköpunin sem
skiptir höfuðmáli fyrir aukinn hag-
vöxt í framtíðinni," segir Sigurður.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sigurður Guðmundsson franikvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkis-
ins kom til fundar við bæjarráð Akureyrar, en honum hefur verið
falið að leita eftir samningum við bæjarstjórn um þjónustu á vegum
stofnunarinnar í bænum. Frá vinstri á myndinni eru Sigríður Stefáns-
dóttir, Dan Brynjarsson hagsýslustjóri, Sigurður Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar, Sigfús Jónsson bæjarstjóri, Sigurð-
ur Jóhannesson, Sigurður J. Sigurðsson og Freyr Öfeigsson.
Húsnæðisstoftiun ríkisins:
Afkoma Eyfírðinga mikið til
undir gengi iðnaðarins komin
Starfsemi heflist á Akureyri
ekki síðar en um næstu áramót
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Þórarinn Kristjánsson framkvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar hf. á
Akureyri með gúmmímottu, sem endurunnin er úr ónýtum hjólbörð-
um. Hann segir að ef bæjarfélagið keypti 1.000 fermetra af slíkum
mottum á barnaleikvelli myndi það losa sig við 25 tonn af úrgangi,
auk þess sem þær dragi úr slysahættu.
STEFNT er að því að starfsemi
á vegum Húsnæðisstofhunar
ríkisins heflist á Akureyri ekki
síðar en um næstu áramót. Sig-
urður Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Húsnæðisstofn-
unar ríkisins kom til fundar við
bæjarráð Akureyrar i fyrradag
þar sem rætt var um fram-
komna ályktun húsnæðismála-
stofhunar um að hefja skuli
undirbúning að umboðsmanna-
kerfi úti á landsbyggðinni.
Framkvæmdastjóra var falið að
leita eftir samningum við bæjar-
stjórn Akureyrar um að koma á
fót þjónustu- og upplýsingastarf-
semi á vegum Húsnæðisstofnunar
í bænum.
Sigurður J. Sigurðsson forseti
bæjarstjórnar sagði í samtali við
Morgunblaðið að hugmyndir um
fyrirkomulag skrifstofu sem hefði
með húsnæðismál að gera hefðu
verið ræddar ítarlega á fundinum.
Ákveðið var að tilnefna menn frá
Húsnæðisstofnun, stjórn verka-
mannabústaða og Akureyrarbæ,
sem falið yrði að vinna áfram að
þessu máli.
„Við miðum við það að ekki
seinna en um næstu áramót eigi
þessi starfsemi að heíjast,“ sagði
Sigurður. „Þetta voru jákvæðar
viðræður af hálfu Húsnæðisstofn-
unar og það er ljóst að vilji er til
koma þessari starfsemi af stað.
Vonir manna standa til þess að
þjónusta og upplýsingastreymi til
íbúa á Norðurlandi aukist í kjölfar
þessa.“
Mjög misjöfn kartöflu-
uppskera í Eyjafirði
Allt frá mjög lélegu upp í það besta sem þekkist
KARTÖFLUUPPSKERA í Eyja-
firði var afar misjöfh á þessu
hausti, eða allt írá því að vera
mjög léleg og upp í að þykja
með besta móti. Kartöfluupp-
töku er nýlega að fúllu lokið og
ljóst að uppskeran er heldur
undir meðallagi í heildina. Á
Eyjafjarðarsvæðinu er meðal-
uppskera á bilinu tvö til þrjú
þúsund tonn af söluhæfum kart-
Þórarinn Kristjánsson framkvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar hf.:
Fyrirtæki í endurvinnslu eiga rétt
á endurg*reiðslu virðisaukaskatts
ÞÓRARINN Kristjánsson framkvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar hf.
á Akureyri segir það réttlætismál að um áramót fái þau fyrirtæki
sem vinni að endurvinnslu endurgreiddan frá ríkinu virðisaukaskatt
þann sem þegar er búið að borga til ríkisins af því hráefni sem
notað er. Hjá Gúmmívinnslunni eru um 85-90% af því hráefni, sem
notað er til vinnslunnar, úrgangur og segir Þórarinn að ef fyrirtæk-
ið fengi þann hluta endurgreiddan, þar sem áður væri búið að borga
af vörunni, þá myndu þær vörur sem framleiddar eru hjá fyrirtæk-
inu lækka um 20%.
Gúmmívinnslan ætlar í framtíðr
inni að snúa sér í æ ríkari mæli að
endurvinnslu á gúmmívörum, en
þegar eru framleiddar hjá fyrirtæk-
inu nokkrar vörutegundir. Á þeim
fimm árum sem fyrirtækið hefur
starfað hefur verið unnið að þróun-
arstarfi varðandi endui’vinnsluna og
er flestar vélanna sem notaðar eru
heimasmíðaðar. Þórarinn segir að
varast hafi verið að fara út í offjár-
festingar, en smátt og smátt sé
verið að færa út kvíarnar.
í sumar var tekin í notkun ný-
bygging þat' sem boðið er upp á
alla hjólbarðaþjónustu fyrir stóra
og smáa bíla og nú er verið að inn-
rétta aðstöðu fyrir fólk sem bíður
á meðan unnið et' við bifreiðarnar.
Þæt' vörutegundir sem unnar eru
úr notuðu gúmmíi eru gúmmímott-
ur og hellur, millibobbingar og nú
nýlega var farið að framleiða stóra
bobbinga hjá fyrirtækinu og brátt
kemur á markaðinn riýtt 21 tommu
bobbingahjól. Auk þessa eru ýmis-
konar umferðarvörur fyrir Vega-
gerðina og bæjar- og sveitarfélög
endurunnar úr gúmmíi. Um 50 tonn
af gúmmíi eru notuð tii framleiðsl-
unnar á ári og fellur stærsti hlutinn
til hjá fyrirtækinu sjálfu, en auk
þess er gúmmísalli fengin frá einu
fyrirtæki í Reykjavík.
Þórarinn segir að endurvinnsl-
unni hafi ekki verið sýndur of mik-
ill áhugi á meðal ráðamanna og til
að mynda hafi Akureyrarbær ekki
keypt mikið af vörum fyrirtækis-
-ins.„Ef bæjarfélagið keypti 1.000
fermetra af gúmmíhellum á barna-
leikvöll, þá væri það að losa sjálft
sig við 25 tonn af úrgangi, sem
annars færi á haugana. Auk þess
sem betra umhverfi skapaðist fyrir
krakkana og slysum myndi eflaust
fækka þar sem þau meiða sig ekki
eins mikið ef þau detta á gúmmí-
hellur og á stein,“ segir Þórarinn.
Hann segir að ef stjórnmálamenn
hefðu í raun áhuga á endurvinnslu,
án þess að borgað væri með henni,
þá væri það réttlætismál að þeir
sæju til þess að ekki væri borgaður
virðisaukaskattur af þeim hluta
vörunnar sem unninn væri úr hrá-
efni sem þegar væri búið að borga
skatt af til ríkisins. Um 85-90% af
þeim vörum sem unnar eru hjá
Gúmmivinnslunni eru gerðar úr
úrgangi, sem þegar er búið að borga
af til ríkisins og segir Þórarinn að
ef fyrirtækið fengi þann virðisauka-
skatt greiddan til baka væri unnt
að lækka verð vörunnar um 20%.
„Það er mikið fjallað um endur-
nýtingu og á þeim vettvangi er
hægt að gera marga góða hluti, en
þá verða ráðamenn að sýna lit og
styrkja þennan iðnað,“ sagði Þórar-
öflum og er það nálægt því að
vera einn ijórði af heildarneyslu
landsmanna á ári.
Olafur Vagnsson ráðunautur
hjá Búnaðarsambandi Eyjaíjarðar
sagði uppskeruna i haust hafa
verið ótrúlega breytilega á milli
bæja. Þegar seint vori, eins og til-
fellið hafi verið nú, þá skipti lega
gai'ðsins miklu máli. Sprettutím-
inn hafi verið í styttra lagi og því
skipti miklu að grösin standi sem
lengst fram á haustið þar sem
undirvöxturinn sé mestur í sept-
ember.
Næturfrost síðari hluta ágúst-
mánaðar og i septemberbyrjun
skemmdi kartöflugrös á sumum
bæjum og segir Ólafur að það
hafi haft veralega mikið að segja
varðandi uppskerana. Á öðrum
stöðum hafi grös staðið óskemmd
allt fram til þess. Lega garðsins
skiptir þarna mestu, en í garða
sem eru í halla sest ekki kalt loft
og þeir garðar sem liggja nálægt
sjó eru einnig betur settir varð-
andi næturfrostin.
Það svæði sem best kom út í
heildina er Höfðahverfið, en lakari
uppskera var inn Svalbarðsströnd-
ina og i Öngulstaðahreppi. Ólafur
segir að þó sé uppskeran breytileg
milli bæja innan svæðanna. „I
heildina var uppskeran nokkuð
undir meðallagi. Á allmörgum
bæjum var uppskeran mjög góð
og með því besta sem menn hafa
fengið, en aftur á öðrum bæjum
var þetta mjög lélegt," sagði Ólaf-
ur. Hann sagði að líkur bentu til
þess að kartöfluuppskera yfir
landið í heild væri heldur undir
meðallagi sem þýddi að flytja
þyrfti inn kartöflur þegar kæmi
fram á sumar.
Um 30% ársverka í Eyjafírði bundin 1 iðnaði: