Morgunblaðið - 12.10.1989, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 12.10.1989, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1989 t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÓLÖF ELÍNBORG JAKOBSDÓTTIR, Miðvangi 41, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi þriðjudaginn 10. otóber. Bæring Þorbjörnsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Bróðir minn, BJÖRN ÖXNDAL HALLGRÍMSSON, Ási, Raufarhöfn, lést þann 9. október. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnlaug Hallgri'msdóttir. + GUÐMUNDUR INGVI HELGASON, Ljósheimum 6, Reykjavík, lést í Landspítalanum 10. október. Fyrir hönd vandamanna, Ólöf Anna Sigurðardóttir, Hafliði Guðmundsson, Gróa Svava Helgadóttir, Guðrún Olsen. Eiginkona mín, móðir okkar og amma, BORGHILDUR ÓLAFSDÓTTIR, Sörlaskjóli 12, er látin. Otto J. Ólafsson, Kristín Ottósdóttir, Guðrún O. Ásgeirsson, Heba O. Hertervig, og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJARNI Ó. GUÐJÓNSSON, Skipholti 30, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 30. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum öllum auðsýnda samúð og vináttu. Sigrún Stefánsdóttir, Ólaffa Bjarnadóttir, Sverrir Gfslason, Valdis Bjarnadóttir, Þorsteinn Kristjánsson, Sigrún Bjarnadóttir, Gisli Garðar Óskarsson, Stefanfa Bjarnadóttir, Viðar Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. 7 + Útför eiginkonu minnar, SIGRÍÐAR ÖNNU SIGURJÓNSDÓTTUR, Engjavegi 45, Selfossi, sem lést 5. október, verður gerð frá Krosskirkju í Austur-Landeyj- um laugardaginn 14. október kl. 14.00. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Axel Jónsson. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLFRÍÐUR ANNA PÁLSDÓTTIR, er lést á Elliheimilinu Grund 6. október sl., verður jarðsungin föstu- daginn 13. október kl. 13.30 frá kapellunni í Fossvogi. Kristrún Malmquist, Elías Jökull Sigurðsson, Gunnar Malmquist, Fríða Guðmundsdóttir, Hólmfríður Jóhannsd. Malmquist, Vigfús S. Gunnlaugsson, Alfa Malmquist, Pálmi Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Oli Bjarnason, Grímsey Nú er hann horfinn sjónum okkar gamli frændi minn og vinur, öðling- urinn og góðmennið hann Oli Bjarnason. Hann lést þann 8. sept- ember sl. í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eftir stutta legu þar, og var jarðsettur í Grímsey þann 16. sama mánaðar. Óli fæddit þann 29. ágúst árið 1992 að Steindyrum á Látraströnd við Eyjafjörð austan- og utanverðan. Við vorum systra- synir, mæður okkar ættaðar úr Fjörðutn þar sem faðirinn var bóndi og sjómaður og föðurafinn prestur fátækrar, afskekktrar og fámennr- ar sóknar. Inga Jóhannesdóttir, móðir Óla, fluttist ung úr Fjörðum og giftist Bjarna Gunnarssyni bónda og sjómanni að Látrum. Hann fórst í róðri ásamt bróðursyni og mági útaf Gjögrum þegar Óli var aðeins 4 ára. Stóð þá Inga uppi með fjögur börn í ómegð, bjargar- laus í fátækt harðbýliskotsins. Hún átti rætur að rekja í Fjörðu og þang- að leitaði hún í nálægð ástvina og skyldmenna. Hún giftist fyrrum vinnumanni sínum á Steindyrum, Guðlaugi Óla Hjálmarssyni, og gekk hann börnunum í föðurstað. Hann reyndist ljölskyldunni mjög vel og þótti Óla ávallt vænt um fóstra sinn. Árið 1914 fluttist fjölskyldan til Grímseyjar og bjó fyrst að Básum nyrst á eyjunni. Mér er minnisstæð lýsing Ingu á aðkomunni að Básum vorið 1914. Flestum ef ekki öllum nútímamönnum myndu fallast hendur ættu þeir að flytja • inn i hús, sem líkt væri ástatt um og þar blasti við umkomulausri fjölskyld- unni. En þarna hreiðruðu þau um sig með börnin og bjuggu þeim heimili þótt fátæklegt væri. Úr þessum jarðvegi var Óli Bjarnason sprottinn. Hann lærði fljótt að létta undir með móður sinni og varla mun hann hafa verið gam- all þegar hann fór að aðstoða fóstra sinn við að draga björg í bú. Inga Jóhannesdóttir náði 102 ára aldri og var ótrúlega em allt til hinstu stundar þótt sjónin brygðist að lok- um. Hún var stálminnug og söng- elsk, hafði mjög næmt eyra fyrir tónlist. Sumarið 1974 Qölmenntu ætt- ingjar hennar til Grímseyjar til þess að gleðjast með henni og Grímsey- ingum á 100 ára afmælinu. Jökull Jakobsson rithöfundur átti viðtal + Hjartkær eiginmaður minn, faðir, sonur og tengdasonur, ÁSGEIR GUNNARSSON, Garðaflöt 21, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. október kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hans, vinsamlega láti Blindrafélagið, Hamrahlíð 17, njóta þess. Guðlaug Konráðsdóttir, Guðrún Valgerður Ásgeirsd., Gunnar Ásgeirsson, Valgerður Stefánsdóttir, Konráð Gíslason, Guðrún Svava Guðmundsd. + Konan min og móðir okkar, AÐALH EIÐUR KJARTANSDÓTTIR, Blönduhlfð 31, Reykjavík, sem lést 1. október sl., verður jarðsett frá Fossvogskirkju föstu- daginn 13. október kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á liknar- stofnanir. Magnús Árnason, Ásdís Sæmundsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og bróður, ÁSGEIRS ÞÓRÐAR SIGURÐSSONAR, Vallartúni 1, Keflavik. Guðrún Ármannsdóttir, Gunnhildur Ásgeirsdóttir, Halldór Vilhjálmsson, Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, Hörður Helgason, Ásgeir Þórður Halldórsson, Guðríður Kristinsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Helgi Einar Harðarson, Ármann Á. Harðarson, Guðrún Sigurðardóttir, Sólveig Sigurðardóttir. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI KR.ÁRNASON frá Skál, verður jarðsunginn frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 14. október kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minn- ast hans er bent á Prestbakkakirkju. Jóhanna Pálsdóttir, Anna H. Árnadóttir, Steingri'mur Lárusson, Guðrún Árnadóttir, Sigurbjörn Árnason, Hjördís Sigurðardóttir, Guðríður Árnadóttir, Sigurður Bergsson, Páll S. Árnason, Rósa Reynisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. við Ingu nokkru áður og þá söng hún gamalt sálmalag sem öllum öðrum var gleymt. Jökull gat þess að öll bömin sem þá voru í skólan- um hefðu átt hana fyrir langömmu. Heimsmet trúi ég. Inga mat Óla son sinn mikils, var stolt af honum, enda reyndist hann henni eins og hún verðskuldaði. Hún var undir vemdarvæng íjölskyldunnar meðan hún lifði og kunni vel að meta umhyggju þess góða fólks sem að henni stóð. Óli Bjamason var mikill dugnað- armaður, hraustur, og gjörvilegur í hvívetna. Hann var skemmtilegur maður, léttur í lund og kunni vel að meta spaugilegar hliðar lífsins. Á hinn bóginn var hann traustur og athugull, viðkvæmur og vandað- ur maður. Árið 1927 kvæntist hann mikilli myndarkonu, Elínu Sigur- björnsdóttur frá Sveinsstöðum á eyjunni. Þar steig frændi minn mik- ið gæfuspor. Óli og Elín hafa búið að Sveinsstöðum alla tíð síðan og eignuðust þau 7 börn, sem öll vom sönn gleði foreldranna og hafa reynst þeim afburðavel. Yngsti son- urinn, Þórleifur, lést af slysförum í Grímsey árið 1981. Fráfall hans var öllum ættingjum svo og öllum íbúum eyjunnar mikið áfall. Hjónin á Sveinsstöðum bám vart sitt barr eftir það, enda var Þórleifur mikill myndar- og dugnaðar maður. Ég hefi oft leitt hugann að því hve ævisaga Óla Bjarnasonar hefði verið litrík og fróðleg. Hún var aldr- ei skráð, því miður, en brot hafa varðveist m.a. í fimmta hefti bók- anna „Aldnir hafa orðið“, eftir Erl- ing Davíðsson ritstjóra. Óli kunni vel að segja frá, hafði lent í ýmsu á langri ævi, sem flest var í tengsl- um við baráttuna við náttúruöflin, sem bróðurpart ársins reyndi á þol- rif harðgerðustu og þrautseigustu manna. Hann þekkti hið harða sótta sjómannslíf á smábátum norður við heimskautsbaug við hafnlausa strönd lítillar hömrum girtrar eyjar. I rysjóttu veðri skammdegisins var ekki á allra færi að sækja sjóinn, glíman oft hörð, en með fádæma dugnaði og óbilandi kjarki hafði frændi minn ávallt betur þótt stund- um hafi vart mátt í milli sjá. Reynsla og þekking sjómannsins á straumum, veðrum og sjólagi nýtt- ist trúlega hvergi betur en við þær aðstæður sem Öli Bjarnason mátti búa við öll sín búskaparár. Hann var barn óblíðrar náttúru, sem þó átti óviðjafnanlega töfra um bjartar vor- og sumarnætur fjarri glaumi iðandi mannlífs. Ógleymanlegar eru lýsingar Óla á þeirri undurfögru veröld sem blasti við honum á sjónum, þegar sólin flaut yfir hafinu í norðri, bát- urinn hans vaggaði á spegillygnum sjó, fiskur á hveijum öngli, hafið suðurundan og fjallgarðar norður- strandarinnar voru roðuð geislum nætursólarinnar. Þá var stundum erfitt að fara í land. Þá var hann einn með fuglunum, hrefnunum og forvitnum selum sem lónuðu um- hverfis bátinn. Hann hlakkaði ávallt til þess tíma ársins þegar fuglinn færi að setjast upp, fiskur um allan sjó og hlýr sunnanandvarinn léki um eyjuna. Þá var vosbúð vetrar- ins, hafís og hríðarbyljir vel að baki, en framundan tími mikilla anna við vinnslu sjávaraflans, sem hann átti drjúgan þátt í að draga að landi. Þá var einnig mikið um gestakomur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.