Morgunblaðið - 12.10.1989, Page 41

Morgunblaðið - 12.10.1989, Page 41
41 MORGUbjBLÁftip RIMM'þUDAfiUffÁ2-' QKTftRKR; 1989 ■ til eyjunnar, ekki síst á þeim árum þegar síldin var og hét. Oli eignaðist fjölda góðra vina í hópi bæði innlendra og erlendra sjómanna sem kunnu vel að meta gestrisnina á Sveinsstöðum og vin- gjarnlegt viðmót. Margir Eyfirðing- ar munu minnast fyrri tíma þegar Grímseyingar komu á hvetju vori á opnum báti til Akureyrar til þess að selja bæjarbúum glæný svart- fuglsegg. Þeir sigldu um bjarta vornóttina með hlaðinn bát og renndu upp að Toríunefinu í morg- unsárið, þá var oft líf og fjör á bryggjunni. Varptíminn hefir ávallt haft mikla tilbreytingu í för með sér fyrir Grímseyinga, var a.m.k. fyrr á árum nokkurs konar vertið, ívafin ævintýraþrá ungra manna sem vildu mega sýna karlmennsku og þor. En það var ekki á allra færi að síga í þá daga og alls ekki hættulaust. Óli Bjarnason lét sig ekki muna um að fara í björgin og mun hafa byijað að síga þegar hann var um fermingaraldur og lét ekki af ævintýrinu fyrr en eftir nálega 40 ár og geri aðrir betur. Það hefir alla tíð verið notalegt að koma til Grímseyjar, fólkið þar bæði vingjarnlegt og gestrisið. Þetta litla samfélag er gott dæmi um samheldni, dugnað og nægju- semi. Grímseyingar hafa ekki gert miklar kröfur tl samfélagsins, en hafa aftur á móti lagt ótrúlega mikið af mörkum til þess. Nú er skarð fyrir skildi í Grímsey þegar Óli Bjarnason er horfinn á braut, en aflíomendur hans bæði þar og annars staðar bera vott um að á Sveinsstöðum var ástundað þjóðlegt og gott uppeldi, þaðan kom gott fólk og traust og það er hjónunum báðum besti minnisvarðinn. Það væri bæði gaman og fróðlegt að mega riija upp ýmislegt sem á daga ðla Bjarnasonar dreif, en til þess er hér ekki rúm. Hann lifði viðburðaríku lífi sem var gjörólíkt því sem flestir borgarar þessa lands þekkja. Hann sótti sjóinn í meira en hálfa öld, mest á opnum bátum, var um skeið á færeyskri seglskútu og vettvangurinn var ávallt haf- svæði þar sem allra veðra er von og skammdegið viðsjárverðara en víðast annars staðar og hann lauk sjómannsferlinum þegar háþróuð ’siglinga- og fiskileitartæki höfðu tekið við af „sjötta skilningarvit- inu“, sem hann hafði nær alla tíð mátt styðjast við með góðum árangri. Að lokum vil ég þakka kærum frænda órofa vináttu og tryggð, þakka samverustundirnar sem svo sannarlega hefðu mátt vera fleiri. Fyrir hönd fjölskyldu minnar og systkina votta ég öllum aðstandend- um Óla Bjarnasonar dýpstu samúð. Guð geymi góðan dreng. Jóhannes R. Snorrason t EGGERT G. GÍSLASON framkvæmdastjóri, Rauðalæk 26, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 13. október kl. 15.00. Þráinn Eggertsson. t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og sonar, HALLBJÖRNS JÓNASAR HEIÐMUNDSSONAR, Holtsgötu 8, Sandgerði. Sólveig Sveinsdóttir og börn, Bergþóra Hallbjörnsdóttir. t Þökkum af alhug öllum vinum og vandamönnum samúð, vináttu og virðingu við minningu, GUÐNA A. HERMANSEN. Sigríður Kristinsdóttir, Jóhanna Hermansen, Ágúst Birgisson, Kristinn A. Hermansen, Guðfinna Eggertsdóttir, og barnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur vinarhug og samúð við andlát og útför ÁSGEIRS G. INGVARSSONAR, Víðihvammi 2, Kópavogi. Árný Kolbeinsdóttir, Salbjörg Jóhannsdóttir, Rósa Björk Ásgeirsdóttir, Ingvar Ásgeirsson, Kristín Hjartardóttir, íris Árný Magnúsdóttir Ásgeir Guðjón Ingvarsson, Arnór Ingi Ingvarsson, Sandra Ósk Ingvarsdóttir. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við a_ndlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR SIGURBJÖRNSSONAR, Hvassaleiti 16. Maria Finnbogadóttir, Hákon Sigurðsson, Katrín Hlíf Guðjónsdóttir, Björg Sigurðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Haukur Viggósson, og barnabörn. NEYTENDAMÁL Hollusta í íslenskum brauðum Á markaði hér er Ijölbreytt úrval girnilegra brauða. Neyt- endur hafa þó lítið vitað um innihald þessara brauða fram til þessa, annað en það sem heiti þeirra gefur til kynna og af upplýsingum sem afgreiðslu- fólk hefur getað gefið viðskipta- vinum yfir afgreiðsluborðið. Á þessu er þó að verða breyt- ing. Á Rannsóknastofnun land- búnaðins hefur Þyrí Valdimars- dóttir matvælafræðingur verið að kanna innihald brauða og vinnur hún að samsetningu næringar- taflna fyrir mismunandi brauð- tegundir. — Hveijir standa að baki þess- ara rannsókna? „Þessar rannsóknir eru kostaðar af Landssambandi bakara,“ sagði Þyrí er við ræddum við hana um rannsóknirnar. Hún sagði að þær hefðu staðið yfir í eitt ár og væri hún nú að ljúka rannsóknum á innihaldi brauða fyrir 30 brauð- gerðir víðsvegar af á landinu. Af þeim eru 14 brauðgerðir á höfuð- borgarsvæðinu og 16 úti á landi, þar á meðal flestar brauðgerðir kaupfélaganna. Nokkrar brauð- gerðir til viðbótar hafa þegar látið einkaaðila rannsaka brauð sín, en í landinu munu vera starfræktar um 64 brauðgerðir. — Hver voru tildrög þessara rannsókna? Þyrí sagði að með reglugerð um notkun aukefna í matvælum, sem kom út um síðustu áramót, væru ákvæði um að framleiðendur eigi að merkja allar umbúðir fyrir mat- væli og þá sérstaklega samsett matvæli eins og brauð. Bökurum hefði því verið nauðsynlegt að láta efnagreina brauðin. Nú, þegar nið- urstöður liggja fyrir, verða inni- haldslýsingar settar á umbúðir brauðanna, en fyrir þau brauð sem seld eru án umbúða eiga upplýs- ingar um innihald að liggja fyrir í bakaríum. Innihaldslýsingarnar hafa að geyma innihaldið; þ.e. hrá- efni, öll aukefnin; bindiefni, sýrur, basa og sölt og askobinsýru (C- vítamín), en hún kemur í veg fyrir þránun við bindingu fitu og olíu og er afoxunarmiðill og á að bæta gæði hveitisins. — Fólk spyr gjarnan hvers- vegna brauð mygli ekki. Eru rot- varnarefni sett í brauðin? „Nei, rotvarnarefni eru mjög lítið notuð,“ sagði Þyrí. „En ef þau eru notuð, þá á það að koma fram í innihaldslýsingunni (þau eru úr flokki E 200-E 280). Ef brauð eða önnur matvæli eru rotvarin er skylda að hafa síðasta söludag á umbúðunum. Áhugi fólks á holl- ustu grófra brauða hefur aukist mjög á síðari árum. Bakarar hafa því einnig ákveðið að láta kanna næringarinnihald brauða og þá sérstaklega trefjaefnin, en þau eru talin mjög góð fyrir meltiriguna. Það er ekki skylda að setja næring- arinnihald á neytendaumbúðir, en bakarar hafa ákveðið að gera það, til þæginda fyrir neytendur. Nær- ingarinnihald á svo að fylgja inni- haldslýsingunni á umbúðum brauðanna." Þyrí fékk styrk frá Vísindasjóði til kaupa á trefjaefnatæki, sem mælir trefjar í matvælum, til að mæla trefjar í brauði. Tækið má einnig nota til að mæla trefjar í grænmeti. „Ég mældi síðan allar þessar grófblöndur í brauð sem bakarar nota og koma tilbúnar erlendis frá,“ sagði Þyrí, „en bak- ara skorti námkvæmari upplýsing- ar um grófleikann í blöndunum. Ég mældi þær og var útkoman góð, þetta eru mjög góðar blönd- ur. Sumir bakarar blanda blöndur sínar sjálfir, en öðrum finnstþægi- legra að fá þær tilbúnar svo þeir geti haft fleiri brauðtegundir á boðstólum." — Nota bakarar litarefni í brauðin? „Nei, þeir nota ekki litarefni, heldur ristað malt, og það er það eina sem nota má til að dekkja brauð. Þetta ristaða malt er maltað korn, aðallega bygg, sem brotið hefur verið niður með efnahvötum og er síðan ristað eða hitað og verður það mjög dökkt að lit. Þetta ristaða malt er einnig selt uppleyst í vatni." — Nú eru hér á markaði inn- fluttar brauðtegundir eins hrökk- brauð, jafnvel rúgbrauð, og Þyrí var spurð hvort hún hefði rannsak- að þetta innflutta brauð? „Nei, það hefur ekki verið gert,“ svaraði hún. — En hvað með innlendu kök- urnar, hafa þær verið rannsakað- ar? „Það er verkefni sem er að fara í gang núna,“ sagði Þyrí. — Neytendur hafa lengi undr- ast hið óendanlega geymsluþol á innfluttum kökum og kexi — stendur til að rannsaka efnainni- hald þessa innflutta sætabrauðs? „Nei,“ svaraði Þyrí, „það verður ekki gert í þessu verkefni". Hún sagði að á þessar innfluttu kökur væri skylda að setja merkingar sem segja til um efnainnihaldið og hvaða rotvarnarefni eru notuð. — Eru íslensku brauðin holl? „Já, brauðin eru holl. Það er yfirleitt lítil fita í þeim, fitumagnið er að vísu mismunandi mikið, í sumum brauðum eru t.d. fræ og í þeim er fita. Saltmagn er einnig dálítið misjafnt. Þeir sem eru í megrun eða verða að forðast fitu eða salt af öðrum ástæðum geta, með því að lesa innihaldslýsingar og næringargildið, auðveldlega sniðgengið þau.“ - Hvaða ráð viltu gefa neyt- endum? „Ég vil aðeins benda fólki á að íslensk brauð er mjög holl og góð,“ sagði Þyrí, „og ég vil bara ráð- leggja öilum að borða sem mest af þeim“. M. Þorv. Morgunblað/Sverrir Þyrí fékk styrk frá Vísindasjóði til kaupa á trefjaefna- tæki, sem mælir treijar í matvælum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.