Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 48
Borgarnes: Mótmæla til- lögum afiirða- stöðvanefiidar Á AÐALFUNDI Verkalýðsfélags Borgarness var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða. „Aðalfundur Verkalýðsfélags Borgarness haldinn 28. september 1989 mótmælir harðlega tillögum afurðastöðvanefndar um að leggja niður Mjólkursamlag Borgfirðinga í Borgarnesi. Það hefði ófyrirsjáanlegar afleið- ingar fyrir Borgarnes og héraðið í heild e*f svo stór vinnustaður yrði lagður niður. Ef þessar tillögur ná fram að ganga er verið að flytja fjölda starfa frá landsbyggðinni til Reykjavíkur. Þar með er landsbyggðin látin bera að fullu þau fjárfestingarmistök sem Mjólkursamsalan í Reykjavík er. Rökréttara er að nota þær afurð- ir sem verða til í sveitum landsins til þess að efla atvinnulíf á lands- byggðinni í stað þess að flytja vinnsluna til Reykjavíkur.“ Rafn Stefáns- son sýnir í Bókasafhi Kópavogs í BÓKASAFNI Kópavogs stend- ur yfir sýning á blýantsteikning- um og málverkum Raíhs Stefáns- sonar. Rafn er vélvirki, en hefur tekið þátt í myndlistarklúbbi Hana-nú í Kópavogi. Myndirnar á sýningunni eru aðal- dega blýantsteikningar allt frá árinu 1952 og til ársins 1985. Rafn mál- ar líka með þekjulitum og olíu. Á sýningunni eru 17 myndir og hún er opin á sama tíma og bóka- safnið- mánudaga til föstudaga klukkan 10-21 og á laugardögum klukkan 11-14 út októbermánuð. Btóberar óskast Símar 35408 og 83033 GRAFARVOGUR Miðhúsog nágr. AUSTURBÆR Blesugróf VESTURBÆR Granaskjól . Nesbali MORGU^BLíAÐiá < 1989'' KVIKMYNDAHÁTÍÐ LISTAHÁTÍÐAR 1989 Úr Gimlispítala. Sögur af Gimli- spítala Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Sögur af Gimlispítala („Tales from the Gimli Hospital"). Höf- undur og leikstjóri: Guy Madd- en. Aðalhlutverk: Kyle McCulloch og Michael Gottli. Kanada, 1988. Einhver ánægjulegasti og um leið óvenjulegasti gestur á Kvik- myndahátíð Listahátíðar er fjar- skyldur ættingi íslenskrar kvik- myndagerðar og mjög svo ólíkur öllu því sem hér hefur verið gert, en það er fulltrúi Kanada, hin súrrealíska svarta kómedía Sögur af Gimlispítala, sem frumsýnd verður í dag. Hún er eftir Vestur- Islendinginn Guy Madden og fjall- ar um undarlega vegferð Ein- mana-Einars og Gunnars hins feita yfir forneskjulegt, svart- hvítt og hijúft 16 mm landslag íslendingabyggðarinnar í Gimli á ógreinilegu tímaskeiði, en líklega uppúr aldamótum. Tæknilega lítur myndin út eins og hálfsjötugt skar við rokkinn anno 1923, en hún var gerð í fyrra. Líklega skilja engir betur þessa mynd en íslendingar og fáum getur hún verið dýrmætari og, hvað skal segja, áhrifaríkari. Hún vakti talsverða hrifningu í heimal- andi sínu og síðustu fréttir herma að hún hafi slegið í gegn í þröng- um hópi þeirra sem sækja listræn- ar myndir í New York og að í kringum hana hafi myndast nokk- urs konar „cult“ eða hreyfing aðdáenda. Þykir hún eiga andleg- an leiðtoga í mynd eins og „Eras- erhead" Davids Lynchs og það er nokkuð til í því auk þess sem Bunuel er ekki fjarri. En útlensk- um áhorfendum hlýtur að vera margt óljóst í myndinni og raunar ekki á færi nema þeirra sem til þekkja að skilja vísanir hennar þótt auðvitað ætti að vera hægt að njóta hinnar sérkennilegu, hugmyndaríku og oft stórklikk- uðu myndgerðar fyllilega hvar sem er í heiminum. Það fer t.d. ekki framhjá nein- um sem til þekkja að hér er Vest- ur-íslendingur að fást við uppruna sinn, fjalla á einkar gamansaman og undirfurðulegan hátt um Vest- ur-íslendinga og skýtur inní það siðum frá gamla íslandi og fríkar léttilega út á ýmsu góðkunnu úr þjóðararfinum. Byijað er á hinni aldagömlu söguhefð með hroll- vekjuívafi þar sem amman situr og segir barnabörnunum sínum furðusögur úr fortíðinni um Ís- lendinga í nýja heiminum sem sofa undir mold, kemba hár sitt saman og raka sig á milli auga- brúnanna. í Gimli geisar farsótt er skilur menn eftir með flakandi sár. Við fylgjumst með tveimur þeirra inni á Gimlispítala; Einmana-Einari og Gunnari feita. Þeir keppa um hylli hjúkkanna er ganga í hvítum sloppum, á háhæluðum skóm, netsokkum og bera svo þykka augnskugga að þeir nægðu til að malbika hringveginn. Gunnar hef- ur betur, enda sögumaður góður og listfengur — hann klippir út físka úr tijáberki — en Einmana- Einar er einmitt það — einmana. Kannski af því hann notar fiskisl- or fyrir brilljantín. Áður en yfir lýkur hafa þeir tekist á í blóðugu hopp-og-skopp afbrigði af íslenskri glímu. Inní þetta klippir Madden ræðubút á íslensku, sem eru end- urteknir aftur og aftur og gamanvísnasöngvarinn Bjarni Björnsson tekur lagið — kenjar myndarinnar eru hreinasta skemmtun. Útlit hennar líkist eins og áður var minnst á mest myndum þögla skeiðsins, en skopstæling þeirra er stór partur af heila gríninu og gefur tóninn í hina fornaldarlegu Islendingasögu Maddens. Ein- hvernveginn kemst maður ekki hjá að hugsa með sér: En hvað það er gott að eiga bræður í þjóð- ararfinum handan við hafið sem taka hann ekki allt of hátíðlega. Ljóst er að Guy Madden er hug- myndaríkur, nýjungagjarn og háðskur mjög, haldinn djörfung til að vera öðruvísi; nokkuð sem okkar kvikmyndagerðarmenn mættu gjarna líka ve‘ra. Hættuspil Hættuspil („Agent Trouble"). Leikstjóri: Jean-Pierre Mocky. Aðalhlutverk: Catherine Dene- uve, Richard Bohringer, Tom November. Frakkland, 1987. Upphafið að hinni skoplegu atburðarás frönsku 'sakamála- myndarinnar Hættuspiis er að ungur puttalingur gengur framá rútu sem í sitja fimmtíu lík. Sann- arlega óhugnarleg byijun sem vekur athygli þína en áður en þú veist af ertu farinn að skelli- hlægja alveg fram að næsta morði og svo áfram koll af kolli. Leikstjórinn 'og handritshöf- undurinn Jean-Pierre Mocky blandar hér saman óaðfinnanlega gríni og spennu í einstaklega skemmtilegum þriller í anda Hitchcocks um venjulegt fólk sem lendir fyrir tilviljun í atburðarás óvenjulegs morðmáls er teygir anga sína efst upp í franska stjórnkerfið. Það er spurning hvort afþreying eins og þessi eigi heima á kvikmyndahátíð en hún veitir a.m.k. nokkurt mótvægi þyngri myndunum. Það er nefnilega allt í Hættu- spili sem þú getur óskað þér í góðri skemmtun; skemmtilegur söguþráður, frábærir leikarar, kostulegar persónur í kostulegum uppákomum og ekki síst húmot' í hæsta gír. Þú ert alltaf einum hlátri á undan glæpnum. Hin und- urfagra Catherine Deneuve leikur heldur piparkerlingarlegan safn- vörð, sem flækist inní málið í gegnum puttalinginn frænda sinn og þegar sá er drepinn ákveður hún að finna sökudolginn en ferðalag hennar endar í frábær- lega fyndinri hópferð um Pýr- eneafjöllin með einhveijum bestu skopstælingum af túristum, sem hægt er að hugsa sér. Það er sem betur fer ekkert pláss fyrir verulega vonda bófa í svona mynd. Leigumorðinn (frá- bærlega leikinn af Richard Bo- hringer) á að vísu sama afmælis- dag og Machiavelli en hann hugs- ar undurvel um fatlaða sambýlis- konu sína og er sífellt með svo og svo góða brandara á vörum („Mannæta er sá sem elskar ná- unga sinn — með tómatsósu“). Hættuspil er ein af þessum góðu frönsku myndum sem Holly- wood gæti hugsað sér að kaupa og endurgera vestra án þess að ná nokkurn tímann rétta biænum. Redl ofursti- Uberst Redl Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Leikstjóri: István Szabó. Hand- rit: Péter Dóbai. Aðalleikendur: Klaus Maria Brandauer, Armin Mueller-Stahl, Gudrun Landgrebe, Hans Christian Blech. Ungveijaland/V-Þýska- land/Austurríki 1985. í miðhluta þríleiksins Mep- histo-Redl ofursti-Hanussen, fjall- ar Szabó öðru fremur um blindan metnað mannskepnunnar. Sem í Hanussen er aðalpersónan sann- söguleg, en leikstjórinn fer fijáls- lega með heimildir. Redl ofursti, sem kominn er af fátæku bænda- fólki úr lítilsvirtu héraði í Aust- urríska-ungverska keisaradæm- inu, leggur líf og sál að veði svo hann nái sem lengst á framabraut sinni innan hersins og hljóti sam- þykki og náð aðalsins í Vínar- borg. Með því að beita öllum meðulum nær þessi ættlausi framapotari, sem aukinheldur er hneigður að báðum kynjum og grunur liggur á að sé með gyð- ingablóð í æðum, virtri stöðu í stjórn erkihertogans. Hann gerir Redl að yfirmanni leyniþjón- ustunnar, sem hann sinnir af kost- gæfni. Veður eru válynd í keisara- dæminu á öðrum tug aldarinnar. Óeining er innan hersins, erkiher- toginn skipar hinum ófyrirleitna en auðsveipa þjón sínum að setja á svið hneyksli til að stappa heij- unum saman. En sér grefur gröf þótt grafi. Erkihertoginn, sem er engu síður slægvitur en Redl, sér að hinn óvinsæli ofursti er ákjós- anlegasti blóraböggullinn og dauðadómurinn er afbrigðileg kynhegðun. Sjálfur hlýtur erki- hertoginn sína eigin byssukúlu í Sarajevo skömmu síðar, flestir þekkja eftirmála hennar. Sem fyrr segir, hegðun manns- ins í brennidepli. Pólitísk refskák á viðsjárverðum tímum í mið- evrópsku stórveldi sem liðið er undir lok. Safaríkt handrit — sem Szabó segir að sé byggt á Ieikriti Osbornes, A patriot for me, auk atburða sem gerðust á þessari öld — prýtt beinskeyttum samtölum og gjörþekkingu höfunda á öllum aðstæðum og hefðum sem endur- vekja þetta magnaða og forvitni- lega tímabil með stíl. Brandauer hefur ekki í annan tíma verið betri, hér þarf hann ekki að grípa til ofleiks, sýnir okkur þúsund hliðar á þeirri blæbrigðaríku per- sónu, Redl ofursta. Muller-Stahl er lítill eftirbátur hans sem hinn fláráði erkihertogi. Hið macia- vellíska samband þeirra er aðal myndarinnar. Hér fara handrits- höfundar á kostum í hápólitískum óheilindum og slóttugleika, sem leikararnir tjá eftirminnilega vel. Kvikmyndataka, lýsing og litir unnir af stakri list, hvert atriðið öðru minnisstæðara. Redl ofursti er sannkallað yfirburðaverk í alla staði. Myndir sýndar í dag Salam Bombay! Atlantshafs rapsódía Lestin leyndardómsfulla Liðsforinginn Úrslitaorustan Trúnaðartraust Sögur af Gimlispítala Geggjuð ást Ég þakka innilega fyrir heillaóskir, gjafir og margháttaða vinsemd sem mér var sýnd á sjötíu ára afmœli mínu 22. september sl. Með bestu kveðjum, Arni Pétur Jónsson. KARLMANNAFÖT frá kr. 5.500,- til 9.990,- Terylenebuxur kr. 1.395,- til 2.195,- Nýkomnar yfirstærðir. Mittismál mest 128 cm. Gallabuxur kr. 1.420,- og 1.620,- Flauelsbuxur kr. 1.420,- og 1.900,- Regngallar nýkomnir kr. 2.650,- Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt. ANDRÉS, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Úr myndinni “Treystu mér“ sem Bíóhöllin sýnir um þessar mundir. Bíóhöllin sýnir „Treystu mér“ BÍÓIIÖLLIN hefur tekið til sýn- inga myndina „Treystu mér“. Með aðalhlutverk fara Morgan Free- man og Beverly Todd. Lcikstjóri er Joe Avildsen. Framhaldsskóli í New Jersey var eitt sinn virtur skóli en fór hnign- andi á skömmum tíma. Svo var kom- ið að hann var kallaður „Nornaketill ofbeldis“. Hörkutólinu Joe Clark var falið það vandasama verkefni að koma hlutunum í samt lag aftur, en til þess beitti hann sínum úrræðum og fékk viðurnefnið „Crazy Joe“ eða Joe óði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.