Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 256. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Austur-Þýskaland: Löggjöf boðuð um ftjáls- ar kosningar í landinu Egon Krenz, leiðtogi austur-þýska kommúni- staflokksins, Vék í gær af miðstjórnarfundi til að skora á fólk, sem hafði safnast saman úti fyrir, að sýna stillingu og þolinmæði. Skömmu síðar tilkynnti Giinter Schabowski, talsmaður nýkjörins stjórnmála- ráðs, að verið væri að undirbúa löggjöf um frjálsar kosningar í Austur-Þýskalandi. Austur-Berlín. Reuter. MIÐSTJÓRN austur-þýska kommúnistaflokksins ætlar að beita sér fyrir nýjum kosningalögum, sem leyfa munu fijálsar kosningar í Austur-Þýskalandi. Giinter Schabowski, flokksformaður í Austur- Berlín og talsmaður stjórnmálaráðsins, skýrði frá þessu á blaða- mannafúndi í gær. Sagði bann, að allir pólitískir flokkar, sem upp- fylltu eðlileg skilyrði, fengju að bjóða fram. Schabowski sagði, að nýju lögin myndu leyfa starfsemi annarra flokka og kvað kommúnistaflokkinn albúinn að etja við þá kappi í frjáls- um kosningum. Var hann þá spurð- ur hvort ekki væri hætta á, að flokk- urinn tapaði og yrði að láta af völd- um og hann svaraði og sagði: „Jú, hugsanlega." Hann kvaðst þó viss um, að kommúnistaflokkurinn yrði áfram sá stærsti í landinu. Miðstjórn kommúnistaflokksins kom saman í gær til þriggja daga neyðarfundar um ástandið í iandinu, dagleg mótmæli hundruð þúsunda eða milljóna manna og stórkostlegan fólksflótta. Hafa Dönskum flugskatti mótmælt? Kaupmannahöfti. Frá N. J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. TALIÐ er líklegt að samgöngu- málaráðherrar frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og íslandi muni mótmæfa nýjum skatti danskra yfirvalda á ódýrar flugferðir er ráðherrarnir funda ásamt dönsk- um starfsbróður sínum á Alands- eyjum 13. nóvember. Danska stjórnin lagði sérskatt, 300 d.kr. (um 2.700 ísl.kr.) á leigu- flugsfarmiða í Evi’ópu og 400 króna skatt á ferðii’ til landa utan Evrópu árið 1Ö77. Ákveðið hefur verið að skatturinn muni frá 1. desember nk. einnig verða lagður á sérstaka afsláttarmiða í áætlunarflugi. Verði af því munu ódýrar ferðir frá Dan- mörku til annarra Norðurlanda hækka um 50%. ráðamenn misst öll tök á þróuninni en standi þeir við fyrirheitið um frjálsar kosningar hafa þeir þar með látið undan helstu kröfu al- mennings_ um lýðræðislega stjórn- arhætti. Á fréttamannafundinum í gær sagði Schabowski, að trúlegt væri, að helstu samtök stjórnarand- stæðinga, Nýr vettvangur, fengju löggildingu og sagði jafnframt, að kommúnistaflokkurinn yrði að búa sig undir að taka þátt í samsteypu- stjórn að vestrænni fyrirmynd. Egon Krenz, leiðtogi austur- þýska kommúnistaflokksins, gerði hlé á fundarstörfunum í gær til að ræða við fólk, sem safnast hafði saman fyrir utan höfuðstöðvar flokksins, og skoraði á það að sýna stillingu. Hvatti hann það til að lesa ræðuna, sem hann hefði verið að flytja og birtast myndi í blöðunum í dag, fimmtudag. Er almennt búist við, að þar verði nánar sagt frá fyrirætlunum stjórnvalda um fijáls- ar kosningar. Stjórnmálaráð kommúnista- flokksins sagði allt af sér í gær- morgun og nokkrum stundum síðar var kjörið nýtt, skipað 11 mönnum í.stað 18 áður. Krenz og sex menn aðrir héldu sætum sínum en þeir, sem viku, eru flestir harðlínumenn frá Honeckertímanum. Þá hefur miðstjórnin lagt til, að Hans Modrow, umbótasinnaður flokks- formaður í Dresden, verði forsætis- ráðherra nýrrar ríkisstjórnar. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, hélt í gær ræðu á þingi og hét Austúr-Þjóðveijum gífur- legri efnahagsaðstoð yrði komið þar á lýðræðislegum stjórnarháttum. Fólksflóttinn frá Austur-Þýskalandi vex stöðugt og í gær komu til Vest- ur-Þýskalands 350 Austur-Þjóð- veijar á hveijum klukkutíma, rúm- lega 50.000 manns frá síðastliðnum föstudegi. Sjá „Kohl heitir ... “ á bls. 23. Hátt raforkuverð í Svíþjóð: Aukinn áhugi meðal fyrir- tækja á iðnrekstri á íslandi Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMFARA uppstokkun skattakerfisins í Svíþjóð verða skattar á orku, ekki síst raforku, hækkaðir um 20-25% og hefúr það valdið því, að forsvarsmenn margra stórfyrirtækja hafa nú æ meir á orði að flytja reksturinn að einhverju leyti til landa þar sem raforkan er ódýrari. Heftir ísland ekki síst verið neEnt í þessu sambandi. Eins og kunnugt er hefur Gráng- es Aluminium verið að kanna að- stæður fyrir álbræðslu á íslandi og bendir margt til, að ráðist verði í framkvæmdir þar fyrir um 30 millj- arða ísl. kr. Verður tekin endanleg ákvörðun um það á næsta ári. I verksmiðju fyrirtækisins í Sund- svall starfa nú um 1.000 manns og var lengi fyrirhugað að stækka hana en við það hefur verið hætt. Raunar er útlit fyrir, að nokkuð verði slegið af orkuverðinu til stór- kaupenda en boðaðar skattahækk- anir og minni nýting kjarnorkunnar þýða einfaldlega, að raforkan verð- ur dýr í Svíþjóð um ófyrirsjáanlegan tíma. Runé Andersson, forstjóri Trelle- borg-fyrirtækisins, sem veltir nærri 200 milljörðum ísl. kr. árlega, sagði nýlega, að ákveðið væri að koma upp nýrri hjólbarðaverksmiðju í Belgíu vegna lægra raforkuverðs þar og að auki væri verið að kanpa aðstæður fyrir nýjan iðnað á Is- landi og í Frakklandi. Vildi hann þó ekki segja um hvers konar iðnað væri að ræða. Forsvarsmenn margra annarra iðnfyrirtækja, sem nota mikla orku, eru einnig farnir að svipast um utan landamæranna. Viðræður Gránges og íslenskra stjórnvalda hafa vakið töluverða athygli og er búist við, að sendinefndir frá ýmsum fyrir- tækjum leggi leið sína til íslands á næstunni. Þar er raforkan ódýrari en víðast hvar í Evrópu. Sjá viðtal á baksíðu: „Könnum byggingu ...“ fjórdönskum kjörklefa Jórdanir gengu í gær að kjör- borðinu í fyrstu þingkosningum í 22 ár og var þátttaka víða mikil. Búist var við, að úrslit lægju fyrir á hádegi í dag, en tekist var á um 80 sæti í neðri deild þingsins. Þessar konur neyttu atkvæðisréttarins í einu úthverfa Amman-borgar og hafa ef til vill kosið kynsystur sínar, sem fengu nú í fyrsta sinn að bjóða sig fram. Sjá frétt á bls. 23. Reuter Bandaríkin: Demókratar og þeldökkir fagna kosningaúrslitum Washington. Reuter. VIÐA var gengið til kosninga í Bandaríkjunum á þriðjudag til emb- ætta borgarstjóra og ríkisstjóra. Úrslitin hafa valdið repúblikönum miklum vonbrigðum en þykja á hinn bóginn áfangasigur í jafnréttis- baráttu þeldökkra íbúa Bandaríkjanua. Ríkisstjórar voru 'kosnir í Virg- iníu og New Jersey og borgarstjór- ar í New York, Seattle og Miami. Úrslitin þykja sýna að frambjóðend- ur repúblikana geti ekki reitt sig á almennar vinsældir George Bush Bandaríkjaforseta. Einnig hefur sá lærdómur verið dreginn af kosning- unum að nú orðið geti blökkumenn með hófsamri stefnu unnið kosn- ingasigra í kjördæmum þar sem hvítir kjósendur eru í miklum meiri- hluta eins og í Seattle. Sjá ennft’einur „Þeldökkir fi-ambjóðendur ...“ á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.