Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1989 25 Ráðstefna um viðreisn Sameinuðu þjóðanna Washington. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Fulltrúar frá á annað hundrað bandarískum félöguni og félagasam- tökum gangast fyrir ráðstefnu í þessari viku hér í borg til að ræða °S leggja á ráðin um hvað gera skuli til viðreisnar Sameinuðu þjóðun- um, sem enn einu sinni eru komnar í flárþröng. Varasjóður alþjóðasamtakanna er þurrausinn og segja má, að stofn- unin sé komin á vonarvöl enn einu sinni. Horfir til stórvandræða verði ekkert að gert. Fjárskorturinn stafar m.a. af því, að margar aðild- arþjóðir hafa ekki greitt framlög sín til stofunarinnar. Það sem hvað harðast kemur niður á alþjóðasam- tökunum er að Bandaríkjamenn hafa ekki greitt það sem þeim ber og skulda nú samtals nærri 700 milljónir dollara (um 43 milljarða ísl. kr.). Það er vafalaust engin til- viljun, að ráðstefnarLer haldin um sama leyti, sem Bandaríkjaþing er að ganga frá ríkisutgjöldum næsta árs. Meðal ræðumanna á ráðstefn- unni verða margir kunnir forystu- menn í alþjóðamálum einsog t.d. Hans Blix, aðalforstjóri Alþjóða kjarnorkustofnunarinnar, Mabub ul Haq, sérstakur ráðgjafi forstjóra Framfarasjóðs Sameinuðu þjóð- anna, Thomas Pickering, fastafull- trúi Bandaríkjanna hjá S.Þ. og Brian Urquart, fyrverandi aðstoðar- framkvæmdastjóri S.Þ., svo ein- hveijir séu nefndir. JOIAGJAFIR STÓRKOSTLEG VERKSMIÐJUÚTSALA að Iðavöllum I4b Keflavík. Sameinuðu þjóðirnar: Friðargæslusveit- ir til Mið-Ameríku Sameinuðu þjóðunum. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að senda friðar- gæslusveitir til Mið-Ameríku. Verður þetta í fyrsta skipti sem sveit- ir á vegum samtakanna halda uppi eftirliti á landamærum ríkja í þessum heimshluta. Tillaga þessi var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á þriðjudagskvöld en Bandaríkja- menn höfðu tafið fyrir framgangi málsins. í síðustu viku lýsti stjórn sandinista í Nicaragua yfir því að bundinn hefði verið endi á 19 mán- aða vopnahlé í bardögum stjórnar- hersins og contra-skæruliða, sem notið hafa stuðnings Bandaríkja- manna. Gert er ráð fyrir að 625 manna eftirlitssveit verði send til ríkja Mið-Ameríku til að koma í veg fyrir vopnuð átök og að fylgjast með því að hópar skæruliða ráðist ekki inn fyrir viðurkennd landa- mæri. Þá er sveitunum ennfremur ætlað að halda uppi eftirliti með því að tilteknum sveitum svo sem sveitum vinstri skæruliða í E1 Salvador og contra-skæruliðum í Nicaragua berist ekki utanaðkom- andi aðstoð. Javier Perez de Cuell- ar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í ávarpi sínu til Oryggisráðsins að hann væri sann- færður um að friðargæslusveitirn- ar gætu gegnt mikilvægu pólitísku hlutverki í þessum heimshluta. Gert er ráð fyrir að um 30 her- menn og óbreyttir borgarar haldi til Mið-Ameríku innan' viku en allt liðið á að hafa tekið til starfa inn- an þriggja mánaða. Swaziland: Afþökkuðu næturgreiða í fangelsinu Mbabane. Reuter. ÞINGMENN í Mbabane í Swazi- landi hafa afþakkað boð um gist- ingu í fangelsi, en það úrræði átti að losa þá undan erfiðleikum við að kómast á milli heimilis og vinnustaóar. Forsætisráðherrann, Obed Dlam- ini, sagði síðastliðinn mánudag í svari sínu við ítrekuðum beiðnum þingmanna um svefnpláss í ná- grenni þinghússins, að þeim væri velkomið að nátta sig í Matsapa- fangelsinu, sem er í um fimm kíló- metra ijarlægð. Þingmenn brugðust reiðir við og höfnuðu boðinu; sögðu að það væri ekki viðeigandi að vakna upp eftir næturgistingu í fangelsi og fara síðan að setja lög í þinghúsinu. PC Byrjenda- námskeið Skemmtilegt og gagnlegt nám- — _i/l skeið fyrir þá sem eru að byrja að fást við tölvur. Tími: 14., 16., 21. og 23. nóv. kl. 20-23. BSRB, ASÍ og VR styðja félaga sína til þátttöku á námskeiðunum. Leiðbeinandi: Stefán Magnússon. n TÖLVU FRÆÐSLAN Borgartúni 28, sími 687590 Opið frá kl. 10 - 18 alla daga til 19. nóv. Flug-Hótel, Hafnargötu 57, Keflavík verður með kaffihlaðborð laugardag og sunnudag. Einstakt tækifæri til að kaupa ódýrar jólagjafir fyrir fjölskyldu og vini, heima og erlendis. Allir viðskiptavinir útsölunnar fá afsláttarmiða að glæsilegu kaffihlaðborði Flug-Hótels sem opið verður laugardag og sunnudag. Best er að aka fram hjá gamla afleggjaranum til Keflavíkur í áttina að Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar til skilti vísar inn í Keflavík. VERIÐ VELKOMIN. qa ÍSLENSKUR CU MARKAÐUR Iðavöllum I4b, Keflavík. Sími 92-12790. AUK/SIA k627-1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.