Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 52
SAGA C1_ASS Fyrir þá sem eru á undan FLUGLEIÐIR aðeins ik MiíraMachitiES Æ 7 FIMMTUDAGUR 9. NOVEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Verktakasambandið um virðisaukaskatt: Hvati til skattsvika við húsbyggingar „HVATINN til skattsvika eykst verulega með tilkomu virðisauka- skatts. Þetta á ekki síst við um vinnu á byggingarstað sem nú er undanþegin söluskatti." Svo segir í greinargerð Verktakasambands íslands með tillögum um breytingar á lögum um virðisaukaskatt, sem sambandið hefúr sent fjármálaráðherra. Fram kemur í greinargerð- inni að húsbyggjandi sem greiðir starfsmanni byggingarfyrirtækis laun, sem liema 100 þúsund krónum eftir skatt, ]Darf sjálfur að afla 520 þúsund króna til að standa straum af greiðslunni ef allt er gefið upp. Húsbyggjandinn kemst hins vegar af með að afla 160.600 króna ef starfsmaðurinn vinnur „svart“ og ekkert er gefið upp. Mismunur- inn er um 360 þúsund krónur. í núverandi söluskattskerfi er þessi munur rúmar 250 þúsund krónur. Fram kemur að til að starfsmaður byggingarfyrirtækis hafi 100 þús- fmd krónur eftir skatt, þurfa heild- arlaun hans að vera 160.600 krón- ur. Á þá upphæð leggjast um 60%, sem eru launatengd gjöld og álag meistara eða fyrirtækis. Það álag er 96.400 krónur. Utseld vinna á byggingarstað er því 257 þúsund krónur, án vsk. Með 26% vsk. leggj- ast 66.800 krónur við, þannig að húsbyggjandinn þarf að greiða tæp- ar 324 þúsund krónur til að starfs- maðurinn haldi eftir 100 þúsundum. Til að greiða þetta þarf hús- -Þ ^oyggjandinn um 520 þúsund króna tekjur sjálfur. Að frádregnum 196 þúsund króna staðgreiðsluskatti af þeirri upphæð á hann 324 þúsund. Síðan kemur persónuafsláttur hon- um til góða, þannig að þegar upp er staðið heldur hann eftir rúmum 19 þúsund krónum. Ráði húsbyggjandinn sama mann í „svarta vinnu“, gefi ekkert upp til skatts og greiði ekkert meistara- álag, greiðir hann starfsmanninum 100 þúsund krónur undir borðið, skilgreinir verkjð sem eigin vinnu sem er skattfijáls í vsk.-kerfinu, þarf að afla 160.600 króna til að eiga fyrir vinnulaununum og heldur v-*^j<á eftir persónuafslættinum. Verktakasambandið leggur til, að endurgreiðsla virðisaukaskattsins fari fram um leið og álagning hans þegar skattskyldir aðilar byggja og selja. Þegar einstaklingar byggja er lagt til að skatturinn verði lagður á eftirá, á grundvelli -fermetraverðs í byggingarkostnaði viðmiðunar íbúðar. „Ein mikilvægasta forsenda þess að hægt verði að auka skatt- skil vegna vinnu á byggingarstað er sú, að skattundanþágan sem nú er á allri eigin vinnu við íbúðarbygg- ingar verði felld niður,“ segir í grein- argerðinni og lagt er til að veitt verði takmörkuð undanþága, sem heimili skattfijálsa vinnu eiganda er samsvari kostnaðarhlutfalli vegna vinnu ófaglærðra verka- manna í viðmiðunaríbúð. Kvaðst í Reykjavíkurhöfh Morgunblaðið/Sverrir i ^ Heildarskuldir Islandslax um 1,1 milljarður við gialdþrotið STJÓRN íslandslax hf. í Grindavík, stærsta fiskeldisfyrirtækis lands- ins, ákvað í gær að gefa félagið upp til gjáldþrotaskipta eftir að fyrir lá að tilraunir til að tryggja rekstrargrundvöll hefðu ekki borið árang- ur. Að sögn Axels Gíslasonar, formanns stjórnar félagsins, eru skuld- ir þess um 1.100 milljónir króna. Hluthafar hafa lánað fyrirtækinu og gengið í ábyrgðir fyrir samtals rúmlega 400 milljónum króna og tapa því fé auk 102 milljóna króna hlutaljár. Um 580 milljóna króna skuldir eru tryggðar með veðum í seiðaeldis- stöð, klakstöð, matfiskeldisstöð og um það bil 400 tonnum af laxi í stöðinni. Samkvæmt því eru skuldir umfram tryggingar 120 milljónir króna. Að sögn Axels Gíslasonar eru stærstu lánardrottnar Fiskveiðasjóð- ur, Framkvæmdasjóður og Lands- bankinn. Hluthafar þeir sem að fyrirtækinu stóðu, annars vegar SÍS og sam- starfsfyrirtæki þess með 51% hluta- Ijár, og hins vegar norska fyrirtæk- ið Noraqua með 49% hlutafjár, náðu ekki samstöðu um sameiginlega til- lögu til lánardrottna til lausnar á vanda fyrirtækisins. Samkomulag náðist heldur ekki um yfirtöku íslensku eignaraðilanna á öllum hlutabréfum í fyrirtækinu. Að sögn Helga V. Jónssonar, til- sjónarmanns Islandslax á greiðslu- stöðvunartímanum, voru íslensku stjórnendurnir reiðubúnir að ganga lengra í yfirtöku lána en Norðmenn, Per Olof Aronson, forstjóri Gránges Aluminium: Könnum byggingn nýs álvers í nágrenni við Straumsvík JÓN Sigurðsson, iðnaðarráðherra, átti í gær fund með Per Olof Aron- son, forstjóra sænska álfyrirtækisins Gránges Aluminium í Stokk- hólmi, en Gránges er eitt fyrirtækjanna þriggja í Atlantalhópnum svonefnda. Aronson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að bakslag hefði komið í viðræðurnar á fúndinum sem haldinn var með fidltrúum Alusuisse, Hoogovens Aluminium (fyrirtækið hét áður Alumined Behe- er, en hefúr hlotið nýtt nafn eftir endurskipulagningu) og Granges Aluminium í Amsterdam og því væri nú verið að kanna möguleikann á að reisa nýtt álver, í nágrenni við Straumsvík, sem yrði rekið sem sjálfstæð eining, óháð ISAL. r Iðnaðarráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að afloknum fund- inum með Aronson að áhugi Gráng- es á þátttöku í frekari uppbyggingu áliðnaðar á íslandi væri mikill og hefði síst farið dofnandi. „Þeir hafa mikinn hug á því að ákvörðun í málinu verði tekin sem fyrst og þeir knýja á um það að ákvarðanir verði -teknar á fundi Atlantalhópsins þann 4. desember nk. með stefnu á raun- verulega samninga,“ sagði Jón. „Kostnaðaráætlanir Alusuisse varðandi stækkun í Straumsvík og rekstur sem voru kynntar á fundin- um voru ekki svo fjarri því sem áður hafði verið áætlað, aðeins litlu hærri. En ýmsir örðugleikar eru komnir upp á yfirborðið stjórnunarlegs og laga- legs eðlis, varðandi samvinnu fyrir- tækjanna þriggja um slíka stækk- un,“ sagði Aronson. Aronson sagði að hugmyndin hefði verið að ISAL ræki og stjórn- aði álverinu í Straumsvík eftir stækkunina, þó svo að viðbótin yrði sameign fyrirtækjanna þriggja. Á þann hátt hafi verið talið að hægt yrði að halda kostnaði í skefjum, fylgjast betur með útgjöldum og nýta á allan hátt betur þá aðstöðu sem þegar væri fyrir hendi í Straumsvík. Því hafi verið talið í þessum könnunarviðræðum að hægt yrði að reka báðar einingarnar á hagkvæmari hátt. „Vandinn við siíkt er á hinn bóg- inn sá, að það er erfitt að sjá fyrir sér að ÍSAL, sem á verksmiðjuna sem fyrir er í Straumsvík, reka báð- ar einingarnar með þeim hætti að hagsmuna nýju eignaraðilanna, þ.e. okkat' hjá Gránges Aluminium og Hoogovens Aluminium yrði gætt á sambærilegan hátt og þeirra hjá Alusuisse," sagði Aronson. Aronson sagði að því hefði niður- staðan orðið sú að kanna á ný mögu- leikann á byggingu nýs álvers, sem á engan hátt yrði tengt ÍSAL í Straumsvík, en staðsett í grennd við Straumsvík. Aðspurður hvort þessir tveir aðil- ar, Gránges og Hoogovens hygðust þá leita eftir nýjum þriðja samstarfs- aðila, sagði Aronson: „Eg tel að það sé enn undir Alusuisse komið að segja til um það hvort fyrirtækið vill vera með í byggingu nýs álvers, sem ekki verði tengt ISAL.“ Aronson kvaðst ekki telja að sá nýi flötur sem væri kominn upp í þessu máli þyi'fti að verða til þess að málið drægist óhæfilega á lang- inn. „Að mínu mati hefur þegar orð- ið óhófleg seinkun á þessu máli, og að því er okkur varðar, þá er það ósk okkar að hraða þessu máli,“ sagði Per Olof Aronson, forstjóri Gránges Aluminium í Stokkhólmi. sem lögðu áherslu á að fá kröfuhafa til að gefa eftir af skuldum sínum. Undirtektir almennra kröfuhafa við hugmyndum um eftirgjöf. á 85% krafna voru iitlar. Helgi V. Jónsson sagði að margir stærstu lánar- drottna hefðu hins vegar ljáð máls á skuldbreytingum. Mismunandi hugmyndir stjórnenda um hvaða skuldir reksturinn bæri byggðust meðal annars á ólíku mati á áætlun sem hann hefði lagt fram um hvern- ig ná mætti 880 tonna ársfram- leiðslu í stöðinni þtveimur áföngum fram til 1991. íslensku aðilarnir hefðu haft trú á að þetta markmið gæti náðst en Norðmenn ekki talið ráðlegt að gera ráð fyrir meiri fram- leiðslu en 650 tonnum. Axel Gíslason sagðist hafa mikla trú á því að á svæði íslandslax yrði áfram rekið myndarlegt fiskeldisfyr- irtæki. Stóru lánardrottnarnir mundu væntanlega sjá sínum hags- munum best borgið með að halda rekstri áfram fyrst um sinn og leita leiða til að selja fyrirtækið. Hann sagði að stjórnendur Islandslax hefðu í viðræðum við lánardrottna undanfarið lagt áherslu á að kæmi til gjaldþrots yrði starfsfólki íslands- lax, en það var sextán við upphaf greiðslustöðvunar, fengið til að halda áfram störfum enda byggi það yfir mikilvægri sérþekkingu á rekstrinum. Ólafur Sverrisson stjórnarfor- maður SÍS sagði að gjaldþrot ís- landslax væru mikil' vonbrigði en hefði átt sér nokkurn aðdraganda og mikið tap SÍS þess vegna, allt að 250 millj., kæmi ekki á óvart. Hann sagði aðspurður að umræður um stofnun eða þátttöku í nýju fyrir- tæki um rekstur íslandslax hefðu ekki átt sér stað innan Sambandsins og vildi engu spá þar að. lútandi. Kim_ Vedem, fulltrúi Noraqua í stjórn íslandslax, sagði að ákvörðun um gjaldþrot hefði verið tekin ein- róma innan stjórnar félagsins en vísaði að öðru leyti á Axel Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.