Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ' FIMMTUDAGUR 9. NOVEMBER 1989 KJOTER OKKAR SÉRGREIN lambaframpartur niðursagaður 350,- KJÚKIMAR 569,- Bayonnes-skinka 890,- Beinlaus! Svínateri Svínabógar 495,- KONFEKT 400 f>r 339,- Bökunarvörur i úrvafí ,........99,- Sykur 2 kg.......149,- Egg..............398,- mveiti 2 kg........84,- Kókosmjöl 250 gr ..46,- Möndlur 100 gr.....67, Douglas Wilder er áð öllum líkindum sigurvegari ríkisstjórakosninganna í Virginíu og þar með fyrsti þeldökki ríkisstjóri Bandarikjanna sem kosinn er til embættisins. A innfelldu myndinni má sjá nýjan borgarstjóra í New York, David Dinkins. Kosningar til borgar- og ríkisstjóra í Bandaríkjunum: Þeldökkir frambjóð- endur vinna mikla sierra New York. Reuter. ^ ^ New York. Reuter. SVARTIR frambjóðendur unnu mikla sigra í ríkisstjóra- og borgar- stjórakosningum í Bandaríkjunum á þriðjudag. David Dinkins sigraði í borgarstjórakosningum í New York og sömu sögu er að segja frá Seattle þar sem Norman Rice verður fyrsti þeldökki borgarsljóri í sögu borgarinnar. Allt útlit er fyrir að Douglas Wilder verði fyrsti svarti ríkisstjóri Bandaríkjanna sem kosinn er til starfans. Hann vann keppinaut sinn í Virginíu með örlitlum mun og hefúr sá krafíst endur- talningar. í New York fékk demókratinn David Dinkins 51% atkvæða gegn repúblikananum Rudolph Giuliani sem hlaut 48% atkvæða. Dinkins naut stuðnings um það bil þriðjungs hvítra kjósenda en hafði yfirgnæf- andi fylgi hjá svertingjum og spænskumælandi íbúum borgarinn- ar. Þegar úrslitin voru ljós sagði Dinkins að kosningadagurinn myndi komast á spjöld sögu Bandaríkjanna sem enn einn áfangi á frelsisbraut. Dinkins þykir hafa höfðað til kjós- enda með góðri og prúðmannlegri FRICO rafm agnsh itablásarar eru hljóðlátir smekklegir og handhægir Frico rafmagnshitabiásarinn, TEMPERATOR 200, fæst hjá Rönning. Þessi frábæri hitablásari er léttur og meðfærilegur. Hann er með hitastillingu, valrofa fyrir afl og loftmagn, kröftugan blástur og yfirhitavörn. TEMPERATOR 200 er sterkbyggður, mjög hljóðlátur og með hiíöld úr ryðfríu stáli. Hjá Rönning fást einnig fleiri gerðir af hitablásurum sem henta nánast hvar sem er. Frico TERMOVARM ofnar eru hannaðir til að þola raka t.d. í skipum og bátum. Hann er mjög fyrirferðarlítill en gefur góðan hita. A ofninum er rofi af og á, hitastillir og yfirhitavörn. Framhlið má fjarlægja með eiriu handtaki til að auðvelda þrif. Það er notalegt að sitja við ylinn frá Frico TERMOVARi Veldu FRICO Rofi af og á. ^ 00llim,» Hitastillir. Einfalt að fjarlægja framhlið til að auðvelda þrif. JOHAN RÖNínIING HF Sundaborg 15-104 Reykjavík - sími (91) 84000 framkomu á meðan Guiliani, sem áður var saksóknari, þykir mikill harðnagli. Þegar 99/100 atkvæða höfðu ver- ið talin í Virginíu-ríki hafði demó- kratinn Douglas Wilder 7.500 at- kvæða forskot á keppinaut sinn. Repúblikanar hafa krafist endurtaln- ingar. Wilder hefur verið brautryðjT andi í réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum en það þykir merki- legt að afi hans var leysingi. Árið 1969 varð Wilder t.d. fyrsti blökku- maðurinn til að setjast á þing í Virg- iníu frá dögum borgarastyijaldarinn- ar. Urslitin era ekki síst merkileg í ljósi þess að Virginía var áður vígi kynþáttaaðskilnaðarsinna. Virginíu- menn urðu fyrstir til að segja sig úr lögum við alríkið. Einu sinni áður í sögu Bandaríkjanna hefur blökku- maður gegnt embætti ríkisstjóra. Það var skömmu eftir borgarastyij- öldina 1861-65 sem blökkumaður varð ríkisstjóri í Louisiana í 43 daga samkvæmt tilnefningu. Tékkóslóvakía: Ungverjaland: Sovétmað- ur og Búlg- ari fá hæli Búdapest. Reuter. UNGVERSK stjórnvökl hafa veitt Sovétmanni og Búlgara pólitískt hæli. Er þetta í fyrsta skipti sem eitt af Varsjárbanda- lagsríkjunum skýtur skjólshúsi yíír þegna annarra ríkja banda- lagsins, að sögn vestrænna diplómata. „Eftir því sem ég veit best er Ungverjaland eina Varsjárbanda- lagsríkið sem hefur gert þetta,“ sagði háttsettur diplómat í viðtali við Reuter, „Mér er ekki kunnugt um önnur dæmi þessa.“ Flóttamannadeild innanríkis- ráðuneytisins sagði að mennirnir tveir væru hinir fyrstu sem veitt hefði verið pólitískt hæli frá því að Ungverjaland undirritiaði sáttmála Sameinuðu þjóðanna um flótta- menn og pólitískt hæli. Ráðuneytismenn neituðu að nafngreina mennina, en sögðu að þeir væru báðir einhleypir, Sovét- maðurinn 31 árs gamall, en Búlgar- inn 21 árs. „Búlgarinn tók afstöðu með tyrk- neska minnihlutanum í Búlgaríu og afleiðingarnar urðu þær að honum var ekki vært í landinu,“ sagði ung- verska fréttastofan MTI í gær. Stjórnvöld í Ungveijalandi hafa nú til athugunar 41 beiðni um pólitískt hæli og eru nokkrar þeirra frá tékkneskum borgurum. Á undanförnum tveimur árum hafa ungversk stjórnvöld veitt 24.000 rúmenskum flóttamönnum landvistarleyfi og þar með brotið tvíhliða samning við Rúmeníu, þar sem Iofað var að snúa til baka Rúmenum sem leituðu til Ungveija- lands. Harðlínuleiðtog- ar orðnir uggandi AFSOGN sljórnmálaráðsins og ríkissljórnarinnar í Austur-Þýska- landi valda tékkneskuni harðlínuleiðtogum ugg og auka á einangrun þeirra en forherða þá sennilega fremur en mýkja, að áliti vestrænna sljórnarerindreka og andófsmanna í landinu. Atburðirnir í Austur- Þýskalandi, Póllandi og Ungveijalandi virðast heldur ekki líklegir til að koma strax miklu róti á tékkneskan almenning sem missti móðinn er sovéskir skriðdrekar brutu á bak aftur umbótatilraun Alexanders Dubceks 1968. Auk þess má nefna að matvælaframboð er betra í Tékkóslóvakíu en í öðrum kommúnistaríkjum og lifskjör yfírleitt með skárra móti. „Þessir atburðir sýna tékknesku leiðtogunum að endirinn er skammt undan,“ sagði Anna Sabatova, sem starfar í mannréttindasamtökunum Charta 77. „En stjórnin fellur ekki í næstu vjku. . . Leiðtogarnir eru hræddir við þetta því að alltaf er hætta á að sömu hugmyndir kvikni hér. Sem stendur er þó ekkert sem beinlínis bendir til þess.“ I lok októ- ber tóku tíu þúsund manns þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum en lögregla tvístraði þegar mannfjöld- anum með mikilli hörku og fjölda- fundir á borð þá í Austur-Þýska- landi og Ungveijalandi hafa ekki séð dagsins ljós. Áður en Erich Honecker var velt úr sessi í Austur- Þýskalandi vegna mótmælaöldunn- ar og fjöldaflóttans frá landinu höfðu stjórnvöld í Prag og Austur- Berlín náið samstarf, ekki síst um það að vísa á bug öllum umbóta- kröfum og halda fast í ómengaðan marxisma sem grundvöll stefnunn- ar. Aukið efnahagssamstarf var einnig á döfinni en nú er allt á hverfanda hveli. Opinber viðbrögð við atburðun- um í Austur-Þýskalandi hafa verið varkár en flokksmálgagnið Rude Pravo skýrði frá afsögn austur- þýsku stjórnarinnar á forsíðu. „Við fylgjumst af athygli með þróuninni í Þýska alþýðulýðveldinu," sagði talsmaður utanríkisráðuneytisins og bætti síðan við: „Ég geri ekki ráð fyrir neinum breytingum hér.“ Stjórnandi rannsóknarstofnunar í marx-lenínískum fræðum, Vladimir Kunovjanek, lét í ljós áhyggjur vegna hugmynda um sameiningu . Þýskalands, sem margir Tékkar óttast, og sagði ríkisstjórnina verða að vera vel á verði þegar „hefndar- stefna væri á uppleið" í Vestur- Þýskalandi. Heimildarmenn telja líklegt að upplausnin í Austur-Þýskalandi hvetji grasrótarhreyfingar til að þrýsta-á yfirvöld um viðræður við gagnrýnendur sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.