Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1989 LYFTU ÞÉR UPP OG OPNAÐU PILSNER Myndatökur frá 6.500.- kr. til 15. nóvember. Öllum tökum fylgja tvær prufustækkanir, 20x25 cm. Ljósmyndastofan Mynd, siml 5 42 07, Ljósmyndastofa Kópavogs, simi 4 30 20. Minning: Jón Sveinbjörns- son vélstjóri Fæddur 25. nóvember 1899 Dáinn 2. nóvember 1989 í dag verður elskulegur tengda- faðir minn, Jón Sveinbjörnsson vél- stjóri, Safámýri 69, tii moldar bor- inn. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu aðfaranótt 2. nóvember. Hann fæddist á Laugavegi 13 í Reykjavík, þann 25.11. 1899 ásamt Lilju systur sinni, þau voru önnur í röð 5 systkina. Elst var Halldóra f. 10.5. 1893, á eft.ir Nonna og Lilju komu Kristbjörg María f. 28.10. 1904 og Bergur f. 1908 en hann lést á öðru ári. Lilja er ein á lífi af þeim systkinum. Það ríkti mikil samheldni og kærleikur á milli tvíburanna alla tíð. Þau hittust alltaf reglulega, þau vildu alltaf vera í návist hvort ann- ars. Foreldrar þeirra bjuggu í Reykjavík, á Laugavegi 13, síðan á Hverfisgötu 90. Móðir þeirra var Anna Asmundsdóttir húsfreyja f. 5.7. 1865 í Hlíðarhúsum v/Vestur- götu. Faðir þeirra var Sveinbjörn Jónsson beykir f. 11.1. 1866 á Síðu í Þverárhreppi, V-Húnavatnssýslu. Hann vann hjá Thor Jensen í Reykjavík. Nonni lærði til vélstjóra 1918- 1922 og tók v.s.k. próf 1924. Meist- ari hans sagði eitt sinn við hann að hann ætti ekki að vera til sjós, heldur í landi svo laghentur sem hann væri. Hann var á sjónum í tæpa tvo ■fflSP Lestu hana strax því hún gæti höfðað til þín EMS FORGANGSPÓSTUR er alþjóölegt póstflutningskerfi sem Póstur og sími er aðili að. EMS þjónusta tryggir hraðan og öruggan flutning á skjölum og vörum innanlands og milli landa. HVERS VEGNA? EMS forgangspóst--------- _ ur er nauðsynleg þjónusta fyrir þá sem þurfa að koma mikilvægum skjölum og varningi milli staða á sem skemmstum tíma. Allt sem hægt er að senda með venjulegum pósti má senda sem forgangspóst, svo sem bréf, bankaskjöl, lögfræðilega pappíra, lyf, varahluti, tölvudisklinga, teikningar o.fl. HRAÐI OG ÖRYGGI EMS forgangspóstur er sérstaklega merktur og aðskilinn frá öðrum pósti. Hver sending er skráð og kvittað fyrir viðtöku hennar. EMS forgangspóstur er ávallt í höndum starfsmanna y póstþjónustunnar og þeir sjá jafnframt um að koma sendingu með fyrstu og skjótustu ferð hverju sinni. FYRSTtB FREMST SÓTTUR - SENDUR EMS forgangspósti er veitt viðtaka alla daga allt árið. Sérstakir sendimenn taka við og flytja EMS forgangspóst rakleitt til viðtakanda. . HVERT? H Viðskiptavinir okkar jl eiga nú kost á EMS forgangspóstþjón- ^ ustu milli þéttbýlis- staða innanlands, til Norðurlandanna, helstu Evrópulanda, Bandaríkjanna og Kanada og margra annarra landa. Nánari upplýsingar á póststöðvum. EMS FORGANGSPÓSTUR. EMS forgangspóstþjónusta er sérstöh þjónusta á sanngjörnu verði en dýrari en almenn póstþjónusta. Sé sendingin hins vegar mikilvæg og áríðandi að hún komist örugglega í hendur viðtakanda á sem skemmstum tíma, þá er EMS forgangspóstur sú leið sem borgar sig. Forgangssímanúmer: 687030. Hámarksþyngd: 20 kg. Mesta lengd: 1,5 m. Ummál: 3,0 m. FORGANGSPÓSTUR áratugi, á bv. Apríl og síðan fyrsti vélstjóri á bv. Karlsefni. Hann minntist stundum á þá tíma, t.d. hve hræðilegt hefði verið að sigla í seinni heimsstyijöldinni. Eitt sinn er hann kom upp á stjórn- borða til að kæla sig, því það svo svo heitt í vélarrúminu, þá sá hann pípu kafbáts sem elti þá lengi, þótt hann léti þá í friði. Um þrítugt hitti hann Ágústu eiginkonu sína tilvonandi, hún fæddist 16.8. 1906. Foreldrar henn- ar bjuggu á Hofi í Dýrafirði, þau voru Magnús Helgason bóndi og Þuríður Benónýsdóttir. Nonni hafði oft á orði hve gullfal- leg hún Gústa sín hefði verið. Þau giftu sig 15. nóvember 1930, þá þegar höfðu þau byggt hús í Skelja- nesi 6 í Reykjavík (hús fél. ein- stæðra foreldra), ásamt Lilju systur Nonna og manni hennar, Júlíusi Schopka, þau áttu sitt hvora hæð- ina. Þeim varð fjögurra barna auðið, elst er Kristbjörg María kennari f. 4.4. 1931, maki hennar er Stefán Þormóðsson, Sveinbjörn vélstjóri f. 25.11.1932, maki er Erna Konráðs- dóttir, Magnús rennismiður f. 21.9. 1935, maki Laufey Símonardóttir, og Helgi Þór rennismiður f. 25.10. 1943, maki Sólveig Sigurgeirsdótt- ir. Afkomendur Nonna og Gústu eru orðnir 28 alls. Þegar Nonni var alkominn í land, um 1940, þá setti hann á stofn vélsmiðjuna Keili og árið 1942 vél- smiðjuna Neista, jafnframt kenndi hann vélstjóranemum smíðar hjá Fiskifélagi íslands. Pjölskyldan flutti um svipað leyti á Laugaveg 159. Nonni vann mikið fyrir Mjólkur- samsöluna, annaðist þar tæki og áhöld. Þegar hann flutti af Lauga- veginum, árið 1963, þá missti hann um Ieið vinnuaðstöðu sína, en fékk þá aðstöðu hjá Samsölunni við Brautarholt, þar sem hann vann allt til ársins 1976. Þau hjónin fluttu 1963 í Safa- mýri 69, þá voru börnin flutt að heiman. Nonni missti konu sína árið 1977, hún hafði verið mjög veik síðustu mánuðina sem hún átti eftir ólif- aða. Fráfall hennar féll honum þungt, en meðfædd lífsgleði létti undir með honum. Nonni var mjög sterkur persónu- leiki, ég kynntist honum ekki fyrr en hann var orðinn áttræður. Hann var ávallt andlega hress þó líkami hans væri orðinn lasburða. Hann hafði jafnan á orði að ef maður vildi verða gamall, þá ætti maður að vera glaður og réyna að sjá björtu hliðarnar á lífinu. Eins þegar hann sjálfur var veikur, þá kvartaði hann aldrei undan veikindum sínum, hversu veikur sem hann var, heldur var með glens á vör. Hann sagði sína meiningu á öllu og var stundum nokkuð hvass í Ættfrædiþjonustan Kynnið ykkur þjónustuna: Ættfræðinámskeið, ættrakning (ættartölur og niðjatöl), leit að týndum ættmennum og önnur upplýsingaöflun, sala ættfræði- bóka og hjálpargagna í ættfræði. Sími27101

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.