Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1989 Mál Jósafats Arngrímssonar: Dómstóll hafnaði 2 ábyrgðarmönnum TVÆR konur og einn karlmaður komu fyrir rétt í Guildhall Court í London í gær og lýstu sig reiðubúin til að ábyrgjast greiðslu 90 þúsund punda, um 9 milljóna króna, sem farið hefur verið fram á sem tryggingu, gegn því að Jósafat Arngrímssyni verði sleppt úr haldi. Dómurinn taldi aðra konuna góðan ábyrgðarmann, en hafiiaði hinum tveimur. Á miðvikudag í næstu viku gefst Jósafat kostur á að fá réttinn til að samþykkja tvo ábyrgðarmenn til viðbótar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kirkjustræti 10A, sem forsetar Alþingis hafa sótt um leyfí til að rífa en það er elsta húsið á Al- þingisreitnum, byggt árið 1879. Tillaga í borgarráði: Alþingi geri upp og máli húsin á Alþingisreitnum LÖGÐ hefúr verið fram í borgarráði tillaga frá Katínu Fjeldsted, S, um að beina því til forseta Alþingis, að láta nú þegar gera upp og mála hús j>au á svokölluðum Alþingisreit, sem óskað hefúr verið niðurrifs á. A þann hátt mætti stuðla að aðlaðandi yfirbragði gamla miðbæjarins. I umsögn Margrétar Hallgrímsdóttur borgarminja- varðar, um Kirkjustræti 10A, sem lögð var fram í borgarráði, er Iagst gegn niðurrifi hússins. Bent er á að það sé byggt árið 1879 og því elsta húsið á Alþingisreitnum, eldra en Alþingishúsið. í greinargerð með tiilögu Katrín- löngu úr sér géngin. Alþingi vilji ar segir meðal annars að beiðnin um niðurrif hafi ekki verið rökstudd þegar umhverfismálaráð fjallaði um hana. Síðan segir: „Eg hef fengið í hendur 2 bréf frá Alþingi til byggingamefndar, dags. 24. maí 1989, óundirritað, og 19. sept. sl., undirritað af Guðrúnu Helgadóttur. í fyrra bréfinu er fjallað um niður- rif Tjamargötu 3C og 5A og í því síðara um Kirkjustræti 10A. I bréf- unum kemur m.a. fram að ástand og útlit lóða Alþingis í mið- bæjarkvosinni hafi lengi verið mönnum þymir í augum, að af húsum þar sé mikil óprýðj og þau því leggja sitt af mörkum til að gamli miðbærinn fái snyrtilegra yfirbragð og stuðla þannig að því að Reykjavík verði hrein borg með fögur torg, en því verði ekki við komið svo lengi sem umrædd hús fá að standa þarna. Ég vil benda á að „yfirbragð" hverfa- hefur til langs tíma verið verkefni sveitarstjóma, og mót- mæli þeirri skoðun forseta Alþingis að yfirbragð gamla miðbæjarins verði snyrtilegra ef gömul og merk hús verði rifin. Þvert á móti tel ég að leggja beri enn meiri áherslu á það en nokkru sinni áður að varð- veita slík hús. Skilningur á þessu sjónarmiði virðist og koma fram í nýsamþykktum þjóðminjalögum (sþ. 16.5.89) í V. kafla, sem fjallar um friðun húsa og annarra mann- virkja. Mér þykir sá höggva er hlífa skyldi þegar forsetar Alþingis vilja hafa forgöngu um niðurrif merkra húsa í miðbænum.“ Borgarminjavörður telur í um- sögn sinni mikilvægt að húsið sé varðveitt í sínu rétta umhverfi vegna mikilvægi hússins í bygging- ar- og menningarsögu borgarinnar. Húsið hafi varðveist lítið breytt að ytra útlitit þótt nú sé það hrörlegt á að líta. í útliti og gerð þegs komi fram einkenni þeirrar stefnu, sem algeng varð í Reykjavík' og nefnd var íslensk klassík. Pjallað verður um beiðni um nið- urrif hússins á fundi byggingar- nefndar í dag. Guðjón A. Kristjánsson forseti FFSÍ: Öll skip stöðvuð á sama tíma komi til verkfalls Eins og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu hefur jósafat verið ákærður ásamt fjórum öðrum fyrir samsæri um að svíkja 1,2 milljarða íslenskra króna af National Westm- inster Bank. Jósafat er sá éini þeirra sem nú situr í gæsluvarðhaldi, en hinir hafa verið látnir lausir gegn tryggingu. Klukkan 10 í gærmorg- un átti að taka mál hans fyrir, en það dróst og hann kom ekki fyrir réttinn fyrr en klukkan 12.45. Þegar Jósafat gekk í salinn las saksóknarinn, Richard Curtis, upp skilyrði þess að hann yrði leystur úr haldi gegn tryggingu. Þessi skil- yrði eru: 1. Að þrír aðilar ábyrgð- ust hver fyrir sig gœiðslu 30 þús- und punda, tæplega 3 milljóna króna. 2. Að Jósafat yrði áfram búsettur í íbúð í London. 3. Að hann afhenti lögreglu vegabréf sitt. 4. Að hann gæfi sig fram við lög- reglu á mánudögum, miðvikudög- um og föstudögum. 5. Að hann hefði ekkert samband við aðra málsaðila. 6. Að hann tilkynnti lög- reglu ef hann skipti um búsetu. Lögfræðingur Jósafats, Chaprer Cass, kallaði þessu næst til þtjá aðila, sem vora tilbúnir til að ábyrgjast trygginguna. Fyrstur kom fyrir réttinn versiunarstjóri í stórverslun í London. Hann kvaðst hafa þekkt Jósafat í 2-3 ár, en þeir væra ekki nánir vinir. Maðurinn taldi upp eignir sínar, en svaraði saksóknara síðar aðspurður að hann ætti aðeins hluta af því húsi sem hann hefði tilgreint sem helstu eign sína. Rétturinn hafnaði honum því sem ábyrgðarmanni. Næst kom fyrir réttinn kona á sextugsaldri, sem kvaðst vera dönsk að uppruna, en hefði búið í Bretlandi í mörg ár. Hún kvaðst hafa þekkt Jósafat í 15 ár og hitta hann oft. Hún sýndi fram á að hún ætti hús, sem metið væri á um 18 milljónir íslenskra króna, auk þess sem hún ætti land, tvær milljónir í lausafé og skartgripi að andvirði um þijár milljónir. Rétturinn féllst á hana sem ábyrgðarmann. Loks kom fyrir réttinn kona, sem er skráður eigandi íbúðar þeirrar sem jósafat hefur búið í í London. Hún hefur þekkt Jósafat í um eitt ár. Konan gat ekki sýnt fram á nægjanlegar eignir og rétturinn hafnaði henni sem ábyrgðarmanni. Þegar hér var komið sögu var gert hlé á réttarhaldinu til 15. nóv- ember, á miðvikudag í næstu viku, en þá gefst Jósafat kostur á að benda á tvo ábyrgðarmenn. Hann var leiddur úr réttarsal, en ekki var gefið upp hvar hann er í haldi. Saksóknarinn, Richard Curtis, neitaði í samtali við Morgunblaðið að gefa nokkrar frekari upplýsingar um ákæru en þær, að ákært væri fyrir samsæri um svik, sem fælust í að svíkja um 1,2 milljarða út úr National Westminster Bank. í frétt Morgunblaðsins síðastlið- inn laugardag sagði að Jósafat Arngrímsson væri granaður um aðild að fölsun á dollaraseðlum. Þetta er ekki rétt. Samkvæmt upp- lýsingum blaðsins er ákæran byggð á aðild að skjalafalsi. Flugfélögum hótað kyrr- setningu Flugmálastjórn hefúr tilkynnt þremur flugfélögum að þau hafi frest til morguns að gera skil á lendingargjöldum' sem komin eru í vanskil. Annars fái flugvélar fé- laganna ekki flugheimildir. Flugfélögin eru Arnarflug, Flug- leiga Sverris Þóroddssonar og Flug- skóli Helga Jónssonar. Heildarskuld félaganna þriggja er um 11 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, þar af skuldar Arn- arflug um 8 milljónir með dráttar- vöxtum. „VIÐ MUNUM ekki ná fram ýmsu því, sem við teljum sjálfsagt að eigi að koma fram í næstu samn- ingum án þess að beita verkfalls- vopninu. Eg er á þeirri skoðun að þurfi til þess að koma, sem mér finnst Iíklegast, þá verði öll skip stöðvuð á sama tíma, til dæmis í mars þegar allt á að vera á fullu, ella náum við ékki þeim þrýstingi sem til þarf,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins, á 34. þingi þess í gær. „Eg segi þetta þó ég geri mér fulla grein fyrir að þetta er sá tími þegar gráiúðuveiðar togaranna eru að komast í fullan gang, vertíðin að nálgast sinn besta tíma og frysting loðnu að heijast," sagði Guðjón A. Kristjánsson. Hann sagði að þann 31. desember næstkomandi féllu úr gildi kjarasamningar þeir, sem gerð- ir hefðu verið við Landssamband íslenskra útvegsmanna 5. júní síðast- liðinn án sérstakrar uppsagnar. Guðjón sagði að spurningin hlyti að vera sú hvenær líklegt sé að ná ntegi fram þrýstingi til samninga þegar afli væri takmarkaður. „Á þessum tíma er pressa frá fyrsta degi í öllum veiðum og við megum ekki gleyma því að ef við ætlum að stöðva allan flotann á sama tíma þarf að boða verkfall með 21 dags fyrirvara." Hann sagði að horft væri fram á samdrátt í afla á næsta ári og at- vinnutækifærum fækkaði í fiskveið- um. Fiskvinnslan í landinu stefndi hins vegar að því að halda fiskverði í lágmarki og væri andstæð ftjáisri verðlagningu og ferskfiskmörkuðum. „Það eina sem haldið hefur tekjum ofurlítið uppi við fiskveiðar er sala ferskfisks á erlendum mörkuðum. En jafnvel þó þar sé um sameigin- lega hagsmuni þjóðarinnar að ræða er barist gegn þeirri tekjuuppbót, sem þar næst fyrir sjávarútveginn, af stjórnvöldum og jafnvel útgerðar- mönnum sem jafnframt era fiskverk- endur og tapa á hveiju kílói fisks sem þeir fá til vinnslu. Hvers vegna eigum við að láta þá hafa fisk, sem tapa á hveijum fiski, sem þeir vjnna?“ Guðjón sagði að það væri í raun- inni orðin tímaskekkja að verðleggja botnfiskafla í Verðlagsráði sjávarút- vegsins. Arnarflug og Irar ræða um þotukaup ARNARFLUG ásamt írsku kaup- Ieigufyrirtæki hafa undanfarið átt í viðræðum við fjármálaráðu- neytið um kaup á fyrrum Arnar- llugsvélinni sem ríkissjóður keypti fyrr á þessu ári. Að sögn Harðar Einarssonar stjórnarformanns Arnarflugs yrði að öllum líkindum stofnað sérstakt félag um kaupin á flugvélinni ef af yrði, en hún yrði notuð í áætlun- arflug á vegum Arnarflugs. „Það standa yfír athuganir á þessu, en málið er ekki komið neitt verulega áleiðis ennþá.“ Sighvatur Björgvinsson, formaður gárveitinganefiidar: Vantar samkeppni í verðmynd- un á landbúnaðarafiirðum við innflutningi og fleira, þeim mun hærra er verðið á landbúnaðaraf- urðum.“ Sighvatur sagði að fijótlegasta og auðveldasta leiðin til þess að leiðrétta kjör íslenskra iaunamanna væri sú að hafa verð á matvörum svipað hér og annars staðar. „Það sem kemur í veg fyrir að það sé hægt eru ekki niðurgreiðslurnar, það er ekki skattapólitíkin, heldur að það er ekki samkeppni og frjáls verðmyndun í þessari grein. Ef við ætlum að ná svipuðu matarverði hérna á íslandi og í nágrannalönd- unum gerum við það ekki með öðru móti en því að leyfa sambærilega samkeppni í þessari grein eins og öðrum,“ sagði Sighvatur. SIGHVATUR Björgvinsson, formaður fjárveitinganefndar Alþingis, segir að framlög ríkissjóðs til landbúnaðarins, samtals um sjö millj- arðar króna, jafngildi því að hver bóndi í landinu hefði nálægt einni og hálfri milljón króna í árslaun úr ríkissjóði. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að augljóst væri að sú leið sem ísland og Finnland hefðu valið til verðmyndunar á landbúnaðarvörum skilaði sér ekki í lækkun vöruverðs til neytenda. „Framlög ríkissjóðs til land- eru niðurgreiðslur til landbúnaðar- búnaðarins, þ.e. niðuigreiðslur, út- flutningsuppbætur og annað eftir því, samtals um sjö milljarðar króna, jafngilda því að hver bóndi fái um eina og hálfa milljón króna í árslaun úr ríkissjóði," sagði Sig- hvatur. Sighvatur var spurður hvað hann vildi segja um verðkönnun þá sem nýlega var kynnt, þar sem _kom á daginn að í Finnlandi og á íslandi ins einna hæstar, en verð á land- búnaðarafurðum í þessum löndum jafnframt hæst: „Það er alveg ljóst að aðferðin til þess að ná fram lægra verði á landbúnaðarafurðum er ekki sú aðferð sem þessar tvær þjóðir nota,“ sagði Sighvatur. „Það er kannski einnig eftirtektarvert að þeim mun meiri hömlur sem eru á samkeppni um verðmyndun í landbúnaði, svo sem eins og bann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.