Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 38
,38 MORGUNBlAK>I». I’IMMTUDAGUR: <). N(jVEMg,E)R 1989,, Eldhúsið þitt er ekki of lítið fyrir upp- þvotta- Þessi vél sannar það. Nýja H45 cm »íi' breiða ■ vélin-- er góð I lausn! LADY PLUS45 frá Siemens SMITH& NORLAND Nóatúni 4 Sími 28300 Landsfundur um slysavarnir LÖGREGLAN í Reykjavík, Samband íslenskra tryggingafélaga, Umferðarráð, Landlæknir og Slysadeild Borgarspitalans standa fyr- ir 5. landsfundi um slysavarnir á nóvember. Ólafur R Thors, forstjóri, setur ráðstefnuna og Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, verður við- stödd setninguna. Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra og Óli Þ Guð- bjartsson, dómsmálaráðherra, flytja ávörp. Flutt verða erindi um ýmis mál og umræðuhópar munu funda. Landsfundinum er skipt í nokkra hluta og fundarstjórar verða Sturla Hótel Loftleiðum föstudaginn 10. Þórðarson, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík, Sigrún Knútsdóttir, yfirsjúkraþjálfi, Borgarspítalanum og Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri. Öllum er heimill aðgangur en sérstaklega er boðið á fundinn lög- reglumönnum, tryggingafólki, öku- kennurum, íþróttakennurum, þjálf- urum, heibrigðisstarfsfólki og fulltrúm foreldrafélaga og félags- miðstöðva. Póstbox 1464 121 Reykjavík Sími 27644 Handmenntaskóli íslands hefur kennt yfir 1400 íslendingum bæði heima og érlendis á síðastliðnum átta árum. Hjá okkur getur þú lært teikningu, litameð- ferð, skrautskrift og gerð kúluhúsa - fyrir fullorðna - og föndur og teikningu fyrir börn i bréfaskólaformi. Þú færð send verkefni frá okkur, sendir okkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leiðréttar til baka. - Biddu um kynningu skólans með því að sendan'afn og heimilisfang til okkar eða hringdu í síma 27644 núna strax, símsvari tekur við pöntun þinni á nóttu sem degi. - Tima- lengd námskeiðanna stjórnar þú sjálf(ur) og getur þvi hafið nám þitt, hvenær sem er, og verið vissumframhaldið. Hórertækifærið, semþúhefurbeðiðeftir til þess að læra þitt áhugasvið á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú getur þetta líka. ÉG ÓSKA EFTIR AD FA SENT KVNNINGARRIT I HMÍ MÉR AD KOSTNADARLAUSU NAFN. ^ NAI HEI HEIMILISF.. 'Æmmmmr Æmm HUSGAGNASYNING Hótel Höfn, Hornafirði Trésmiðjan Lundur verður með sýningu á sundurdregnum barnarúmum, unglinga- rúmum, hjónarúmum, sófasettum ofl. föstudaginn 10. nóvember kl. 13-18. Þ.ÞORGRÍMSSON&CO «pARMA_ PLAST ÁRMÚLA 16 OG 29, S. 38640 Sýnt verður á Kirkjubæjarklaustri á laugardag oj Vík í Mýrdaí sunnudag iJ Vidtalstími borgarfulltrúa | Sjálfstædisflokksins í Reykjavík f Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals íValhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur f rá kl. 10^12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 11. nóvember verðá til viðtals Árni Sigfússon, formaður félagsmálaráðs °9 1 stjórn heilbrigðisráðs, og Anna K. Jónsdóttir, formaður stjórnar Dagvistar barna og í stjórn heilbrigðisráðs og veitustofnana. Eyrnanudd Sænska heilsuræktarblaðið „Hálsa“ segir að þeir sem eru þreyttir og illa fyrir kallaðir ættu að reyna að nudda á sér eyrun. I eyrunum eru margir punktar sem sérfræðingar nota við nálastungumeðferð, og með nuddinu örvum við þessa punkta. Aðferðin við nuddið er þessi: 1. Togið eyrun uppávið nokkr- um sinnum, eins og þið ætlið að lyfta ykkur upp á þeim. 2. Grípið um eymasneplana með vísifingri og þumli og sveig- ið eyrun fram. 3. Leggið vísifingur bak við eyrað og löngutöng framan á eyrað og nuddið eyrun nokkrum sinnum upp og niður. 4. Takið um eyrnasneplana með þumalfingri og vísifingri og nuddið sneplana rösklega í 15-20 sekúndur. 5. Haldið þumalfingri bak við eyrað, leggið vísifingur framan á afturborð eyrans og nuddið upp og niður. 6. Nuddið vísifingri í hringi umhverfis yfirborð eyrnagang- anna. 7. Nuddið „tappann" fyrir framan eymagöngin með þumli og vísifingri. 8. Setjið þumalfingur í eyrna- göngin og grípið bak við eyrað með vísifingri. Teygið eyrað fram. Byrjið efst og haldið áfram niður eyrað allt niður að snepli. 9. Leggið hægri lófann yfir hægra eyrað og bankið um 30 sinnum með fingrum vinstri handar á handarbakið. Endur- takið á vinstra eyra. 10. Ljúkið nuddinu með því að nudda eyrun með lófunum, og finnið hvernig hitinn færist út um líkamann. Þetta eymanudd á að vera mjög hressandi, og í mörgum heilsuræktarstöðvum í Svíþjóð er nuddið iiður í daglegri þjálfun. Kíví í morgunmat Mörgum þykir það tilbreyting að fá sér kívíávöxt í morgunverð í stað eggs. Kívíávöxturinn er ríkur af c-vítamíni, og í honum er einnig að finna a- og d- vítamín, kalk, járn og trefjar. Avöxturinn er fullþroskaður þegar börkurinn gefur eftir við léttan þrýsting, og þá má geyma hann í nokkra daga í kæli. Kíví er sætur og örlítið súr á bragðið, og lyktin minnir á blöndu af stikilsbeijum og mel- ónu. Fallegn olnbogar Það má mýkja upp hijúfa ög gráa olnboga með því að nota sérstakt hreinsikrem. Þetta er feitt krem með sandkornum í og fæst í mörgum snyrtivörubúðum. Kremið hreinsar og mýkir hijúfu húðina ef það er notað annan hvern dag í 3-4 skipti. Áður en kremið er notað er gott að mýkja olnbogana í örlitlu sápuvatni með sítrónusafa í. Sítrónusafinn lýsir húðina svo grái liturinn hverfur. Skolið oln- bogana vel undir rennandi vatni þegar hreinsikremið er þvegið af. Smyijið svo olnbogana á hveiju kvöldi með feitu kremi. Þá verða þeir ekki hijúfir óg gráir á ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.