Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 21
MORGUtyBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 19g9 21 Vigdísi Finnnbogadóttur, forseta íslands, afhent fyrsta eintak bókar- innar. Bók um Elísabetu Geirmundsdóttur NÝLEGA kom út bók um lista- konuna í fjörunni, Elísabetu Geir- mundsdóttur. Félag kvenna í fræðslustörfum, deildin á Akureyri, gefur bókina út, en forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, er heiðursfélagi sam- takanna á íslandi. Föstudaginn 3. nóvember gengu nokkrar félagskonur ásamt tveimur af börnum listakonunnar á fund Vigdísar og afhentu henni fyrsta eintakið af bókinni. í stuttu ávarpi, sem ein af félags- konunum í Akureyrardeildinni, Edda Eiríksdóttir, flutti, rakti hún æviferil listakonunnar, en í ár eru liðin 30 ár frá því að Elísabet lést. Edda gat þess að Elísabet hefði kynnt sérstaklega ályktun VMSÍ um útflutning á físki.> Hún byggðist á því, að allur afli yrði seldur hér inn- an lands og útlendingar yrðu þá að sækja fiskinn hingað, vildu þeir fá hann. Með því móti ætti vinnslan hér héima meiri möguleika en ella á því að tryggja sér aukinn skerf af aflan- um til vinnslu. Þessi tilhögun gæti því komið í veg fyrir að hundruð mann gengju hér atvinnulaus á sama tíma og fiskvinnsla í Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi væri byggð upp með íslenzkum fiski. Hólmgeir Jónsson, hagfræðingur Sjómannasambands Islands, segir að menn hafí reiknað með þessari skerð- ingu allt þetta ár. Hún hafi því ekki komið á óvart, enda sé það nauðsyn- legt að huga að framtíðinni með því að takmarka sóknina í þorskinn um sinn. Hann sagði áhrif skerðingar- innar á tekjur sjómanna óljós enn. Ekki væri komið í ljós hvort og þá með hvaða hætti útflutningur á ísuð- um fiski yrði takmarkaður. Miðað við óbreytta ráðstöfun og fast verð fyrir aflann gæti skerðing launa sjó- manna að meðaltali orðið 70.000 til 100.000 krónur á hvem þeirra á árinu. Bjarni Lúðvíksson, einn fram- kvæmdastjóra SH, segir að áhrif þessa samdráttar á vinnsluna verði ekki ljós fyrr en ákveðið verði hvort og með hvaða hætti útflutningur á ísuðum fiski verði takmarkaður. Til- koma aflamiðlunar gæti skilað vinnslunni einhvetju til baka af því, sem hún annars misti. Þá mætti ætla, að með minna magni til vinnslu og samdrætti á vinnumarkaðnum, yrði hægt að vinna hlutfallslega meira en áður í verðmætustu pakkn- ingarnar. Hækkun dollarsins gagn- vart krónunni hefði sömu áhrif. Því myndi útflutningsverðmæti líklega ekki lækka jafnmikið og aflaheimild- ir. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LÍU, segir niðurskurð á þoskaflaheimildum óhjákvæmileg- an og við þessa ákvörðin sé farið eins varlega í sakirnar og hægt sé. Út í hött sé allt tal um fyrirfram ákveðinn jafnstöðuafla byggöan á meðaltali langt aftur í tímann. Nú séu fjórir lélegir árgangar komnir í röð og veiðinni verði að haga í sam- ræmi við það. „Við megum ekki blanda tímabundnum erfiðleikum inn í ákvörðun um hámarksafla af þorski. Það þýðir ekki að segja að við höfum ekki éfni á því að draga verið hógvær og hljóðlát listakona, sem með óvenjulegum og fjölþætt- um hæfileikum sínum varpaði birtu á leiðir samferðamanna sinna. Elísabet naut lítillar tilsagnar á listabrautinni, en eðlislægir hæfi- leikar og þrá til listsköpunar voru henni leiðarljós. í ávarpi sínu gat Edda þess, að á ferðum sínum um landið hefði Vigdís forseti sýnt einlægan áhuga á þeirri listiðju, sem fólkið í landinu fengist við í frístundum sínum. Bókinni verður dreift til áskrif- enda á næstunni. Einnig verður hún til sölu í bókaverslun Máls og menn- ingar og Bókabúð Jónasar á Akur- eyri. (Úr frcttatiikynningu) veiðina saman. Það, sem við höfum ekki efni á, er að eyðileggja fyrir okkur framtíðina með því að ganga um of á stofninn," segir Kristján Ragnarsson. Sé fyrst og fremst miðað við þorskinn, má áætla að verðmæti 30.000 tonna upp úr sjó, sé um 1,2 milljarðar. Til skipta kemur að jafn- aði um fjórðungur brúttóaflaverð- mætis, svo tekjur sjómanna skerðast um 400 milljónir, 70.000 til 100.000 á mann. Lítið er hægt að segja hvort skerðingin dregur úr vinnu við fisk- vinnsluna. Þar á eftir að koma í ljós hvernig útflutningi á ísuðum físki verður háttað og hvort aukin áherzla verður á seinunnari og verðmeiri pakkningar en ella. Tekjutap fisk- verkafólks er því ekki öruggt, en ætla má að atvinnuöryggi verði minna. Áætlað útflutningsverðmæti afurða úr 30.000 tonnum af þorski er um 2,5 milljarðar króna miðað við svipaða skiptingu milli vinnslugreina og ísfiskútflutnings og verið hefur. Heildarvöruútflutingur landsmanna á síðasta ári var 61,7 milljarðar króna, þar af voru sjávarafurðir 43,8. Á þessu ári má áætla útflutninginn í heild 70 milljarða, þar af 47 millj- arða í sjávarafurðum. (Hækkunin stafar af hækkun gengis erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni og aukningu í útflutningi á áli og jám- blendi.) Skerðing útflutningsverð- mæta er því um 3,6% af heildinni, sé miðað við óbreytt verð og gengi en 5,3% af sjávarvöruútflutningum. Skerðingin er fyrst og fremst á þorskinn. Nokkur skerðing er einnig á grálúðu, en þó mun hlutur afla- markstogara ekki skertur. Því munu þau skip, sem mestar þorskveiði- heimildir hafa, bera skarðan hlut frá borði. Togarar á svæðinu frá Snæ- fellsnesi norður um og austur á fírði eiu yfirleitt með hærra hlutfall þorsks í afla sínum, en togara frá Suðurlandi, Reykjanesi, Hafnarfirði, Reykjavík og Akranesi. Sé tekið dæmi um tvö skip, bæði með 3.000 tonna kvóta og þorskur hjá öðru sé 2.000 tonn en hinu 1.000, verður skerðing þess, sem meiri þorsk hefur um 200 tonn eða 8 milljónir króna, en hins aðeins 100 tonn eða 4 milljón- ir. Á undanförnum árum hefur verð á karfa hækkað hlutfallslega meira en verð á þorski og þorskaflinn dregizt heldur meira saman. Hlutur þeirra, sem mest hafa byggt á þorsk- veiðum, hefur því versnað meira en hinna. • • •• Qrn og Orlygur: Islandsbók og skáldsög- ur eftir tvo nýja höfiinda BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur gefur út tvær íslenskar skáldsög- ur fyrir þessi jól, sem eru fyrstu sögur höfundanna Margrétar Sölvadóttur og Kolbrúnar Aðalsteinsdóttur. Auk þess koma út á vegum útgáfiinnar tvær ævisögur, fimm barnabækur, ýmsar hand- bækur og orðabækur o.fl. Vínviður ástarinnar heitir skáld- saga Margrétar Sölvadóttur. Þetta er nútímasaga sem gerist aðallega í Reykjavík, en einnig í New York. Bók Kolbrúnar Aðalsteinsdóttur heitir Dagbók - í hreinskilni sagt og Qallar um unga stúlku sem lífið hefur leikið nokkkuð grátt. Ævisögurnar tvær sem koma út á þessu ári eru: Þorgeir í Gufu- nesi, eftir Atla Magnússon og Ævars saga Kvarans, sem er skráð af Baldri Hermannssyni. íslandsbókin - náttúra, saga og sérkenni er tveggja binda verk og byggt á ritverkinu Landið þitt ís- land. Ritstjórar eru Tómas Einars- son og Helgi Magnússon, en myndaritstjóri er Örlygur Hálf- dánarson. Spennusagan Flóttinn gegnum Finnland eftir Colin Forbes, kemur út í þýðingu Kristjáns Björnssonar og ævisögubókin Sesar, eftir Mie- hael Grant í þýðingu Dags Þorleifs- sonar. Nú kemur út bókin Lítill ísbjörn lendir í vandræðum eftir Hans de Beer í þýðingu Helgu Einarsdóttur. Hans de Beer teiknar einnig mynd- irnar í bókinni Olli fílsungi í bróður- leit eftir Burny Bos. Helgi Magnús- son þýddi þessa bók. Yngstu sjón- varpsáhorfendurnir ættu líka að kannast við söguhetjur bókarinnar Þytur í laufi eftir Kenneth Gra- hams, þá Molda moldvörpu, Rabba rottu, Fúsa frosk og fleiri dýr í Villiskógi. Sagan er endursögð af Michael Bishops með myndum eftir Rene Cloke. Auk þeirra koma út bækurnar Tíu litlar mýs og Tíu litl- ir hvuttar fyrir yngstu börnin. Text- inn er í bundnu máli eftir Kristján frá Djúpalæk. Heimsmetabók Guinness kemur nú út í fjórða sinn á íslensku. Rit- stjóri bókarinnar er Helgi Magnús- son og ritstjóri íslenska efnisins er Kristján Björnsson. Þýðandi er Björn Jónsson o.fl. Lögbókin þín, eftir Björn Þ. Guð- mundsson, er aukin og endurbætt frá fyrri útgáfu og sáu Björn Þ. Guðmundsson og Stefán Már Stef- ánsson um það verk. íslensk - ensk viðskiptaorðabók, er eftir Þóri Einarsson prófessor og Terry G. Lacy lektor og Ensk - íslensk dýra- og plöntuorðabók er eftir Óskar Ingimarsson. Hún er fyrsta bók sinnar tegundar á íslensku og hefur að geyma 11.700 uppláttarorð, þar af 8.350 úr dýra- fræði og 3.360 úr grasafræði. Minna mittismál án fyrirhafnar er matreiðslæubók eftir Kristinu Gestsdóttur með teikningum eftir Sigurð Þorkelsson og Líkamsþjálf- un með vöðvateygjum er bók eftir Sven-A Sölveborn í þýðingu Boga Jónssonar læknis. Einstakt andrúmsloft á Eiðistorgi Á’éSTÁÚ^ Við leggjum áherslu á gott viðmót og góða þjónustu RAUÐA UÓNIÐ er ekki aðeins ein vinsœlasta kráin á höfuðborgarsvœðinu —á Ljóninu fcerð þú frábœran mat á frábœru verði. Sýnishorn af nýjum matseÖli: FORRÉTTIR Súpa dagsins 320 Reyktur lax með melónu d salatbeði 520 Grafinn lambavöðvi meðjurtasðsu 590 Grillaðir humarhalar með hvitlauksbrauði 850 SMÁRÉTTIR Pasta Carbonara 610 Þið munið - þessi gamli góði pastaróttur með beíkoni og eggjum Buff Gréta 720 Saxað nautalq'öt og saxaður laukur steikt ásamt eggi og sinnepi Djúpsteiktar rœkjur 650 Brauðsneið með steik 790 100 gr. nautasteik á ristuðu brauði með steiktum lauk. Einfalt en gott ADALRÉTTIR Fiskistroganoff í rjömasósu 720 Við efumst um að þú hafír prófað þennan áður Snöggsteikt laxasnitsel með sítrónusmjöri 820 Sjdvarréttir „ala mwison “ 890 T-Bone steik 1.580 Steikt að eigin vali með ijómasósu Nautapiparsteik Quadro 1.790 Með 4 tegundum af pipar Lambavóðvi „oriental“ 1.11,0 Snöggsteikt aliönd með appelsínusósu 1.690 Þessi kemur skemmtilega á óvart Með öllum aðlaréttum getið þér valið um bakaða kartöflu, franskar kartöflur, soðnar kartöflur, " hrísgijón eða pasta. EFTIRRÉTTIR ís Rauða Ijónsins 1,00 ís Helenufógru 350 með peru og súkkulaðisósu Ávaxladiskur 1,80 Blandaðir ostar d bakka 850 Minnst fyrir tvo PAPARNIR frá Vestmannaeyjum halda uppi ævintýralegu stuði frá fimmtudegi til sunnudags Aðra daga skemmta m.a. Ingi Gunnar, Guðm. Rúnar, Siggi Björns., Helgi Hermanns., Michael Kelly o.fl. Rauða Ijónið, meíriháttar staóur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.