Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1989 50 GOLF SKÍÐI / LANDSLIÐ Þeir hafa náð „draumahögginu“ Golfsamband íslands hefur meðtekið 32 tilkynningar á árinu um kylfinga, sem hafa farið holu í höggi. Þeir verða verðlaunað- ir og fá sérstaka viðurkenningu frá Vangi hf, Johnny Walker-umboð- inu, föstudaginn 29. desember kl. 17 í Drangey, Síðumúla 35. Kylf- ingar, sem hafa náð „draumahögg- inu“ á árinu og eru ekki á listanum, ættu að tilkynna GSÍ um afrekið sem fyrst, en eftirtaldir kylfingar eru á listanum: Árni G. Gunnarsson, GV. Eggert Steingr- ímsson, GR. Ríkharður íbsen, GS. Sturla Ómarsson, GR. Grétar Jónatansson, GV. Jón Guðmundsson, GG. Kristján Benedikts- son, GR. Haukur Skúlason, NK. Magnús Einarsson, GR. Pétur H. R. Sigurðsson, GÍ. Ólöf Geirsdóttir, NK. Guðmundur Björnsson, GR. Birgir L. Hafþórsson, GL. Samúel Einarsson, GÍ. Geir Sigurður Jóns- son, GR. Kjartan Jónsson, GOS. Kristinn S. Gunnarsson, GS. Sigríður Mathiesen, GR. Atli G. Atlason, GI. Gísli Torfason, GS. Jakobína Guðlaugsdóttir, GV. Hjalti Harðarson, GR. Kristján Þór Sverrisson, GK. Kristján Ingólfsson, GR. Bert Hanson, NK. Sigurður Friðjónsson, GS. Gustav Ni- elsson, GKM. Björn Knútsson, GK. Magnús Hreiðarsson, GH. Jón P. Skarphéðinsson, GS. Arnar Baldursson, GÍ. Arnheiður Jóns- dóttir, GL. Ástþór Valgeirsson, GS (1988). Jú, en ekki eins og þú átt aö venjast... í DAG opnar að Snorrabraut 29, ný versl- un sem býður upp á NÝSTÁRLEGRA umhverfi, FERSKARI tóniist og umfram alit PERSÓNULEGRI þjónustu en þú hefur Hvort sem þú ert að leita að rokk-, dans % 3lr'skri ^ ## *“"• * jjass „I.IM UáAh.. 's*'i mnll tllíis fo/ms Þungarokks popp löfe p\ús , tys .....- S00\ kántrj f N .....eða bara einfaldlega # TÓNLIST, þá erum við með plötuna sem þig dreymir um. En þú þarft EKKI að trúa öllu sem þú lest. Líttu frekar við hjá okkur og LÁTTU SANNFÆRAST. GEISLI HLJÓMPLÖTUR SNORRABRAUT 29(VIÐ LAUGAVEG) SfMI 626029 s 'I Morgunblaðið/Guðmundur Jakobsson Islenska lidid sem æfði í Hintertux. Frá vinstri: Haukur Arnórsson, Kristinn Björnsson, Valdimar Valdimarsson, Arnór Gunnarsson, Þórdís HjÖrleifsdóttir og Kajsa Nyberg, þjálfari. Skíðalandsliðið í tveggja mán- aða æfingaferð Skíðavertíðin er nú að_ heijast fyrir alvöru í Evrópu. íslenska landsliðið í alpagreinum er nýkomið heim úr þriggja vikna æfingaferð í Hintertux í Austurríki. „Ferðin tókst í alla staði mjög vel og við vorum mjög heppin með veður. Það var að vísu stundum þröngt í brekk- unum þar sem fleiri landslið voru að æfa,“ sagði Kajsa Nyberg, lands- liðsþjálfari SKÍ. Kajsa hefur valið ijögurra manna landslið sem fer utan 16. nóvember til æfinga í Gállivare í Svíþjóð. I iiðinu eru: Valdimar Valdimarsson, Akureyri, Arnór Gunnarsson, ísafirði, Kristinn Björnsson, Ólafs- firði og Örnólfur Valdimarsson, Reykjavík. Liðið mun einnig keppa í fjölmörgum fis-stigamótum í Svíþjóð og Noregi fram í janúar. Örnólfur kemst ekki út fyrr en 19. desember vegna náms og verð- ur með hópnum til 15. janúar. Ar- nór, Kristinn og Valdimar taka þátt í fyrsta mótinu 25. nóvember í Narvik í Svíþjóð. Alls munu þeir taka þátt í 14 mótum í þessari ferð. Síðasta mótið verður í Hakadal í Noregi 14. janúar. í kvöld Handknattleikur 1. deild karla: Laugardalshöll, Víkingur-Valur...kl. 20 1. deild kvennji: Laugardalshöll, KR-Fram...21:15 Skylmingar Islandsméistaramótið í ólympískum skylmingum verður í íþróttahúsi ÍR við Túngötu 9. - 12. nóv. og hefst með riðlakeppni í kvöld kl. 21. Á morgun hefst keppni kl. 20, undanúrslit bytja kl. 14 á laugardag og úrslit í einstökum greinum á sunnudag kl. 15. Knattspyrna Kl. 18 í dag hefst á gervigrasvellinum í Laugardal úrslitaleikur Ölduselsskóla og Fellaskóla í Grunnskólamóti KRR. Ölduselsskóli hefur titil að verja. FÉLAGSMÁL Uppskeruhátíð KR Uppskeruhátíð yngri flokka KR verður haldin á Hótel Sögu á sunnudag og hefst kl. 14. Uppskeruhátíð Víkings Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Víkings fyrir alla flokka verður haldin í kvöld kl. 20 í sal Réttar- holtsskóla. faém FOLK ■ MARK Spitz, sem vann sjö gullverðlaun í sundi á Ólympíuleik- unum í Miinchen, var í heimsókn í Barcelona um helgina. Hann var þar að kanna að- stæður fyrir ÓL 1992, þar s^m hann ætlar sér að keppa. Spitz lét mynda sig á braut ijögur í sundlaug Ölympíu- leikanna. Þaðan ætlar hann að byija á að sigra í 100 m flugsundi. ■ FRAMKVÆMDASTJÓRI spænska handknattleikssambands- ins var rekinn fyrir helgina - viku eftir að upp komst að hann hafði dregið að sér rúmar 26 millj. ísi. króna úr kassa sambandsins sl. þijú ár. ■ BORIS Becker frá Vestur- Þýskalandi, sem sigraði á opna Parísarmótinu í tennis um síðustu- helgi, er meðal keppenda í opna Stokkhólmsmótinu sem hófst í gær. Ivan Lendl og Stefan Ed- berg verða einnig meðal keppenda og er þetta í fyrsta sinn sem þrír bestu tenniskappar heims mætast í sömu keppni síðan á opna banda- ríska meistaramótinu í sumar. FráAtla Hilmarssyni á Spáni Ungmennafelagiö Hvöt, Blönduosi, óskar eftir að ráða knattspyrnuþiállara fyrir næsta keppnistímabil. Upplýsingar veita Guð- mundur í síma 95-24394 og Baldur í síma 95-24564.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.