Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLADIi) FIMMTUDAGUR 9. N'OVKMBKR ,1989 5 Fulltrúar Borgarspítala og Landakots: Mikil hagræðing af sameiningu þegar til lengri tíma er litið TILLAGA sem meirihluti nefnd- ar um sameiningu spítalana hef- ur lagt fram, hefði í fbr með sér miklar breytingar á starfsemi spítalanna í Reykjavík. í þessari tillögu, sem 5 af 9 ne&idarmönn- um eru fylgjandi, er lagt til að Borgarspítalinn og Landakots- spítalinn verði sameinaðir og myndi Sjúkrahús Reykjavíkur. Hugmyndin er að Borgarspítal- inn sjái um bráðatilfelli og Landakot um langlegusjúklinga. Ólafur Örn Amarson, formaður læknaráðs Landakotsspítala, segir að gera megi ráð fyrir því að til þessara breytinga komi verði þær mjög dýrar og taki langan tíma. En þegar til langs tíma sé litið eigi þær að skila sér í aukinni hagræð- ingu og sparnaði. „Það er mjög skynsamlegt að hafa bráðaþjón- ustuna á einum stað og öldrunar- þjónustu á öðrum. Öldrunarþjón- usta þarf til dæmis ekki svo mikið á röntgenstofum og skurðstofum að halda og hægt væri að flytja þær á Borgarspítalann. I staðinn kæmu fleiri rúm fyrir langlegusjúklinga á Landakoti," sagði Ölafur. Örn Smári Arnaldsson, formaður læknaráðs Borgarspítalans, segir að samkvæmt þessum hugmyndum yrðu barna- og augndeild Landa- Jarðgöng milli lands og Eyja: Vafasamt vegna eld- virkni á svæðinu ELDVIRKNI á svæðinu milli Vestmannaeyja og lands gerir það að verkum að jarðgangagerð þar virðist ekki fysileg við fyrstu sýn, að sögn Hreins Haraldsson- ar jarðfræðings hjá Vegagerð Islands. Árni Johnsen varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fimm aðrir þingmenn flokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkis- stjórnin láti fara fram forkönnun á gerð tveggja akreina jarðganga milli Vestmannaeyja og lands. í greinargerð er m.a. vísað til yfir- standandi forkönnunar á gerð jarð- ganga undir utanverðan Hvalfjörð, og þar fáist reynsla sem megi nýta við önnur neðansjávargöng. Hreinn Haraldsson sagði við Morgunblaðið að aðstæður á svæð- inu milli lands og Eyja séu ekki sambærilegar við Hvalfjörð þar sem vitað er um að gosið hafi á þessu svæði. Hreinn sagði þó að Vegagerðin væri tilbúin til að skoða málið. Til væri töluvert af gögnum um svæð- ið en Hafrannsóknarstofnun hefði gert þar athuganir, og fyrsta skref- ið væri að vinna úr þeim og bera saman við sambærileg göng erlend- is, sem eru til dæmis í Noregi og Japan. Síðan væri hægt að gera lauslegar athuganir á hafsbotninum og mæla hvað djúpt sé niður á fast berg, án þess að miklu þyrfti að kosta til. í greinargerð með frumvarpinu er áætlað að gagnavinna muni kosta eina milljón króna og rann- sóknir á hafsbotni og aðstæðum í Eyjum og í landi muni kosta 5 millj- ónir króna. kotsspitalans fluttar á Borgarspítal- ann. „Til þess að þetta sé mögulegt þarf að fá þjónustuálmu og gera miklar breytingar. En sparnaðurinn myndi skila sér á þann hátt að ekki þyrfti að reka sömu deildirnar á báðum stöðum,“ sagði Örn. Ekki er gert ráð fyrir að starfs- fólki myndi fækka þrátt fyrir sam- einingu. Níu menn eiga sæti í nefndinni og mynda fulltrúar Borgarspítalans og Landakots meirihluta ásamt Vil- hjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarfull- trúa. Árni Björnsson, formaður lækna- ráðs Landsspítalans, segir hinsveg- ar að ekki sé um meirihluta að ræða, þar sem fulltrúi borgarinnar gæti í raun hagsmuna Borgarspítal- ans. „Það hafa komið fram margar tillögur og ég vil alls ekki segja að það hafa myndast meirihluti um þessa hugmynd. Mín hugmynd er að Borgarspítalinn og Landsspítal- inn sameinist enda ekki þörf fyrir tvo hátækni spítala í svo litlu þjóð- félagi. Þannig væri hægt að skipta verkefnum betur á milli spítalanna og tækjabúnaður og kunnátta nýtt- ist betur,“ sagði Árni. Söðvetð®! -Aíwi500 g99,-Q Rfekex66,- . 1fi2- Q Uómasmlori'ta 9 cflc. Smjötvi 300 g i QKjúklingar1kg585’ r *•.Rínkebv 1 ^ ■ 5 ^aooaíWj ■ ■ qQ - nNesquiK^” □ «567 ’80.QSvM1kg y2dós 52“ □ Ora maiskom Vz dós ORlQBananar1kg99r ^^»9» wg77 Nutbamamatur oa, jj oannír 4 rúiiur 67,’ Ubby’stómai Oragrænarbaumr Keiioggs 105,- Beech Dixan þvottaduft 3 kg 632,-QWCpappk . .,. 409 - □ Hreins íjöihreinsi Hreins Hreinsu Kodakvideospóiur pessaf vöruf tásl aöeins ' MiWa9ar^‘ 1.995,- 180mín.3sik.ípakka lWsun 1.379,- ogKaupstaðf#*1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.