Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1989 23 Reuter Hér sjást verksummerki eftir sprengjutilræði i vesturhluta Beirút-borgar í gær. Tveir menn fórust og að minnsta kosti sjö urðu fyrir meiðslum af völdum bílsprengju. Líbanon: Sprengjutilræði Beirút. Reuter. SPRENGJA sprakk í bifreið um 25 metrum írá höfiiðstöðvum Alþjóða- ráðs Rauða krossins í Beirút með þeim afleiðingum að tveir menn biðu bana og að minnsta kosti sjö urðu fyrir meiðslum. Sprengjuárásin var gerð á mesta umferðartíma á yfirráðasvæði múslíma í vesturhluta borgarinnar. Þetta er fyrsta sprengjutilræðið í borginni frá því Rene Muawad var kjörinn forseti landsins. Sýrlenskir og líbanskir hermenn höfðu lokað götum og aukið öryggisgæslu í borginni vegna fregna um að forset- inn væri Væntanlegur til vestur- í Beirút hluta borgarinnar. Michel Aoun hershöfðingi, yfir- maður hers kristinna í landinu, hafði lýst því yfir að kjör forsetans væri ólöglegt og hafa fylgismenn herforingjans efnt til mótmæla í borginni að undanförnu. Kohl heitir A-Þjóðverjum aukinni eftiahagsaðstoð - innleiði núverandi valdhafar lýðræði og markaðsbúskap Bonn. Reuter. Jórdanía: Frjálsustu kosn- ingar 1 áratugi Amman, Jórdaníu. Reuter. „ÞETTA er mikilvægur kafli í sögu þjóðar okkar,“ sagði Sharif Zeid Bin Shaker, forsætisráðherra Jórdaníu, í gær þegar hann greiddi atkvæði í fyrsta sinn á ævinni í almennum kosningum. Fer- ill Shakers í hernum hefúr valdið ingarétt til þessa. Búist er við að Gert er ráð fyrir að nýtt þing faki til starfa að mánuði liðnum. Bin Shaker sagðist ekki geta sagt til um hvort hann yrði áfram for- sætisráðherra og sagði það undir Hussein konungi komið. í kosningunum eru 648 menn í framboði til 80 þingsæta. Margir þeirra óku kjósendum á kjörstað í gær, aðrir höfðu útsendara sína, þar sem kosið var, til að hvísla rétt- um nöfnum í eyru kjósenda. í fyrsta skipti eru konur á.meðal frambjóð- enda. Stjórnmálaflokkar hafa verið bannaðir í Jórdaníu frá árinu 1957 og herlög hafa verið í gildi frá sex daga stríðinu við ísraela árið 1967. í apríl síðastliðnum urðu óeirðir í landinu vegna bágra kjara almenn- ings og lítils borgaralegs frelsis. Hussein konungur ákvað þá að 'gera breytingar á ríkisstjórn lands- ins, flýta kosningum og gera þær fijálslegri. Stjórnvöld leyfðu að þessu sinni þekktum stjórnarand- stæðingum að bjóða sig fram. Einn flokkur er þó leyfður vegna þess að hann er jafnframt nokkurs konar góðgerðarstofnun og heitir hann Múslímskt bræðralag. Hann hefur því að hann hefur ekki haft kosn- úrslit verið birt. í dag. rekið harða kosningabaráttu fyrir frambjóðendur sína sem eru 26 tals- ins. rmrnrTTrmmymT! A.R. KANE - „1“ - Bjartasta von breskra gagnrýnenda undanfarin ár sendir frá sér tvöfalda breiðskifu þar sem poppi, danstónlist, nýbylgju og reggae sgir saman I magnaðan seið. Tvöföld perla á verði einnar... HLJÓMPLÖTUR SlMI 6 2 6 0 2 9 SNORRABRAUT 29 (VIO LAUGAVEG) áiiáááiáiiiiiáiiááiáááJ — Fjögur ár í forystu • meira en 20 mismunandi námskeiö I námsskrá - Macintosh námskeið HELMUT Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, hét Austur-Þjóðveijum í gær stórfelldri efnahagsaðstoð legðu núverandi valdhafar þar nið- ur völd og innleiddu lýðræði. Kanslarinn sagði í ræðu á þingi að aldrei áður í sögunni hefði verið minni ástæða fyrir aðskilnaði þýsku ríkjanna tveggja. Helmut Schmidt, fyrrum kanslari, hefúr lagt til að sérstökum skatti verið komið á í Vestur-Þýskalandi til að greiða íyrir efnahagsumbótum í Austur-Þýskalandi. Skömmu eftir að Kohl kanslari hafði flutt ræðu sína bárust þær fréttir frá Austur-Þýskalandi að stjórnmálaráðið allt hefði sagt af sér og að nýtt ráð hefði verið skip- að undir forystu Egons Krenz, hins nýja leiðtoga austur-þýska komm- únistaflokksins. Kohl sagði að austur-þýski kommúnistaflokkurinn yrði að leggja niður alræðisvald sitt og heimila bæri stofnun óháðra stjórn- málaflokka. Að auki þyrftu núver- andi valdhafar að heita því að fijáls- ar kosningar færu fram í landinu. Kvaðst kanslarinn reiðubúinn til að beita sér fyrir stóraukinni efna- hagsaðstoð við Austur-Þjóðveija ef orðið yrði við þessum kröfum hans. Hann lagði áherslu á að stóraukinn efnahagsaðstoð kæmi að engu gagni tækju Austúr-Þjóðveijar ekki upp markaðsbúskap í stað miðstýr- ingar. Aukinn sveigjanleiki í aust- ur-þýsku efnahagslífi væri skilyrði fyrir auknu samstarfi þýsku ríkjanna á þessu sviði. I grein sem birtist í gær í vestur- Reuter Maradona kvænist ARGENTÍNSKA knattspyrnuhetjan Diego Maradona kvæntist Claudiu Villafane í Buenos Aires í gær. Þau hafa búið saman í fimm ár og eiga tvær dætur, sem eru með þeim á myndinni. Brúðhjónin buðu 1.000 gestum til veislu í hnefaleikahöll og lýstu fjölmiðlar henni sem „brúðkaupsveislu áratugarins“. 42 manna tangó-hljómsveit lék fyrir gestina. Meðal þeirra voru félagar Maradona í ítalska knattspyrnulið- inu Napolí og argentínskir knattspyrnumenn er leika í Evrópu. Mara- dona leigði flugvél fyrir þá frá Róm. í veislunni var m.a. 2,4 metra og 154 kg brúðkaupsterta. þýska vikuritinu „Die Zeit hvetur Helmut Schmidt, fyn-verandi kansl- ari Vestur-Þýskalands, til þess að sérstakur skattur verði um tíma lagður á vestur-þýska skattborgara og að þeim ijármunum verði varið til endurnýjunar iðnfyrirtækja í Austur-Þýskalandi. Segir hann að Vestur-Þjóðveijum beri skylda til að sýna bræðrum sínum handan Berlínarmúrsins samstöðu. Schmidt leggur til að Ijármunum þessum verði m.a. varið til að mennta for- stjóra austur-þýskra fyrirtækja og hvetur ennfremur til þess að Evr- ópubartdalagið veiti ríkisstjórnum umbótasinna í Austur-Evrópu efna- hagsaðstoð. Macintosh fyrir byrjendur Skemmtilegt og fræðandi 5 daga námskeiö um íorritið Works og tölvuna. Stýrikerfi, ritvinnsla, gagnasöfnun og áætlanagerð Mánudag til föstudags frá 16-19 (4.-8.12.89) eöa 13-16 (20.-24.11.89) PageMaker oa útgáfa Umbrot og uppsetning bæklinga, bóka, fréttabréfa og skjala tekin fyrír á þessu fjölbreytta námskeiði um útgáfustarf með tölvu. Mánudag til fimmtudags frá 16-19 (13.-16.11.89) FileMaker gagnasöfnun Gerð nafnalista, reikningakerfis, llmmiða og bókalista er meöal þess sem kennt er á þessu fróðlega námskeiöi um notkun tölvu við gagnasöfnun. Mánudag til fimmtudags frá 16-19 (20.-23.11.89) ■ Tölvu- og verkfræöiþjónustan » Grensásvegi 16 • sími 68 80 90 —-------------- Hringið og fáiö senda námsskrá -------- R0TTERDAM FRAKTFLUTNINGUR TIL ROTTERDAM NÆR DAGLEGA FRÁ HUNDRUÐUM BORGA í V-EVRÓPU - 0G HEIM! • REYNSLA • ÞEKKING • ÞJÓNUSTA FUJTNINGSMIÐUJNTN «F TRYGGVAGÖTU 26-101 REYKJAVÍK SÍM.I 29111 - TELEFAX 25590 TELEX 2370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.