Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NOVEMBER 19f)9 37 , orði, en hann vildi öllum vel þrátt . fyrir allt. . Nonni var selskapsmaður mikill og var fljótur að kynnast og hafði gaman af fólki, einnig var hann barngóður með afbrigðum. Hann hafði oft á orði hversu gaman væri að búa með svona ungu fólki, en hjá honum bjuggu seinustu árin á sömu hæð sonarsonur hans og kona með 2 börn þeirra. Þau önnuðust hann vel þennan tíma þó ung væru. Barnabörn hans sóttu í hans fé- lagsskap, því hann var bæði afi þeirra og félagi, kynslóðabil var þar ekki til. Eg vil votta þeim, börnum hans og systur, mína innilegustu sámúð með þessum línum. Þótt hverfi árin, líði líf við líkam skilji önd, ég veit, að yfír dauðans djúp mig Drottins leiði hönd. (Margr. Jónsd.) Solla Fallinn er í valinn góður drengur. Jón Sveinbjörnsson tengdafaðir minn lést á heimili sínu 2. nóvem- ber síðastliðinn, átti hann við ýmis veíkindi að stríða hin síðari ár, enda fáeinir dagar í níutíu árin. Við ósk- uðum þess af alhug að hann gæti fagnað þeim tímamótum, ekki síst vegna þess að hann var tvíburi, elsku systir hans Lilja Schopka lifir bróður sinn, en ég hef aldrei kynnst jafn hugljúfu sambandi en var á milli þeirra tvíburasystkina. Jón var fæddur við Laugaveginn 25. nóv- ember árið 1899. Foreldrar hans voru Sveinbjörn Jónsson og Anna Ásmundsdóttir. Ólst hann upp í góðri umsjá for- eldra sinna, auk tvíburasystur sinnar átti hann tvær systur Hall- dóru og Kristbjörgu sem báðar eru látnar. Hugurinn stefndi til mennta og nam hann járnsmíðar, síðan vél- stjóraréttindi, sigldi hann í mörg ár á togurum Kveldúlfs. Oft sagði hann okkur frá þeim árum og var eins og hann upplifði þau er hann hóf frásagnir þessar, er augun leit- uðu á fjarlægar slóðir, en í land kom hann að lokum og stofnaði sitt eigið verkstæði er Neisti heitir, starfaði hann við járnsmíðar og við- gerðir á meðan heilsa leyfði, og var hann að mörgum kunnur fyrir góð- ar smíðar, enda hagleiksmaður mik- m._ í ástríku hjónaba'ndi var hann, þann 15. nóvember árið 1930 kvæntist hann Ágústu Magnús- dóttur ættaðri vestan úr Dýrafirði, yndislegri konu, en hún lést fyrir nokkrum árum. Þeim varð fjögurra barna auðið og eru þau öll á lífi. Betri konu var vart hægt að hugsa sér, gengu þau samhent veg lífsins, ótroðnar slóðir sem troðnar, en við fráfall hennar missti hann mikið, sjálfur orðinn þreyttur af mikilli vinnu og oft erfiðum tímum. í fari Jóns var áberandi skap- festa hans, átti hann til að vera eilítið hvassyrtur, en blíður engu að síður og viðræðugóður. Það var ekki laust við að væri svolítill beyg- ur í undirritaðri er hún barði að rmyTmTmwTTmTT LUSH-SCAR Melody Maker hafa hampað sex laga plötu þessarar Lundúnasveitar sem ferskasta frumburð breskrar sveitar á þessu ári. Lush eru nýjasta djásniö úr smiöju hljómplötuútgáfunnar 4.A.D. sem kynnti heiminn fyrir PÍXÍeS... Má EEIBLI dyrum í fyrsta sinni á heimili Jóns og Ágústu, en hann Var fljótur að hverfa er leið á kvöld þessa dags. í gegnum árin hafði ég mikil og góð sambönd við þau en hin seinni ár vegna fjarlægðar úti á landi urðu þau færri, en alltaf þótti mér jafn undur vænt um Jón minn. Eg veit að hann er fegipn hvíldinni og við vitum líka að Ágústa hefur tekið vel á móti honum. Með þessum kveðjuorðum óska ég þess af alhug að hann hafi það gott *í fyrirheitna landinu. Barna- börnin fyrir norðan, makar þeirra og börn, færa honum hjartans kveðjur og þakkir fyrir fullt og allt. Nú dagur þver og nálgast nótt til náða sem að kveður drótt.. Ó, faðir ljóss og alls sem er gef öllum frið og hvíld í þér. (Stgr. Thorst.) Hafi hann hjartans þökk fyrir allt. Tengdadóttir ýía* ELITE innréttingar Þessa ELITE innréttingu getur þú ennþá fengið afgreidda fjrrir jól, en þá þarf að panta hana Jyrir miðjan nóvember. Hún fæst hvít með ávölum brúnum eða þunnum beykiramma og spónlögð eik og beyki — og það aðeinsfyrir kr. 108.040,- án tðekja og miðað við gengi DKK 8.70 10 ára ábyrgð ELDASKALINN BRAUTARHOLTI3, S. 91 -621420,105 R. ■ HLJÓMPLÖTUR SlMI 626029 SNORRABRAUT 29 ( V I Ð LAUGAVEG) xmiiitiiiáiááááááiáiJ FRANSKARilNS FKJUÍSKJUt HGA AB Hollenskar franskar til Jituminni steikingar í ofhi og grilli. Hollenskar franskar til djúpsteik- ingar. í verksmiðju, sem er ein hin fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum, eru hollenskar gæðakartöflur sneiddar niður í strimla með hárfínum vatnsbunum og tilreiddar í franskarelns og franskar eiga að vera. Kartöflunum er pakkað hjá Sól hf. íþartil gerðri vélasamstæðu svo að einstök bragðgæði skili sér beint til íslenskra neytenda. Núna bjóðum við þessar hollensk-frönsku úrvals kartöflur á sérstöku tilboðsverði í verslunum um land allt. SOL Franskar frd Sól - gceðin framar öllu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.