Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 12
MOUGUXBLAÐID -EIMMTÚDAGHEÍð. N.ÓÝK.MBEU 15)89
Fjögrir dansverk í Iðnó
__________Ballet__________
ÓlafurÓlafsson
Danshópurinn Pars Pro Totö
er kominn á kreik á ný, núna með
fjögur ólík dansverk, sem sýnd
eru í Iðnó. Það er fagnaðarefni,
þegar danshöfundar og dansarar
taka sig til og veita sköpunar- og
túlkunarþörf sinni útrás. Þessi
sýning ber þess ekki merki að
aðstandendur hennar skorti hug-
myndir eða hæfni til að koma
þeim á framfæri. Sviðið í Iðnó er
ef til vill ekki besta sviðið til að
dansa ballett á. Það er þröngt,
en þessi verk voru sniðin að því
og það virtist lítið há dönsurum
og leikurum. Þessi fjögur verk eru
mjög ólík og eiga fátt sameigin-
legt nema staðinn og stundina.
Tónlistin var einnig sitt úr hverri
áttinni og það í góðu lagi. Að vísu
er lifandi tónlist áheyrilegri en
tónlist leikin af bandi og alveg
sérstaklega, ef hljómflutnings-
tækin eru í jafn slæmu ástandi
og þau voru í Iðnó á frumsýn-
ingu. Forsmekkinn að því fengu
gestir strax áður en sýningin
hófst, þegar leikin var tónlist úr
Hnotubijótnum eftir 'Tsjaíkovskí
og og síðan var þetta ítrekað með
Svanavatninu í hléi. Vert væri að
fjallað yrði sérstaklega um tónlist
Johns Speight við ballettinn -veru-
og tónlist Páls Sveins Guðmunds-
sonar við ballettinn Lausa festu,
en hún féll í báðum tilvikum vel
að dansverkunum. Á allri sýning-
unni var lýsingu lítið beitt og virt-
ist afgreidd með lágmarksþarfir
í huga. En nú um hvert verk fyr-
ir sig.
Orante ’89
Dúett í tveimur hlutum.
Höfundur: Sylvia von Kospoth.
Tónlist: Sofia Gubaidulina.
Dansarar: Lára Stefánsdóttir,
Hany Hadaya.
Sylvia von Kospoth er gesta-
höfundur frá Hollandi og hefur
samið ballett, sem lýsir hijúfu og
ljúfsáru sambandi konu og karls.
Ballettinn er góður og hefur höf-
undi tekist að gera verk með góða
Úr Orante ’89
uppbyggingu og sem gerir tölu-
verðar kröfur til dansaranna. Þau
Lára Stefánsdóttir og Hany Hada-
ya standast þessar kröfur og er^
dans þeirra góður og samdans
þeirra með ágætum, sterkur og
sannfærandi. Lítið virðist hafa
verið lagt uppúr þætti leikmyndar
og búninga, enda enginn skrifaður
fyrir honum í leikskrá. Fullvíst
er, að víða má finna samband ein-
staklinga eins og það, sem verið
er að lýsa í verkinu. Þar er um-
gerðin eflaust eins hversdagsleg
og í Orante ’89, svo þessi hráa
umgerð má ugglaust teljast við
hæfi. Gott verk og góður dans.
Laus festa
Höfundur: Ingólfur Björn Sig-
urðsson.
Tónlist: Páll Sveinn Guðmunds-
son.
Leikmynd og búningar: Anna
Þ. Guðjónsdóttir, Ásdís Guð-
jónsdóttir.
Dansarar: Auður Bjarnadóttir,
Lilja ívarsdóttir, Margrét
Gísladóttir, Björgvin Friðriks-
son, Friðrik Thorarensen, Ing-
ólfiir Björn Sigurðsson.
Verk Ingólfs Björns er leikrænn
ballett, sem á skondinn hátt segir
frá sex einstaklingum. Ballettinn
er nánast atferlisskýrsla þeirra,
segir frá ótta þeirra og örvænt-
ingu, fáti og fumi. Ingólfur Bjöm
teflir á áhrifaríkan hátt saman
hægum og hröðum hreyfingum,
en streita og firringin skilar sér
til áhorfandans'. Einstaklingarnir
gera sömu hlutina, fást við sama
vandann, en án þess að ná sam-
an, án þess að leysa málin saman
í heild. Festa fólks er oft ansi
laus og um það fjallar ballettinn.
Tónlistin hæfði verkinu, styrkti
það og gerði það leikrænna. Þar
hefur leikaramenntun höfundar
reynst vel. Sviðsmynd var einföld
og búningar hrörlegir en líklega
réttir. Dansararnir skiluðu sínu
vel, en uppúr stóð frábær túlkun
, Auðar Bjarnadóttur og er ánægju-
legt að sjá þennan listamann á
sviði á ný.
-vera-
Höfundur: Lára Stefánsdóttir.
Tónlist: John Speight.
Leikmynd og búningar: Ragn-
liildur Stefánsdóttir, Friðrik
Weisshappel.
Flutningur tónlistar: Jón Aðal-
steinn Þorgeirsson leikur ein-
leik á klarinett. Leikur kvint-
etts af bandi.
Dansarar: Auður Bjarnadóttir,
Helga Bernhard, Guðmunda
Jóhannesdóttir, Katrín Þórar-
insdóttir.
Undirritaður hefur beðið í
nokkurri eftirvæntingu eftir nýju
verki frá Láru Stefánsdóttur.
Núna hefur hún samið ballett um
fæðinguna, um barnið og móður-
ina og lífið sjálft. Fyrsti hluti
verksins er tær og eftirminnileg-
ur. Fara þar saman markviss
vinnubrögð höfundar og dansara.
Undirrituðum finnst Láru takast
betur að tjá sig í hnitmiðuðum
og jafnVel hægum hreyfingum en
í yfirferðarmiklum dansi. Þó svo
að á köflum um miðbik verksins
geti reynst erfitt að lesa skilaboð
Láru útúr verkinu, fer ekki á milli
mála að í heild er verkið metnað-
arfullt og gott. Leikmyndin styrkti
einnig verkið. Dans Auðar Bjarna-
dóttur og Katrínar Þórarinsdóttur
var sterkur og það sama má segja
um þær Guðmundu Jóhannes-
dóttur og Helgu Bernhard.
Saga
úr Eden
Höfúndur: Hany Hadaya.
Tónlist: Oswald von Wolken-
stein o.fl.
Leikmynd og búningar: Olöf
Ingólfsdóttir, Ingiríður
Lúðvíksdóttir.
Persónur: Adam: Árni Pétur
Guðjónsson, Eva: Ólafía Bjarn-
leifsdóttir, Engill I: Birgitta
Heide, Engill II: Óskar Ingólfs-
son, „Skaparinn“: Richard
Korn.
Frumraun Hany Hadaya sem
danshöfundar er gamanballett.
Höfundur hefur blandað saman
dansi, leiklist og tónlist og gert
úr skemmtilegt leikhúsverk.
Verkið er fyndið og það er sjald-
gæft að heyra hlegið dátt á bal-
lettsýningu. Það var nokkuð djarft
teflt, því hefði húmorinn geigað,
hefði útkoman verið dapurleg.
Hvort hlutirnir gengu fyrir sig í
Eden eins og Hany Hadaya vill
túlka þá skal ósagt látið, en hver
segir að Adam og Eva hafi kunn-
að að elska? Búningar og leik-
mynd eiga einnig sinn þátt í
skemmtilegri útkomu. Árni Pétur
Guðjónsson fór á kostum sem
Adam og Ólafía Bjarnleifsdóttir
og Birgitta Heide skiluðu hlut-
verkum Evu og engils á „réttan“
hátt. Saga úr Eden var ljúfur
endapunktur á sýningu Pars Pro
Toto og færði enn heim sanninn
um það, að það er auðvelt og
gott að hlæja í Iðnó.
Sýning Pars Pro Toto í Iðnó
er allrar athygli verð. Hún er ekki
án hnökra, en samt mjög vel þess
virði að henni sé gefinn gaumur.
samm
ÞARFNAST
HÚSIÐ VIÐGERÐA
NÆSTA
SUMAR?
NÚ ERTÍMINN TIL AÐ
SKOÐA HÚSIÐ OG
AFLA HAGSTÆÐRA TILBOÐA.
VERKVANGUR HF. ER ÞJÓNU.STU- OG
RÁÐGJAFAFYRIRTÆKI SEM BÝÐUR UPP Á
TÆKNILEGA SÉRÞEKKINGU
OG REYNSLU Á SVIÐI,
VIÐHALDS OG ENDURNÝJUNAR
Á ELDRI HÚSUM.
KOMDU VIÐ EÐA HRINGDU.
VIÐ MUNUM AÐSTOÐA ÞIG VIÐ UNDIRBÚNING
FRAMKVÆMDA.
VERKVANGUR h.f.
ÞJÓNUSTU - 0 G
RÁÐGJAFAFYRIRTÆKI
ÞÓRSGÖTU 24, 101 REYKJAVÍK, SÍMI: 622680
SIEMENS
Glœsilegt myndbandstœki!
Siemens FM 621
I* Einfalt og þægilegt í notkun
• Handhæg og fullkomin fjarstýring.
• Langtímaupptökuminni f. 6 þætti.
• Margar nytsamlegar aðgerðir, s.s.
stillanleg hægmynd, endurtekning
myndskeiðs, kyrrmynd o.m.fl.
• Markleit og sérkóðaaðgerðir.
• ítarlegur íslenskur leiðarvfsir.
Verð: 40.900,- kr.
SMITH &NQRLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300