Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 48
'48 MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 9.] NÓVEMBER 1989 ,VGetuVéu etck-i smurt handa þer braiuS sjalfur þegar ég u\nn úii alLan oiaqinn? “ TM Reg U.S. Pal Otf — all rights reserved © 1989 Los Angeles Times Syndicate Ást er ... . .. aðgera sér dugamun. Hann er svo niðurlútur að hann verður að rétta úr sér þegar hann hnýtir skó- reimamar... Með morgunkaffinu Þú ættir að vera í öðm starfi úr því þú hefur of- næmi fyrir ull ... Draga mætti úr saltaustrinum Til Velvakanda. Nú þegar vetur er genginn í garð og allra veðra er von, fara forsjálir bifreiðaeigendur að búa bíla sína til vetraraksturs og margir eru þegar búnir að því. Jafnframt fara að birt- ast í fjölmiðlum hin árvissu viðtöl við gatnamálastjóra Reykjavíkur- borgar, þar sem bifreiðaeigendur eru hvattir til að nota ekki neglda hjól- barða, sem „slóðarnir" túlka sem svo að sumarhjólbarðarnir dugi og ágætt sé að fullnýta þá í saltbeðjunni. Þessir sömu menn loka svo öllum leiðum þegar hálka myndast óvænt t.d. á miðjum degi. Og enginn kemst land eða strand, hvorki saltdreifing- artæki borgarinnar eða þeir sem vel Til Velvakanda. Eftir votviðrasamt sumar, bíðum við eftir vetrinum. Ef veturinn verður harkalegur við okkur, er alltaf gott að vita, að ef efnahagur og aðstæður leyfa, þá bíða hin suðrænu sólarlönd. Það er lofsvert framtak að Félag eldri borgara í Reykjavík, er farið að ryðja veginn fyrir ellilífeyrisþega í samvinnu við ferðaskrifstofuna Sólarflug, Vesturgötu 12. I fyrravetur, áður en ósköpin dundu yfir, fórum við hjónin þann 3. janúar í 40 manna hópi með Sólar- flugi til Mallorca og dvöldumst við þar til 26. mars. Okkur leið vel þar, þótt hótelið væri ekki með margar „stjörnur". Herbergin voni góð og hrein, stórar svalir, ætíð sólskin og fagurt var útsýnið, einnig var garður með sund- laug. Fararstjóri var Kjartan Trausti Sigurðsson og hjúkrunarkona Bima Sigurðardóttir, þau unnua störf sín af mestu prýði og fylgdi þeim mikið öryggi, þau voru sem sagt „á vakt“ allan sólarhringinn. Félagsvist var eru búnir til aksturs í hálku. Arekstrarnir hrannast upp, meðan svona ástand varir hafa þeir komist upp í á annað hundrað á skömmum tíma hér á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er fyrst og fremst vegna þess að bílamir eru vanbúnir til vetra- raksturs. Mér finnst saltausturinn ákaflega tvíræður og nánast fráleitur í svona miklum mæli. Ég vildi borga nokkuð háan skatt fyrir að sjá aldrei salt- bornar götur. Saltið veldur ómældu tjóni á bif- reiðum, gatnakerfinu, gróðri, skó- taui, teppum, fyrir utan sóðaskapinn sem af því hlýst, svo nokkuð sé nefnt. Saltausturinn tælir trassana spiluð einu sinni í viku og kvöldvaka aðra vikuna. A jarðhæð hótelsins vom rúmgóð- ir salir og dunaði dansinn hjá öllum Norðurlandabúum sem þama bjuggu fram til kl. 10—11 á kvöldin. Hinn 3. janúar nk. mun hópur frá Sólarflugi leggja af stað til Mallorca og“búist er við heimkomu í byrjun apríl. Það er hægt að velja um hvort maður vill búa á sama hóteli og í fyrra, E1 Paso í Palma eða úti á strönd á íbúðarhóteli sem er nýlegt og þar fylgir eldhús og getur fólk haldið þar heimili. Hótelið er nýtt og heitir „Oasis Sahara“. Mallorca er falleg eyja. Alls staðar em gamlir forvitnilegir staðir. Palma er falleg borg með mörgum frægum fornminjum. Dómkirkjan í Palma finnst mér vera „eitt af undmm ver- aldar", er hún byggð á 12. öld. I Palma er einnig glæsileg ópera og hljómleikasalir og mikið um hljóm- leikahald. Unnur sem em á vanbúnum bílum út í umferðina. Þessi saltaustur á sér fáa formælendur. Það torveldar oft út- sýni ökumanna, þar sem salthroðinn berst sífellt á bílrúður frá annarri umferð. Ég álít að skemmdir af völd- um nagladekkja sé hreinn hégómi miðað við allt það tjón sem saltið veldur. Nú berast fréttir af hörmulegum umferðarslysum þar sem mikilli hálku er kennt um. Þá leiðir maður huga að því hvort viðkomandi bifreið hafi verið nógu vel búin til aksturs í hálku, sem myndast oft óvænt og skyndilega á okkar landi. Því er mitt heilræði til ökumanna og allra vegfarenda: Búið ökutækin sem best til vetra- raksturs. átillið ökuhraðanum í hóf og akið eftir aðstæðum hvetju sinni. Treystið fyrst og fremst á ykkur sjálf í umferðinni, en ekki á það að aðrir bjargi ykkur. Hjörtur Elíasson Týndur köttur Snúður, hvítur og gulbröndóttur högni sem er merktur í eyra, fór að heiman frá Blesugróf 23. októ- ber. Vinsamlegast hringið í síma 678276 eða 651191 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Vel heppnuð vetrarferð HOGNI HREKKVISI Víkveiji skrifar Síðastliðinn mánudag lézt í New York síðasti rómantíski píanó- snillingurinn á þessari öld eins og hann hefur verið kallaður, Vladimir Horowitz, sem minnst verður íyrir stórkostlega túlkun, ótrúlega snilli og tækni. Hinn 19. apríl 1985 var gerð sér- stök sjónvarpskvikmynd um þennan slaghörpusnilling, sem sýnd hefur verið víða um heim. Kvikmyndin var tekin á heimili Horowitz í New York og þar lék hann verk eftir Bach/ Busoni, Mozart, Chopin, Schubert, Lizt, Rachmaninov, Schumann, Scriabin og Moszkowski. Myndin, sem ber nafnið: „Vladimir Horowitz — síðasti róinantíkerinn", var gerð af Maysles Brothers. Nú vill Víkveiji skora á annað hvort sjónvarpið, að sýna Islending- um þessa mynd. Sjón væri sögu ríkari. xxx Yíkveiji verður að leyfa sér að lýsa vanþóknun sinni á afstöðu Neytendasamtakanna til notkunar greiðslukorta. í greinargerð með fromvarpi um greiðslukortastarfsemi segir, að samtökin hafi eindregið mælt með því, að kostnaður við kort- in yrði dreginn af kortanotendum, en hingað til hafa kaupmenn verið samningsaðili um þóknun til korta- fyrirtækjanna. Það er augljóst mál, að með þess- ari afstöðu sinni eru Neytendasam- tökin að taka afstöðu gegn hand- höfum kortanna, sem eru allflestir neytendur þessa lands. Þar með er líka brogðið út frá alþjóðavenjum, þar sem kaupmenn eru jafnan látnir greiða kostnaðinn. Viðbáran við því, að kostnaðurinn sé lagður á korthafa er sú, að kortanotkunin hækki verð- lag. Þetta er fullyrðing, sem ekki fær staðizt, því að eftir sem áður er fijáls samkeppni á markaðinum. Fyrirtæki hafa og reynt að hætta við kortin um tíma, svo sem eins og Hagkaup fyrir nokkrum árum, en fýrirtækið neyddist til þess að hefja kortavið- skipti að nýju, þar eð samdráttur í viðskiptum varð það mikill. Með auk- inni veltu hafa kaupmenn upp í korta- kostnaðinn. Þetta sýnir að rökstuðn- ingur Neytendasamtakanna fyrir þessari afstöðu er meir en lítið hæp- inn. Afstaðan er beinlínis fjandsam- leg neytendum. xxx Nú er lokið yfirlitssýningu á list Jóns Stefánssonar málara og sáu hana um 30.000 rrians. Víkveiji var einn þein-a, sem sáu sýninguna og varð frá sér numinn, svo að ekki sé meira sagt. Þessi fjöldi sýningar- gesta sannar að þörf er á að láta þær myndir Jóns, sem Listasafnið á, hanga uppi að staðaldri, líkt og gert er með listaverk Ásgríms Jóns- sonar, þótt tilurð þeirrar sýningar sé í raUn af öðram toga, þ.e. listamaðui- inn gaf húseign sína við Bergstaða- stræti og fjölda listaverka, sem þar era sýnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.