Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.11.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐÍÐ FIMMTUDAGÚR 9. NÓVEMBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NOVEMBER 1989 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Samkeppni í innan- landsflug’i Útvegsmenn eiga fískimið Islands - Sú ákvörðun Steingríms Sigfússonar, samgöngu- ráðherra, að ýta undir sam- keppni í áætlunarflugi innan- lands er rétt og tímabær. Það er skynsamlegt að fara hægt af stað en gera aðilum að innanlandsflugi jafnframt ljóst, við hveiju þeir mega búast á næstu árum. Þeir geta þá búið sig undir það, eins og Flugleiðamenn hyggjast bersýnilega gera með áformum um stofnun sérstaks fyrirtækis um inn- anlandsflug. Ekki þarf að hafa mörg orð um mikilvægi innan- landsflugs. Þetta flug var byggt upp af frumheijum í farþegaflugi, síðan af Flugfé- lagi Islands og Loftleiðum, þá Flugleiðum og fjölmörg- um smærri flugfélögum. Flugið er nú einn mikilvæg- asti þátturinn í samgöngum milli landshluta, þótt varan- legt slitlag á þjóðvegi hafi orðið til þess, að samkeppni milli flugs og aksturs hefur sennjlega aukizt að mun. Það er erfitt að halda uppi innanlandsflugi yfir vetrar- mánuðina. Þá skiptir miklu, að fyllsta öryggis sé gætt og ekki teflt á tæpasta vað. Reynsla þjóðarinnar af Flug- leiðum og forverum þess í öryggismálum er framúr- skarandi góð. Stundum hefur verið tilefni til að setja meira spurningamerki við þá aðila, sem halda uppi flugi innan- lands með smáflugvélum. Flugslys, þar sem litlar flug- vélar hafa komið við sögu, hafa verið alltof mörg. Þegar samkeppni eykst í innan- landsflugi þarf að gæta þess sérstaklega, að ekki verði slakað á öryggiskröfum. Ef sagt verður, að eitt félag fljúgi oftar en annað þegar illa viðrar eiga menn að meta það við þá, sem ekki fljúga í stað þess að fagna þeim, sem fljúga. Við íslendingar þurfum á aukinni samkeppni að halda á nær öllum sviðum til þess að þjónusta batni og verð lækki. Þetta á ekki síður við um flugsamgöngur innan- lands heldur en annað. Þess vegna er ákvörðun sam- gönguráðherra tímabær og það er sérstakt gleðiefni, að þeir, sem annast áætlunar- flug hér innanlands og hafa gert um áratugaskeið hafa ekki kvartað undan þessari breytingu, heldur hafizt handa um að búa sig undir hana og aukna samkeppni. Þess má vænta, að Flug- leiðir taki innan tíðar ákvörð- un um endurnýjun á flugvél- um, sem notaðar eru í innan- landsflugi. Félagið hefur ver- ið heppið með þann tækja- kost, sem notaður hefur verið í aldarfjórðung. Fokker-vél- arnar hafa reynzt vel. Þess vegna skiptir miklu, að vel takist til um endurnýjun. Fyrst í stað er til þess ætlast, að samkeppni verði ekki milli félaga í verði held- ur þjónustu. Þegar frá líður á verðsamkeppni áreiðanlega eftir að koma til sögunnar líka. Þorskafli á næsta ári Halldór Asgrímsson, sjáv- arútvegsráðherra, hefur lýst því yfir, að þorskafli á næsta ári verði um 300 þús- und tonn. Fiskifræðingar lögðu til, að aflamagnið yrði 250 þúsund tonn. Margir sjó- menn halda því fram, að óhætt sé að veiða mun meira. Minnkun á þorskafla á næsta ári er áfall fyrir þjóð- arbúið til viðbótar við önnur áföll síðustu misseri. Við get- um staðið undir samdrætti af því tagi, sem nú stefnir í skv. yfirlýsingu sjávarút- vegsráðherra. Við mundum hins vegar ekki standa undir áfalli af þeirri stærðargráðu, sem Norðmenn hafa orðið fyrir í Barentshafi. Atburð- irnir þar eiga að verða okkur áminning um að hlusta veí á sjónarmið fiskifræðinga okk- ar. eftir Jóluuin J. Olafsson Mjög mikil umræða hefur undan- farið verið í fjölmiðlum um það hvernig skuli stjórna fiskveiðum umhverfis landið. Þetta er mjög eðlilegt þar sem gífurlegir hags- munir eru í húfi. Framtíð þjóðarinn- ar byggist á því að góð niðurstaða finnist, niðurstaða, sem tryggir tvennt í senn, verndun fiskimiðanna (fiskstofnanna) og hámarks fram- legð. Þessi umræða er því mjög nauðsynleg, og gagnleg að sem flest sjónarmið komi fram. Því fyrr finnst góð lausn. Menn skyldu ekki láta það aftra sér þótt hart sé deilt. Hjá því verður ekki komist, þegar slíkt lífsspursmál er á ferðinni. ís- lendingar hafa helgað sér um 700 þús. ferkílómetra af hafsvæði jarð- arinnar, þar sem gjöful fiskimið eru. Þeir verða að sýna umheimin- um að þeir séu menn til þess að vernda þau; og nýta þau betur en nokkrir aðrir gætu gert. En þó að hart sé deilt, má lesa úr skrifum manna margt sem flestir virðast sammála um t.d.: 1. Flestir virðast á móti auð- lindaskatti, sem renni í ríkissjóð eða að ríkissjóður selji veiðileyfi. 2. Fiskiskipaflotinn er alltof stór. 3. Kostnaður við fiskveiðar er of hár. 4. Kvótakerfið er mjög ófullkom- ið og ekki framtíðarlausn. Það hindrar nýja aðila og unga menn frá því að hefja útgerð. 5. Fiskimiðin eru ekki ríkiseign, þó að þau séu almenningseign. En hvað skal gera? Menn eru sammála um það sem þeir vilja að ekki sé gert, en lítið ber á tillögum um jákvæðar aðgerðir til lausnar vandans. Ef við tökum fyrst stöð- una í dag sem staðreynd, þá er það ljóst af kvótakerfinu að veiðileyfi eru seld dýrum dómum. Utgerðar- menn og fleiri líta á kvótann sem sína eign og sleppa honum ekki án verulegs endurgjalds. Þegar litið er á hinn mikla kostnað við útgerð og það sem margir nefna of hátt gengi íslensku krónunnar, þá er ljóst að útgerðin greiðir þegar gífurlega „skatta" eða veiðileyfi eða hvað svo sem menn vilja nefna þetta, í einu eða öðru formi, til ýmissa aðila. Spurningin er því hvernig hægt er að lækka þessar greiðslur og koma þeim í annað og markvissara form svo að meii'i hagnaður myndist hjá útgerðarmönnum? Einhver mesti vandinn í stjórnun fiskveiða er sá að fiskimiðin eru ekki háð neinum eignarrétti í hefðburidnum skilningi þessa orðs. Allir eru þó sammála um það, að miðin séu sameign allra íslendinga og á þessu hefur fengist alþjóðleg viðurkenning. Við vitum því það eitt að allir íslendingar eiga fiskimiðin í kring um landið.-En það sem allir eiga það á enginn. I al- menningseignarkerfum vilja flestir njóta en fæstir leggja nokkuð fram. Þetta eru þjóðir Austur-Evrópu að gera sér ljóst af biturri reynslu og koma sér burt frá sameignarkerf- inu. Fyrir tveimur árum fór ég til Leningrad í stutta heimsókn. Ekki leyndi sér hvernig sameignarkeifið hafði leikið þá borg, sem þó var sögð til fyirmyndar í Rússlandi. Niðurníðslan og vanrækslan blasti við alls staðar. Enginn sérstakur var ábyrgur. Enginn átti mann- virkin og lét sér því í léttu rúmi liggja hvernig ástand þeirra var. Menn vissu a.m.k. að ékki þýddi að fást um ástand þeirra. Eins er með íslandsmið. Þau eiga allir og gera kröfur til þeirra, en færri láta sig ástand þeirra sig skipta, a.m.k. á meðan allt gengur vel. Fiskifræð- ingar beijast lofsverðri baráttu en mega sín lítils gegn þeim mikla fjölda, sem gerir kröfur um meiri afla. Fiskimiðin eru „munaðarlaus" eins og afréttir landsins. Þau þyrftu að komast í jafngóða umsjá og tún bændanna. Túnin eru eign bænda, enda hefur enginn heyrt um ofbeit á túnum né uppblástur. Þar fara saman ábyrgð og afrakstur. Sama þarf að gilda um fiskimiðin. Þau þurfa að komast undir eignarrétt manna sem bera á þeim fulla ábyrgð og hirða afrakstur þeirra í staðinn. En eignarréttur á fiskimiðum? Hvernig er það hægt? Eg veit það ekki sjálfur ennþá. En það verður einfaldlega að leita lausnar, þar til hún er fundin. Lausnar sem gengur þvert á fyrirkomulag Evrópubanda- lagsins um sameiginleg fiskimið allra aðildarlandanna. Hér verða íslendingar að gerast frumkvöðlar líkt og þeir gerðust í landhelgismál- unum, þegar þeir sýndu öllum þjóð- um fram á að óheftar alþjóðlegar fiskveiðar voru orðnar úrelt fyrir- bæri. Eignarréttur á fiskimiðum er rökrétt framhald þessarar sömu þróunar, þessarar sömu baráttu. Eignarréttur á stórum hafsvæð- um hefur ekki viðgengist hingað til. Til eru reglur um stöðuvötn og sjó stutt frá landi, svo sem netlög og eignarréttur til reka á fjöru. I báðum tilfellum er eignarrétturinn tengdur landi. Eignarréttur á landi hefur þróast í þúsundir ára, allt frá þeim tíma er þjóðir komust af hjarð- mennsku tilveru sinni og hófu að stunda akuryrkju. Sama þróunin gildir um úthafsveiðar. Hjarð- mennsku þjóðanna á alheimsfiski- miðum er svo gott sem lokið og við hefur tekið fiskibúskapur hverrar þjóðar fyrir sig, innan 200 sjómílna lögsögu. En innan fiskilögsögu okk- ar ríkir sambland kvóta og hjarð- mennsku, sem leiðir til ofveiði og offjárfestingu. Nú ríður á að hver Jóhann J. Ólafsson „Hér verða íslendingar að gerast frumkvöðlar líkt og þeir gerðust í landhelgismálunum, þegar þeir sýndu öllum þjóðum fram á að óheft- ar alþjóðlegar fiskveið- ar voru orðnar úrelt fyrirbæri. Eignarréttur á fískimiðum er rökrétt framhald þessarar sömu þróunar, þessarar sömu baráttu.“ þjóð komi á fiskibúskap innan sinnar lögsögu en láti af hjarð- mennskunni. Hugsa rnætti sér ýmis form á eignarrétti á miðunum, t.d.: 1. Oll mið umhverfis Island væru eign eins hlutafélags „íslandsmið h.f.“ og einstaklingar ættu hluta- bréfin, kysu stjórn sem ræki fyrir- tækið eins og hvert annað fyrir- tæki, verndaði eignir þess og reyndi að ná eins miklum hagnaði og mögulegt væri, t.d. með því að auka Helgi Hálfdanarson: Sonnettur Shakespeares Það hafa enn lengi vitað, að Daníel A. Daníelsson læknir hefur í tómstundum fengizt við skáldskap og þýðingar, þó að lítið af slíku hafi hann látið frá sér fara. Fyrir nokkrum árum varð það kunnugt, að hann hafði þýtt margar af hinum frægu sonnettum Shakespeares, þegar nokkrar þeirra voru fluttar í útvarp. Sá flutningur vakti þegar athygli Ijóðaunnenda. Nú hefur honum auðnazt að ljúka þar miklu verki; allar sonnetturnar, 154 að tölu, eru komnar út í fallegri bók og eigulegri. Ég býst við að fáa gruni, hve gífurlega torvelda þraut hann hefur glímt við. Og ekki er það ætlun mín með þessum línum að freista þess að Ieggja mat á vandlega unn- ið verk Daníels Á. Daníelssonar. Fyrir mér vakir aðeins að minnast á eitt atriði, sem fremur varðar sjálft frumverkið en þýðinguna. Þýðandinn skiptir ljóðabálkinum í tvo flokka og setur fyrirsögn á hvorn þeirra. Fyrri flokkinn kallar hann Lávarðarljóð, og tekur hann til fyrstu 126 sonnettnanna, sem taldar eru ortar til ungs aðals- manns, „verndara“ skáldsins. Þær 28 sonnettur, sem þar taka við, hefur hann hnyttilega kallað Hrafn- hödduljóð samkvæmt því að þær teljast ortar til „hinnar dökkhærðu" („The Dark Lady“), dularfullrar kvenpersónu sem svo hefur verið titluð. Ég er hræddur um að þessi flokk- un verði að teljast hæpin, þó að víst hafi hún tíðkazt nokkuð; enda setur þýðandi með henni viturlegan fyrirvara. Ýmsum þykir vissara að láta alla flokkun liggja milli hluta. Því sannleikurinn er sá, að um þetta veit enginn neitt, ekki heldur hver hefur raðað sonnettunum til útgáfu, né hvort nokkur regla hefur ráðið röðinni. Það er ekki einu sinni vitað með neinni vissu, hvort þessi Ijóð eru öll eftir Shakespeare, og þaðan af síður hvort þau eru öll ort til þessa manns og þessarar konu. Víst er um það, að margar eru sonn- ettur þessar yndisleg ljóð, þó að það sé meira en sagt yrði urri þær all- ar. Enginn veit hvar eða hvernig útgefandinn kom höndum yfir syrp- una, sem víst þykir að hann hafi gefið út að höfundi forspurðum. Þegar alls er gætt, verður að teljast vafasamt, að æviatriði skáldsins verði að neinu leyti lesin út úr þessum ljóðum. Raunar virð- ist sumt af sonnettum fyrri hlutans fremur ort til konu en karls', hver sem hún hefur þá verið. Hins végar er alls ekki augljóst, að allur síðari hlutinn sé ortur með konu í huga, allra sízt nokkurn tiltekinn kven- mann. Nú er ég ekki að minnast á þetta vegna þess að mér þyki flokkun þýðandans nein goðgá; enda er hann þar ekki einn á báti. Ég vildi einungis hnýta fastar að því, hversu nauðalítið menn vita um þennan kveðskap, og hve nauma tátyllu þeir fræðimenn hafa sem sí og æ eru að basla við að lesa út úr þess- um ljóðabálki einhveijar staðreynd- ir úr lífi skáldsins Williams Shake- speares, eitt í dag og annað á morg- un, og ekki allt sem kræsilegast. Afdráttarlaus ummæli útgefand- ans á bókarkápu kaffæra hyggileg- an og gætinn fyrirvara þýðandans. í kynningu segir: „í sonnettunum birtist Shakespeare í öðru ljósi en í leikritum sínum. Lesandinn kynn- ist þar manninum sjálfum, lífsbar- áttu hans og skaplyndi, hryggð og afbrýði, gleði og munúð, sem hann lýsir opinskátt í þessum einstæða ljóðaflokki.“ Þarna var nokkuð djúpt tekið í árinni. Það má að vísu til sanns vegar færa, að þær eigindir, sem fram eru taldar, birtist á vissan hátt í sonnettunum. En að þar sé til komin lífsbarátta og skaplyndi Williams Shakespeares sjálfs, hryggð hans, afbrýði, gleði og mun- úð, sem hann lýsi þar opinskátt, það er að minnsta kosti býsna glannaleg fullyrðing. Jafnvel þótt sannaðist að allar sonnetturnar væru eftir Shakespeare, væri slík ályktun litlu traustari en sú, að leik- ritið Ríkarður þriðji sé opinská lýs- ing á skaplyndi og grimmd höfund- arins sjálfs. Hætt er við að kenning- ar af þessu tagi verði seint fok- heldar. Það væri að vísu ekki of- sagt, að „í sonnettunum birtist Shakespeare í öðru ljósi en í leikrit- um sínum“, því eitt af því undar- lega við þessi ljóð er það, hve höf- undur þeirra virðist vera gjörólíkur höfundi leikritanna, þó vitaskuld verði ekki af því einu ályktað, að hann sé ekki einn og sami töframað- urinn William Shakespeare. Margur er einlægt að gera sér rellu út af því, hve lítið er vitað um ævi þessa mikla skálds. Henda menn þá á lofti hveija vísbendingu og geta síðan í eyðurnar af miklum hagleik. Aðrir láta sér fátt um finnast, því það sem máli skiptir eru skáldverkin sjálf. Að svo mæltu óska ég Daníel Á. Daníelssyni til hamingju með þetta mikla og afar torvelda verk og þessa fallegu útgáfu, sem hann hefur fylgt úr hlaði með dijúgum fróðleik um skáldið og þann menn- ingar-jarðveg sem ljóðin eru sprott- in úr. Sjávarútvegsstofh- un HI tekin til starfa Málþing um stjórnun fískveiða í dag MÁLÞING um stjórnun fiskveiða verður haldið í dag í Norræna hús- inu. Málþingið, sem hefst klukkan 13, er eitt fyrsta verkeíhi nýstofh- settrar Sjávarútvegsstofnunar Háskóla íslands. fiskimagnið í sjónum með vernd og skipulagðri nýtingu. Þetta félag greiddi svo arð til hlutahafa eins og hvert annað hlutafélag. Hlutafé- lagið kostaði rannsóknir á fiski- stofnunum og legði í annan nauð- synlegan kostnað og eftirlit. Ekki þyrfti að selja veiðileyfi heldur væri hægt að selja visst magn komið úr sjó. Það er útgerðarmenn keyptu fyrirfram visst magn af fiski en greiddu aðeins fyrir það sem þeir veiddu. Á þennan hátt væri leyfið ekki bundið við eitt ár í senn, held- ur alltaf meðan útgerðin borgaði það verð sem gilti á hveijum tíma. Verðið færi eftir uppboðum og leyfi- legu aflamagni, sem hlutlaus stofn- un fiskifræðinga ákvæði fyrir hvert ár í senn.. Margir myndu telja að hluthafar ættu að vera öll þjóðin eða almenn- ingshlutafélag. Það er hins vegar mjög vafasamt vegna þess að ef eignarrétturinn er þynntur um of hefur enginn áhuga. Það sem allir eiga á enginn, eins og fyrr getur. Þá væru útgerðarmenn og farnir að greiða öllum gjöld, sem liti út eins og skattlagning til einstaklinga í stað ríkisins. Þó er nauðsynlegt að skilja að hagsmuni þeirra sem selja fisk af miðum og hagsmuni þeirra sem gera út á miðin, en út- gerðarmenn verða að fá langan aðlögunartíma við svo mikla breyt- ingu. Útgerðarmenn hafa stundað fiskveiðar við Island frá alda öðli og haft ftjálsan aðgang að fiskimið- unum. Því er sanngjarnt að þeir eignist fyrstir hlutabréfin í hinu nýja fyrirtæki. Það mætti gera með þeim hætti að núverandi fiskveiði- kvótar yrðu metnir til verðs og leystir inn með hlutabréfum í hinu nýja félagi „Islandsmið h.f.“. Á þennan hátt væri hætt að miða kvóta við fiskiskip. Útgerðarmenn fengju sjálfir tekjur af sölu físks „í sjónum". Þeir sem vilja hætta veiðum halda þó tekjum. Fiskiskip lækka í verði, þar sem kvóti fylgir þeim ekki lengur, en eigendur ski- panna tapa samt ekki á verðlækkun þeirra, þar sem þeir fá hlutabréf í stað kvótans. Fiskiskipum fækkar í þann fjölda sem arðbærastur er að halda til veiða. Ríkisstjórnin gæti ekki samið við aðrar þjóðir um kvóta á íslandsmið- um því þau væru í einkaeign. Tak- marka þyrfti eignarrétt að hluta- bréfum við íslenska ríkisborgara, að mestu leyti. Annars verður sala þeirra að vera alveg fijáls á milli Islendinga sjálfra. Þannig myndu hlutabréf er fram liðu stundir fara úr höndum útgerðarmarma vegna erfða eða sölu. En gætu íslendingar bannað útlendingum að kaupa fisk af „íslandsmiðum h.f.“? A.m.k. þyrftu þeir þó að borga fyrir hann. I samningum við Evrópubandalagið er líklegt að þetta beri á góma. Þá væri betra að semja um takmarkað magn fremur en að loka öllum dyr- um. Sá sem lokar aðra úti upp- götvar oftast að Jiann hefur læst sjálfan sig inni. íslendingar veiða ekki nema 1% af fiskafla heimsins og eiga því jafnan að vera í sem bestu sambandi við keppinauta sína til þess að fylgjast með nýrri veiði- tækni og markaðsmálúm. 2. Ekki væri heppilegt að aðeins eitt félag ætti öll mið. Hugsa mætti sér skiptingu eftir svæðum. Þó mætti aldrei skipta hluthöfum upp eftir svæðum. 3. í stað þess að skipta félögum eftir svæðum mætti skipta þeim eftir fiskimagni, t.d. félag A ætti 15%, félag B 20%, félag C 18% o.s.frv. 4. Þá mætti og hugsa sér að félög skiptust eftir fisktegundum, t.d. þannig að sum legðu áherslu á þorsk, önnur á síld o.s.frv. 5. Einnig má hugsa sér félögin blöndu af möguleikum 1-4. Ekki þurfa félögin að eiga rétt til vinnslu annars af sjávarbotni en fiskjar. Eins og ég sagði áður veit ég ekki hvort þessar hugmyndir duga til lausnar, en skora á mér reynd- ari og vitrari menn að leita lausnar sem leiðir til þeirrar niðurstöðu sem við allir óskum, verndun fiskimið- anna og hámarks nýtingu þeirra. Eignarréttur á fiskimiðum er það sem koma skal. Fræðimenn okkar í lögum, hagfræði, náttúruvísindum svo og allir þeir sem útgerð og fisk- vinnslu stunda þurfa að leggja fram hugmyndir sínar. Að sjálfsögðu þarf löggjafinn og hið opinbera að koma til. Hins vegar er ekki rétt að blanda byggðastefnu beint inn í þessi mál. Þau mál verður að leysa sérstaklega. Vandi stjórnunar fisk- veiða er spurningin um það, hvort við búum á íslandi I framtíðinni, en ekki um það hvar við búum í landinu. Höfitndur er formaður Verslunarráðs Islands. Reglugerð um Sjávarútvegsstofn- un Háskólans var staðfest í vor, en þá hafði hugmyndin um stofnunina verið að mótast í áratug, að sögn Arnar Jónssonar forstöðumanns Sj ávarútvegsstofnunar. Örn Jónsson sagði við Morgun- blaðið, að Sjávarútvegsstofnun væri ætlað, eins- og öðrum stofnunum Háskólans, að efla tengsl skólans við atvinnulífið. Meðal markmiða stofn- unarinnar er að efla og samræma rannsóknir í sjávarútvegsfræðum og koma niðurstöðum þeirra rannsókna á framfæri við atvinnulífið. Örn sagði að í sjávarútvegi störfuðu hlutfalls- lega fáir háskólamenntaðir menn miðað við aðra atvinnuvegi og langtímamarkmið væri að breyta þessu hlutfalli. Að Sjávarþtvegsstofnun standa Ijórar deildir innan Háskólans, Fé- lagsvísindadeild, Viðskipta- og hag- fræðideild, Raunvísindastofnun og Verkfræðideild. í stjórn stofnunar- innar sitja Valdimar K. Jónsson próf- essor, sem er formaður stjórnar, Gísli Pálsson dósent, Páll Jensson prófess- or, Ragnar Árnason prófessor og Þorkell Helgason prófessor. Á málþinginu í dag fjalla 18 fræði- menn um stjórnun fiskveiða frá ýms- um sjónarhornum. Þeir eru Þorkell Helgason prófessor, Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur, Kjartan Magnússon stærðfræðingur, Grímur í DRÖGUM að frumvarpi til út- varpslaga er gert ráð fyrir því að Fræðsluvarpið verði eitt að skylduverkefnum Ríkisútvarpsins. Fræðsluvarpið fékk ekki þá íjár- veitingu sem það fór fram á og af þeim sökum sagði umsjónar- Valdimarsson forstöðumaður Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins, Jón- as Bjarnason efnafræðingur, Einar Júlíusson eðlisfræðingur, Snjólfur Ólafsson stærðfræðingur, Þórólfur Matthíasson lektor, Þórður Friðjóns- son forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Þor- valdur Gylfason prófessor, Markús Möller hagfræðingur, Gísli Pálsson dósent, Gunnar Helgi Kristjánsson lektor, Sigurður Guðmundsson for- stöðumaður þróunarsviðs Byggða- stofnunar, Tryggvi Gunnarsson lög- fræðingur, Björn Stefánsson þjóð- félagsfræðingur og Hannes Hólm- steinn Gissurarson lektor. Á laugardag verður haldin ráð- stefna um fiskveiðistjórnun í Norr- æna húsinu, sem hefst klukkan 14. Þar halda Gísli Pálsson dósent, Rögn- valdur Hannesson prófessor og Þor- kell Helgason prófessor fyrirlestra og að þeim loknum verða pallborðs- umræður sem Páll Jensson prófessor stjórnar. Þátttakendur í umræðunum verða, auk fyrirlesara, Ágúst Einars- son framvæmdastjóri, Finnbogi Jóns- son framkvæmdastjóri, Friðrik Sop- husson alþingismaður, Guðjón Á. Kristinsson forseti Farmanna _og fiskimannasambandsins, Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra og Unnur Steingrímsdóttir lífefnafræð- ingur. Ráðstefnustjóri verður Davíð Ólafsson fyrrverandi seðlabanka- stjóri. maður þess, Sigrún Stefánsdóttir, upp störfum. Svavar Gestsson, menntamálaráð- herra, segir að útsendingargjöld Fræðsluvarpsins verði felld niður og þannig dregið verulega úr skuldum þess. Þá standi til að skipa nýja nefnd til að hafa umsjón með Fræðsluvarp- inu. „Samkvæmt þessum drögum verð- ur Fræðsluvarpið eitt af skylduverk- efnum útvarpsins og þannig tryggt að það heldur áfram. Það er ekki hægt að neita því að það hefur ekki fengið aukna fjárveitingu en það á einnig við marga liði á fjárlögunum, enda verið að spara,“ sagði Svavar Gestsson. Gengisstefhan á Islandi ná- tengd stefiiu Norðurlandanna Drög að írumvarpi tii útvarpslaga: Fræðsluvarpið verði skylduverkefiii RÚV - segir Þorvaldur Gylfason Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn efndi nýlega í samvinnu við tvo erlenda háskóla til merkrar ráðstefnu í Bruxelles um gjaldeyrismál í iðnríkj- unum. Voru níu hagfræðingar valdir til að ilytja íræðileg erindi um ákveðna þætti gengismála, og 43 hagfræðingum og sérfræðingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, fjármálaráðuneytum og seðlabönkum iðnr- íkjanna boðið til umræðna um þau. Einn þeirra, sem sýndur var sá heiður, var Þorvaldur Gylfason, próféssor, en honum var falið að semja yfirlitsgrein um stefnu Norðurlandanna í gengimálum frá 1970. Þorvaldur lét lítið yfir sinum hlut, þegar Morgunblaðið spurði frétta af ráðstefhunni, kvaðst vinna við rannsóknir á erlendum vettvangi, eins og margir aðrir íslenskir háskólamenn, og af því leiddi að hann væri fenginn til slíks verks. Þorvaldur sagði, að þarna hefðu verið fluttir bæði fræðilegir fyrir- lestrar og yfirlit um ákveðin svæði, og síðan hefðu andmælendur verið fengnir til að gera athugasemdir við þau, áður en almennar umræður ■hófust. Andmælandi hans var dr. Johnny Akerholm frá Seðlabankan- um í Finnlandi. Kvaðst Þorvaldur hafa rakið gengisstefnuna, sem fylgt hefur verið á Norðurlöndum og þá einkum í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, sem eru ÉFTA-lönd, eins og ísland. í þeim löndum hefði það tekist að halda atvinnuleysi niðri, en það hefði kostað meiri verðbólgu en ella. Þetta hefði verið gert m.a. með því að fella gengið stöku sinn- um í stað þess að binda það blýfast. „Þegar ísland er skoðað í sam- hengi við Norðurlönd, þá verður ljóst, að gengisstefnan, sem hefur verið fylgt hér, er nátengd gengis- stefnunni þar,“ sagði Þorvaldur, þegar spurt var sérstaklega um ís- land.„Ég tel þó, að við höfum geng- ið alltof langt eftir þessari braut. Við höfum alls ekki þurft á allri þessari verðbólgu að halda til að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Reynsla hinna Norðurlandanna sýn- ir það og sannar.“ Ekki skilaði ráðstefnan nýjum, byltingarkenndum niðurstöðum, enda var það ekki tilgangurinn. Um gagnsemi hennar sagði Þorvaldur: „Maður kemur auðmjúkur heim af fundi sem þessum, því því að nýjar spurningar, sem vakna, eru yfirleitt fleiri og betri en hinar, sem svör Þorvaldur Gylfason, prófessor. fengust við. Svpna skoðanaskipti eru þó mjög gagnleg, menn læra hver af öðrum. Þannig er alltaf verið að þoka þekkingunni áleiðis.“ Erindin á ráðstefnunni verða prentuð í bók, svo og athugasemdir andmælenda og umræður allar, og kemur hún út á næsta ári á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Was- hington. Leiga Fæðingar- heimilisins: Mikill sparn- aður ríkisins - segir Arni Ing- ólfsson læknir BORGARRÁÐ hefur ákveðið að ganga til samninga við sérfræð- inga á leigu Fæðingarheimilisins við Eiríksgötu. Ellefu sérfræðing- ar hafa óskað eftir því að fá leigð- ar tvær neðstu hæðir hússins og hyggjast nota þær sem skurðstof- ur. Áð sögn Árna Ingólfssonar, læknis, er gert ráð fyrir því að ríkið borgi kostnað við stofuna en þessi leið sé mun ódýrari en að framkvæma aðgerðir á sjúkraliús- um. „Þetta hefur verið gert í ná- grannalöndum okkar í mörg ár enda mun ódýrara en að fara með þessar aðgerðir inn á skurðstofur spítal- anna,“ sagði Árni Ingólfsson. Árni sagði að hugsanlega myndu fleiri læknar .bætast i hópinn og sam- einast um skurðstofuna. „Okkur vantar skurðstofu og teljum þetta góða og hagkvæma lausn,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.